Dagur


Dagur - 11.05.1990, Qupperneq 1

Dagur - 11.05.1990, Qupperneq 1
73. árgangur Akureyri, föstudagur 11. maí 1990 88. tölublað Fánar blöktu í Grímsey í gær: Loksins stúlkubam eftir 8 ára hlé Á níunda tímanum í gærmorgun fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri stúlkubarn, dóttir Por- gerðar Einarsdóttur og Ótfars Jóhannssonar í Grímsey. Stúlka þessi er sú fyrsta sem fæðist í Grímsey í átta ár en síðast fæddist stúlka í eynni árið 1982. Grímseyingar hafa sannarlega lengi beðið þessa en ekki er útilokað að stúlkunum fjölgi á árinu því þrjár konur í eynni eru nú ófrískar. Litla dóttir Þor- gerðar og Óttars var tæpar 14 merkur og gekk fæðingin vel. Móður og barni heilsast vel og óskar Dagur fjölskyldunni innilega til hamingju svo og Grímseyingum öllum. JÓH/Mynd: KL Venjulegir og demantsskornir frúlofunarhringar Afgreidcfir samdægurs GULLSMKNR SiGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Líflegt í byggingariðnaðinum á Dalvík í sumar: Samið við Tréverk um 2. áfanga gnmnskólans - mörg önnur verkefni á dagskránni Bæjarráð Dalvíkur hefur sam- þykkt að ganga til samninga við Tréverk hf. á Dalvík um byggingu annars áfanga grunn- skólans, en fyrirtækið átti lægra tilboðið í byggingu skólans, tæpar 35 milljónir króna. Kostnaðaráætlun hljóð- aði hins vegar upp á tæpar 37 milljónir króna. Óskar Pálma- son, hjá Tréverk hf., segir að skólinn verði stærsta verkefni fyrirtækisins í sumar, en einnig sé hugsanlegt að byggðar verði íbúðir í verkamannabústaða- kerfi. Annar áfangi grunnskólans er all stórt hús, 728 fermetrar að stærð, 592 fermetrar að grunn- fleti. Ætlunin er að koma húsinu undir þak í sumar þannig að hægt verði að innrétta það næsta vetur. Nýbyggingunni skal lokið haustið 1991. Dalvíkurbær fékk úthlutað lánum til byggingar 14 íbúða í félagslega kerfinu, 6 í verka- Útivistarsvæði Akureyringa er að stækka verulega: Ráðgert að planta 2,5 milljónum trjáplantna í 1000 hektara lands - Skógræktarfélag Eyfirðinga, Landgræðslan og Akureyrarbær standa sameiginlega að friðun og uppgræðslu á Glerárdal „Þetta er hugsað sem stækkun á útivistarsvæðinu í Kjarna. Þarna ráðgerum við að planta um 2,5 milljónum trjáplantna á um 1000 hektara svæði,“ seg- ir Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógrækt- arfélags Eyfirðinga um sam- Hafnarstjórn Sauðárkróks hef- ur skilað tillögum að hafnar- framkvæmdum sem ráðist verður í á árinu. Dýpkun við aðalbryggjuna er efst á baugi. Um tíu milljónir fara til dýpk- unar og við það fæst legupláss fyrir einn togara til viðbótar við bryggjuna. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á höfninni af Hafnarmála- stjórn. Þær framkvæmdir sem nú verður ráðist í eru byggðar á niðurstöðum þeirra rannsókna. Sandfangari verður byggður við hafnarmynnið og er kostnað- ur við byggingu hans áætlaður um sjö milljónir. Einnig verður ráðist í malbikun á vinnusvæði hafnarinnar. Kostnaður við mal- bikunina verður urn fimm millj- ónir króna. „Þessar malbikunarfram- & starf félagsins, Akureyrarbæj- ar og Landgræðslu ríkisins um friðun og uppgræðslu á Gler- árdal. Þetta 1000 ha. svæði verður girt af í haust og ráðger- ir Hallgrímur að plöntun geti hafist á næsta ári. kvæmdir eru löngu tímabærar. Öll vinnuaðstaða verður betri á eftir auk þess sem meðferð mat- væla er mjög mikil við höfnina og Næstkomandi mánudagskvöld verða bæjarstjórnarkosning- arnar á Akureyri í brennidepli á öldum Ijósvakans. Ríkisút- varpið á Akureyri verður með kosningafund í húsakynnum sínum og munu fulltrúar frá öllum framboðslistum í bæn- um mæta. Fundinum verður útvarpað á Rás 1 kl. 20-22. Að sögn Ernu Indriðadóttur, Akureyrarbær og Landgræðsl- an munu kosta girðingarvinnuna en staurar í hana koma úr Kjarnaskógi. í heild er um að ræða nálægt 5 km. langa girðingu sem liggja mun úr suðvesturhluta Kjarna, yfir Súluhálsinn nokkru sunnan við Fálkafell og þaðan til málbikunin tryggir betra hrein- læti á svæðinu," sagði Magnús Sigurjónsson hjá Hafnarstjórn Sauðárkróks. kg deildarstjóra RÚVAK, flytja fulltrúar frá hverjum flokki stutt- ávarp og síðan skiptast þeir á skoðunum um bæjarstjórnarmál- efni og svara spurningum frétta- manna. Gestur Einar Jónasson og Helga Jóna Sveinsdóttir stýra kosningafundinum. Fyrirhugað er að útvarpa um- ræðum um bæjarstjórnarmálefni frá öllum kaupstöðum á Norður- landi síðar í þessum mánuði. SS vesturs sunnan sorphauganna og niður í Glerá. Samkvæmt sérstökum sam- starfssamningi er Skógræktarfé- lagi Eyfirðinga falið að hafa umsjón ineð ræktun á svæðinu. Hallgrímur segir ekki fyrirliggj- andi skipulag að piöntun á þessu svæði en slíkt skipulag verði gert. Ljóst er að hér er um mjög mikið framtíðarverkefni fyrir félagið að ræða og bendir Hallgrímur á að þarna verði mögulegt að bjóða t.d. félagasamtökum upp á svo- kallaða landnemareiti, jr.e. reiti sem félögin sjái sjálf um að planta í. Þannig hafi Kjarnaskóg- ur verið byggður upp á sínum tíma. „Þarna verður því upplagt tækifæri fyrir fólk að leggja hönd á plóginn," segir Hallgrímur. „Hugmyndin er auðvitað sú að í framtíðinni verði haldið áfram friðuninni og ræktuninni vestan við Glerána. Þetta mál tengist líka umræðunni um moldarrokið af Glerárdalnum þannig að Landgræðslan mun sjá um upp- græðslu á svæðinu þar sem landið er örfoka af mannavöldum. Þetta eru því stórir draumar og mikil verkefni á næstu árum sem verið er að ráðst í,“ segir Hallgrímur. Skógræktarfélag Eyfirðinga fagnar á morgun 60 ára afmæli sínu og er umfjöllun um félagið að finna í miðopnu í dag. JOH mannabústaðakerfinu og 8 á kaupleigukerfi. Ekki liggur fyrir hvort allar þessar íbúðir verði byggðar, en Óskar segir Tré- verksmenn hafa áhuga að ráðast í smíði nokkurra íbúða, verði gef- ið grænt Ijós á það. Bygging safnaðarheimilis við Dalvíkurkirkju er annað stórt verkefni í byggingargeiranum í sumar. Ekki hefur verið gengið frá því hver byggir það upp, en þau inál eru í skoðun þessa dag- ana. Viðar hf. hefur nýverið skilað þremur raðhúsíbúðum og er með fleiri slíkar í smíðum. Að sögn Sveinbjörns Stein- grímssonar, bæjartæknifræðings, eru horfur á því að einungis verði hafin bygging eins einbýlishúss á Dalvík í sumar, en auk þess verð- ur haldið áfram með byggingu tveggja húsa i sumar. „Það er ákaflega daut't um byggingar ein- staklinga. Það sækja allir í félags- lega kerfið,“ sagði Sveinbjörn. óþh Ræktunarfélag Norðurlands: „Mér líst vel á vorið“ „Mér líst mjög vel á vorið. Snjórinn hefur verið mikill víða á Norðurlandi í vetur og hann hefur hlíft grasinu vel. Til viðbótar er tiltölulega lítill klaki í jörðu þannig að ég held að gróðurinn verði fljót- ur til þegar jörðin fer að hitna,“ sagði Bjarni Guðlcifs- son hjá Ræktunarfélagi Norðuriands aðspurður um útlit með gróður á vorinu. Bjarni sagðist ekki óttast miklar skemmdir á gróðri nú. Svellalög hafi ekki verið mikil nema á mjög litlum svæðum. Hann sagði líka aö sér litist vel á trjágróðurinn, sveiflurnar í veðurfarinu hafi ekki verið það miklar að honum sé hætta búin. „Ef ekki hafa verið mikil svell þá þolir gróðurinn talsvert frost en þar sem gróðurinn hefur ver- ið undir svellum er hann viö- kvæmari fyrir kuldasveiflum þegar fram á þennan tíma kemur," sagði Bjarni. Úr því sem komið er virðist þetta vor ætla að verða snöggt- um betra en síðasta vor hvað kalskemmdir varðar en þó geta kalskemmdir enn orðið í stöku dældum og lægðurn þar sem lengi liggur snjór en þá kemur fram svokallað rotkal. Bjarni segir að þær miklu skemmdir sent urðu víða á túnum í fyrra hafi lagast með tímanum þó í þeim hafi sprottið annar gróður en áður. „En í heild er útlitið að öllu leyti betra en á sama tíma í fyrra,“ segir Bjarni. JÓH Hafnarframkvæmdir á Króknum í sumar: Sjö milljóna sandfangari byggður Kosningafundur útvarps frá Akureyri: Frambjóðendur á beinið

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.