Dagur - 23.05.1990, Síða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 23. maí 1990
fréttir
Norðurland vestra:
F
Útboð opnuð í vegaframkvæmdir
Nýlega voru opnuð útboð hjá
Vegagerð ríkisins í nokkra
vegakafla á Norðurlandi
vestra. Vegakaflarnir sem
boðnir voru út voru; kafli á
Svínvetningabraut, tveir kaflar
á Vatnsnesi og kafli við Laxá á
Skaga. Lægstu tilboð voru sem
hér segir.
Svínvetningabraut; kostnaðar-
áætlun 5.919.000. Lægsta tilboð,
Jónas Skaftason og Æki hf.
Blönduósi, 3.740.000 eða 62,6%
af kostnaðaráætlun.
Vatnsnessvegur; kostnaðar-
áætlun 8.260.000. Lægsta tilboð,
Valgeir Ágústsson og Pétur
Daníelsson Hvammstanga,
5.371.000 eða 65% af kostnaðar-
áætlun.
Skagavegur um Laxá; kostnað-
aráætlun 1.368.000. Lægsta
tilboð, Þorvaldur Evensson
1.332.000 eða 97% af kostnaðar-
áætlun
Tilboðin verða yfirfarin af
Vegagerðinni og tækjakostur
útboðsaðila kannaður. Ákvörð-
un um að hvaða tilboðum verður
gengið verður tekin fljótlega. kg
Glerárprestakall:
„Hér er unnið við að koma
krossi fyrir í kirkjuturninum og
í júni eru kirkjuklukkurnar
væntanlegar, en þær verða
vígðar sunnudaginn 1. júlí,“
sagði sr. Pétur Þórarinsson,
sóknarprestur.
Þórshamar hf. færði VMA gjöf
Bifeiðaverkstæðið Þórshamar hf.
færði Verkmenntaskólanum á
Akureyri að gjöf á dögunum
sjálfskiptingu úr fólksbifreið til
kennslu bifvélavirkja á Tækni-
braut skólans. Um er að ræða
sjálfskiptingu úr Daihatsu
aplause.
Að sögn forsvarsmanna VMA
eru tæki til verklegrar kennslui
mjög dýr og því er það ómetan-
legt þegar fyrirtæki sýna hug sinn
til skólans með gjöfum sem þess-
ari. Gjöfinni veitti móttöku Svav-
ar G. Gunnarsson, kennari, (til
hægri) úr hendi Ellerts Guðjóns-
sonar framkvæmdastjóra Pórs-
hamars hf. Mynd: kl
í
skák
i
Hraðskákmót TK:
Kári með fiillt hús
Akureyringar fóru í árangurs-
ríka heimsókn til Kópavogs 13.
maí síðastliðinn. Þá var Hrað-
skákmót Taflfélags Kópavogs
haldið og gerðu félagarnir í
Skákfélagi Akureyrar, Kári
Elíson og Askell Örn Kárason,
sér lítið fyrir og tóku tvö efstu
sætin.
Kári sigraði á þessu hraðskák-
móti og hlaut 12 vinninga af 12
mögulegum, eða fullt hús. Áskell
Örn varð í öðru sæti með 11 vinn-
inga, tapaði aðeins fyrir Kára.
í þriðja sæti varð Haraldur
Baldursson, Taflfélagi Kópa-
vogs, með 10 vinninga og félagi
hans, Jörundur Pórðarson, varð
fjórði með 8 vinninga. Þátttak-
endur voru alls þrettán í þessu
móti. SS
Skákfélag Akureyrar:
Uppskeruhátíð
Uppskeruhátíð Skákfélags mótum.
Akureyrar verður haldin á Verðlaun verða veitt og eflaust
uppstigningardag, fimmtudag- verður glatt á hjalla í skákheimil-
inn 24. maí, kl. 16.00. Hér er inu. Stjórn Skákfélags Akureyrar
um að ræða uppskeruhátíð fyr- vonast til að sem flestir mæti og
ir öll skákmót frá síðustu ára- þiggi veitingar. SS
Aðalfundur
verður haldinn fimmtudaginn 31. maí
n.k. kl. 20.30 að Strandgötu 31, Akur-
eyri.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Breytingar á samþykktum.
Önnur mál.
Stjórn Dagsprents hf.
Að sögn prestsins í Glerár-
prestakalli sr. Péturs Þórarins-
sonar, vinna sjálfboðaliðar mikið
við kirkjubygginguna. Ungir sem
aldnir hafa málað fyrstu hæð
byggingarinnar og aðstaða til fé-
lagsstarfsemi verður tekin í
notkun um næstu mánaðamót.
Æskulýðsstarfsemin fær þar
inni, en hún er mjög blómleg í
Glerárprestakalli. Kirkjukórinn
fær bætta aðstöðu, svo og Kven-
félagið Baldursbrá, en það vinn-
ur mikið fyrir kirkjuna. Á fyrstu
hæð verður skrifstofa fræðslufull-
trúa þjóðkirkjunnar, en henni
gegna þrír prestar í hlutastarfi.
Vinna við kirkjuskipið er hafin,
en búið er að leggja í gólfið og
fínpússa það.
„Já, hér er unnið af kappi og
sóknarbörnin eru mjög virk,“
sagði Pétur Þórarinsson, sóknar-
prestur, að lokum. oj
Akureyrarvöllur:
Sett upp skýli, tölvu-
klukka og girðing
Á næstunni verður ráðist
töluverðar framkvæmdir við
íþróttavöllinn á Akureyri. Sett
verður upp skýli frá vallarhúsi
og út í leikvanginn, sett upp
tölvustýrð klukka við völlinn
og girt meðfram vellinum
norður af neðra horni vallar-
húss.
Að sögn Sigbjörns Gunnars-
sonar, formanns íþróttaráðs
Akureyrarbæjar, hefur lengi
staðið til að girða meðfram vell-
inum og koma upp skýli frá vall-
arhúsi út á völl. Hann segir að út
af fyrir sig séu þessar framkvæmdir
ekki nauðsynlegar fyrir heima-
leik KA í Evrópukeppni meist-
araliða í haust og Akureyrarvöll-
ur hafi fengið góða einkunn eftir-
litsmanns eftir landsleik íslend-
inga og Finna á sl. hausti.
„Að setja upp þetta skýli teng-
ist vitaskuld Evrópuleiknum í
haust, en hins vegar er þetta
nokkuð sem búið er að trassa til
fjölda ára. Á árunum í kringum
1970, þegar ég var sjálfur í bolt-
anum, þá voru miklu fleiri áhorf-
endur á leikjum en nú og þetta
var oft stórkostlegt vandamál.
Þess voru dæmi að leikmenn voru
grýttir og jafnvel hrækt á þá,“
sagði Sigbjörn. óþh
Samvinnulög:
Neftid í málið
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, hefur skipað nefnd til að
endurskoða lög um samvinnu-
félög nr. 46/1937 og til að
semja frumvarp til nýrra laga
um það efni.
í nefndinni eiga sæti Björn
Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri,
formaður, Erlendur Einarsson,
fyrrv. forstjóri, Hörður
Zóphaníasson, skólastjóri, Ólaf-
ur Sverrisson, stjórnarformaður
SÍS, og Stefán Már Stefánsson,
prófessor. óþh
Akureyri:
Myndhópurinn sýnir
í Gamla Lundi
Hin árlega sýning Myndhópsins
verður opnuð á morgun, upp-
stigningardag, klukkan 14.00 í
Gamla Lundi á Akureyri. Sýn-
ingin er opin í fjóra daga, henni
lýkur sunnudaginn 27. maí. Sýn-
ingardagana er opið milli kl.
14.00 og 20.00. Sýnd verða um
fimmtíu myndverk að þessu
sinni, allir sem áhuga hafa eru
hjartanlega velkomnir á sýningu
Myndhópsins. EHB
Húsavík:
Bæjarmála-
■ Bæjarráð hefur samþykkt
launakjör í Vinnuskóla í
sumar. Þau verða: 15 ára ungl-
ingar 172 krónur, 14 ára ungl-
ingar 149 krónur og 13 ára
unglingar 133 krónur.
Þá ákvað bæjarráð að þátt-
tökugjald í Skólagörðum í
sumar verði 2000 krónur pr.
barn og aldursmörk verði 8-12
ára (börn fædd 1978-1982).
Launakjör flokksstjóra og
forstöðumanns Vinnuskólá
verða óbreytt frá 1989, þ.e.
óbreyttur launataxti (A-VH).
■ Tilboði Fjalars hf. í innrétt-
ingar í veitingasal íþróttahall-
arinnar hefur verið tekið. Til-
boðið hljóðaði upp á
2.649.947 kr., en kostnaðar-
áætlun Tækniþjónustunnar
var 3.026.295 kr. Þrír aðrir
gerðu tilboð í verkið, Borg
hf., Daði Halldórsson og Jón-
as og Eggert Húsavík.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
flutning á aflakvóta frá Siglu-
nesi ÞH-60 til Ránar BA-57,
sem Óskar Karlsson er að
kaupa til Húsavíkur. Um er að
ræða 9226 kg. af þorski, 600
kg. af ýsu og 300 kg. af grá-
lúðu.
■ Bæjarráð héfur samþykkt
erindi Stjórnar verkamanna-
bústaða á Húsavík um bæjar-
ábyrgð á bráðabirgðaláni sem
hún hyggst taka hjá Bygg-
ingarsjóði verkamanna, vegna
innlausnar á tveimur íbúðum í
félagslega kerfinu. Fjárhæð
láns er 1,4 milljón króna.
íbúðirnar eru að Garðarsbraut
83 og Grundargerði 5.
■ Hafnarstjórn hefur sam-
þykkt erindi Húsvískra mat-
væla hf. um afnot af lóð norð-
an við Flókahúsið til að geyma
aðföng á og nýta sem bílastæði
fyrir starfsmenn Húsvískra
matvæla hf.
■ Bygginganefnd hefur sam-
þykkt að veita Búseta leyfi til
að byggja fjögurra íbúða rað-
hús á lóð nr. 51-57 við Stórhól.
■ Stjóm Framkvæmdalána-
sjóðs samþykkti erindi Svart-
hamars hf. um að Fram-
kvæmdalánasjóður taki lán að
fjárhæð 3 milljónir króna og
endurláni fyrirtækinu gegn
fullnægjandi tryggingum.
Samþykki stjórnar Fram-
kvæmdaiánasjóðs er háð því
að fullnægjandi tryggingar fyr-
ir láninu verði lagðar fram.
■ Sóknarnefnd Húsavíkur-
kirkju hefur óskað eftir að
heimilað vcrði að kirkjugarðs-
gjöld megi vera 3% af útsvör-
um og aðstöðugjöldum á
Húsavík á árinu 1990. Bæjar-
ráð hefur fallist á þetta erindi.
■ Kvenréttindafélag íslands
hefur í erindi til bæjarráðs
mælst til þess að í tilefni 75 ára
afmælis félagsins 19. júní nk.
verði ræðumenn 17. júní ár
konur. Bæjarráð samþykkti að
athuga málið við væntanlegan
framkvæmdaaðila hátíðahald-
anna 17. júní nk.