Dagur - 23.05.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 23. maí 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Bæjarstjóm Akureyrar
og atvinnumálin
í umræðunni um atvinnumál á Akureyri vill
það gleymast, hversu mikinn þátt bæjarfé-
lagið hefur átt í atvinnufyrirtækjum í
bænum. í því sambandi er eignarhlutur
Akureyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akureyr-
inga hf. nærtækasta dæmið um jákvæð
áhrif eignaraðildar sveitarfélagsins á
atvinnulífið.
Jakob Björnsson, þriðji maður á fram-
boðslista Framsóknarflokksins til bæjar-
stjórnarkosninganna á laugardaginn,
minnti á afstöðu Framsóknarmanna í
þessu efni á opnum fundi í Alþýðuhúsinu á
föstudaginn. Hann sagði m.a. að á sviði
útgerðar og fiskvinnslu ættu Akureyringar
tvö af best reknu fyrirtækjum landsins. Af
þeim væri ástæða til að vera stoltur, en
framsóknarmenn vildu að Akureyrarbær
héldi meirihlutaeign sinni í Útgerðarfélagi
Akureyringa. Með þeirri aðild yrði stuðlað
að enn frekari vexti og viðgangi fyrirtækis-
ins.
Varðandi iðnaðinn í bænum sagði Jakob
að hlutverk bæjaryfirvalda væri að búa sem
best í haginn fyrir iðnfyrirtækin, að fylgjast
með rekstrarskilyrðum iðnaðarins og
þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir á erfiðum
tímum. Akureyringar og Eyfirðingar ættu
ýmsa ónýtta möguleika á sviði iðnaðar, og
ekki mætti leggja dæmið þannig upp að
spurningin um álver til Eyjafjarðar væri
jafnframt spurning um líf eða dauða
eyfirskra byggða. Álver væri vissulega afar
þýðingarmikið, en ef niðurstaðan yrði sú
að það risi annars staðar mættu menn ekki
leggja árar í bát og búast til að lepja dauð-
ann úr skel.
Þetta eru orð að sönnu. Gott atvinnulíf
verður ekki reist á grunni bölsýni. Akureyr-
ingar hafa af því góða reynslu að bæjarfé-
lagið sé þátttakandi í atvinnufyrirtækjum.
ítök bæjarins tryggja að vilji fólksins komi
til sögunnar í rekstri þeirra og stjórnun,
fyrir atbeina kjörinna fulltrúa. Slíkt er dýr-
mæt trygging fyrir skynsamlegri ráðstöfun
þeirra verðmæta sem vinnandi hendur
skapa í blönduðu hagkerfi. EHB
Minnihluti í málefnavanda
í kosningabaráttu framsóknar-
manna á Akureyri hefur verið
lögð áhersla á það að ekki hafi
verið staðið sem skyldi að skipu-
lags- og umhverfismálum. Að
hluta til hefur verið tekið undir
þetta sjónarmið af Alþýðubanda-
laginu. Rétt er að vega og meta
þessi áhersluatriði minnihlutans í
ljósi nokkurra staðreynda.
Miðbærinn
Pví er haldið fram að lítið hafi
gerst í umhverfismálum miðbæj-
arins. Eftir að miðbæjarskipulag
var unnið og göngugatan gerð á
kjörtímabili bæjarstjórnar 1978-
1982, má segja að vinstri meiri-
hlutinn hafi tekið málefni
miðbæjarins út úr skipulags-
umfjöllun á næsta kjörtímabili
þar á eftir (1982-1986). Ekkert
var gert til að undirbúa fram-
kvæmdir á Ráðhústorgi né við
Strandgötu. Á yfirstandandi
kjörtímabili var efnt til sam-
keppni um skipulag Ráðhús-
torgs. Mikið starf hefur verið
unnið í húsakönnun og skipulagi
Oddeyrar og er nú verið að vinna
að skipulagi hafnarsvæðisins og
Strandgötu.
Aðalskipulag
í tíð vinstri meirihlutans 1982-
1986 fór fram öflun frumgagna að
aðalskipulaginu, en meginvinnan
var hins vegar eftir, þegar núver-
andi meirihluti tók við. Þessu
verki er nú lokið, og hefur aðal-
skipulag reynst núverandi skipu-
lagsnefnd mun viðameira verk-
efni en nokkurn óraði fyrir.
Stærri skipulagsverkefni
í tíð síðasta vinstri meirihluta má
segja að Innbæjarskipulag og
svæðisskipulag hafi verið stærstu
verkefnin, sem skipulagsnefnd
réðst í. í tíð núverandi meirihluta
hafa eftirfarandi svæði verið
skipulögð: Fyrsti og annar áfangi
Giljahverfis, íbúðarhúsahverfi
ofan við Spítalastíg. Talsverð
vinna hefur verið lögð í Glerár-
svæðið: Þar er nú í aðalskipulagi
gert ráð fyrir íbúðabyggð og
kannaðir hafa verið möguleikar á
því að staðsetja þar íþrótta- og
útivistarsvæði, sem hefur mælst
lesendahornið
Athyglivert!
Ég les eða skoða hvað sjá má á
síðum Dags, og læt ekkert blað
óskoðað. Nýlega var frétt þar, og
hefi ég ekki séð hana annars
staðar. Fréttin var að aðeins einn
listi hafi komið fram til hrepps-
nefndarkosninga á Þórshöfn.
Vottur þess að fólk þar skilji
nú að hætta beri að skemmta
skrattanum (flokkunum) með því
að „metast við grannan“. Þótt
augljóslega sé aðeins eitt sjón-
armið í baráttu fyrir lífi byggða
strjálbýlisins, - að verjast fjanda-
liði valda og brasks, er þráir feigð
slíkra byggða eins og Þórshafnar
- svo þær hrynji sem fyrst. Hinn
seigdrepandi dráttur í vetur hefir
sýnilega þjappað saman.
Önnur, nýrri frétt er athygli-
verð og gleðifrétt. Um Sparisjóð
Þórshafnar og nágrennis. Dagur,
12. maí, bls. 2: Hagnaður bæði
árin 1988 og 1989! Launakostn-
aður sá sami í krónutölu bæði
þessi ár. Eiginfjárhlutfall í árslok
1989 23,7%, eða næstum fimm-
falt á móts við lægstu kröfu! Ráð-
deild og hyggindi í andrúmsloft-
inu, þar sem slíkar myndir sjást.
Skammt er liðið frá því er
útvarpsfréttir fluttu þau tíðindi
að horfið væri frá herflugvallar-
bröltinu. Ástæða: Sparnaðarandi
kominn í sjónarmið hernaðarins.
Þetta er fagnaðarefni, þótt miklu
meira hefði verið, ef ástæðan
hefði verið samstaða íslenskrar
þjóðar um að segja nú nei með
sama krafti og hún sagði Já við
lýðveldisstofnun 1944.
Á þjóðhátíðardegi Noregs.
Jónas Pétursson.
Er verslrnmm ekki skylt að
leggja til umbúðir utan um vörur?
Þorpsbúi
hringdi og vildi, koma á framfæri
óánægju sinni með að þurfa að
borga fyrir plastpoka utan um
vöru sem væri á engan hátt inn-
pökkuð fyrir.
, „Ég keypti sumarstakk í Hag-
kaup á Akureyri á dögununt og
kostaði hann 4.995 krónur.
Stakkurinn hékk á slá í verslun-
inni og utan uni hann voru alls
engar umbúðir, hvorki plast né
bréf. Þegar ég síðan bað um poka
utan um flíkina við kassann, var.
Akureyri:
Gölluð
auglýsingaskilti
Lesandi hafði samband við Dag
og vildi vekja athygli á göllum á
auglýsingaskiltum fyrir íþrótta-
kappleiki, sem eru víðsvegar á
Akureyri. Á þessum spjölduin
eru tekið fram í hvaða deild við-
komandi leikir fara fram, hvaða
lið keppa og hvenær. Lesandi vill
hins vegar benda á að á skiltun-
um kemur ekki fram í hvaða
íþróttagrein er keppt og hvar
kappleikirnir fara fram.
Kveðja til
Akureyringa
„Þar sem ég er nú að flytja af
landi brott eftir þriggja ára dvöl á
Akureyri langar mig til að kveðja
alla þá íslendinga sem ég þekki,
sérstaklega starfsfólk Sjúkrahúss-
ins á Akureyri og Tónlistarskól-
ans.
Ég þakka fyrir þá góðu og
skemmtilegu tíma sem ég átti á
Akureyri undanfarin þrjú ár.
Með hjartanlegri kveðju,
Jos Otten.
mér sagt að þá þyrfti ég að greiða
5 krónur aukalega. Þessu mót-
mælti ég, enda taldi ég að ég væri
búinn að borga fyrir plastpokann
í vöruverðinu, því allar vörur eru
jú í einhvers konar umbúðum og
ef ekki fær maður untbúðirnar án
þess að greiða sérstaklega fyrir
þær.
Það er skemmst frá því að
segja að afgreiðslustúlkan var
mér ekki sammála og ég fór því
út með sumarstakkinn minn á
handleggnum, umbúðalausan
eins og þar stendur. Ég vil ekkert
fullyrða um að tilfelli sent þetta
sé einskorðað við Hagkaup en
mér finnst sjálfsagt að vekja
athygli á þessu. Mér finnst að
verslunum eigi að vera skylt að
leggja manni til umbúðir utan um
vörur sent eru umbúðalausar
með öllu, bæði til að varna þess
að varan óhreinkist á heimleið-
inni og ekki síður til þess að ein-
hver haldi nú ekki að maður hafi
hreinlega stolið vörunni úr við-
komandi verslun. í mínu tilfelli
hefði t.d. einhver getað látið sér
detta það í hug, sem mætti mér
með stakkinn á handleggnum á
leiðinni út úr versluninni."
Lesendur!
Hringið eða skrifið
Við hvetjum lesendur til að láta
skoðanir sínar í Ijós hér í lesendahorn-
ínu.
Síminn er 24222.