Dagur - 05.05.1990, Page 5

Dagur - 05.05.1990, Page 5
Laugardagur 5. maí 1990 - DAGUR - 5 Verksmiðjur SÍS á Akureyri brunnu fyrir rúmum 20 árum: Slökkviliðið barðist við eldinn í 16 tíma - sprengingarnar heyrðust Nú eru liönir rúmir tveir áratugir frú mesta hruna síðari tíma ú Akureyri. Þaö var þcgar verk- smiðjur Sambands íslenskra samvinnufélaga ú Gleráreyrum, Gefjun og Iðunn, stórskcmmdust eða eyðilöggðust að kvöldi 4. janúar það úr. Sú atburður verð- ur öllum minnisstæður sem vitni urðu að, og verður hann rifjaður lauslega upp hér. Að kvöldi 4. janúar 1969 var norðan hvassviðri og talsvert frost. Fúir voru ú ferli í núgrenni verksmiðjanna, en vart varð við eldinn klukkan 21.30. Allt slökkvilið Akureyrar var sam- stundis kallað út, en þá var eldur- inn þegar orðinn mjög magnaður og logaði upp úr þaki skinnaverk- smiöjunnar. Fjörutíu slökkviliðs- ntenn, þar af margir úr varaliö- inu, tóku þátt í slökkvistarfinu sem stóð langt fram á næsta dag. Reykurinn barst suður yfir bæinn Vegna hinnar sterku norðanúttar barst reykurinn suður unt mest- alla Akureyri. Margir sem fundu reykjarlykt óttuöust að kviknað væri í húsum sínum. Hftir að slökkviliösmenn höfðu stanslaust reynt að hemja eldinn í sextán klukkustundir tókst loks að snúa undanhaldi í sókn í þess- um mesta bruna síðari úratuga á Akureyri. Tólf stiga frost var um nóttina, og allhvöss norðanúttin gerði sitt til að torvelda slökkvi- starfið. Mikill mannfjöldi safnað- ist saman á vcrksmiðjulóðinni og nærliggjandi götum, þar scm útsýni var gott yfir brunastaðinn, til að fylgjast mcð eldinum. Næsta dag komu sex slökkvi- liðsmcnn frá Reykjavík til Akur- eyrar með flugi, til að aðstoða Slökkvilið Akureyrar, scm þá barðist við eldinn. Miklar sprengingar urðu í brunanum vegna eldfimra efna, sem geymd voru í tunnum og öðrum ílátum i verksmiðjunum, og heyrðust þær víða um bæinn. Auk þess voru mörg efni, svo sem ull, hrúefni til skógerðar og sútunar, dúkar og flíkur auðvitað brúðeldfim. Á þessurn tíma var alltaf talað um verksmiðjurnar með sérstök- Logarnir stíga upp úr samkomusalnum Félagsborg. víða þegar kviknaði í efnalager skógerðarinnar Kristinn Arnþórsson var fram- lciðslustjóri loðbandsdeildar Gefj- unar. um nöfnum, sem þær bátru um úratugaskeið, en voru seinna felld niður. Þessi heiti eru eldri kynslóðum ennþú töm í munni. Gefjun var elsta verksmiðjan ú lóðinni, þar eru nú aðalskrifstof- ur Álafoss hf. á efri hæðinni. Gefjun var loðbands- og vefnaö- arverksmiðja, fyrst og fremst, og henni tiiheyrandi var m.a. stór vinnslusalur norðan gamla verk- smiðjuhússins, ketilhús og fleiri byggingar. Arnþór Þorsteinsson var verksmiðjustjóri Gefjunar á þcssum tíma, Helgi Bergs, verk- fræðingur og fyrrverandi Lands- bankastjóri, teiknaði og hannaði stóran hluta þess verksmiðju- húsnæðis sem stækkað var ú úrunum upp úr 1950. Sútunarverksmiðjan, sem Þor- steinn Davíðsson veitti forstöðu, var þú í því húsnæði sem nú er nefnt „Gantla sútunin." Það er austan og norðan Gefjunar og húsnæðis skóverksmiðjunnar Striksins. Skógerð SÍS hét reynd- ar Iðunn, en hún var uppruna- lega stofnuð til að framleiða skó úr íslensku nautsleðri, sent til féll við sútunina, þótt síðar yrði þró- unin allt önnur í þeirri verk- smiðju. Verksmiðjustjóri í skó- gerðinni var Richard Þórólfsson. I tengslun við Gefjun var m.a. ullarþvottastöð, rekin af Búvöru- deild SÍS, ullarlitun o.fl. Fataverksmiðjan Hekla slapp nær alveg við skemmdir, en vegna skemmda ú ketilhúsi Gefj- unar sem sá verksmiðjunum fyrir upphitun. lagðist öll vinna niður um langt skeið. Afleiðingar brunans í stuttu máli voru afleiöingar brunans þær að skóverksmiðjan Iðunn gereyðilagðist, sútunarverk- smiðjan fór einnig að mestu leyti, lagerar Gcfjunar urðu reyk og vatni að bráð. Samkomusalurinn brann, en hann var endurbyggð- ur og stækkaður töluvcrt. Fjögur hundruð sjötíu og fimm manns höfðu atvinnu í verk- smiðjunum ú þessum tíma, og var óttast aö margir misstu vinn- una. Þó fengu allmargir vinnu við að hreinsa til í brunarústunum. Afleiðing brunans varð sú að ný jOg fullkomin sútunarvcrksmiðja var reist ú Glerúrcyrum, undir stjórn Ragnars Ólasonar. Finnsk- ir sérlræðingar í sútun voru fengnir til að skipuleggja vcrk- smiöjuna og fóru nokkrir Akur- eyringar til Finnlands til að læra sútun. Það má tclja lán í óláni að ckki urðu nein slys á mönnum í þess- um bruna, en tjóniö var gífurlegt og var metið ú 2. hundrað millj- ónir króna, sem var geysilegt tc úrið 1969. Sprenging í efnageymslu skógerðarinnar Kristinn Arnþórsson var fram- leiðslustjóri í loðbandsdeild Gefjunar þegar bruninn varð. Hann segir svo frá: „Ég varð ekki var við brunann fyrr en kl. sex aö morgni 5. janúar. Ég var heima og símalaus, og vissi því ekki unt eidinn fyrr, en hann var þá búinn aö loga alla nóttina. Eldsupptök voru rakin til þurrkklefa í austurhluta sútun- arverksmiðjunnar. Eldurinn breiddist út eftir sútuninni, fyrst á neðri hæðinni en síöan upp á efri hæð hússins, þar sem skó- geröin og sútun voru til luisa. Á efri hæöinni, miðsvæðis, var stór og mikill lager sem tilheyrði skó- geröinni. Um var að ræða lím og önnur afar eldfim efni. Þarna varð sprenging, og eldurinn núði sér virkilega á strik. Slökkviliðið útti í ntiklum erf- iðleikum, frost var mikið og þeir úttu erfitt með að núlgast vatn til slökkvistarfsins. Það var geysi- lega örðugt fyrir slökkviliðs- mennina að vinna við þessar aðstæður. því þetta var stör- bruni. Mig minnir að slökkviliðs- mennirnir hafi á ákveðnum tíma- punkti talið sig hafa núð tökum ú eldinum, áðuren kviknaöi í efna- geymslu skógerðarinnar, en þá blossaði hann upp aftur. Út frú sprengingunni í þessum efnum náði eldurinn að læsa sig í sam- komusalinn í cfri hæð byggingar- innar þar sem Félagsborg er. Ég fór á vinnustaö snemma um morguninn, og er það minnis- stætt að hægt var að horfan beint upp í himininn frá gólfinu ú 2. hæð hússins, þakið var farið. Á næstu hæð fyrir neðan var skrif- stofa sem ég hafði, og þaöan voru fluttir hlutir og húsgögn. Skentmdir urðu ekki af völdum elds á þcirri hæð, cn þó nokkrar vegna vatns og rcyks. Löngu eftir þetta var maöur að finna blöð sem voru húlf hvít og húlf svört af sóti. Bandframleiðslan hélt áfram daginn eftir Vinnslan í Gefjun stöðvaðist núnast ckkert vegnti brunans. Vélasalurinn slapp svo til alveg og framleiöslan hélt úfram strax daginn cftir, um leið og rafmagn komst ú. Lagcr Gefjunar mun hafa orðiö fyrir reykskemmdum. Þar sem Álafoss er nú með skrifstofur var skógerðin með vélasal, og efnageymslan sem ég vitnaði til úðan var í norðurenda salarins. í suöurenda hússins urðu miklar reykskemmdir, bæði á efri og neðri hæð." - Olli bruninn miklu atvinnu- leýsi? „Um tíma gcröi hann þaö, en margir fengu vinnu strax við upp- byggingu og hreinsun eftir cldinn. En mesta atvinnuleysið varð örugglega hjú starfsmönn- um skógerðarinnar og sútunar." - Höföu menn einhvern tím- ann leitt hugann að því að atburður sent þessi gæti orðið? „Ég held ekki. Eftir brunann fóru eldvarnaeftitlitsmenn um allar verksmiðjurnar, vinnusöl- um var skipt niður með eldvarna- hurðum o.s.frv. og ýmsar rúð- stafanir gerðar til brunavarna. Það hafði greinilega ekki verið hugsað mikið fyrir slíku úður. En með eldföstum hurðum og veggj- um hefði verið unnt að fyrir- byggja að bruninn gæti orðið svo mikill sem raun bar vitni." EHB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.