Dagur - 13.06.1990, Síða 6

Dagur - 13.06.1990, Síða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 13. júní 1990 Ferðaþjónusta bænda í Syðri-Haga á Árskógsströnd: 99 Menn verða að hafa þjónustulund 66 segir Ármann Rögnvaldsson „Eg var einmitt að standa upp frá morgunverðarborði með fjórum gestum frá Ástralíu sem hér eru í gistingu nokkrar nætur. Ferðatímabilið virðist byrja óvenju- snemma þetta árið, a.m.k. hvað okkur varðar. Við erum þegar búin að fá nokkra gesti í þessum mánuði en venju- lega byrjar þetta ekki fyrr en upp úr miðjum júnímán- uði,“ segir Ármann Rögnvaldsson í Syðri-Haga á Árskógsströnd sem búinn er að vera í neti Ferðaþjónustu bænda í níu ár. Hestaferðir eru víða í boði í tengslum við Ferðaþjónustu bænda. Þessar ferðir njóta mikilla vinsælda meðal útlendra ferðamanna enda blandast þar skemmti leg ferð á góðum hesti og fjölbreytt náttúra landsins. Ármann og kona hans, Ulla Maja Rögnvaldsson, hafa getið sér gott orð í þjónustu sinni við ferðafólk. Síðastliðið haust veitti Ferðaþjónusta bænda í fyrsta skipti verðlaun fyrir ferðaþjón- ustu og komu þau í hlut hjón- anna í Syðri-Haga. Að mati þeirra sem til þekkja eru þau vel að þessari viðurkenningu komin þar sem vel hafi verið staðið að uppbyggingu ferðaþjónustunnar á bænum. Sem fyrr segir hafa Ármann og Ulla Maja rekið ferðaþjónustu um níu ára skeið, eða allt frá því Ferðaþjónusta bænda var stofnsett. „í byrjun var dauft yfir þessu en þegar manni hefur tekist að vinna vel að þessu og láta gest- ina fara ánægða frá sér þá hefur þetta auglýst sig sjálft upp,“ segir Ármann. Kynnumst ferðamönnunum „Þetta er mikil vinna sem gefur mikið af sér. Þá er ég ekki að tala um fjárhagslegan ágóða heldur er þetta fyrst og fremst skemmtileg vinna. Maður kemst í samband við fólk þar sem við erum aðeins með tvö herbergi hér heima á bænum og fáum því fleiri tæki- færi til að ræða við fólkið og veita því það sem það leitar að. Tilfell- ið er að sumir eru beinlínis að leita eftir því að komast í sam- band við fólk, náttúruna og dýrin sem eru á bænum. Fyrir okkur er góð tilbreyting af þessum gestum sem fylgjast vilja með daglegum störfum á sveitaheimili en við höfum kappkostað að setja ferðamennina í fyrsta sætið en höfum landbúnaðinn í öðru sæti. Kannski einmitt þess vegna höf- um við komist svo langt að fá þessa viðurkenningu,“ heldur Ármann áfram. Ferðaþjónustunni á Syðri- Haga má skipta í tvo þætti, ann- „Útlitíð fvrir sumarið er - segir Páll Richardsson, forstöðumaður Ferðaþjónustu bænda „Ég held að óhætt sé að segja að útlitið fyrir sumarið sé gott. Ferðamannastraumurinn er um það bil að hefjast en bók- anir fyrir sumarið hafa verið í fullum gangi um nokkurt skeið,“ segir Páli Richardsson, forstöðumaður Ferðaþjónustu bænda. Páll segir að nokkrir staðir á landinu séu greinilega vinsælli en aðrir hjá ferðamönnunum. Þar beri til að mynda að nefna Öræf- in og Mývatnssvæðið. Því hafi mest verið bókað fyrirfram á þeim bæjum sem eru á námunda við þessa staði. Einnig eru vinsælir þeir ferðaþjónustuaðilar sem byggt hafa upp sérstök sumarhús til útleigu nokkra daga í senn enda fer þeim fjölgandi sem vilja frekar halda kyrru fyrir á ákveðn- um stað og skoða í rólegheitum næsta nágrenni í stað þess að flandrast hringinn í kringum landið á örfáum dögum. Innan Ferðaþjónustu bænda eru nú 124 bæir og hefur þeim fjölgað nokkuð frá síðasta sumri. Páll segir að í fyrra hafi verið tek- ið upp kerfisbundið eftirlit með bæjunum út um landið sem geri það að verkum að það fólk sem vinnur að markaðssetningu fyrir samtökin á þessari gistiaðstöðu er fróðara um það sem er í boði. „Já, það skiptir öllu máli að það fólk sem er að selja þessa þjón- ustu hafi farið á þessa staði og geti því talað af eigin reynslu um það sem verið er að selja. Við erum ekki með þessu að gerast einhvers konar lögregla yfir þessum aðilum heldur njóta þess- ir aðilar mjög góðs af þessum heimsóknum," segir Páll. Að hans mati eru ferðaþjón- ustubændur vítt og breitt um landið vel búnir til þjónustu við ferðamenn. Hann segir nokkuð algengt að ráðist hafi verið í sér- stakar byggingar gistiaðstöðu en einnig hafi margir breytt og bætt eldra húsnæði til þessarar starf- semi. „Jú, margir hafa hugsað sér nýtingu á eldra húsnæði í upphafi en núna líta menn á þetta sem atvinnugrein og því leggja menn það niður fyrir sér á hverjum stað fyrir sig hvernig best er staðið að uppbyggingunni. Sums staðar borgar sig alls ekki að leggja út í miklar fjárfestingar en annars staðar getur það borgað sig. Þess vegna skoðum við hvert dæmi fyrir sig.“ gott“ Páll telur að ferðavenjur hafi breyst á síðustu árum þannig að nú vilji ferðamenn komast í tengsl við fólk á þeim svæðum sem farið er um. Keðja Ferða- þjónustu bænda liggi því vel við þar sem sérstaklega er lagt upp úr tengslum við mannlíf og náttúru. Ef horft er um öxl verður sú spurning áleitin hvort ekki sé far- ið of hratt í uppbyggingu á þess- ari þjónustu hér á landi. Ferða- þjónustubæjum fjölgar jafnt og þétt og ekki er óeðlilegt þótt spurt sé hvort ekki fari að koma að endamörkum þessarar upp- byggingar. „Já, það er alveg rétt að okkur íslendingum hefur hætt til að fara of geyst en við gerum okkur grein fyrir því að ekki má byggja þessa keðju of hratt upp. En til þess að hægt sé að byggja upp þá þarf markaðssetningu og það erum við að gera miklu fremur en berjast við aðra um þá ferða- menn sem fara um landið. Okkar starf felst í að skapa ný viðskipta- tengsl og á grunni þeirrar vinnu getum við fjölgað störfum í Veiði í ám og vötnum er víða í boði á ferðaþjónustubæjum. Ferðamenn sýna því sífellt meiri áhuga að dveljast leng- ur í senn á hverjum stað og geta betur notfært sér slíka kosti.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.