Dagur - 11.05.1990, Síða 8

Dagur - 11.05.1990, Síða 8
Skógræktarfélag Eyfirðinga fagnar á morgun 60 ára afmæli sínu. Að loknum aðalfundi á morgun verður boðað til sérstaks hátíðarfund- ar þar sem veitt verða verðlaun í samkeppni um myndverk en að fundi loknum verður opnuð sýning á verkum sem bárust í þessa samkeppni. Óhætt er að segja að staða þessa elsta skógræktarfélags landsins sé góð á þessum tímamótum. Viðhorf almennings til skógræktar hefur á síð- ustu árum verið að breytast og æ fleiri vilja vilja leggjast á sveif með skógræktarmönnum í starfi þeirra. Til að fræðast um sögu og starf félagsins ræddi blaðið við formann félagsins, Tómas Inga Olrich, og Hallgrím Indriðason, framkvæmdastjóra. Auk Tómasar skipa stjórn félagsins á þessum tímamótum þeir Leifur Guðmundsson varaformað- ur, Vignir Sveinsson gjaldkeri, Ingólfur Ármansson ritari og Oddur Gunnarsson, Jón Þórðarson og Óskar Gunnarsson meðstjórnendur. Tómas Ingi Olrich, formaður Skógræktarfélagsins: Félagið býr enn að grettístökum frumkvöðlanna „Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Jón Rögnvalds- son, garðyrkjumaður, en þann 11. maí fyrir réttum 60 árum komu 12 menn saman til fund- ar og stofnuðu Skógræktarfé- lag Eyfirðinga, reyndar í fyrstu undir nafninu Skógræktarfélag íslands, enda ætluðu þessir menn félaginu að verða lands- félag. Síðar var þó nafninu breytt í Skógræktarfélag Ey- firðinga. Jón Rögnvaldsson var fyrsti formaður þess og gegndi því starfi um 12 ára skeið en af öðrum formönnum félagsins sem lengi hafa starfað má geta sérstaklega Guð- mundar Karls Péturssonar sem var formaður í samfleytt 21 ár,“ segir Tómas Ingi Olrich, núverandi formaður Skóg- ræktarfélagins þegar hann er spurður um sögu félagsins við þessi tímamót. „Verkefnin voru einkum þau í upphafi að friða skógarleifar og varð félaginu nokkuð ágengt strax í því. Af þeim reitum sem friðaðir voru á fyrstu árunum má nefna Garðsárreit, Vaglareit á Pelamörk, Vaðlaskóg og Leyn- ingshóla. í þessum reitum var ekki eingöngu um friðun að ræða heldur unnu einnig sjálfboðaliðar við gróðursetningar, t.d. í Vaðla- reit, en einmitt þetta sjálboða- starf setti mjög svip á starf félags- ins fyrstu áratugina. Nokkur starfsemi fer fram í þessum reit- um enn þó áherslan sé mest á útplöntun á svæðinu að Lauga- landi á Þelamörk en félagið hefur Tómas Ingi Olrich. tekið þá stefnu að tryggja sér stór svæði til skógræktar og einbeita sér að þeim.“ Gróðurlitlum eða gróðurlaus- um svæðum við Eyjafjörð hefur á undanförnum 60 árum farið fækkandi, þökk sé starfi Skóg- ræktarfélagsins. Tómas segir að nú horfi skógræktarmenn með mestum áhuga til svæðisins við Melgerðismela í Eyjafirði þar sem rnikið verður gróðursett í sumar og Tómas lítur á sem úti- vistarsvæði framtíðarinnnar. Starf félagsins segir Tómas að sé nokkuð breytt frá því sem var áður. Nú er starfsemin borin uppi af föstum starfsmönnum og laus- ráðnu starfsfólki en sjálfboða- vinnan er nú í því formi að félög, eins og t.d. Bræðrafélag Akur- eyrarkirkju, Starfsmannafélög Akureyrarbæjar, Kaupfélags Eyfirðinga og Útgerðarfélags Akureyringa, svo og klúbbar taka að sér að gróðursetja tré fyr- ir félagið. Mikilvirkasti sjálf- boðaliðahópurinn eru þó nemendur Menntaskólans á Akureyri en þeir hafa á 10 árum gróðursett 32.600 plöntur í reitn- um á Þelamörk en einmitt nú í vor ætlar sá nemendahópur sem reið á vaðið að skoða þær plöntur sem settar voru niður fyrir 10 árum og gróðursetja jafnframt fleiri. Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur í gegnum tíðina notið mikillar velvildar ýmissa manna enda hefði ekki tekist að gera félagið að því fyrirtæki sem það er í dag nema með velvild og óeigingjörnu starfi fjölda fólks. „í þessu sambandi held ég að engum verði gert rangt til þó ég nefni sérstaklega Eirík Hjartar- son sem færði félaginu að gjöf jörðina Hánefsstaði í Svarfaðar- dal. Þegar jörðin var seld var andvirðið látið renna til uppbygg- ingar plöntueldisstöðvarinnar í Kjarna og óhætt er að segja að þessi gjöf hafi haft úrslitaáhrif á uppbyggingu félagsins," segir Tómas. Tómas segir þau markmið sem unnið hafi verið að á síðustu árum meðal annars þau að vinna almenning til fylgis við skógrækt- arhugsjónina og telur hann opn- un útivistarsvæðisins í Kjarna hafa verið stórt skref í þessa átt. „Annar áherslupunktur okkar er að auka verulega framboð okkar á plöntum og við erum enn að halda áfram þeirri uppbygg- ingu í uppeldisstöðinni í Kjarna sem hófst um 1977. Þriðji áhérslu- punkturinn er að auka áhuga bændanna í héraðinu á þátttöku í skógræktarstarfinu en þessi vinna hefur skilað góðum árangri því á árunum 1982-1990 hafa verið gróðursettar á jörðum bænda í héraðinu um 400.000 plöntur. Stefna okkar er sú að reyna að verða við óskum sem flestra bænda sem friðað hafa svæði á jörðum sínum. Þessu til viðbótar má nefna að auk þess að ná til skógræktar samfelldum svæðum höfum við reynt að sinna land- græðslu með skógrækt í héraðinu en þar höfum við t.d. verið í sam- Skógræktarfélagið hefur tekið upp þann skemmtilega sið að afhenda fjögurra ára börnum á hverju ári ávísun á trjáplöntu í uppcldisstöð- inni í Kjarnaskógi við Akureyri. Hér kynnast flest börn skógræktar- hugsjóninni í fyrsta skipti. starfi við sveitarstjórn Saurbæjar- hrepps og stigið fyrstu skrefin í þá átt að tryggja okkur framtíð- arland á Melgerðismelum. Sjötti áherslupunkturinn í starfseminni er að skipuleggja skógrækt í hér- aðinu þannig að landnotkun verði skipulögð og skógrækt verði ákveðinn hluti af land- notkuninni. Þessi vinna er þegar komin af stað og hefur verið unn- ið sérstaklega mikið starf í skipu- lagningu Öngulsstaðahrepps en við viljum að á líkum nótum verði einnig unnið í öðrum sveit- arfélögum. Síðasti áherslupunkt- urinn sem nefna má er sá að reyna að efla sjálfboðaliðastarfið innan félagsins og til að endur- vekja áhugann höfum við sett á laggirnar sérstaka félagsmála- nefnd og fyrir tilstuðlan hennar höfum við nú snúið okkur til yngstu skógræktendanna og ætl- um hér eftir að færa öllum 4 ára börnum ávísun á trjáplöntu í Kjarna sem þau geta síðan sett sjálf niður þar sem þau vilja,“ segir Tómas. Tómas segir að augljóslega hafi gengið mjög vel að ná því marki að vinna almenning til fylgis við skógræktarhugsjónina, það sjáist best á því að félagið geti á engan hátt annað eftir- spurn eftir trjáplöntum. „Ef við lítum næst okkur hér þá er ekkert spursmál að þessir trjáreitir á svæðinu hafa opnað augu fólks fyrir gildi skógræktarinnar. Kjarnaskógur hefur líka haft mikið að segja í þessari við- horfsbreytingu fólks og síðast en ekki síst hefur garðrækt í heima- görðum og reitum vítt um hérað- ið haft sitt að segja. Ég er þeirrar skoðunar að þessi áþreifanlegu dæmi um gildi skógræktarinnar hafi haft meira að segja en greinaskrif og fyrirlestrahald um skógrækt." Tómas leynir ekki þeirri skoð- un sinni að það hve vel stætt Skógræktarfélag Eyfirðinga er í dag megi að verulegu leyti rekja til þeirra manna sem fyrir 60 árum lyftu grettistakinu og hófu að ryðja skógræktarhugsjóninni rúm við Eyjafjörð. „Eftir því sem starfsemin hefur eflst og meira hvílir á herðum fastráðins starfs- fólks verður mér æ oftar hugsað til þessara frumkvöðla og þess grettistaks sem þeim tókst að lyfta þrátt fyrir erfiðar aðstæð- ur,“ segir Tómas Ingi Olrich. JÓH Svo mikil eftirspurn hefur veriö eftir plöntum hjá Skógræktarfélagi Eyfirð- inga á síðustu árum að ekki hefur tekist að anna eftirspurn. Þetta sýnir vel aukinn almennan áhuga á skógrækt.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.