Dagur - 11.05.1990, Page 2
2 - DAGUR - Föstudagur 11. maí 1990
-1
fréttir
F
Gert er ráð fyrir metsumri í komu erlendra ferðamanna til Akureyrar:
Útlendingum boðið upp á þjóðar-
kvöld, miðnætursól og kampavín
Aðilar í ferðaþjónustu á Akur-
eyri búast við góðu sumri í
sumar. Ferðamannavertíðin
hefst ekki af alvöru fyrr en í
byrjun næsta mánaðar en allir
hlutaðeigandi aðilar eru í við-
bragðsstöðu og búa sig undir
Ef að líkum lætur verða margir bak-
pokamennirnir á Akureyri og ná-
grenni í sumar.
metsumar í komu erlendra
ferðamanna. Fjórtán skemmti-
ferðaskip eru væntanleg til
Akureyrar í sumar og er það
fyrsta væntanlegt 12. júní nk.
Að sögn Gísla Jónssonar,
framkvæmdastjóra Ferðaskrif-
stofu Akureyrar, er mikill hugur
í mönnum og mikill fjöldi ferða-
manna er væntanlegur. Fyrstu
erlendu ferðamennirnir eru þeg-
ar komnir og þetta fer allt stig
vaxandi fram í júlí, en þá er
toppnum náð. Júlímánuður verð-
ur mikill annamánuður og mikið
er bókað hjá Ferðaskrifstofunni.
Aðspurður um nýmæli í móttöku
ferðamanna, sagði Gísli: „Við
erum að berjast við að gera
Leirutjörnina að stangveiðipara-
dís og sleppum fiski í hana. Þetta
er áhugavert og lofar vonandi
góðu. Við verðum með sérstök
þjóðarkvöld með þjóðlegum mat
og drykk og þjóðlegum skemmti-
atriðum. Sannkölluð íslands-
kvöld.“
Ferðaskrifstofa Akureyrar
starfar að öðru leyti hefðbundið í
móttöku ferðamanna. Fólks-
flutningabílar fara með ferða-
menn vítt og breitt um Norður-
Lambakótelettur
11/2.2 kg i poka,656 kr. kg
Blanda 6 í pakka, 180 kr.
ÝSUflÖk 5 kg í kassa,
1.450 kr. kassinn
Rækjur 500 g í poka,
kr. pokinn
ökómiólk'» "s68
Nautahamborgarar
10 í pakka, 530 kr. pakkinn
KEANETTO
land og skrifstofan tekur á móti
fjórtán skemmtiferðaskipum, það
fyrsta verður hér 12. júní.
„Sumarið verður gott og anna-
samt það er mín vissa,“ sagði Gísli
Jónsson, framkvæmdastjóri.
Helena Dejak er framkvæmda-
stjóri Ferðaskrifstofunnar Nonna
á Akureyri, sem hóf starfsemi
sína fyrir einu ári og að hennar
sögn verður sumarið annasamt.
„Hér hjá okkur verður mikið um
að vera og margt að gerast. Sjö
flugvélar koma til Akureyrar frá
Sviss. Sú fyrsta kemur 3. júlí og
síðan vikulega til 13. ágúst. Með
þeirri fyrstu kemur hestafólk á
leið á Landsmót hestamanna á
Vindheimamelum í Skagafirði.
Sumarið hlýtur að verða metsum-
ar í móttöku erlendra ferða-
manna,“ sagði Helena.
Hvað gerir Ferðaskrifstofan
Nonni fyrir ferðamennina? „Svo
eitthvað sé nefnt, þá skipuleggj-
um við ferðir til Grímseyjar og
Hríseyjar. Tvær til Grímseyjar í
viku og eina til Hríseyjar. Mið-
nætursólarferðir verða farnar út
Eyjafjörð með kampavíni og til-
heyrandi og farkosturinn í öllum
þessum ferðum er nýja ferjan
Sæfari. Við bjóðum uppá hesta-
ferðir frá Grýtubakka með Pólar-
hestum og einnig stuttar hesta-
ferðir frá Pétursborg.
Gönguferðir eru á dagskrá hjá
okkur. Fimm daga gönguferðir
um Tröllaskaga og eins þriggja
daga á svipuðum slóðum. Eins
dags gönguferðir verða farnar um
Glerárdal, Þorvaldsdal og víðar
og fjallaklifur fyrir vant fólk
kemur inn í myndina.
Sumarið verður vonandi gott
og veðurguðirnir í góðu skapi. Þá
fara allir ánægðir til síns heima,“
sagði Helena Dejak. ój
55
Dauft hljóð í skagfirskum grásleppuveiðimönnum:
Hefur verið hálfgert kropp
segir Bjarni Egilsson, Hvalnesi á Skaga
<6
„Veiðarnar hafa ekki gengið
nógu vel. Þetta hefur verið
hálfgert kropp eins og maður
segir. Það vantar allan kraft í
grásleppuna enn þá,“ sagði
Bjarni Egilsson Hvalnesi á
Skaga. Fleiri grásleppusjó-
menn hafa sömu sögu að segja
og svo virðist að rauðmaga-
veiðin hafi brugðist einnig.
Að sögn Bjarna hafa grá-
sleppukarlar ekki áhyggjur af að
grásleppuhrognin seljist ekki.
„Við Skagabændur höfum nægan
markað fyrir okkar hrogn. Við
höfurn ekki áhyggjur af sölumál-
um þegar veiðarnar ganga ekki
betur,“ sagði Bjarni.
Skaginn ætlar að koma vel
undan vetri. Snjór hefur verið
mikill í vetur og því lítill klaki í
jörð. Á Útskaganum er snjór far-
inn að minnka verulega en á Mið-
skaganum er mikil fönn enn þá.
„Tún eru orðin auð og ekki
mikill snjór í byggð. Ef tíðarfarið
heldur áfram eins og verið hefur
þurfa menn ekki að örvænta,“
sagði Bjarni Egilsson að lokum.
kg
Sumaráætlun flugfélaganna gengin í gildi:
Færri ferðir til Reykjavíkur
Flugfélögin Flugleiðir h.f. og
Flugfélag Norðurlands h.f.
fljúga nú samkvæmt sumar-
áætlun og ekki eru miklar
breytingar frá fyrra ári.
Að sögn Bergþórs Erlingsson-
ar, vaktstjóra, hjá Flugleiðum
h.f. á Akureyrarflugvelli, eru
farnar fimm ferðir dag hvern, alla
daga vikunnar, milli Akureyrar
Dalvík:
Nýtt íbúðarsvæði
upp með Brimnesá
Skipulagsnefnd Daivíkurbæjar
hefur samþykkt tillögu að
deiliskipulagi af íbúðabyggð
upp með Brimnesá. Bæjar-
stjórn á eftir að staðfesta
skipulagið endanlega.
„Þarna er gert ráð fyrir 47
íbúða hverfi,“ sagði Sveinbjörn
Steingrímsson, bæjartæknifræð-
inugur. Hann sagði mögulegt að
byrjað yrði strax í sumar að
byggja raðhús á þessu nýja svæði
upp með ánni. óþh
Fundur útvegsmanna á Norðurlandi:
Sjávarútvegsráðherra ræðir
ný lög um stjóm fiskveiða
Halldór Ásgrímsson, sjávar-
útvegsráðherra, mun koma á
fund Útvegsinannafélags Norð-
urlands sem haldinn verður á
Akureyri á mánudag. Þar
mun ráðherra ræða um ný-
samþykkt lög um stjórn fisk-
veiða og svara fyrirspurnum
um þau.
Auk laganna um stjórn fisk-
veiða verður á fundinutn rætt
um afkomuskýrslu bátaflotans.
Gestir fundarins verða auk
Halldórs þeir Kristján Ragnars-
son, formaður L.Í.Ú. og Sveinn
Hjörtur Hjartarson.
Fundurinn verður haldinn á
Hótel KEA á mánudag kl.
14.00. JÓH Ilalldór Ásgrímsson.
og Reykjavíkur. A tímabilinu 6.
júlí - 31. ágúst er sjöttu ferðinni
bætt við á föstudögum kl. 11,45.
Þetta er fækkun ferða úr 40 ferð-
um í 36 ferðir á viku, jafnframt
sem ferðununi er þjappað meir
saman á daginn, þannig að ekki
er flogið eins langt fram eftir
kvöldi.
Friðrik Adolfsson, afgreiðslu-
stjóri Flugfélags Norðurlands,
sagði að ferðafjöldi félagsins væri
sá sami sem fyrr til áætlunarstaða
félagsins, aðeins breyttar tíma-
setningar. ój
Athugasemd:
Ekki lánsloforð
heldur lánshæfiii
Sigfús Karlsson vill gera athuga-
semd við frétt um fasteignamark-
aðinn og húsbréfakerfið sem birt-
ist í Degi 9. maí. Þar segir að þeir
sem fengu lánsloforð fyrir 1.
mars á síðasta ári hafi komist inn
í húsbréfakerfið, en það mun
vera misskilningur. Þeir sem
fengu lánsloforð fá lán frá Hús-
næðisstofnun en hins vegar kom-
ust þeir inn í húsbréfakerfið sem
höfðu fengið úrskurð um láns-
hæfni fyrir ákveðið tímabil á síð-
asta ári. Hitt er rétt að kerfið
verður opnað öllum 15. maí nk.
fyrir kaup á eldri íbúðum.
Leiðrétting
í grein um vorkomu í Skagafirði í
Degi í gær var farið rangt með
föðurnafn bóndans á Gilsbakka í
Austurdal í undirfyrirsögn. Eins
og réttilega er skrifað í greininni
heitir hann Hjörleifur Kristins-
son en ekki Kristjánsson. Beðist
er velvirðingar á þe^u.