Dagur


Dagur - 23.05.1990, Qupperneq 5

Dagur - 23.05.1990, Qupperneq 5
Miðvikudagur 23. maí 1990 - DAGUR - 5 Tómas Ingi Olrich. mjög vel fyrir. Skipulag var breytt á allstórum svæðum í Síðuhverfi til að laga það að eftir- spurn og stuðla að því að hverfið yrði sem fyrst fullbyggt. Auk þessara verkefna hefur allmikil vinna verið unnin í því að ganga frá svæðisskipulagi Eyjatjarðar. Hér hefur verið stiklað á stóru í skipulagsmálum. Ætti þessi upp- talning að sýnr að gagnrýni minnihlutans á ekki við rök að styðjast. Má benda Pórarni Sveinssyni, .om skipar annað sæti á lista Framsóknarflokks- ins, að afla sér betri upplýsinga um skipulagsmál, ekki síst Mið- bæjarins, áður en hann skrifar bæklinga og blaðagreinar. Það vill svo til að framsóknarmenn eiga duglegan og ötulan mann í skipulagsnefnd, sem hefði örugg- lega getað upplýst frambjóðand- ann um málaflokkinn, ef hann hefði haft áhuga á að kynna sér skipulagsmál áður en hann fjall- að um þau. Stöðugur vöxtur Að því er varðar umhverfismál almennt, kemur hörð gagnrýni einnig nokkuð á óvart. Gagnrýni er góðra gjalda verð, ef hún er vel grunduð. í umhverfismálum hefur hins vegar verið svo til stöðugur vöxtur frá 1978, ef und- an eru skilin árin 1983 og 1986. Fyrra árið var vinstri meirihluti við völd í bæjarstjórn Akureyrar, en á því síðara urðu þær breyt- ingar að nýr meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks tók við völdum af meirihluta vinstri manna, sem hafði markað stefnu ársins. Upplýsingar um þennan stöðuga vöxt í grænu málunum hefðu þeir framsóknarmenn get- að kynnt sér, ef þeir hefðu viljað. Aukin framlög Á árinu 1987 var 19,14% raun- aukning þess fjár, sem varið var til umhverfismála (að Náttúru- fræðistofnun Norðurlands með- talinni). Árið 1988 nam aukning- in 7,52% og á síðasta ári 5,74%. Ef þetta er það sem Þórarinn E. Sveinsson kallar að sofa á verðin- um, þá má minna hann á stað- reynd. Akureyri var, árið 1989, það sveitarfélag, sem varði mest- um fjármunum á hvern íbúa til almenningsgarða og útivistar. Á meðan þessi fjárhæð nam 3.666 krónum á Akureyri var sambæri- lég tala 1.603 í Reykjavík, 1.647 í Kópavogi og 1.367 í Hafnarfirði. Unnið fyrir framtíðina Fyrir utan miklar framkvæmdir við útplöntun, sem hafa aldrei verið meiri en á síðastliðnum tveimur árum, hefur nú náðst sá árangur að framkvæmdir eru hafnar við friðun 1000 ha lands ofan bæjarins. Flestir þeir, sem að gróðurmálum vinna ellegar fylgjast með þeim málum, kunna að meta þá miklu grunnvinnu, sem unnin hefur verið í umhverf- ismálum á Akureyri, þótt árang- urinn sjáist ekki undir eins. Það er einmitt slík grunnvinna, sem skilar í fyllingu tímans góðum árangri, eins og Kjarnaskógur er besta dæmið um. Ef menn skilja ekki eðli þessa uppbyggingar- starfs, þá er skárra að fjalla ekki um það heldur en að gera það af þekkingarleysi. Þórarinn E. Sveinsson, sem segist hafa metn- að og hugmyndir í grein sinni í Morgunblaðinu 15. maí sl., hefur þó hvorki haft til þess metnað né frumkvæði að kynna sér um- hveifis- og skipulagsmál, og er það leitt. Ef sanngirni skal gætt, er ekki hægt annað er að viðurkenna að mikið starf hefur verið innt af hendi á yfirstandandi kjörtíma- bili, bæði á sviði umhverfismála og skipulagsmála. Gagnrýni á sviði þessara málaflokka bendir til annars tveggja, málefna- fátæktar eða takmarkaðrar þekk- ingar á málaflokkunum. Þeir framsóknarmenn vekja á sér athygli með aðstoð Ragnars Reykáss og Denna dæmalausa, og fer vel á því. Hins vegar ferst þeim illa að upphefja sjálfa sig með því að gera lítið úr því, sem vel hefur verið gert. Tómas Ingi Olrich. Höfundur skipar 20. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í komandi bæjar- stjómarkosningum á Akureyri. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður Við íþróttakennaraskóla íslands, eru lausar tvær stöð- ur íþróttakennara. Æskilegar kennslugreinar sund, leikfimi og knattleikir. Umsóknarfrestur er til 15. júní 1990. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri. Á VERÐBRÉFA- MARKAÐNUM 23. MAÍ '90 Eigendur hlutabréfa Nú er góð eftirspurn eftir hlutabréfum. Hlutabréf í eftirtöldum fyrirtækjum seljast með skömmum fyrirvara. Skeljungur h.f., Olíufélagið h.f., Eimskipafélag íslands h.f., Flugleiðir h.f., Skagstendingur h.f. og Útgerðarfélag Akureyringa hf. Sölugengi verðbréfa þann 23. maí. Einingabréf 1 4.869,- Einingabréf 2 2.661 Einingabréf 3 3.209,- Skammtímabréf 1 ,651 Akureyringar! Frambjóðendur B-listans bjóða Akureyringum 18 óra og eldri til skemmtikvölds að Hótel KEA miðvikudaginn 23. maí - Skemmtunin hefst kl. 21.00 Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi til kl. 02.00. Frambjóðendur B-listans flytja óvörp Hinn landskunni Jóhannes Kristjónsson hermir eftir kunnum stjórnmólamönnum Stefón Vilhjólmsson fer með gamanmól Sigrún Eva Ármannsdóttir söngkona skemmtir Kynnir: Séra Pétur Þórarinsson Góða skemmtun

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.