Dagur - 05.05.1990, Page 13
Laugardagur 5. maí 1990 - DAGUR - 13
Sjaandiim Suzanne Gerleit
til íslands
- heldur m.a. námskeið á Akureyri
Hinn þekkti sjáandi, Suzanne
Gerleit, er væntanleg til Is-
lands í næstu viku. Að þessu
sinni hefur hún ákveðið að
halda ekki eingöngu námskeið
í Reykjavík, heldur einnig á
Akureyri, Patreksfirði og í
Keilavík. Suzanne býr í Color-
ado í Bandaríkjunum og hefur
starfað sem miðill og andlegur
leiðbeinandi til fjölda ára.
Þetta er í fjórða sinn sem hún
heimsækir Island og er hún vel
kunn í hópi fólks sem hefur
áhuga á að stunda hugrækt í
einhverjum mæli.
Suzanne Gerleit hefur í heim-
sóknum sínum veitt fólki einka-
tíma en í þetta sinn verður ekki
svo. Hún segist vera hér til að
kcnna fólki að finna svörin sjálft
og að ckki sc ástæða fyrir það aö
leita til hinna og þessara aðila til
að segja því hluti sent „innri leið-
beinendur hvers og eins“ geti
sagt.
Námskeiðin sem Suzanne
kemur til með að halda í íslands-
ferðinni eru eftirfarandi: „Guð
hið innra - innri friður" (haldið í
Keflavík). „Á þessu námskeiði
mun hún m.a. tala um Ijósiö sem
býr innra með okkur og hvernig
viö getum sótt það og nýtt það í
kvikmyndarýni
Umsjón: Jón Hjaltason
daglegu lífi okkar," segir í frctt
frá aðstandendum námskeið-
anna. Hitt námskciðiö, sem hald-
ið verður á Akureyri. Patreks-
firði og í Reykjavík, ber yfirsk-
riftina „Andleg leiöbeining - að
taka við blessun andans". Þar
mun Suzanne „kenna á hvern
hátt einstaklingurinn geti snúið
sér til innri leiðbeinenda sinna og
íengið svör. Hún mun upplýsa
um mismunandi mátt hinna ýmsu
leiöbeinenda og á hvern liátt þeir
vinna."
Upplýsingar og skráning á
námskeiðin fer fram í símum úl-
675443 og 96-21312 næstu daga.
I-J yi c Q yíl/ •
Þrír heiðursborgarar frá upphafi
- athugasemd frá ritstjóra Boðbera KP
Rencdikt Jónsson frá Auðn-
uin var fyrsti hciðursborgari
Húsavíkurhrcpps cn hrepps-
ncfnd sainþykkti tilncfning-
una samhljóða 28. jan. 1936,
á 90 ára afinæli Bcncdikts.
Húsavík hefur eignast tvo
aðra heiðursborgara: Karl Ein-
arsson sem gerður var heiöurs-
borgari ;i áttræðisafmæli sinu 6.
des. 1954 og Guörúnu Þóröa'r-
dóttur scm gerð var heiðurs-
borgari á 100 ára afmæ'li sínu
10. sept. 1979. Greint cr frá til-
nefningu fyrsta heiðursborgar-
, ans í Boðbera Kl> 7. feb. 1936,
en það láðist að geta hans í
-afmælisblaði Víkurblaðsins 26.
apríl sl. þar sem getið var hinna
tveggj a heiðursborgaranna.
Háskólinn á Akureyri:
Páll Einarsson með fyrirlestur
Páll Einarsson. jarðeðlisfræðing-
ur við Raunvísindastofnun Há-
skóla íslands, flytur fyrirlestur í
dag. laugardaginn 5,maí. í stol'u
24 í húsakynnum Háskólans á
Akureyri.
Fyrirlestur Páls, sem hefst kl.
114. fjallar um jarðskjálfta og
jarðskjálftaspár.
Laugardaginn 12. maí nk.
veröur Páll aftur á ferðinni á
sama stað og tíma með fyrirlestur
sem hann nefnir Eldgos og eld-
gosaspár. óþh
Al Pacino gerir hosur sínar grænar fyrir Ellen Barkin.
Elskhugar fá fyrir ferðina
John Goodman skemmir heldur
ekkert fyrir.
Hreyfiafl myndarinnar eru
morð á tveimur líflegum elskhug-
um. Pacino tekur máliö að sér og
leiðir hans og Barkins liggja
saman. Hún liggur undir grun en
Pacino hrífst af henni og ncitar
fyrir sjálfum sér að hún geti verið
morðinginn án þess þó að hugs-
unin fari raunverulega úr huga
hans. Þetta veldur spennu í
sambandi þeirra og atburðum er
Barkin getur ekki skilið þar sem
hún veit ekki hvernig er í pottinn
búið; elskhugi hennar er að rann-
saka morðmál þar sem hún sjálf
er sennilega sökudólgurin.
Iturgarhió sýnir: Ástríhur (Sea of l.ove).
I.eikstjúri: Harold Becker.
Aúalhlutverk: Al Pacino, Klleu Barkin
og JoIiii Goodman.
Universal 1989.
Söguþráður Ástríðna er alþekkt-
ur og margnotaöur. Enn á ný
stígur hann fram langþreytti og
fráskildi lögreglumaðurinn. Aö
þessu sinni á hann þó ckki í ncin-
um crjum við kerfið cnda allt of
önnum kafinn við ástamál sín (og
morðóðan glæpahund) til aö geta
staðið í slíkum hégóma. A1
Pacino og Ellen Barkin (konan
meö þúsund andlitin) gera þessa
kvikmynd þó vel þess virði að
eytt sé á hana einni kvöldstund.
Draugar og bandarísk óskhyggja
ltiirj;iirliíó sýnir: Draugavölliiin (Field of
Dream’s).
Leikstjóri: l’liil Alden Kohinson.
Aðalhlutverk: Kevin Costner, Amy
Madigan og James Earl Jones.
Universal 1989.
Auðvitað er það ekki fallegt að
þýöa hið ljúfa heiti Field of
Dreams með íslenska heitinu
Draugavellinum en það er svo
sannarlega réttnefni. Aðalsögu-
hetjan (Kevin Costner) á við hið
alræmda bandaríska foreldra-
vandamál að stríða. í Costners
tilviki er það þó aðeins föður-
vantli því að móðirin er dáin.
Þegar sonurinn kemst á fram-
haldsskólaaldur velur hann að
mennta sig fjarri föður sínum.
Næst þegar sonurinn ómakar sig
heim á fornar slóðir er það til
þess eins að fylgja föður sínum til
grafar.
Annars vegar lýsir Drauga-
völlurinn yfirbótarverkum sonar-
ins vegna Ijótra orða er hann lét
falla við föður sinn seinasta sinn-
iö cr þeir sáust hérna megin
grafar. Hann gerist þjónn dular-
fullrar raddar, plægir upp stóran
hluta af maísakri sínum og byggir
á honum hornaboltavöll og teflir
með því lífsafkomu fjölskyldu
sinnar í tvísýnu. Að auki flækist
hann vítt og breitt í lcit að lifandi
og ekki síður dauöum enda kapp-
nóg af draugum í Draugavellin-
um.
í öðru lagi er Draugavöllurinn
næstum örvæntingarfull tilraun til
að varpa helgiljóma yfir horna-
boltaleik þeirra Bandaríkja-
manna. Þaö sern hin tímanlega
fjarlægð hefur gert l'yrir Evrópu
skal kvikmyndin gera fyrir
Bandaríki Norður-Ameríku - að
minnsta kosti er það hugmynd
Hollywoodstjóranna. En aö láta
sér til hugar koma að hægt sé að
pranga heimabornum draumsýn-
um upp á Evrópumenn á líkan
hátt og gert er í Draugavellinum
er með ólíkindum. Enn furðu-
legra er þó að einmitt þetta tekst
Bandaríkjamönnum í Drauga-
vellinum.
meirí háttar
stendur tU 12. maí
á kílóastykkjum af brauðostinum góða
Verð áður:
Kr.J»ÆK) kílóið
Tilboðsverð:
kr. 661- J)
kflóið
15% lækkun!
S/Ujö**