Dagur - 12.05.1990, Side 13

Dagur - 12.05.1990, Side 13
tómstundir Laugardagur 12. maí 1990 - DAGUR - 13 i Áhugasvið nianna eru af ýms- um toga. í þjóðfélagi okkar, hvar flestir vinna mvrkranna á milli, gefst lítill tími til tóm- stunda. Vinnuálag þjóðarinnar er mikið enda kröfur til lífs- þæginda miklar. Hver fjöl- skylda gerir kröfur til þess að á heimilinu sé sjónvarp og myndbandstæki og það er raunar mjög eðlilegt á öld myndvæðingar og fjölmiðlun- ar. Áhrifa sjónvarps gætir í æ ríkara mæli, en margur hefur þó áhyggjur af sjónvarpsglápi barna sinna. Þegar við sem erum á rniðjum aldri nú, vorum á unga aldri, var eitt af áhugamálum okkar að fara í kvikmyndahús. Drjúgum tíma var varið í bíóferðir á skólaárun- urn og margur gerir það enn. Kvikmyndaklúbbar voru stofnað- ir og menningarvitar skólaáranna ,Þetta er mitt tómstundagaman, Þetta er mitt áhugamál: Kvikmyndir og kvikmyndun eru heillandi listgreinar voru vel fróðir um kvikmyndun og kvikmyndalist. Með nýrri tækni, myndbands- tækninni, sem er ekki svo ýkja gömul, getum við horft á sígild listaverk kvikmyndanna heima í stofu í sjónvarpinu okkar Kvikmyndasagan er ekki svo löng og því er mjög áhugavert tómstundagaman að safna sígild- um og góðum verkum kvikmynd- anna og þróa þannig og magna áhuga sinn á hinu fagurfræðilega og jákvæða í kvikmyndalistinni. Einn safnar bókunt, annar safnar málverkum og sá þriðji kvik- myndum og myndböndum allt til að gleðja augað og hugann. Fáir eru þeir sem safna mynd- böndum og kvikmyndum hér á landi, en þó cru þeir til. Úti í hin- urn stóra heimi þá er þessi söfnun mjög algeng. Viðntælandi minn, Edward Kiernan læknir á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, er einn þeirra manna sem hefur söfnun Sóknarprestur Húsavíkurpresta- kalls sr. Sighvatur Karlsson og Kirkjukór Húsavíkurkirkju munu sækja Akureyrarkirkju heim n.k. sunnudag, 13. maí. Munu þau sjá um messuhald í Akureyrkirkju kl. 14. Organisti Húsavíkurkirkju David Thompson mun leika á myndabanda að tómstunda- gamni. „í gamla daga, þegar ég var smá naggur í Hlíðunum í Reykjavík, voru kvikmyndahetj- urnar mínar í fyrstu eins og allra barna, Tarsan, Gö og Gokke, Chaplín, Roy Rogers og hestur- inn hans Trigger og margar fleiri. Við söfnuðum prógrömmum eins og það var kallað og sökktum okkur í heim kvikmyndanna. Við keyptum kvikmyndablöð og síð- ar þeg'ar árin færðust yfir okkur blöð með kvikmyndadómum merkra erlendra fræðimanna í listgreininni. Á menntaskóla- árunum þá var ég í kvikmynda- klúbbi og drakk í mig sígild verk kvikmyndasögunnar. Kvikmynda- húsin voru vettvangur tómstunda minna, sem og margra, enda hef- ur mín kynslóð skilað nokkrum fjölda kvikmyndagerðarmanna, sem nú síðustu árin hafa hafið íslenska kvikmyndagerðarlist til nokkurar virðingar. orgelið og eiginkona hans, Shar- on Thompson sem er kórstjóri, mun syngja stólvers. Sálmarnir sem sungnir verða eru nr. 478, 223, 30, 476, 42 og 56. Kirkjukórinn syngur Ave Verum eftir Mozart í guðsþjón- UStunnÍ. (Fréttatilkynning.) Mitt hlutskipti varö læknis- fræðin þrátt fyrir að hugur minn stæði til mennta í kvikmyndalist. Systur mínar og bræður eru myndlistarmenn, annaðhvort í frjálsri myndlist eða húsagerðar- list. Minni fullnægju til mynd- rænu fullnægi ég við að horfa á kvikmyndir og myndbönd góðra og listfengra verka. Söfnunar- áráttan er mikil og þær fáu tóm- stundir sem ég á sem læknir ver ég til þessa áhugamáls. Lengi vel var þvælingur á mér og fjölskyldunni. Ég var í námi í Reykjavík, síðan að lænisstörf- um úti á landsbyggðinni, í Sví- þjóð í sérnámi og að störfum, en alltaf reyndi ég að komast yfir kvikmyndir og myndbönd sí- gildra og góðra kvikmyndalcik- stjóra og geri enn. Núna, þegar við erum komin heim aftur og búin að koma okk- ur fyrir, hef ég getað skipulagt safnið þannig að þetta er allt mjög aðgengilegt og ég get t'und- ið hverja mynd fljótt og vel eftir skrá. Drjúgur tími tómstunda minna hefur farið í að koma þessu öllu fyrir og nú er því lokið og þá er að nýta tímann og njóta þessara verka bæði nýrra og eins gamalla kunningja æskuáranna. Margt rifjast upp frá gamalli tíð þegar ég horfi á þessa gömlu kunningja. Ég ber saman gamla og nýja strauma í kvikmyndalist- inni. Kvikmyndir segja mikla sögu. Ekki aðeins sögu hverrar myndar, heldur svo margt annað. Tískan kemur þar inn í og tíðar- andinn og aðferðir við kvik- myndatöku. Þróunin er svo ör og breytingar tímans miklar og stöðugt eru að koma á markað- inn ný verk sem áhugavert er að sjá og eignast. Margur myndi ætla að til tóm- stundagamans sem þessa þyrfti sérvitring. Líklega er ég ntjög sérvitur, en hvaö um það. Þetta er mitt áhugamál og mínar tóm- stundir og ég nýt þeirra. Kvik- myndir og kvikmyndun eru heill- andi listgreinar," sagði Edward aö lokum. ój ^rurj ARABIA Hreinlætistæki DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 Akureyrarkirkja: Húsvíkmgar með messuhald Nýtt á söluskrá LANGAHLÍÐ: 3ja herb. raðhúsaíbúð á einni hæð. Góð eign. HJALLALUNDUR: 3ja herb. ibúð i fjölbýlishúsi. Laus eftir samkomu- lagi. LANGAMÝRI: Góð efri hæð í tvibýl- ishúsi. Laus eftir samkomulagi. SKARÐSHLÍÐ: 4ra herb. endaíbúð á 3. hæð í svalablokk. Laus eftir sam- komulagi. GRUNDARGERÐI: 5 herb. raðhúsa- íbúð á tveimur hæðum. Góð eign. HOLTAGATA: Gott einbýlishús á tveimur hæðum. Allt endurnýjað. Mjög falleg eign. ODDEYRARGATA: Eldra einbýlis- hús, kjallari, hæð og ris. Rúmgott. AÐALSTRÆTI: 3ja herb. ibúð á mið- hæð í þríbýlishúsi ásamt bílskúr. TIL LEIGU: Hverfisverslun á góðum stað. Nánari uppl. á skrifstofunni. Vantara söluskra: 4ra herb. ibúð í einlyftu raðhúsi í Lundahverfi. Skipti á fallegri 4ra herb. rúmgóðri íbúð, á góðum stað i Reykjavik, koma til greina. Nánari uppl. á skrifstofu. Opið alla daga frá kl. 9-19. Laugardaga frá kl. 14-16. Fasteigna-Torgið Glerárgötu 28, Akureyri Sími: 96-21967 F.F. Félag Fasteignasala Sölumaður: Björn Kristjánsson. Heimasími 21776. Ásmundur S. Jóhannsson, hdl. Hestamenn: Verið vel á verði, þar sem öku- tæki eru á ferð. Haldið ykkur utan fjölfarinna akstursleiða. Stuðliö þannig að auknu umferð- aröryggi. Ökumenn: Forðist allan óþarfa hávaða, þar sem hestamenn eru á ferð. Akið aldrei svo nærri hesti að hætta sé á að hann fælist og láti ekki að stjórn knapans.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.