Dagur - 13.06.1990, Síða 11
Miðvikudagur 13. júní 1990 - DAGUR - 11
4
fþróttir
l
Hörpudeildin:
Þórsarar sóttu
þijú stig
í „Fjörðinn“
- unnu FH-inga óvænt 1:0 í gærkvöld
„Við mættum ákveðnir til leiks
og það var fyrst og fremst bar-
áttan sem skóp þennan sigur.
Ég vil óska KA-mönnum til
hamingju með sinn sigur, þeir
voru undir pressu eins og við
en nú eru Akureyrarliðin kom-
in á fullt og vonandi er þetta
aðeins byrjunin,“ sagði Sigur-
óli Kristjánsson eftir að Þórs-
arar báru sigurorð af FH-ing-
um í Hafnarfirði í gærkvöld.
Sannarlega óvænt úrslit og
Þórsarar sýndu að þeir geta
unnið hvaða lið sem er þegar
sá gállinn er á þeim og ætla sér
greinilega ekki að vera í botn-
baráttunni í sumar.
Fyrri hálfleikur var lítið fyrir
augað en Þórsarar voru þó tví-
mælalaust sterkari aðilinn fram-
anaf. Fyrsta færið kom þó í hlut
FFI-inga þegar Guðmundur Val-
ur Sigurðsson átti skemmtilega
stungusendingu á Hörð Magnús-
son en Friðrik Friðriksson varði
vel hörkuskot hans.
Þórsarar sóttu eftir þetta en
j FH-ingar áttu skyndisóknir. Á
11. mínútu bjargaði Þorsteinn
Bjarnason, markvörður FH, í
horn eftir aukaspyrnu frá Luka
Kostic og 9 mínútum sfðar varði
Friðrik vel skot frá Pálma Jóns-
syni. Á 31. mínútu varði Friðrik
svo meistaralega hörkuskot frá
Birni Jónssyni.
FH-ingar mættu öllu ákveðnari
til leiks í síðari hálfleik en kom-
ust lítið áleiðis gegn sterkri vörn
Þórs. Þórsarar áttu fyrsta færi
hálfleiksins þegar Kostic átti
góða sendingu á Árna Þór sem
var einn og óvaldaður í vítateig
FH en hann hitti knöttinn illa og
skot hans fór aftur fyrir.
Á 64. mínútu var dæmd víta-
spyrna á FH. Árni Þór komst þá
í gegnum vörn FH-inga, lék á
Þorstein í markinu sem sá þann
kost vænstan að fella Árna. Luka
Kostic skoraði af öryggi úr vít-
aspyrnunni.
Eftir þetta færðist fjör í leikinn
og liðin skiptust á að sækja án
þess þó að skapa sér veruleg færi.
Það voru norðanmenn sem áttu
síðasta orðið í leiknum. Júlíus
Tryggvason tók aukaspyrnu utar-
lega á vallarhelmingi FH, sendi
fyrir markið og þar var Kostic
mættur en Þorsteinn varði koll-
spyrnu hans meistaralega.
Leikurinn fór fram í rigningu
og einkenndist fyrst og fremst af
baráttu. Luca Kostic var yíir-
burðamaður á vellinum og lykil-
maður í flestum aðgerðum Þórs-
ara.
Liö FH: Þorsteinn Bjarnason, Birgir
Skúlason, Andri Marteinsson, Pálmi
Jónsson, Björn Jónsson, Gauti Hilmars-
son, Guðmundur Valur Sigurösson, Pór-
hallur Víkingsson (Kristján Hilmarsson),
Hörður Magnússon, Magnús Pálntason
(Kristján Gíslason) og Ólafur H. Krist-
jánsson.
Lið Þórs: Friðrik Friðriksson, Lárus Orri
Sigurðsson, Siguróli Kristjánsson, Nói
Björnsson, Luca Kostic, Þorsteinn Jóns-
son, Sigurður Lárusson, Júlíus Tryggva-
son, Hlynur Birgisson, Sævar Árnason
(Ólafur Þorbergsson) og Árni Þór Árna-
son (Bjarni Sveinbjörnsson).
Gul spjöld: Júlíus Tryggvason, Siguróli
Kristjánsson og Hlynur Birgisson, Þór.
Dómari: Ólafur Sveinsson, dæmdi ágæt-
lega.
Línuverðir: Þorvarður Björnsson og
Engilbert Runólfsson.
HB
Þórður Guðjónsson skorar fyrra mark KA eftir að Baldvin Guðmundsson missti boltann frá sér. Ef vel er gáð má
sjá boltann lengst til vinstri á myndinni. Mynd: kl
Fyrstu stig KA-
mauna í höfn
- sýndu loks sitt rétta andlit og sigruðu Víking 2:0
núnútna kafla í síðari hálfleik.
Langþráð stig voru þar með í
höfn og sigurinn hlýtur að gefa
leikmönnum liðsins byr undir
báða vængi eftir erfiða byrjun
á íslandsmótinu.
„Það var mál til komið og það
er mikilli pressu af okkur létt
með þessum sigri. Að mínu
mati var þetta tvímælalaust
sanngjarnt og ég held að þetta
sé að koma hjá okkur. Þetta
var besti leikur okkar hingað
til,“ sagði Bjarni Jónsson,
besti leikmaður KA-manna í
sigri þeirra á Víkingum á
Akureyrarvelli í gærkvöld.
Urslitin urðu 2:0 og voru bæði
mörkin skoruð á nokkurra
Körfuknattleikur:
Frágengið hjá Tindastól
- samningar við útlendingana undirritaðir
Allt er nú komið á hreint með
tékkneska þjálfarann og
sovéska leikmanninn sem til
hefur staðið að gengju til liðs
við Tindastól á Sauðárkóki í
körfuknattleik á næsta keppn-
istímabili. Þeir munu koma á
Krókinn 1. ágúst og þá verður
strax farið af stað með nám-
skeiðahald í körfuknattleik.
Samningurinn við þjálfarann,
sem heitir Milan Rozanek og hef-
ur doktorsnafnbót, er kominn til
Tindastóls fullundirritaður. Þessi
tékkneski þjálfari virðist vera
með mikla reynslu og er búinn að
vera einn af þjálfurum tékkneska
landsiiðsins frá því 1980. Auk
þess er hann varaformaður
körfuknattleikssambands Tékkó-
slóvakíu og forseti þjálfarasam-
Leiðrétting
í blaðinu í gær var mynd frá verð-
launaafhendingu Pro Kennex
badmintonmótsins. Þar var mis-
sagt að stúlkan til hægri á mynd-
inni héti Þórdís Edwald en hún
heitir Birna Petersen. Er beðist
velvirðingar á þessu.
bands Slóvakíu. Hann er 49 ára
gamall og hefur spilað og þjálfað
körfuknattleik síðan 1952.
Sovétmaðurinn heitir Aleks-
ander Sevcenko og er eins og
áður hefur fram komið 2,11
metrar á hæð, 26 ára gamall og
hefur leikið með bæði A- og B-
landsliði Sovétríkjanna. Hann er
nú að undirrita sinn samning og
kemur til íslands um leið og
þjálfarinn þann 1. ágúst. Ljóst er
af þessu að Tindastóll ætlar sér
stóra hluti í körfunni næsta vetur
og aldrei að vita hvernig úrvals-
deildin endar. SBG
Golf:
Keppni um VlS-bikarinn
hafín á Húsavík
Golfklúbbur Húsavíkur stend-
ur fyrir keppni um svokallaðan
YÍS-bikar í sumar. Fyrri hluti
mótsins var um síðustu helgi.
Keppendur voru 34, allir úr
G.H.
Spilaðar voru 18 holur með
forgjöf. Sextán efstu menn unnu
sér þátttökurétt í seinni hluta
mótsins sem spilaður verður með
útsláttarfyrirkomulagi, þar til
aðeins einn stendur eftir. Úrslit
um helgina urðu eftirfarandi:
1. Arngrímur Arnarsson
högg
58
2. Hjálmar Ingimarsson 62
3. Magnús G. Hreiðarsson 62
4. Jón Ingi Guðmundsson 63
5. Sigurður Hreinsson 63
Aðrir sem náðu að tryggja sér
áframhaldandi þátttöku voru
Sólveig J. Skúladóttir, Ólafur
Ingimarsson, Bjarni Ásmunds-
son, Guðlaugur Bessason, Sig-
mundur Hreiðarsson, Tryggvi
Bessason, Baldvin Jónsson, Guð-
mundur Helgason, Ingimar
Hjálmarsson, Sveinn Bjarnason
og Örvar Þór Sveinsson. Áætlað
er að sextán manna úrslitum
verði lokið 25. júní. óhú
Fyrri hálfleikur var hreint út
sagt leiðinlegur á að horfa. Bæði
lið léku að því er virtist með
hangandi haus og knattspyrnan
sem boðið var uppá var ekki í
háum gæðaflokki. KA-nrenn
léku á móti sunnangolu en voru
þó heldur frískari til að byrja
með og fyrsta færi þeirra kom á
11. mínútu þegar Kjartan Einars-
son skallaði að marki eftir fyrir-
gjöf frá Heimi Guðjónssyni en
Baldvin Guðmundsson, mark-
vörður Víkings og fyrrum Þórs-
ari, varði vel.
Eftir þetta gerðist hreinlega
ekki neitt í tæpan hálftíma eða
allt þar til Trausti Ómarsson átti
gott skot að KA-markinu af
löngu færi sem Haukur Bragason
sló yfir. Jón Grétar fékk síðan
gott færi á 36. mínútu sem fór
forgörðum og Gauti Laxdal átti
síðasta orðið þegar hann skallaði
yfir Víkingsmarkið á síðustu
mínútunum.
Síðari hálfleikur var daufur
framanaf og fátt bar til tíðinda
fyrr en á 72. mínútu þegar Jón
Grétar skaut yfir Víkingsmarkið
úr ákjósanlegu færi. KA-tnenn
pressuðu mjög stíft í kjölfarið en
inn vildi boltinn ekki fyrr en á 82.
mínútu. Jóni Grétari var þá
brugðið við vítateig Víkings og
Ormarr Örlygsson skaut beint úr
aukaspyrnunni. Baldvin varði en
hélt ekki boltanum og Þórður
fylgdi á eftir og skoraði af stuttu
færi.
Fjórum mínútum síðar var
Heimi Guðjónssyni brugðið í
vítateig Víkings og vítaspyrna
var dæmd. Framkvæmd hennar
kom í hlut Ormars Örlygssonar
sem skoraði af öryggi og áhang-
endur KA-liðsins önduðu léttar.
Sigur KA-manna var sann-
gjarn þrátt fyrir að liðið væri
lengi í gang. Vörnin var ljósi
punkturinn í leik liðsins lengi vel
en um miðjan síðari hálfleik virt-
ist eitthvað smella saman og
meistararnir sýndu þá loksins
hvað í þeim býr. Bjarni Jónsson
var besti maður liðsins, en hann
lék í stöðu Erlings Kristjánssonar
sem þurfti að yfirgefa völlinn í
upphafi leiks vegna meiðsla.
Ormarr var sprækur í fyrri hálf-
leik og Jón Grétar barðist vel en
fór illa nieð færin.
Hjá Víkingum var Baldvin
Guðmundsson yfirburðamaður
og bjargaði Víkingum frá stærri
ósigri.
Lid KA: Haukur Bragason, Steingrímur
Birgisson, Halldór Halldórsson, Erlingur
Kristjánsson (Þórður Guðjónsson á 18.
mín.), Gauti Laxdal (Árni Hcrmanns-
son), Bjarni Jónsson, Heimir Guðjóns-
son, Ormarr Örlygsson, Jón Grétar
Jónsson, Hafsteinn Jakobsson og Kjart-
an Einarsson.
Lið Víkings: Baldvin Guðmundsson,
Helgi Björgvinsson, Helgi Bjarnason,
Aðalsteinn Aðalsteinsson, Janni Zilnic,
Einar Einarsson, Hörður Theódórsson,
Trausti Ómarsson, Atli Helgason, Atli
Einarsson og Goran Micic.
Gul spjöld: Ormarr Örlygsson, KA.
Trausti Ómarsson og Einar Einarsson,
Víkingi.
Dómari: Guðmundur Maríusson og var
sæmilegur.
Staðan
Úrslit í 5. umferð:
KR - Fram 0:1
Valur - ÍBV frestað
FH - Þór 0:1
IA - Stjarnan 0:0
KA - Víkingur 2:0
Frarn 5 4-1-0 13:0 14
KR 5 3-0-2 7:6 9
ÍBV 4 3-0-1 5:5 9
Valur 4 2-1-1 5:3 7
Stjarnun 5 2-1-2 6:9 7
FH 5 2-0-3 7:6 6
Víkingur 5 1-2-2 6:7 5
ÍA 5 1-2-2 4:8 5
Þór 5 1-1-3 2:6 4
KA 5 1-0-4 3:9 3
Markahæstir:
Guðmundur Steinsson, Fram 6
Árni Sveinsson, Stjörnunni 3
Goran Micic, Víkingi 3
Ríkharður Iiaðason, Fram 3