Dagur - 05.05.1990, Page 20

Dagur - 05.05.1990, Page 20
Akureyri, laugardagur 5. maí 1990 Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. í vorbaði. Mynd: kl Dalvíkurkirkja: 13 radda pípuorgel sett upp í haust - smíði þess að heijast af krafti hjá fyrirtæki í Danmörku Þessa dagana er að hefjast hjá fyrirtæki í Aaskov í Danmörku smíði 13 radda orgels fyrir Dal- víkurkirkju. Samningar um smíði orgelsins voru undirrit- aðir fyrir fjórum árum en dreg- ist hefur að ráðast af krafti í verkið. Orgelsmiður frá danska fyrirtækinu var á Dal- vík á dögunum og þá var geng- ið frá því hvernig orgelið skyldi líta út. Endanlegra teikninga af orgelinu er að vænta að utan innan fárra daga. Stefnt er að uppsetningu orgelsins í Dalvík- urkirkju í haust. Nýja pípuorgelinu verður fundinn staður í tengibyggingu milli kirkjunnar og væntanlegs safnaðarheimilis, sem áætlað er að gera fokhelt í sumar. Að sögn Jóns Helga Þórarins- sonar, sóknarprests, er vei við hæfi að taka nýtt og veglegt orgel í notkun í haust því Dalvíkur- kirkja er 30 ára á þessu ári. Áætlaður kostnaður við srníði orgelsins er 8 milljónir króna. Safnast hafa um fjórar milljónir króna í orgelsjóð og segir Jón Helgi að það sem uppá vanti fjár- magni söfnuðurinn og eflaust verði staðið fyrir fjársöfnun með einum eða öðrum hætti þegar nær dragi vígslu orgelsins. Jón Helgi segir að fjölmargir, heima- menn og brottfluttir Dalvíkingar og Svarfdælingar, hafi sýnt kirkj- unni ntikinn hlýhug á undanförn- um árum ineð veglegum fjár- framlögum í orgelsjóð og gaman sé til þess að vita að loksins sé í sjónmáli ávöxtur söfnunarinnar. „Þeir sent til þekkja eru sam- mála um að þessi stærð af orgeli henti vel fyrir Dalvíkurkirkju. Orgelsmiðir fullyrða að með eðli- legu viðhaidi eigi slíkt orgel að endast á aðra öld,“ sagði Jón Helgi. Upphaflega var talað um að danska fyrirtækið lyki við orgelið árið 1988 en sóknarnefnd Dalvík- urkirkju fékk því frestað vegna fyrirhugaðrar byggingar safnað- arheimilis við kirkjuna. óþh Landgræðsla ríkisins: Athyglisvert verkefni í Kötlum í sumar Fyrir dyruin stendur athygl- isvert verkel'ni Landgræðslu ríkisins í Kötlum suður af Krákárbotnuni. Um er að ræða verkef'ni í sanivinnu Landgræðslunnar, Landsvirkj- unar, sveitarstjórnar Skútu- staðahrepps, landeigenda og Heilsuhæli Náttúrulækningafélags Akureyrar: Tekur Kjarnalundur til starfa á næsta ári? Svo gæti farið að starfsemi í Kjarnalundi, heilsuhæli Nátt- úrulækningafélags Akureyrar í Kjarnaskógi, geti hafist fyrr en ráð hefur verið fyrir gert. Stjórn NLFA hefur rætt við Atvinnumálanefnd Akureyrar- bæjar og fengið góðan hljómgrunn fyrir stuðningi bæjarins við framkvæmdir. Eiríkur Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Náttúrulækninga- félags íslands, kont á fund Atvinnumálanefndar Akureyrar í lok marsmánaðar. Á fundinum voru ræddar hugmyndir um að veita ákveðna fyrirgreiöslu til Kjarnalundar, m.a. ábyrgðir, og væri þannig hægt að flýta því að mannvirkið væri tekið í notkun. Ætlunin cr að sækja um rekstrar- leyfi og daggjöld fyrir dvalar- gesti. en auk þess upplýsti Heimir Ingimarsson á síðasta bæjar- stjórnarfundi að hugsanlegt væri að flytja einhver daggjöld frá heilsuhæli NLFI í Hveragerði til Kjarnalundar. Jón Kristinsson, stjórnarmað- ur í NLFA, segir að innan félags- ins sé ríkjandi nokkur bjartsýni um framhaldið, m.a. vegna já- kvæðra viðbragða Atvinnumála- nefndar. Þó séu mörg Ijón enn á veginum innan kerfisins, eftir er að fá rekstrar- eða starfsleyfi fyrir Kjarnalund, fá samþykkt dag- gjöld fyrir tilstilli heilbrigðis- málaráðuneytis, fjármálaráðu- neytis og Fjárveitinganefndar Alþingis. „Ef fjármagn fæst til að Ijúka við bygginguna og hefja rekstur þarf ekki að líða langur tími þar til hægt verður að hefja starfsemina. Við erum frekar bjartsýn og horfum jafnvel til næsta hausts í þessu sambandi, ef vel gengur," segir Jón. Að sögn Jóns Kristinssonar munu daggjöld til rekstrar Kjarnalundar ekki verða undir 60 til 70 milljónum króna á ári, auk þess sem dvalargestir munu greiða sjálfir hluta af kostnaði við dvöl sína. Störf munu skapast fyrir 20 til 30 manns við Kjarnalund, og slíkt sé ekki lítils virði í því atvinnuástandi sem ríkir í bæn- um. Áslaug Kristjánsdóttir, for- maður NLFA, sendi Heilbtigðs- nefnd Norðurlandshéraðs eystra bréf seint í aprílmánuði. Þar seg- ir m.a. aö 13. janúar sl. hafi heil- brigðisráðherra gefið vilyrði fyrir því að setja rekstur heilsuhælisins á áætlun til fjárlaga ársins 1991. Skilyrði fyrir því er að heilbrigð- ismálaráð staðfesti að starfsemi Kjarnalundar muni falla að upp- byggingu heijbrigðisþjónustu hérðaðsins. Ráðinu yrði jaln- framt kynnt starfs- og rekstrar- áætlun fyrir Kjarnalund. EHB veiðiréttarhafa við Kráká og Laxá. í samtali við Svcin Runólfsson, landgræðslustjóra, kom frant að í sumar myndi Landgræðsla ríkis- ins verða með ýmis járn í eldin- um á Norðausturlandi, Sveinn sagði að áburðar- og frædreifing yrði með hefðbundnum hætti og myndi hún hefjast unt mánaða- mótin júní-júlí, en flogið yrði frá Húsavík sem fyrr. Landgræðslustjóri sagði að á Reykjahlíðarsvæðinu væri stefnt að friðun og að girt yrði umhverf- is þéttbýliskjarnann, sem þar er risinn. Þá sagði hann að sandfok- svæði á austurafrétt Skútustaða- hrepps við Grænulág yrði friðað. „Mjög athyglisverðu verkefni verður komið af stað í Kötlum, suður af Krákárbotnum. Þetta er uppgræðsluverkefni, átaksverk- efni, í santvinnu Landgræðslunn- ar, Landsvirkjunar, sveitastjórn-- ar Skútustaðahrepps, landeig- enda og véiðiréttarhafa við Kráká og Laxá í S-Þing. Mark- miðið er að hefta sandfok og framburð sands í Kráká og Laxá. Miklar umræður um friðun Hólsfjalla eru í gangi milli Land- græðslunnar og hlutaðeigandi sveitafélaga, en friðun Hólsfjalla er þarft mál,“ sagði landgræðslu- stjóri að lokum. ój „Eg segi það enn að auðvitað er takmarkið að vinna en við verðum ánægð með að ná inn á lista 10 efstu og það gerum við,“ sagði Skagfirðingurinn Hörður G. Ólafsson, höfund- ur Eins lags enn sem verður framlag íslendinga í Evrópu- söngvakeppninni sem fram fer í Zagreb í Júgóslavíu í kvöld, Æfingar hafa verið í fullum gangi í Zagreb síðustu dagana og í dag verður síð- asta „rennsli“ á keppninni Skagfirskir tónar um heimsbyggðina í kvöld: „Við náum inn á lista 10 - segir Hörður G. Ólafsson, júróvisjón-höfundur, í símaviðtali frá Zagreb efstu 66 áður en aö alvörunni kemur. „Að vísu gekk á ýntsu í byrj- ttn enda flókiö mál að koma öllu heim og saman en okkar ágæti stjórnandi Jón Kjell hefur greitt úr málum. Nú gengur þetta vel upp. Mér linnst þetta hljóma vel og krakkarnir koma ágætlega út á sviðinu," sagöi Hörður. Á sviðinu i höllinni í Zagreb verða fyrir íslands hönd þau Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson og hljómsveit þeirra Stjórnin. Alls vcrða þau scx á sviðinu. Eins og fram kom í biaöinu í gær njóta íslensku flytjendurnir tnikilla vinsælda í Júgóslavíu. Hópurinn hefur staðiö í miklu kynningarstarfi en Hörður sagðist ekki neita því að gott hefði verið ttö hafa íslenska blaðamenn á staðnum til að konta kynningu á íslenska keppnisliöinu á framfæri við erlenda blaðamenn. Aö vttnda hafa veðbankar „'l akmarkið að vinna, segir Hiirður G. Ólafsson. keppst við aö spá um úrslitin í Júgóslavíu. Eitt lag enn var efst hjá einum banka í Þýskalandi og hjá breskum veðbanka lenti lagið i öðru sæti. Hörður hló við þegar hann var beðinn að spá fyrir um úrslitin og sagði að reynsla íslendinga síðustu árin af spám vcöbanka sýndi að ekki gangi þær allar eftir. „Nei, ég þori ekki aö spá en sem stendur þykir mér Ííklegast að gestgjaf- arnir vinni. Við skulum bara spyrja að leikslokum," sagði Höröur. JOH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.