Dagur - 09.05.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 09.05.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 9. maí 1990 Framkvæmdir í raforkukerfmu í framtíðinni: Iláspennulínur frá Ilrauncyjarfossi og Fljótsdal sameinast á GarðársdaJ í sumar verður lokið við mæl- ingar á háspennuiínu milli Akureyrar og Fljótsdals en línuleiðin var afmörkuð á síð- asta sumri. Leiðin var valin í samráði við fulltrúa Náttúru- verndarráðs og hún hefur verið kynnt á fundi í Náttúruvernd- arráöi. í bréfi Nátturverndar- ráðs dagsettu í janúar sl. var tilkynnt að ráðið muni ekki leggjast gegn legu línunnar að uppfylltum nokkrum skilyrð- um. Þessar upplýsingar koma fram í fylgigögnum með frumvarpi til laga um raforkuver sem til um- fjöllunar er á Alþingi. Þar segir einnig í kaflanum um háspennu- línur að áður en línuleiðin milli Fljótsdals og Akureyrar hafi ver- ið afmörkuð hafi verið haft sam- band við alla landeigendur og oddvita í þeim sveitarfélögum sem línan liggur um. Reynt hafi verið að taka tillit til óska þessara aðilar, þar sern því hafi verið við komið. Svokallaðri Sprengisandslínu, þ.e. háspennulínu milli Akureyr- ar og Hrauneyjafoss, hcfur verið valin leið og fer hún um óbyggð svæði frá Hrauneyjafossi í Garðs- árdal í Eyjafirði. Ætlunin er aö þar sameinist hún línunni frá Fljótsdal þannig að 'ein lína verði úr minni Garðsárdals að spenni- Grenivík: Frj álsíþróttatæki keypt fyrir túHpanapeninga Mikið var um dýrðir á Greni- vík sl. luugardag í tilefni vímuvarnadags. Efnt var til hlaupa og gengið var í hús og seldir túlípanar. Ágóðanum af sölunni verður varið til kaupa á tækjum til iðkunar frjálsra íþrótta, en áhugi á þeim hefur aukist verulega hjá krökkum á Grenivík. Að sögn Björns Ingólfssonar, skólastjóra, var haldið hlaupa- mót fyrir krakkana þar sem boðið var upp á spretthlaup og víðavangshlaup í þremur aldurs- flokkum. Þá voru seldir túlípanar og verður ágóðanum af þeirri sölu varið til að kaupa tæki til iðkun- ar frjálsra íþrótta hjá Magna. „Það er mikill áhugi fyrir frjáls- um íþróttum hér, en hins vegar vantar áhöldin. Við erum með þjálfara, Rakel Gylfadóttur, sem við höfum ekki áður haft og það hefur cflt áhuga krakk- anna,“ sagði Björn. óþh stöðinni við Rangárvelli á Akur- eyri. Þessum kafla línunnar var valinn staöur í samráði við land- eigendur, Svæðisskipulag Eyja- fjarðar og skipulagsyfirvöld á Akureyri. JÓH Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki: Hefur fnimkvæði að námsbraut fyrir fatlaða Fjölbrautaskólinn á Sauðár- króki hefur í hyggju að bjóða upp á námsbraut fyrir fatlaða einstaklinga á næsta ári. Frum- kvæðið að námsbraut þessari er komin frá Sveini Allan Morthens framkvæmdastjóra svæðisstjórnar um málefni fatl- aðra og Ólafi Arnbjörnssyni aðstoðarskólameistara við Fjölbrautaskólann. Starfshópur skipaður af Menntamálaráðuneytinu skilaði í lok mars tillögum að námsefni fyrir fatlaða. í kjarnanámsefni er gert ráð fyrir námsgreinum svo sem; hagnýtri stærðfræði, heilsu- vernd, boðskiptum og fleiri greinum sem nýst gætu fötluð- um. Námið er áætlað 20 kennslu- stundir á viku í kjarnanámsefni og 15 stundir í starfsþjálfun. Starfsþjálfunin greinist í fjögur svið. Matreiðslu, landbúnað, verslun og þjónustu, og iðnað. Ætlunin er að námið tengist atvinnulífinu á svæðinu. Að sögn Sveins Allans Morthens er nýja námsbrautin hugsuð sem skref í þeirri þróun að auka fötluðum atvinnumöguleika utan vernd- aðra vinnustaða. Gert er ráð fyrir tíu nemend- um á nýju námsbrautinni sem verður sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Tveir kennarar ásamt tveimur uppeldisfulltrúum munu starfa á nýju námsbrautinni. Undirbúningur að námsbrautinni fer fram í sumar og væntanlega hefst kennsla á nýju námsbraut- inni haustið 1991. kg Utankjörfundarkosning: Siglufjörður: Efnalaug og þvottahús stofiisett í þessum mánuði Síðar í þessum mánuði opnar efnalaug og þvottahús á Siglu- firði. Slík þjónusta hefur ekki verið áður í bænum. Að fyrirtækinu standa tvær konur á Siglufirði og hafa þær notið aðstoðar átaksverkefnis í atvinnumálum á staðnum. Súrmjólk Meb jarðarberjum „Þetta skapar eitt starf til að byrja með og vonandi fjölgar þeim síðar,“ sagði Björn Valdi- marsson, umsjónarmaður átaks- verkefnis í atvinnumálum á Siglufirði. óþh Fer rólega af stað á Akureyri Utankjörfundarkosning hefur farið rólega af stað og í gær voru um 30 manns búnir að kjósa með þeim hætti hjá bæjarfógetanum á Akureyri. Kosning utan kjörfundar hófst á Akureyri fyrir allmörgum vikum og stendur yfir fram að kjördegi, 26. maí næstkom- andi. „Þetta er að fara af stað og miðað við reynslu fyrri ára þá verður kominn skriður á utan- kjörfundarkosninguna á næstu dögum, eða þegar nær dregur kjördegi," sagði Ásgeir Pétur Ásgeirsson hjá embætti bæjar- fógeta á Akureyri. Kjósandi sem kýs utan kjör- fundar hefur þó ekki glatað rétti sínum til að skipta um skoðun, hann getur kosið aftur á kjördag. Nýjasta atkvæðið gildir ávallt. I bæjar- og sveitarstjórnar- kosningum eiga menn kosninga- rétt í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga lögheimili þegar fram- boðsfrestur rennur út, en hann rann út 27. apríl sl. SS UmhverfismáJin í neftid Umhverfisráðherra hefur skip- að nefnd til að undirbúa og semja frumvarp um umhverf- isvernd og umhverfisverndar- stofnun og greinargerð með því, sem verði tilbúið til fram- lagningar á Alþingi í október nk. í nefndinni eru Páll Líndal, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðu- neytinu, formaður, Guðrún Ólafsdóttir, dósent, Magnús Jónsson, veðurfræðingur, Sigurð- ur M. Magnússon, forstöðumað- ur, og Unnur Stefánsdóttir, verk- efnisstjóri. óþh Mikið að gera hjá „sumarhúsasmiðum“: Frá þjóðlegum „kotum“ upp í stórhýsi Nú þegar vetur konungur hefur hopað og sumar og sól tekur völd, fer fólk að huga að sumarfríum og tómstund- um suinarsins. Mjög hefur færst í vöxt hér Norðanlands, að fólk leitar eftir landi fyrir sumarhús. Töluvert framboð er af landi til þessara nota í sveitunum hér norðan heiða. Fyrirtæki, sem sérhæfa sig í gerð sumarhúsa á Eyjafjarðar- svæðinu, eru nokkur og Dagur hafði samband við þrjú þeirra, á Akureyri, á Dalvík og á Sval- barðsströnd. Að sögn Ármanns Sverris- sonar hjá Bynor á Akureyri, þá er eftirspurn eftir sumarhúsum mikil. Hjá fyrirtækinu eru 15 menn í vinnu við gerð sumar- húsanna yfir sumarmánuðina, en færri yfir vetrarmánuöina. „Við byggjum hús þessi eftir einingakerfi. Möguleikarnir eru því óendanlegir. Húsin eru afhent allt frá því að þau eru fokheld uppí tilbúin, allt cftir ósk kaupandans. í mörgum til- fellum eru húsin seld til bænda, þvf þetta geta verið heilsárs hús. Við vöndum til þeirra. Á síðasta starfsári framleiddum við 38 hús, þar af fóru 70% þeirra inn á Reykjavíkursvæð- ið,“ sagði Ármann. Aðspurður sagði Ármann ennfremur: „Eftirspurn eftir landi er mikil og við komum til móts við kaupandann og útveg- um jarðarskika. Þessi svæði eru á nokkrum stöðum og ég get nefnt þér nokkur. í Fnjóskadal í landi Lundar, en þar er mjög fallegt svæði. Skipulagningin gerir ráð fyrir 21 húsi og lóðirnar eru frá 0,5 til 0,8 hektörum. í landi Staðar- tungu í Hörgárdal er annað svæði mjög gott. Á Héraði í landi Hallgeirsstaða höfum við lóðir og við Sandvatn í Mývatnssveit eru lóðir fyrir 10 sumarhús. Þannig að ekki skortir fagra og veðursæla staði til að setja niður sumarhús.“ Að Mógili á Svalbarðsströnd er trésmiðja sem sérhæfir sig í gerð sumarhúsa og hefur gert í 15 ár. „Við smíðum fá hús á ári hverju, en leggjum mikla áherslu á gæði þ.e. gott hand- verk og góðan efnivið. Húsin sem við smíðum eru í gömlum þjóðlegum stíl. Stærðin er frá 16 fermetrum til 6o. Viö útveg- um kaupandanum landssvæði til að setja húsið á, svo sem í landi Núpa í Aðaldal. Nýtt svæði er að koma inn hjá okkur í Suður-Þingeyjarsýslu f um fjörutíu mínútna akstur frá Akureyri. Okkar markmið er að hafa fá hús á hverjum stað. Þannig að fólk sé ekki að fara úr fjölmenn- inu í fjölmenni. Þannig vill fólk njóta sumarsins í sumarhúsum sínum,“ sagði Kristján Kjartans- son, eigandi Trésmiðjrnnar að Mógili. Nýlegt fyrirtæki er starfrækt á Dalvík. Daltré heitir það' og srníðar og seiur sumarhús. Hús- in eru framleidd úr einingum og því möguleikar á stærð og gerð óendanlegir. Þetta eru gæðahús og þau má nota sem heilsárs- hús. „Húsin sem við höfum fram- leitt eru frá 31 fermetra til 57 fermetra og við leggjum áherslu á að þetta geta verið fjölnota- hús, þ.e. hægt er t.d. að nota þau sem hesthús, en þá f nýrri útfærslu. Möguleikarnir eru miklir. Við útvegum kaupandanum land, meðal annars í iandi Skeggsstaða í Svarfaðardal. Hjá Svarfaðardalshreppi er verið að skipuleggja sumarhúsabyggð í landi Laugahlíðar, sem vonandi kemst í gagnið fljótlega," sagði Stefán Björnsson, fram- kvæmdastjóri. Af framtöldu má sjá að mikið framboð er af sumarhúsum og landi fyrir þau og þetta er ört vaxandi atvinnugrein, fram- leiðsla sumarhúsa fyrir sumarið stutta á íslandi. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.