Dagur


Dagur - 09.05.1990, Qupperneq 7

Dagur - 09.05.1990, Qupperneq 7
Miðvikudagur 9. maí 1990 - DAGUR - 7 Bandarískir skiptinemar á Akureyri Árlega koma nokkrir skipti- nemar til Islands á vegum alþjóðlegra samtaka, AFS. Skiptinemar dvelja í eitt ár eða svo hjá íslenskum fjölskyldum, og eru eins og hver annar fjöl- skyldumeðlimur þann tíma. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel, og margir sem hafa haft skiptinema á sínu heimili telja það hafa verið skemmti- lega reynslu. Tvær ungar bandarískar stúlkur, skiptinemar sem hafa dvalið á Akureyri og við Eyja- fjörð frá því í fyrra, sögðu blaða- manni frá reynslu sinni af dvöl- inni. Það skal tekið fram að þær töluðu báðar svo góða íslensku að það kom blaðamanninum alveg á óvart. Forvitin um land og þjóð Karisa Terry: „Ég er frá La Grande í Oregon-fylki. Til íslands kom ég 17. ágúst í fyrra. Mig langaði að gerast skiptinemi, því þá gat ég kynnst fólkinu sem býr í landinu betur en ef ég kæmi sem ferðamaöur. Þá get ég kynnt mér hvernig fólkið býr, hvernig það hugsar, hvað það borðar o.s.frv." - En af hverju ísland? „Ég var forvitin um þjóðina sem býr hér. Ég leitaði að bókum um ísland heima, en fann aðeins eina. Ég vissi um stelpur sem voru með mér í menntaskóla, þær voru skiptinemar frá íslandi, en ég talaði ekki við þær, ég var svo feimin. Ég sótti um fjögur lönd. Hin löndin væru Belgía, Frakkland og Sviss. Ég var undrandi þegar flugvél- in kom til íslands, því gufa kom upp úr jörðinni á Reykjanesi. Allt var hreint og hvergi rusl. Ég fór með bíl frá Keflavík til Reykjavíkur. Engin tré voru á leiðinni. Veðrið var mjög gott.“ - Fórstu beint til Akureyrar? „Nei, ég fór fyrst til Selfoss, þar var námskeið fyrir skipti- nema á vegum AFS. Það var dálítið skrýtið að koma til Akur- eyrar, það er svo ólíkt Selfossi. Ég átti að fara í Verkmennta- skólann á Akureyri, en á því varð smávegis töf. Ég byrjaði í sept- ember í skólanum, en það var of rnikið fyrir mig að vera allan dag- inn í skólanum, því ég talaði ekki íslensku. Ég fór í matreiðslu fjór- um sinnum í viku, svo sótti ég tíina í íslensku, leikfimi og sundi, vefnaði og í stærðfræði. Mér fannst þetta of lítið, og vildi fara í fleiri tíma. Ég vissi ekki fyrst hvort ég ætti að tala við krakkana í skólanum á ensku, eða hvort það væri í lagi að gera það. En þegar ég fór að tala við þau enskuna þá varð ég undrandi á hversu vel þau töluðu hana. Ég hef ekki stundað vetrar- íþróttir, en reyndi fyrir mér í bandí. Ég meiddist aðeins í bandí og hætti að stunda það.“ - Hvernig fannst þér vetur- inn? „Þá var mjög gaman, ég hafði aldrei séð svona mikinn snjó áður nema uppi í fjöllum, þar sem ég á heima. Én mér fannst erfitt að vakna á morgnana í skammdeg- inu í vetur, það var skrýtið. Núna get ég varla sofið á nóttinni fyrir birtu!“ segir Karisa og hlær. „Ég fer frá Islandi um miðjan júlí. Það hefur verið gaman að dveljast hér, og margt skemmti- legt sem ég hef lært í skólanum. Eftir áramótin lærði ég íslensku í VMA, líka sögu, jarðfræði, matreiðslu, sauma, vefnað, silki- málun og leikfimi. Á íslandi er fólkiö svo frjálst í skólanum, það er ekki mikið um að manni sé skipað að gera hitt og þetta. Ég er ánægð með að hafa verið skiptinemi hérna, ég var hjá svo góöri fjölskyldu. Þegar ég fer aftur til Banda- ríkjanna ætla ég í háskóla í Alaska, þar ætla ég að læra forn- leifaræði, en er samt ekki alveg viss.“ Aldrei séð svona mikinn snjó fyrr Hinn skiptineminn, sem blaða- maður ræddi við, heitir Alisa Phelan. Hún er frá San Diego í Kaliforníu. „Ég kom til íslands í ágúst. Ég var fyrst hjá fjölskyldu í Reykja- vík, en síðan fór ég norður í land, og var hjá fjölskyldu á Hrafnagili í vetur. Alisa Phelan. Það voru mikil viðbrigði t'yrir mig að koma tii íslands frá Kali- forníu, þar sést aldrei snjór. Vet- urinn var ótrúlegur, það kom alltaf meiri snjór. En fólk hefur sagt mér að snjórinn í vetur hafi verið meiri en venjulega. Mér finnst þetta vera ævintýri líkast, en snjórinn var fullmikill. Mér hefur líkað vel við fólkið sem ég hefi verið hjá. Það var að vísu dálítið langt að fara frá Hrafnagili til Akureyrar í skólann, en ég var í VMA í vetur." - Fórstu strax að tala íslensku? „Já, fljótlega. En það var erfitt til að byrja með, ég var með höfuðverk og ruglaðist í málinu til að byrja með. En þetta kom fljótt, og á hverjum degi lærði ég meira. Ég skil miklu meira en ég get sjálf talað. Framburðurinn er erfiður, finnst mér.“ Hvernig stóð á að þú valdir ísland? „Ég valdi ísland ekki, heldur skrifaði ég Þýskaland, Sviss o.fl. lönd í Evrópu á listann. En list- inn var sendur svo seint, að ég komst ekki til þessara landa. Þá var mér sagt að ég gæti valið milli þriggja landa; íslands, Júgóslavíu og Egyptalands. Ég talaði við skiptinema sem hafði verið á ís- landi, og henni fannst landið og þjóðin skemmtileg. Þá valdi ég ísland. Ég hcf ferðast víða á íslandi, og stundað nám í VMA. Svo hef ég farið á skíði, og finnst ákaf- lega gaman að fara á gönguskíði. Ég lærði matreiðslu, tölvu- fræði, stærðfræði, silkimálun, myndvefnaði, leikfimi o.fl. Eftir áramótin var ég í sálfræði, félags- fræði, íslensku og lærði líkams- beitingu. Nú finnst mér ég liafa reynslu af mörgu sem ég þekkti ekki áður.“ - Hafðir þú hitt íslendinga í Bandaríkjunum? „Nei, aldrei. Ég vissi samt af einhverjum íslendingum heima. En þegar ég kem heim ætla ég að fara í framhaldsnám. Áður en ég kom til íslands var ég ákveðin í að læra líftækni, en núna er ég ekki eins viss. Ég hef séð svo margt hérna á íslandi sem ég er hrifin af. Hér er allt svo frjálst, ekki eins margir glæpir og vanda- mál eins og í Bandaríkjunum. En ég er mjög ánægð með að hafa komið til íslands sem skiptinemi. í San Diego búa tvær milljónir manna. Maður þekkir samt fáa. Hér búa aðeins fjórtán þúsund manns, og ég þekki miklu fleiri. Mér fannst ótrúlegt að sjá sama fólkið næsta dag, sem ég hafði hitt daginn áður, á gangi í mið- bænum. Ég get alvej» hugsað mér að koma aftur til Islands, eftir nokk- ur ár.“ Þá lýkur spjallinu við stúlkurn- ar tvasr. Að lokum er minnt á að fjölskyldur vantar fyrir skipti- nema, en síminn hjá fulltrúa AFS á Akureyri er 24343. EHB Kurisa Terry. Myndir: EHB AKUREYRARB/íR ÖLDRUNARDEILD Lóðahirðing Öldruðum og öryrkjum býðst aðstoð við hirðingu og slátt lóða á komandi sumri. Þeir sem vilja notfæra sér þessa þjón- ustu geta fengið nánari upplýsingar með því að hringja í síma 21281 alla virka daga milli kl. 10.30 og 12.00. Þeir sem hafa notið þjónustu áður og óska eftir henni áfram eru einnig beðnir að hafa samband. Æskilegt er að pantanir vegna sumarsins berist fyrir 25. maí nk. Öldrunardeild. með umhverfisráðherra Júlíus Sólnes heldur fund um umhverfis- og atvinnumál í Skjólbrekku í Mývatnssveit miðvikudaginn 9. maí kl. 20.30. Eftir framsöguerindi umhverfisráðherra flytja eftirtaldir sérfræðingar stutt framsöguerindi: Gísli Már Gíslason prófessor Grétar M. Guðbergsson jarðfræðingur og Jón Gunnar Ottósson forstöðumaður. Á eftir verða almennar umræður. Fundarstjóri verður Jón Líndal Pétursson sveitarstjóri. A VERÐBRÉFA- MARKAÐNUM 9. MAÍ '90 I - | FROÐLEIKSMOLAR SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS 6% VEXTIR Spariskirteim ríkissjóðs bjóðast með 6% ávöxtun til 5 ára og 10/20 ára. Fást í 5000.-, 10.000.-, 50.000.-, og 100.000,- kr. einingum. Spariskírteini seljast á tveim dögum áVerðbréfaþingi íslands. Sölugengi verðbréfa þann 9. maí. Einingabréf 1 4.849,- Einingabréf 2 2.652,- Einingabréf 3 3.1 92,- Skammtímabréf 1 ,646

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.