Dagur - 09.05.1990, Side 10

Dagur - 09.05.1990, Side 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 9. maí 1990 ÁRLAND f/ myndasögur dogs ~]B ANDRÉS ÖND HERSIR BJARGVÆTTIRNIR # Ferja á heiðum uppi Veðurguðirnir hafa sannar- lega sýnt klærnar siðustu dagana. Til skiptis hafa gengið yfir hlýindakaflar og hríðarbyljir með slæmum afleiðingum, eins og kunn- ugt er. Þegar hríðarbylurinn stóð sem hæst á dögunum hljómaði í ríkisútvarpinu ærið undarleg auglýsing. S&S hefur ekki áður heyrt þess getið að skip gangi á land en engu er líkara en nýja Breiðafjarðarferjan hafi verið útbúinn til fjallaferða því auglýsingin hljómaði eitthvað á þessa leið: „Vegna ófærðar á Kerlingar- skarði og Fróðárheiði falla ferðir skipsins niður í dag.“ Þarna er þá komin skýring- in á því að smíði ferjunnar var mun dýrari, en áætlað var. Þetta er auðvitað bíl- ferja, bæði búin til siglinga og háfjallaferða. # Snjallráður í kosninga- hug Snjallráður, pistlahöfundur Bændablaðins & Lands- byggðarinnar, ætlar að bjóða sig fram í öllum kjör- dæmum landsins í næstu kosningum undir bókstafn- um i. Snjallráður tíundar baráttumál sín í nýjasta tölublaðinu og segist setja það á oddinn að fjöigað verði landsfjórðungum. „Hér þarf að bæta um betur hið allra fyrsta áður en þafií verður of seint og lands- menn og konur missa nið- ur um sig buxurnar í fleiri sveitarstjórnarmálum en orðið er nú þegar. Vest- mannaeyjar eru t.d. ekki beinlinis hluti af íslandi og er því rétt að eyjarnar myndi sjötta fjórðunginn, sérstak- lega með tilliti til þess að vaskir menn hafa lengi haft þann draum á daginn að grafa göng undir sjó frá ís- landi til Vestamannaeyja, sem verður að teljast þjóðráð þar sem veruleg- ar líkur eru til að gröfurun- um mæti eldur og brenni- steinn, en það gerist stund- um þegar borað er i virkt eldfjall." Snjallráður vill líka gera hálendi að sérstökum landsfjórðungi en þar vill hann koma fyrir heildsölum og bröskurum þannig að sem minnst beri á þeim þeg- ar erlenda gesti ber að garði „því að braskarar hvers konar eru vondir með að troða sér inn í allar át- og drykkjarveislur sem haldnar eru útlendingum til lofs og dýrðar, en við það sexfald- ast allur kostnaður ríkis og sveita.“ dogskrá fjölmiðlo Sjónvarpið Midvikudagur 9. maí 17.50 Úrslitaleikur i Evrópukeppni bikar- hafa í knattspyrnu: Anderlecht-Sampdoria. Bein útsending frá Gautaborg í lýsingu Arnars Björnssonar. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Grænir fingur (3). Garður, form og áferð. Fjallað um samspil efnis og áferðar. Hvað tekur angað trúanlegt? Listfræðingur tek- inn tali. Umsjón: Hafsteinn Hafliðason 20.45 Ég er einn heima. Fjallað um aðstæður 6 til 12 ára barna á íslandi. Rætt við fólk sem vinnur með börnum og hefur áhuga á velferð þeirra. Umsjón: Húgó Þórisson, sálfræðingur. 21.20 Ærslabelgir. Góður tannlæknir. (Comedy Capers). Aðalhlutverk: Stan Laurel. 21.35 Rödd hjartans. (The Wild Heart). Bresk bíómynd frá árinu 1950 gerð eftir skáldsögu Mary Webb. Aðalhlutverk: Jennifer Jones og David Farrar. Myndin fjallar um ástir og örlög ungrar, hjátrúarfullrar sveitastúlku. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Stöð 2 Miðvikudagur 9. maí 16.45 Santa Barbara. 17.30 Fimm félagar. (Famous Five.) 17.55 Klementína. 18.20 Fríða og dýrið. (Byaty and the Beast) 19.19 19:19. 20.30 Af bæ í borg. 21.00 Okkar maður. Bjarni Hafþór Helgason er okkar maður á ferð og flugi um landið. 21.15 Michael Aspel. 22.00 Louis Riel. Þriðji og síðasti hluti. 22.50 Hrópað á frelsi. (Cry Freedom) Þessi stórkostlega kvikmynd Richard Att- enboroughs er raunsönn lýsing á því ófremdarástandi sem ríkir í mannrétt- indamálum í Suður-Afríku. Myndin bygg- ir á tveimur bókum blaðamannsins Don- alds Woods, „Biko" og „Asking For Trouble", en Woods var auk þess leið- beinandi við tökur myndarinnar sem fóru fram i Zimbabwe og Kenýja árið 1986. Aðalhlutverk: Kevin Kline og Denzel Washington. Bönnuð börnum. 01.20 Dagskrárlok. Rás 1 Miðvikudagur 9. maí 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. - 7.03 í morgunsárið. Randver Þorláksson. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Jón Daníelsson blaðamaður talar um dag- legt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Kári litli í sveit“ eftir Stefán Júlíusson. Höfundur les (3). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Norðurlandi. Umsjón: Helga Jóna Sveinsdóttir. 10.00 Fréttir. 10.03 Neytendapunktar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Úr bókaskápnum. Umsjón: Erna Indriðadóttir. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.10 Frá norrænum útvarpsdjassdögum í Reykjavik. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - Sjómannslíf. Umsjón: Guðjón Brjánsson. (Frá ísafirði). 13.30 Miðdegissagan: „Spaðadrottningin" eftir Helle Stangerup. Sverrir Hólmarsson les (25). 14.00 Fréttir. 14.03 Harmonikuþáttur. 15.00 Fróttir. 15.03 Samantekt um stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra. Umsjón: Sigrún Stefánsdóttir. (Endurtekinn þáttur frá mánudags- kvöldi). 15.45 Neytendapunktar. 16.00 Fréttir. 16.03 Að utan. 16.10 Dagbókin. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Sinfónía nr. 2 í D-dúr opus 11 eftir Hugo Alfvén. 18.00 Fréttir. 18.03 Sumaraftan. Umsjón. Ævar Kjartansson. (Einnig útvarpað í næturútvarpi kl. 4.40). 18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Nútímatónlist. 21.00 Réttindi sjúklinga - Kvartanir. Umsjón: Bergljót Baldursdóttir. (Endurtekinn þáttur úr þáttaröðinni „í dagsins önn" frá 11. apríl). 21.30 íslenskir einsöngvarar. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins Dagskrá morgundagsins. 22.30 „Skáldskapur, sannleikur, siðfræði" Frá málþingi Útvarpsins Félags áhuga- manna um bókmenntir og Félags áhuga- manna um heimspeki. Annar þáttur. Umsjón: Friðrik Rafnsson. 23.10 Sjónaukinn. Þáttur um erlend málefni. Umsjón: Bjami Sigtryggsson. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Miðvikudagur 9. maí 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn í ljósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. 11.03 Gagn og gaman með Jóhönnu Harðardóttur og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. Molar og mannlífsskot í bland við góða tónlist. Þarfaþing kl. 11.30 og aftur kl. 13.15. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. - Gagn og gaman heldur áfram. 14.03 Brot úr degi. Eva Ásrún Albertsdóttir. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Sigurður G. Tómasson, Þorsteinn J. Vil- hjálmsson og Katrín Baldursdóttir. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tímanum. - Gæludýrainnskot Jóhönnu Harðardótt- ur. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Zikk zakk. Umsjón: Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Arnardóttir. 20.30 Gullskífan, að þessu sinni „Behind The Mask" með Fleetwood Mac. 21.00 „Blítt og létt..." Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó- menn og leikur óskalög. 22.07 Frá norrænum útvarpsdjassdögum í Reykjavik. Gammar, sextett tónlistarskóla FÍH og fleiri leika. Umsjón: Magnús Einarsson og Vernharð- ur Linnet. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturvakt á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15,16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Áfram ísland. 2.00 Fréttir. 2.05 Raymond Douglas Davis og hljóm- sveit hans. 3.00 „Blítt og létt..." 4.00 Fréttir. 4.03 Sumaraftan. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Glefsur. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Ljúflingslög. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 A þjóðlegum nótum. Ríkisútvarpið á Akureyri Miðvikudagur 9. maí 8.10-8.30 Svædisútvarp Nordurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Hljóðbylgjan Miðvikudagur 9. mai 17.00-19.00 Tími tækifæranna á sínum stað kl. 17.30. Þáttur fyrir þá sem þurfa að selja eða kaupa. Beinn sími er 27711. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.