Dagur - 09.05.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 09.05.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miövikudagur 9. maí 1990 Forsetinn afhendir Óttari Kjartanssyni merki sitt. Framan við kirkjuna að athöfn lokinni. Myndir: EHB Akureyrarkirkja: Forsetamerki skáta afhent Sunnudaginn 29. apríl kom frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, í heimsókn til Akureyr- ar. Pá afhenti forsetinn dróttskát- um forsetamerki skáta við hátíð- lega athöfn í Akureyrarkirkju. Forsetamerkið er staðfesting þess að almennri þjálfun skátans er lokið. Afhendingin markar einnig upphaf nýs tímabils í starfi viðkomandi skáta, því eftir það tekur við sérþjálfun, svo sem for- ingjaþjálfun, þjálfun í björgunar- störfum og fleiri þáttum. Forsetamerkið var fyrst afhent árið 1965, og hefur afhending þess farið árlega fram í Bessa- staðakirkju. Að þessu sinni var ákveðið að afhendingin færi fram í Akureyrarkirkju, og var það skáturn á Akureyri mikið fagn- aðarefni að fá að taka á móti forsetanum og gestum við þetta tækifæri. Margir skátar komu í Akureyr- arkirkju af þessu tilefni, og var gaman að sjá mörg kunnugleg andlit eldri skáta, sem hafa helg- að skátahreyfingunni og hugsjón hennar krafta sína. Skátar á Akureyri geta litið með stolti yfir farinn veg, og var þess m.a. minnst við athöfnina að skáta- starfið á sér djúpar rætur í bænum. Ávörp fluttu frú Vigdís Finn- bogadóttir, Gunnar Eyjólfsson, skátahöfðingi, og Ólafur Ásgeirs- son, handhafi forsetamerkis skáta númer eitt. Lýsti Ólafur m.a. ferð skáta frá Ákureyri til Bessastaða árið 1965, og ræddi um hugsjón skátastarfsins. Hér eru birtar nokkar myndir sem teknar voru við athöfnina í kirkjunni. EHB Rúmfatalagerinn Rýmum fyrir nýjum tegundum! Fremst á myndinni sjást nokkrir forsvarsmenn skáta á Akureyri o.fl. gestir. Sendum í póstkröfu Óseyri 4 6 603 Akureyri ST 96-26662 Auðbrekku 3 200 Kópavogur •SS- 91-40460

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.