Dagur - 13.06.1990, Page 12

Dagur - 13.06.1990, Page 12
FHmumóttaka: Ki6^J“AB^S' Akureyri, miðvikudagur 13. júní 1990 BÚOin Sunnuhlíð Akureyri: „Uggvænlega horfir með atvirmu“ Um síðustu mánaðamót voru 233 á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni á Akureyri og nú á fyrstu dögum júnímánaðar fer atvinnulaus- um fjölgandi. „Uggvænlega horfir með atvinnu hér á Akureyri í sumar, ástandið er slæmt, þegar litið er til þess að nú fer í hönd hábjarg- ræðistíminn,“ sagði Brynja Skarphéðinsdóttir hjá Vinnu- miðlunarskrifstofunni á Akur- eyri. 233 voru skráðir atvinnulausir á Akureyri um síðustu mánaða- mót, 95 konur og 138 karlar. Úr röðum verkafólks eru flestir atvinnulausir eða 151, en síðan bitnar atvinnuleysið mest á versl- unarfólki, sjómönnum, rafvirkj- um, smiðum og bifreiðastjórum. „Á fyrstu dögum júnímánaðar hafa komið 56 nýjar skrán- ingar, en um helmingur er ræst- ingakonur, sem hafa unnið við skólana og eru atvinnulausar yfir sumarmánuðina. Flestir hinna eru skólamenn, sem erfitt er að fá vinnu fyrir,“ sagði Brynja. ój Heyskapur hafinn: Holtselsbændur byijuðu í fyrradag hófst sláttur á bæn- um Holtseli í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði og er þetta fyrsta túnspildan sem slegin er á þessu svæði í ár. Slegin var nýrækt sem verið hefur alfrið- uð. Samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar eru margir bændur komnir í startholurnar fyrir sláttinn og búast má við að margir byrji um næstu helgi. Tún hafa sprottið ágætlega að undanförnu en góð rigning gæti skerpt sprettuna verulega. JÓH itte Sigrún Guðmundsdóttir með verðlaunin í samkeppni Dags og Pedromynda. Mynd: KL. Ljósmyndasamkeppni Dags og Pedromynda í tilefni af 25 ára afmæli Pedromynda á Akureyri á þessu ári efnir fyrirtækið til Ijósmyndasamkeppni í sam- vinnu við dagblaðiö Dag. Keppt verður í tveimur mis- munandi „flokkum“ mynda og verða veitt ein verðlaun í hvorum flokki. Verðlaunin eru glæsileg: Myndavél af gerðinni Chinon Genesis, með aukahlutum, að verð- mæti kr. 30 þúsund krónur. Rcglur keppninnar cru ein- faldar. Öilum er heimil þátttaka og myndefni er þátttakendum í sjálfsvald sett. Æskileg stærð mynda er 10x15 cm. Sem fyrr segir verða veitt tvenn verð- laun: Annars vegar fyrir „lif- andi myndefni" (menn og dýr) og hins vegar fyrir landslag eða form. Verðlaunin fyrir bestu mynd í hvorum flokki er myndavél af gerðinni Chinon Genesis, með aukahlutum, að verðmæti kr. 30 þúsund krónur. Keppnin stendur yfir til 15. september nk. Tekið er á móti myndum í verslunum Pedro- mynda í Hafnarstræti 98 og Hofsbót 4 á Akureyri. Dagur áskilur sér rétt til að birta þær myndir sem til álita koma, sér að kostnaðarlausu. Priggja rnanna dómnefnd mun meta þær myndir sem ber- ast og veija bestu mynd í hvor- um flokki. Úrslit verða væntan- lega tilkynnt um miðjan októ- ber. Dómnefndina skipa: Páll A. Pálsson, Ljósmyndastofu Páls á Akureyri; Kristján Loga- son, ljósmyndari Dags og Þór- hallur Jónsson frá Pedromynd- um. Ástæða er til að hvetja sem flesta til að taka þátt í sam- keppninni, enda til nokkurs að vinna. BB. Laugar í Reykjadal: Tartan- brautin á Laugum undirbyggð í sumar - hitaveita þó stærsta verkefnið „Stærstu verkefnin hjá okkur í sumar er lagning hitaveitu suð- ur í Narlástaði og í öðru lagi að lagfæra félagsheiniilið okkar. Þar þarf meðal annars að bæta loftræstingu og setja ofna í það,“ sagði Benóný Arnórs- son, oddviti Reykdælahrepps, í samtali við Dag. Benóný segir að einnig verði haldið áfram með uppbyggingu íþróttavallarins á Laugum. Spil- að hefur verið á sjálfum grasvell- inum í tvö ár, en næsta skref er lagning tartan-hlaupabrautar í kringum hann. Að sögn Benónýs er stefnt að því að undirbyggja hana í sumar. Hann segir að hér sé vitaskuld um að ræða nokkuð dýra framkvænid fyrir sveitarfé- lagið, en menn séu sammála um að ekkert vit sé í öðru en stíga þetta skref strax og betra sé því að dreifa kostnaðinum á nokkur ár. Þá segir Benóný mikilvægt að hafa í huga í þessu sambandi að nú sé að laka til starfa þriggja ára íþróttadeild við Framhaldsskól- ann á Laugum, sem krefjist góðr- ar æfingaaðstöðu. óþh Framkvæmdir á vegum Flugmálastjórnar á Norðurlandi í sumar: Byijað að lengja flugbraut í Aðaldal Arið 1988 var gerð á fram- kvæmdaáætlun um uppbygg- ingu og rekstur flugvalla á Is- landi. „Þetta er þriðja árið sem við vinnum eftir þessari áætlun og okkur hefur tekist í stórum dráttum að framfylgja Sauðárkrókur: Atvmnuleysi svipað og undanfarin ár Meira virðist vera um það að námsfólk sé atvinnulaust á Sauðárkróki nú heldur en ver- ið hefur síðastliðin ár um mán- aðamótin mat/júní. Á atvinnu- leysisskrá eru núna 17 náms- menn sem ekki er útlit fyrir að fái vinnu á næstunni. Að sögn Matthíasar Viktors- sonar, félagsmálastjóra Sauðár- króksbæjar, virðist vera að minna sé um afleysingastörf í sumar, en verið hefur. Atvinnu- Ieysið sé samt almennt séð ekki neitt meira heldur en vanalega. Mest sé það hjá verkakonum sem eru 35 á skrá yfir atvinnulausa. Matthías sagði einnig að minna virtist vera fyrir unga fólkið að gera en vant væri og t.d. væru núna í Vinnuskólanum allan daginn, krakkar sem hefðu verið í áttunda bekk í vetur. Yfirleitt hefðu þau getað fengið eitthvað að sýsla einhvern hluta dagsins við afleysingar og annað. í Vinnuskólanum á Sauðár- króki eru nú um 120 krakkar og eru þau ásamt bæjarstarfsmönn- um og öðrum bæjarbúum nú að leggja síðustu hönd á það að gera bæinn snyrtilegan og fallegan fyr- ir þjóðhátíðardaginn. Verið er að koma fyrir blómum á Kirkjutorg- inu og ný tré er búið að gróður- setja meðfram Skagfirðinga- brautinni í staðinn fyrir þau sem ekki Iifðu af veturinn. Bæjarbúar horfa því björtum augum til 17. júní og vona að það verði jafn- gott veður þá og verið hefur. SBG henni. Aðaltekjustofnar okkar eru flugvallaskattar og bensín- gjald. Þessir tekjustofnar hafa ekki nægt í erflðu árferði, en samt tel ég að okkur hafí tekist þolanlega,“ sagði Rúnar Sig- mundsson, umdæmisstjóri flugmálastjórnar á Norður- landi. Að sögn Rúnars hófust í fyrra framkvæmdir við lengingu ílug- brautar í Grímsey. í sumar verð- ur keyrt burðarlag ofan í braut- ina og slitlag jafnvel sett á hana. Um efnistöku til verksins er ekki ákveðið, hvort það verður unnið í eyjunni, eða flutt úr landi. Flugbrautin í Grímsey verður 1000-1100 metra löng, þegar hún verður fullgerð, en framkvæmd- um lýkur ekki í sumar. Á Siglufirði verður lokið við byggingu vélageymslu, en á Akureyri verður unnið við að Ijúka gerð öryggissvæða með- fram flugbraut. „Við unnum að gerð öryggis- svæða á Akureyri, sem eru 45 metra breið. í sumar verður ekið mold í þessi öryggissvæði og síð- an verður grasfræi sáð í þau, en fyrir er aðeins sandur. Á Húsavík kemur inn lenging á flugbraut til suðurs, úr 1500 metrum í 2000 metra. Árið 1988 voru gerð öryggissvæði meðfram brautinni, sem nú verður sáð í á sama hátt og á Akureyri. Fram- kvæmdirnar í sumar við lengingu Húsavíkurflugvallar eru aðeins byrjunarframkvæmdir. Á Kópaskeri var gerð þver- braut í fyrra, austur-vestur braut, sem er um 1000 m löng, og eins voru gerð öryggissvæði með báð- um brautunum, þeirri nýju og gömlu. Nú í sumar verður flug- völlurinn girtur og trúlega verður sáð í öryggissvæði. í Mývatnsssveit verður snyrt og lagfært, en ný og endurbætt flugbraut var tekin í notkun í fyrra og á Raufarhöfn verður unnið að gerð öryggissvæða. Gamla flugbrautin á Þórshöfn er í landi Sauðaness, en nú er verið að gera nýja braut í landi Syðra-Lóns og við höldum áfram við gerð hennar. Brautin verður 1200 m löng. Framkvæmdum lýk- ur ekki í sumar. Þetta er það helsta sem við vinnum að nú í sumar auk þess viðhalds sem alltaf er,“ sagði Rúnar Sigmunds- son, umdæmisstjóri. ój Skútustaðahreppur: Jón Pétur lætur af sveitarstjórastarfi Jón Pétur Líndal sem gegnt hefur starfí sveitarstjóra Skútu- staðahrepps síðastliðið kjör- tímabil lætur af af störfum um næstu mánaðamót. Nýr sveit- arstjóri hefur ekki verið ráðinn í hans stað en nýkjörin sveitar- stjórn Skútustaðahrepps kem- ur sarnan til fyrsta fundar eftir kosningar í dag. Jón Pétur sagði í samtali við blaðið í gær að hann láti af starfi sveitarstjóra að eigin vilja. Hann segist væntanlega hverfa til nýrra starfa í Mývatnssveit en vill að svo stöddu ekki gefa upp hver þau eru. Sigurður Rúnar Ragnarsson, oddviti F-lista, segir að ekki hafi nein ákvörðun verið tekin um ráðningu eftirmanns Jóns Péturs. Línur skýrist væntanlega eftir fundinn í dag en sem kunnugt er hefur F-listinn hreinan meiri- hluta í sveitarstjórninni í Skútu- staðahreppi. JÓH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.