Dagur - 29.05.1990, Page 10

Dagur - 29.05.1990, Page 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 29. maí 1990 Minning: Magnús E. Guðjónsson framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga Fæddur 13. september 1926 - Dáinn 17. maí 1990 Hinn 17. maí síðastliðinn andað- ist í Reykjavík Magnús Eilert Guðjónsson fyrrverandi bæjar- stjóri á Akureyri á 64. aldursári. Magnús var fæddur á Hólma- vík hinn 13. september 1926 son- ur Guðjóns Jónssonar trésmiðs og kaupmanns þar og konu hans Kolfinnu Snæbjargar Jónsdóttur. Hann varð stúdent frá Verslunar- skóla íslands árið 1947 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Islands 1953. Magnús varð fulltrúi lögreglu- stjórans á Keflavíkurflugvelli við stofnun þess embættis 1954 og gegndi því starfi þar til hann varð bæjarstjóri á Akureyri að lokn- um bæjarstjórnarkosningum í ársbyrjun 1958. Fyrir þær kosningar var ljóst að Steinn Steinsen, sem verið hafði bæjarstjóri í 24 ár, gæfi ekki kost á sér til endurkjörs. í kosningabaráttunni tókust á tvær fylkingar, sem hvor um sig tefldi fram sínu bæjarstjóraefni. Stuðn- ingsmenn Magnúsar E. Guðjóns- sonar fengu meirihluta í kosning- unum og var hann kosinn bæjar- stjóri með atkvæðum 6 bæjarfuil- trúa af 11. Það fór ekki hjá því að með komu hins unga bæjarstjóra fylgdu margvíslegar breytingar á starfsháttum embættis hans og ýmissa starfsmanna hans, og býr Akureyrarbær enn að mörgu því, sem hann innleiddi. Við störf sín sýndi Magnús dugnað og ósér- hlífni og þolinmæði hans og ljúf- mennsku var viðbrugðið, enda leituðu margir ráða hjá honum og nutu ráðlegginga hans. Magn- ús var glaðvær maður, ræðinn og kurteis í allri framkomu. Sam- starfsmönnum sínum var hann góður félagi og ávann sér fljótt traust þeirra og annarra bæjar- búa. Magnúsi voru ýmis félags- mál einkar hugleikin og hann lét sér mjög annt um tengsl Akur- eyrar við vinabæina á Norður- löndum. Sennilega var endur- reisn Utgerðarfélags Akureyr- inga hf. erfiðasta verkefnið, sem hann þurfti að fást við í byrjun bæjarstjóraferils síns en jafn- framt það sem mestum og ánægju- legustum árangri hefir skiiað. Magnús var endurkjörinn bæjarstjóri 1962 með atkvæðum ailra bæjarfulltrúa og lófataki eins og stendur í fundargerðabók bæjarstjórnar. Sýnir þetta best hvers trausts hann naut. Hann var aftur endurkjörinn bæjar- stjóri 1966, en fékk lausn frá bæjarstjóraembættinu í ársbyrj- un 1967, er hann fluttist til Reykjavíkur og gerðist fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Magnús var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sólveig Björns- dóttir. Þau slitu samvistum. Síð- ari kona hans var Ingibjörg Alda Bjarnadóttir. Hún lifir mann sinn ásamt tveimur dætrum þeirra, Kolfinnu og Sigrúnu Öldu, en auk þess var Magnús stjúpdóttur sinni Hauði Helgu Stefánsdóttur sem góður faðir. Gamlir samstarfsmenn Magn- úsar hjá Akureyrarbæ minnast hans með virðingu og þökk og senda ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur suður yfir fjöll. Valgarður Baidvinsson. Það var harmafregn, þegar það fréttist að Magnús E. Guðjóns- son, framkvæmdastjóri Sam- bands ísl. sveitarfélaga væri fall- inn í valinn, eftir erfiða sjúk- dómslegu. Leiðir okkar Magnúsar lágu saman fyrir 32 árum. Hvor úr sinni áttinni, urðum við starfs- bræður, norður í landi, hvor hjá sínu bæjarféiagi. Hann bæjar- stjóri á Akureyri, en ég á Húsa- vík. Eins og gefur að skilja liggja gagnvegir milli bæjarstjóra í ná- grannabæjum. Kynni okkar hófust ekki í verulegum mæli fyrr en á árs- fundi samtaka kaupstaðanna fyr- ir vestan, norðan og austan, sem haldinn var á Sauðárkróki 1959. Kaupstaðafundurinn á Sauðár- króki var um margt eftirtektar- verður. Eftir sveitarstjórnarkosn- ingarnar 1958 urðu mikil manna- skipti í forystuliði kaupstaðanna. Einn þeirra sem kom til starfa var hinn ungi bæjarstjóri á Akureyri. Það var litið mjög til þessa unga manns, um að hafa forystu fyrir kaupstaðasamtökunum. Hann hafði þá þegar getið sér orð fyrir rökvísi og festu í málflutningi, fyrir lagni og þá hógværð, sem þarf til að leiða viðkvæm mál til lykta. Framundan voru umbrotatím- ar í sveitarstjórnarmálum. Ný sveitarstjórnarlög voru í burðar- liðnum. í undirbúningi voru ný heilsteypt tekjustofnalög, þar sem átti að rétta hlut sveitarfélag- anna, með öflugum jöfnunar- sjóði, sem nyti framlaga af sölu- skatti og aðflutningsgjöldum. Sveitarfélögin voru að vakna til byggðarlegrar sjálfsvitundar um hlutverk sitt og stöðu gagn- vart ríkisvaldinu. Magnús E. Guðjónsson hafði margt til að bera um leiðsögn í þessum efnum. Með hógværi málafylgju, án herlúðrablásturs, náði hann þeim árangri, sem dugði. Á svonefndum Dettifossfundi, 8. júlí 1962, sem haldinn var á Akureyri, og boðaðir voru til sveitarstjórnarmenn á Norður- og Austurlandi, ásamt alþingis- mönnum, tókust kynni okkar á nýjum vettvangi. Tilefni fundar- ins var að fylgja eftir ályktun Alþingis frá 1961 um stórvirkjun og stóriðju á Norðurlandi. Mörg- um Akureyringum og Eyfirðing- um féll ekki þessi umræða og frábáðu sér óhreina erlenda stór- iðju, en sáu fyrir sér úrvinnslu- iðnað og ræktun landsins í hill- ingum. I þessum efnum skipuð- um við Magnús okkur í andstæða skoðanahópa. Hann fór að vilja sinna manna og hélt að sér höndum. Ég skipaði mér í sveit Gísla Guðmundssonar, alþingis- manns, og þeirra er vildu koma í veg fyrir að landið sporðreistist, og sáum stórvirkjanir og stóriðju sem bjargarvon byggðanna á Norðurlandi. Mjög náið samstarf tókst með okkur Magnúsi við undirbúning atvinnumálaráðstefnunnar á Norðurlandi 1965. Til þessa fundar má rekja áform um Norðurlandsáætlun, endurreisn Fjórðungssambands Norðlend- inga og ýmsar atvinnubætur á sjöunda áratugnum. Ég á Magnúsi að þakka að þessi ráð- stefna tókst vel, þrátt fyrir áhuga- leysi sumra forystumanna í bæjarstjórn Akureyrar. Þegar eftir ráðstefnuna 1965 voru uppi raddir um að stofna samband norðlenskra sveitarfélaga. Það var nánast ekkert annað eftir en að boða til stofnfundarins, þegar þáverandi formaður Fjórðungs- sambands Norðlendinga, bæjar- stjórinn á Akureyri, vekur athygli á því að eðlilegast sé að endurskipuleggja sambandið, sem heildarsamtök sveitarfélag- anna á Norðurlandi. Á fjórðungsþingi Norðlend- inga 1966 á Siglufirði var ákveðið að sú hreyfing, sem myndaðist um atvinnuráðstefnuna, gengi til liðs við fjórðungssambandið og að það yrði samtök allra sveitar- félaga á Norðurlandi. Það voru því ráð Magnúsar E. Guðjóns- sonar, að Fjórðungssamband Norðlendinga starfar á núverandi grundvelli. Hann er því eins kon- ar guðfaðir þess. Svo skipuðust mál 1971, að ég réðist sem framkvæmdastjóri til Fjórðungssambands Norðlend- inga. Magnús hafði ráðist 1967, sem framkvæmdastjóri Sam- bands ísl. sveitarfélaga. Nú lágu leiðir okkar saman á ný með auknum samskiptum og fjölþættu samráði um hin margvíslegu mál. Eins og gengur deildum við oft. Þótt skoðanir væru skiptar, var ég ætíð fróðari eftir viðræður við Magnús, á hverju sem gekk á milli okkar. Margir fóru í smiðju til Magnúsar um hin ólíklegustu efni. Hann gerði ekki mannamun í þeim efnum. Magnúsi var mjög kært að geta leyst vandamál hinna smáu sveitarfélaga og varð á löngum starfsferli skriftafaðir margra oddvita víða um landið. Margur „atvinnumaðurinn“ í sveitarstjórnargeiranum leitaði ráða hjá Magnúsi, því að maður- inn var hafsjór ráða og upplýs- inga um allt er varðaði sveitar- félögin í landinu. Magnús fann til ríkrar þjóð- félágslegrar ábyrðar. Hann gat verið óvæginn í átölum sínum við þá er hann taldi að færu gáleysis- lega með fjárhag sveitarfélag- anna. Margur sveitarstjórnar- maðurinn hefði ekki „týnt göt- unni“ og „lent á hvolfi“ utan vegar, ef farið hefði verið að ráð- um Magnúsar. Magnús hafði lag á að átelja, án þess að það skildi eftir sárindi. Alla jafna var hann hógvær í dómum um aðra. I formennsku Páls Líndal braut Samband ísl. sveitarfélaga upp á ýmsum nýmælum. Fræðslu- starfsemi var aukin og stuðlað var að stofnun landshluta- samtaka sveitarfélaga. Hér komst til skila hin mikla þekking Magnúsar og reynsla hans af þankagangi sveitarstjórnar- manna. Liður í þessu var að koma á samstarfi á milli landshlutasam- taka sveitarfélaga og Sambands ísl. sveitarfélaga. Það kom í hlut Magnúsar að boða þessa aðila saman til fyrsta fundar. Ekki fór svo að samráðsfundir landshluta- samtakanna tengdust Sambandi ísl. sveitarfélaga. Þessir aðilar eiga með sér samráðsfundi, þegar þurfa þykir. I daglegri önn hefur það komið í hlut Magnúsar að halda tengslum við landshluta- samtökin. Við fráfall Magnúsar E. Guðjónssonar myndast hér eyða. Fáa hefði grunað, að Magnús þessi yfirlætislausi maður, sem ætíð hafði nægan tíma til að sinna gestum og gangandi á venjuleg- um starfsdegi, gegndi í raun þre- földu starfi. Samhliða því að vera framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga gegndi hann starfi framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga, starfi fram- kvæmdastjóra Bjargráðasjóðs og hafði á hendi yfirstjórn Inn- heimtustofnunar sveitarfélaga. Með fullum rétti má segja að sami maður hafi gegnt þremur sjálfstæðum störfum. Það vita þeir sem eru kunnugir að ekki mátti milli sjá, hvort hann tók eitt starfið fram yfir annað. Það eru margar ómældar vinnustund- irnar, eftir lok venjulegs vinnu- tíma, sem Magnús sat að störfum í skrifstofu sinni. Trúnaður við starfið og vinnu- semi voru þær dyggðir, sem Magnús tileinkaði sér. Ósérhlífni og trúmennska einkenndi hann að hverju sem hann gekk, á hvaða vettvangi sem var. Hann mat starfsgengi sitt eftir úrlausn verkefna. sérstök mannaforráð og samskiptaþensla þjónaði ekki lund hans. Parkinson átti ekki heima í skrifstofu hans. Það var með Magnús eins og marga mikilvirka gróna embættismenn, að þegar upp er staðið er á fárra manna færi að leysa starfið með fullri skilvirkni, innan venjulegs dagsverks. Hver kynslóð hefur sitt vinnulag, sem því miður gengur ekki í erfiðir. Magnús var þeim vanda vaxinn að taka við af Jónasi Guðmunds- syni, upphafsmanni samtaka sveitarfélaga í landinu. Hann naut mikils trausts og víðtæks stuðnings sveitarstjórnarmanna. Landsbyggðin átti hauk í horni, þar sem hann fór. Það var erfið staða fram- kvæmdastjórans, andspænis landsbyggðinni, að formenn Sambands ísl. sveitarfélaga eru næstum alfarið úr hópi aðstoð- armanna borgarstjórans í Reykjavík. Þetta setti svip sinn á starfið og reyndi á fjölhæfni framkvæmdastjórans við að móta ímynd sambandsins. Við fráfall Magnúsar eru tíma- mót. Hvað þau boða skal ekki spáð hér. Maður kemur ætíð í manns stað. Þrátt fyrir allt er ljóst, að nú ríður á reynslu og félagslegri lagni í því umróti, sem bíður samtaka sveitarfélaga í landinu. Því er skarð fyrir skildi. Magnús Guðjónsson skilur eftir sig sterk kaflaskil í sögu sveitar- stjórnarmála á íslandi. Hafi hann þökk fyrir framlag sitt. Ég flyt eiginkonu, börnum og ættingjum öllum kveðjur mín- ar og okkar norðanmanna. Áskell Einarsson. Húseigendur athugið! Tek aö mér pappalögn á þök einnig kústun með Aquaseal 40. Upplýsingar í síma 23076. Sigurður Hannesson, byggingameistari, Austurbyggð 12, Akureyri. -Utboð VST hf. fyrir hönd Hagkaups hf. óskar eftir til- boðum í viðbyggingu við Norðurgötu 62, Akur- eyri. Byggingin er um 600 m að stærð. Verklok eru 1. október 1990. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen Glerárgötu 30, Akureyri frá og með 25. maí gegn 15.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað 8. júní 1990 kl. 11.00 VST hf. Litli sonur okkar, HÁKON MARTEINN, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 26. maí. Ásdís Sæmundsdóttir, Leifur Olafsson. f Sonur okkar og bróðir, BJÖRGVIN VIÐAR FINNSSON, lést af slysförum laugardaginn 26. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Stefánsdóttir, Finnur V. Magnússon, Stefán Viðar Finnsson, Einar Viðar Finnsson, Anna Rós Finnsdóttir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.