Dagur - 09.05.1990, Side 11

Dagur - 09.05.1990, Side 11
Miðvikudagur 9. maí 1990 - DAGUR - 11 íþróttir Vaxtarrækt: „Ein besta líkamsrækt sem völ er á“ - segir Sigurður Gestsson, eigandi Vaxtarræktarinnar á Akureyri Mynd: KL Vaxtarrækt er ein af nýrri íþróttagreinunum sem stund- aðar eru hérlendis og sennilega jafnframt ein sú umdeildasta. Ekki er langt síðan mörgum fannst í besta falli hlægilegt að eyða tímanum í þetta en þær raddir eru að mestu hljóðnað- ar. Enn deila menn þó um vaxtarræktina, annað hvort íþróttina sjálfa eða ýmis málefni henni tengd og má í því sambandi benda á umræðu sem varð um lyfjamál vaxtar- ræktarfólks ekki alls fyrir löngu. I Iþróttahöllinni á Akureyri rekur Siguröur Gestsson líkamsræktarstöð ásamt konu sinni, Höllu Stefánsdóttur, og um þessar mundir bjóða þau fólki að koma og nýta sér þjónustuna endurgjaldslaust. Utsendarar Dags litu við í Vaxtarræktinni og ræddu við Sigurð um vaxt- arrækt og ýmislegt henni tengt. „Við erum að bjóða fólki að koma og kynna sér hvað vaxtar- rækt er og hvað staðurinn hefur „Ég byrjaði að æfa síðasta sumar þegar ég kom heim frá Svíþjóð en ég hafði aðeins ver- ið að fikta við þetta þar. Ég hef æft af krafti síðan, fjórum til fimm sinnum í viku, tvo til tvo og hálfan tíma í senn,“ segir Magnús Már Þorvaldsson, einn hinna fjölmörgu fasta- gesta í vaxtarræktinni. Magnús er ekki í nokkrum vafa um að erfiðið borgi sig. „Ég nýt þess virkilega að vera í þessu. Ég er komin á fertugsaldurinn og með allri virðingu fyrir jafnöldr- upp á að bjóða. Ég veit að marga langar að prófa en þora varla og nú er tækifærið að líta inn og sjá að það er allt í lagi með þetta,“ sagði Sigurður aðspurður um til- ganginn með því að bjóða þjón- ustuna ókeypis. - Hvað er boðið upp á hér? „Númer eitt bjóðum við upp á æfingar í tækjum og leiðbeining- ar í sambandi við þær á öllum stigum auk þess sem við aðstoð- um menn varðandi mataræði, hvort sem þeir vilja grenna sig eða eitthvað annað. Þegar hingað kemur byrjandi sem ekki er í of góðu formi byrjum við á að setja okkur inn í ásigkomulagið sem hann er í. Að því búnu er farið í upphitun og síðan létt byrjenda- prógramm í tækjunum. Loks er endað á teygjum. Þetta tekur svona hálftíma til 45 mínútur. Það er erfitt að segja til um hvað það tekur menn langan tíma að komast í form. Ég held að menn verði sjaldan fullkom- lega ánægðir með sjálfa sig. En ef þeir eru duglegir, æfa þrisvar til fjórum sinnum í viku og hugsa um mínum þá sé ég þá hrörna á sama tíma og maður er sjálfur að bæta sig. Ég held að á meðan lík- aminn er ungur þá hljóti andinn að vera það !íka.“ - Verður þetta aldrei þreyt- andi eða leiðinlegt? „Ég hef aldrei fundið fyrir því. Ég bíð oft eftir því á daginn að komast hingað til að taka á og svitna og fara síðan þreyttur og ánægður heim. Ef einhver þreyta er til staðar gleymist hún um leið og árangurinn fer að koma í ljós,“ sagði Magnús Már Þor- valdsson. vel um mataræðið, þá sést árang- ur strax á fyrsta mánuði.“ Fólk á að borða oft - Hvers konar mataræði mælið þið með? „Ég hef verið að prófa mig áfram með þetta síðustu tíu árin og tel mig fara nokkuð nærri um hvað gengur í þessu. Fyrsta regl- an er sú að fólk má alls ekki svelta sig. Fólk þarf að borða reglulega og þegar það er að létta sig þarf það að borða oft - en minna í einu. Brennslan verður örari og líkaminn nýtir nær- inguna úr fæðunni betur. Hvað varðar fæðuna sjálfa þá er gott að fiskur, ávextir og græn- meti séu ríkir þættir í mataræð- inu. Einnig fitusnauðar mjólkur- vörur, t.d. skyr sem er mjög vinsælt. Ég get nefnt sem dæmi að ég hef sjálfur borðað hálft kíló af skyri á hverjum degi síðustu átta árin að undanskildum stærri hátíðisdögum. Það er í sjálfu sér ekkert að því að borða kjöt svo framarlega sem það er ekki feitt. Menn hafa allt- af verið að blása út hvað kjúkl- ingakjöt sé góð megrunarfæða en raunin er sú að magurt lamba- og kálfakjöt er ekkert síðra. Það eru 170 hitaeiningar í 100 g af kjúkl- ingakjöti en aðeins 115 í fitulausu lambakjöti og 100 í kálfakjötinu. Kjöt er því engin bannvara svo framarlega sem það er ekki feitt og ekki eldað upp úr mikilli feiti eins og mörgum er gjarnt.“ Skjótari árangur en í öðrum íþróttum Talið beinist nú að vaxtarrækt- inni sjálfri og hvað menn fái út úr henni. „Fyrir allan almenning er þetta ein besta líkamsrækt sem völ er á,“ segir Sigurður. „Meiðslahætta er mjög lítil og hver einn getur miðað æfingarnar við eigin getu. Maður er fljótari að sjá og finna árangur í þessu en öðrum íþróttum sem ég þekki og aldurstakmörk eru varla til í þessu. Menn virðast geta bætt sig fram eftir öllum aldri og rann- sóknir hafa sýnt að ntaður sem byrjar sextugur að æfa sýnir engu minni framtarir fyrsta hálfa árið en maður um tvítugt. Hvað varðar æfingafjöldann þá er það mín skoðun að tvisvar í viku sé of lítið. Þó hefur það sýnt sig að menn bæta sig með því. Ég myndi mæla með að menn æfðu þrisvar til fjórum sinnum í viku, ekki síst vegna þess að flestir nenna ekki að bíða eftir árangri. Það er ekkert atriði að æfa lengi í einu, að æfa í 45 mínútur til klukkutíma á fullu er mun betra en að fara sér hægt í einn og hálf- an tíma.“ Neysla ólöglegra lyfja staðreynd? Fyrir nokkrum vikum birtust við- töl við tvo lækna í Alþýðublaðinu þar sem dregnar voru fram nei- kvæðar hliðar á íþróttinni. Meðal annars var því haldið fram að neysla ólöglegra lyfja hérlendis væri staðreynd og í því sambandi mætti benda á að sumar konur hefðu sýnt framfarir sem ekki væru mögulegar án lyfja. Hvað segir Sigurður um þetta? „Ég veit að lyf hafa verið not- uð fyrir keppni hérlendis og það SigurAur Gcstsson. væri fáránlegt að halda öðru fram. Hins vegar er þetta ekki útbreitt vandamál á Akureyri og hér notar engin vaxtarræktar- kona lyf. Því miður hefur eitt- hvað borið á neyslu slíkra lyfja hjá körlunum en það hefur verið í afar litlum mæli. Ég hef gert það sem í mínu valdi stendur til að koma í veg fyrir þetta. Ég reyni að fræða unglingana um hætturnar sem fylgir notkun þess- ata lyfja en þær eru umtalsverð- ar. T.d má nefna að talið er að mögulegar aukaverkanir séu urn 200 talsins og þar er krabbamein- ið sennilega einna verst. Það er reyndar útbreiddur mis- skilningur að lyfjanotkun sé sér- staklega bundin við lyftingar og vaxtarrækt. Kannski er skýringin sú að við stöndum utan við ÍSÍ og það er þægilegt að nota okkur sem blóraböggla. Þegar lyfjamál koma upp í öðrum greinum eru menn alveg gáttaðir og segjast hafa vitað að þetta viðgengist í lyftingum og vaxtarrækt en ekki þessu!“ - í þessum sömu viðtölum kom fram að vaxtarrækt væri ekkert sérlega heppileg íþrótt fyrir almenning þar sem alla þol- þjálfun vantaði í hana. Hverju svarar þú þessu? „Ég er hissa á vanþekkingu þessara manna. Þetta eru ungir læknar en fræðin sem þeir hafa lært eru greinilega komin til ára sinna. Á síðustu árum hefur það komið í Ijós að æfingar í tækjum eru engu síðri þolþjálfun en aðr- ar íþróttir. Það veltur aðeins á því hvernig þú æfir. Reyndar var Um næstu helgi verður fyrsta „Melamótið“ í golfi haldið á Melgerðismelum. Kylfingar í Golfklúbbi Akureyrar hafa komið sér upp níu holu golf- velli á melunum og hefur hann reynst vel í hlýindunum síðustu daga. Leiknar verða 18 holur nteð og án forgjafar. Ræst verður út frá kl. 10-12 á laugardaginn. Boðið verður upp á veitingar á þessari grein harðlega mótmælt og þá var því haldið fram að blaðamaður hefði hagrætt ummælunum og breytt merkingu þeirra. Maður veit svo sem ekki hvað er satt í þessu.“ Hræðslan er ástæðulaus Sigurður segir að áhugi á vaxtar- rækt sé alltaf að aukast. Reyndar virðist sem ákveðin lægð sé í þessu núna en hann telur það stafa af peningaleysi og spáir aukningu um leið og rofi til í efnahagsmálum. En er þetta dýrt sport? „Mér finnst það nú ekki. Mán- aðargjaldið hjá okkur er 3000 kr. og menn geta mætt eins oft og þeir vilja en hér er opið frá 16.30 til 21.30 á virkum dögum og frá 10 til 14 á laugardögum. Síðan erum við með kvennatíma kl. 21.30 á mánudögum og fimmtu- dögum og kl. 10 á laugardögum. Þegar borið er saman við alvöru æfingastöðvar þá höfum við alltaf verið ódýrust á landinu. Við bjóðum upp á mjög góða æfinga- aðstöðu og þekkingu og reynslu sl. 10 ára. Síðan þurfa menn bara æfingagalla, skó og kjarkinn til að mæta. Hann virðist vera stærsta vandamálið hjá mörgum, sérstaklega þeim sem eru orðnir feitir og illa á sig komnir. Þeir mæta illa en þetta er einmitt fólk- ið sem mann langar til að hjálpa. Hræðslan er ástæðulaus, hér er ekki hlegið að fólki. Það er mun líklegra að menn rétti hver öðr- um hjálparhönd,“ sagði Sigurður Gestsson. staðnum. Skráning fer fram í Golfskálanum að Jaðri í síma 22974. Á sunnudaginn er ráðgert að halda til Hellu og taka þar þátt í 18 holu golfmóti. Mót þetta átti upphaflega að vera 1. maí en var frestað. Farið var í samskonar ferð í fyrra og þótti hún fara fram úr björtustu vonum. Þeir sem áhuga hafa á að slást í hópinn eru beðnir að láta vita í Golfskálan- um fyrir fimmtudagskvöld. Mynd: KL „Aldrei fundið fyrir þreytu eða leiða“ - segir Magnús Már Þorvaldsson Akureyrskir kylfmgar komnir af stað: Fyrsta „Melamótið“ í golfi á sunnudag - hópferð til Hellu á sunnudag

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.