Dagur - 05.05.1990, Side 7

Dagur - 05.05.1990, Side 7
Laugardagur 5. maí 1990 - DAGUR - 7 poppsíðon Margbrotinn tónlistarmaður - Sitthvað af Gary Moore Ferill gítarleikarans/söngvarans/ lagasmiðsins Gary Moore hefur nú náð yfir tuttugu ár og á þeim tíma hefur hann fengist við tónlist á borð við jass, spunarokk, þungarokk og nú síðast blús. Moore sem fæddist í Belfast á N-írlandi 1954 varð snemma hneigður undir tónlistargyðjuna, en sinn fyrsta gítar eignaðist hann aðeins níu ára gamall. Á unglingsárunum í skóla var Moore duglegur við að setja saman hljómsveitir en fyrsta alvöru sveitin sem hann var í var Skid Row, jassrokksveit þar sem einnig var Phil Lynott sem Umsjón: Magnús Geir Guömundsson hætti þó fljótlega í Skid Row og stofnaði Thin Lizzy. Gary Moore var aðeins 16 ára þegar hann gekk til liðs við Skid Row en var þá þegar búinn að vekja mikla athygli fyrir ótrúlega mikinn hraða og leikni í gítarleik sínum. Með Skid Row hljóöritaði Moore tvær plötur, Skid Row og Thirty four hour. Seldist Thirty four hour illa og í kjölfar þess ákvað Moore að hætta og stofna sína eigin hljómsveit. Hljóðritaði þessi fyrsta útgáfa af Gary Moore Band eina plötu Grinding Stone sem út kom 1973. Eins og áður sagði yfirgaf Phil Lynott (sem var söngvari í Skid Row) sveitina til að stofna Thin Lizzy. Varð sú hljómsveit fljótt Fyrri grein vinsæl með útgáfu sinni á írska þjóðlaginu Whiskey in the Jar. En í ársbyrjun 1974 veiktist þáverandi gítarleikari Thin Lizzy og æxluðust mál þannig að Gary Moore var fenginn í hans stað, þó varð vera Moore ekki löng í sveitinni, aðeins um hálft ár og á þeim tíma hljóðritaði Thin Lizzy enga plötu. I stað Moore komu tveir gítarleikarar þeir Scott Gorham og Brian Robertson sem nokkur ár þar á eftir voru gítar- leikarar saman í Thin Lizzy. Til 1976 lætur Morre lítið fara fyrir sér, en það ár gerist hann meðlimur Coolosseum II, önnur útgáfa af Colosseum sem upprunastofnandi hennar Jon Hiseman stóð að. Með Colosseum II geröi hann þrjár plötur, Strange new Flesh, Electric Savage og War Dance. Var tónlistin einskonar spuna- rokk/jass þar sem kröftugur gít- arleikur Moore og þungur Hammond orgelleikur Don Airey voru þungamiðjan. Auk þeirra þriggja sem áður hafa verið nefndir var bassaleikarinn Neil Murray í sveitinni en bæöi hann og Airey störfuöu seinna með Moore í hljómsveit hans. Hitt og þetta Bryan Adams og lan Gillan viö upptökur á Smoke on the Water. I kom fram að mikill fjöldi tónlist- armanna kemur fram á plötunni og flytur lög eftir Söngleikjaskáld- | ið fræga Cole Porter. Hins vegar | var nafn ekki komiö á hana þá, en nú helur verið upplýst að hún heiti Red Hot and Blue og hún muni sennilega verða gefin út í júní. Áður hafði verið minnst á að U2, Sinead O’Connor, Tom Waits og The Pogues auk David Bowie, Fine Young Cannibals Annie Lennox og Billy Idol spili á plötunni og nú hafa bæst í hópinn söngkonurn- ar Jndy Watley, Neneh Cherry og Kirsty MaCall sem syngur dúett með The Pogues svo nokkrir séu nefndir af þeim mikla fjölda sem leikur á plötunni. Plata til styrktar Armenum Á síðastliðnu ári komu nokkrir valinkunnir rokktónlistarmenn saman og hljóðrituðu gamla Deep Purple slagarann Smoke on the Water til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftanna í Armeníu. Voru þeirra á meðal Roger Taylor og Brian May úr Queen, Bryan Adams, David Gilmour úr Pink Floyd og svo fyrrurn félagarnir i Deep Purple þeir Ritchie Black- more og lan Gillan svo einhverjir séu nefndir. En þessi hópur sem kallar sig Rock Aid Armenia ætlar ekki aö láta þar við sitja þvi í bígerð er heil plata þar sem hóp- urinn tekur fleiri endurgerð lög m.a. eftir Yes, Black Sabbath, Free og Deep Purple til styrktar þessu ágæta málefni. Lou Reed og John Cale Þeir fyrrum félagarnir í Velvet Underground, Lou Reed og John Cale hafa nú tekið saman hönd- um á ný eftir margra ára hlé og gefið út plötu saman. Er um að ræða plötu í minningu um fjöl- listamanninn fræga Andy Warhol, nefnist hún Songs for Drella (Drella er stytting á því skondna gælunafni Warhols, Cinderella) og spanna þau fjörtán lög sem eru á henni ævi hans allt frá upp- vexti í bernsku til síðustu daga. Tónlistin mun vera í ætt við það sem Velvet Underground var að fást við undir það síðasta, þar sem gítarleikur Reeds og píanó- leikur Cales eru þungamiðjan, söngnum skipta þeir síðan bróðurlega á milli sín. Aids-platan komin með nafn Poppsíðan sagði frá því fyrir nokkru að von væri á plötu til styrktar baráttunni gegn Aids. Þá Lou Reed og John Cale saman á plötu á ný. Sinead O’Connor syngur i þágu baráttunnar gegn Aids. Stevie Wonder Ballöðusmiðurinn blindi Stevie Wonder var nýlega sýknaður af ákæru um lagastuld. Var Wonder stefnt af lagahöfundi að nafni Loyd Chiate sem hélt því fram að lagið / just call to say I love you sem Wonder gerði vinsælt árið 1984 væri útursnúningur á hans eigin lagi frá 1976. Krafðist Chi- ate 25 milljóna dollara í skaða- bætur en því var sem sagt hafnað. Bros Háværar raddir voru í bresku pressunni nú nýlega um að poppdúettinn Bros væri e.t.v. að syngja sitt síðasta. Hafa nú félagarnir í Bros hins vegar kveð- ið niður allar slíkar vangaveltur en viðurkenna þó að þeir hafi átt í ýmsum erfiðleikum, meðal ann- ars fjárhagslegum en þeir félagar munu víst skulda fjármálafyrir- tækinu American Express ein- hverja fúlgu. Gary Moore búinn að vera að i tuttugu ár i bili aó minnsta kosti. Jk Nám í uppeldisgreinum kenn^a fynr list- og Elanéx verkmenntakennara á framhaldsskólastigi Umsóknarfrestur um nám í uppeldis- og kennslu- fræðum til kennsluréttinda fyrir list- og verkmennta- kennara á framhaldsskólastigi er til 15. júní 1990. Námið hefst við Ke.nnaraháskóla íslands haustið 1990. Kennt verður í Reykjavík. Námið fullnægir ákvæðum laga nr. 48/1986 um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunn- skólakennara, framhaldsskólakennara og skóla- stjóra. Umsækjendur skulu hafa lokið tilskildu námi í sérgrein sinni. Námið samsvarar 30 einingum eða eins árs námi. Því er skipt á tvö ár til að auðvelda starfandi kennur- um að stunda það. Námið hefst með námskeiði 27,- 31. ágúst 1990 að báðum dögum meðtöldum og lýk- ur í júní 1992. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Kennaraháskól- ansvið Stakkahlíð, 105 Reykjavík, sími: 91-688700. Fjöldi þátttakenda miðast við 25 nemendur. Gert er ráð fyrir að hliðstætt nám hefjist á Akureyri í janúar 1991. Umsóknarfrestur um það verður aug- lýstur síðar. Rektor.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.