Dagur


Dagur - 14.06.1990, Qupperneq 3

Dagur - 14.06.1990, Qupperneq 3
Fimmtudagur 14. júní 1990 - DAGUR - 3 fréftir SigluQörður: Málefnasamningur Alþýðuflokks og óháðra Málefnasamingur nys meiri- hluta Alþýðuflokks og lista óháðra í bæjarstjórn Siglu- fjarðar var kynntur á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórn- ar sl. þriðjudag. Til glöggvunar fyrir lesendur birtum við mál- efnasamninginn hér í heiid. Endurskipulagning fjármála Reyndar verði allar leiðir til að lækka skuldir bæjarins og fyrir- tækja hans. í því sambandi verða kannaðir möguleikar til eigna- sölu. Unnið verði að skuldbreyt- ingum til að lækka fjármagns- kostnað. Endurskipulagning í rekstri Unnið verði að hagræðingu og Sauðárkrókur: Olía í höfnina Óvenjulegt slys átti sér stað í Suuðárkrókshöfn sl. föstu- dag þegar verið var að dæla olíu í geyma Skagfirðings SK 4. Slangan sem olían fór eftir rifnaði og nokkur hundruð lítrar fóru í höfn- ina. Ekki var þetta þó það mikið magn að til neinna sérstakra aðgerða þyrfti að grípa- Ekki mun vera algengt að svona lagað gerist og þegar Dagur hafði samband við bíl- stjórann á viðkomandi olíu- flutningabíl; Ólaf Björnsson, sagðist hann ekki vita til þess að svona slys hefði átt sér stað áður, að minnsta kosti ekki á Sauðárkróki. Slangan sém rifnaði var aðeins tveggja ára gömul svo talið er að um galla hafi verið að ræða. Skjót við- brögð manna sem voru þarna staddir björguðu því að ekki fór meira magn í höfnina en úr slöngunni, því dæling var strax stöðvuð. Lögreglan mætti á svæðið, en henni þótti ekki ástæða til að taka skýrslu enda sást olían ekki einu sinni í höfninni þó að rýnt væri. Má þakka fyrir að ekki fór verr þarna því að nóg er mengunin fyrir í heimsins höfurn. SBG endurskipulagningu á rekstri bæjarins og fyrirtækja hans. ítr- ustu ráðdeildar og sparsemi verði gætt við allt viðhald og allar framkvæmdir. Bæjarstjóri fái meira framkvæmdavald. Endurskoðun á nefndum Aðilar ætla að vinna að endur- skoðun á nefndum og hlutverki þeirra, m. .a til að sameina og/eða samstilla nefndir þar sem það hentar. Atvinnumál Unnið verði að því fjölga atvinnutækifærum og sérstaídega kannaðir möguleikar til að byggja upp ferðaþjónustu. Stutt verði við bakið á þeirri atvinnu- starfsemi sem hér er fyrir með öllum tiltækum ráðum. Samgöngumál Öllum ráðum verði beitt til að snjómokstri á Siglufjarðarvegi verði stjórnað héðan og leiðinni haldið opinni 5 daga vikunnar. Kannað verði hvort framlög fáist úr opinberum sjóðum til endur- bóta á veginum að skíðasvæðinu í Skarðsdal. Unnið að því að fá gerð varanlegs slitlags á Siglu- fjarðarflugvöll flýtt. Hafnarmál í samvinnu við Hafnamálastofn- un verði framkvæmdaáætlun endurskoðuð. Skólamál Stefnt verður að því að efla allt starf grunnskólans og áhersla lögð á að hér starfi framhalds- deild. Fullorðinsfræðsla verði fastur liður í skólastarfi og unnið að nýjungum í skólamálum, sér- staklega með þarfir sjávarútvegs í huga. Félagsmál Aðilar eru sammála um að standa vörð um þá félagslegu þjónustu sem til staðar er og að efla félagslega íbúðakerfið á Siglufirði. Rekstur íþrótta- mannvirkja Rekstur íþróttamannvirkja verði endurskoðaður með það fyrir augum að efla þjónustu og bæta nýtingu. Umhverfísmál Helstu verkefni á sviði umhverf- ismála eru breytt skipulag á sorp- brennslu til að minnka mengun, uppgræðsla í Hólsdal og vinna við opin svæði í bænum. Efld Skólaslit Menntaskólans á Akureyri 17. júní: Búist við miklu íjölmenni á 110 ára afinæfi skólans - m.a. boðið upp á kaffi og bakkelsi í gamla skólahúsinu Menntaskólanum á Akureyri verður slitið við athöfn í íþróttahöllinni á Akureyri sunnudaginn 17. júní 1990. Athöfnin í höllinni hefst kl. 10 að morgni á því að stúdents- efni ganga í salinn eftir að hafa farið fylktu liði undir fána skólans frá skóladyrum. Tveir nýstúdenta, Halldór Björn Halldórsson og Helgi Þor- björn Svavarsson, hefja dag- skrána með stuttum tónleikum. Að þeim loknum er ræða skóla- meistara, Jóhanns Sigurjónsson- ar, en við þessi skólaslit lýkur hann tímabundnu starfi sínu við stjórn Menntaskólans á Akur- eyri. Að lokinni ræðu skólameistara flytja gestir, fulltrúar afmælisár- ganga, stutt ávörp. Hér er um að ræða þá sem heimsækja skólann á stúdentsafmæli sínu, 10 ára, 25 ára, 40 ára og 50 ára. Að ávörpum loknum flytur skólameistari yfirlit um skólastarf vetrarins, brautskráir stúdenta, 113 að tölu, og flytur þeim síð- ustu kveðju skólans. Um hádegisbilið, að lokinni athöfninni í íþróttahöllinni, verður afhjúpuð höggmynd eftir Ásmund Sveinsson, Oðinshrafn- inn, á túninu norðan við gamla Menntaskólahúsið. Þessi mynd er meðal annars hingað fengin vegna þeirra tímamóta sem skól- inn stendur á, en nú eru liðin 60 ár síðan hann varð menntaskóli og 110 ár síðan skólastarf á Norðurlandi var endurvakið á Möðruvöllum í Hörgárdal. í tengslum við skólaslit Menntaskólans á Akureyri er I myndlistarsýning í Möðruvalla- 'kjallara, en þar sýnir Þorvaldur Þorsteinsson, 10 ára stúdent, verk sín. Sýningin verður opnuð kl. 20 í kvöld, 14. júní, og verður opin kl. 14-20 alla daga og lýkur Vegagerðin: Fyrsti hálendisvegurinn opnaður í gær - áætlun gefin út um opnanir vega Vegagerð ríkisins hefur gefið út áætlun yílr opnunardaga hálendisvega og jafnframt birt lista yfir opnanir á þessum veg- um síðastliðin 10 ár. Eins og sést á meðfylgjandi korti eru flestir vegir enn lokaðir en inn- an tíðar verða nokkrar leiðir opnaðar. Fyrsti hálendisvegur- inn var opnaður í gær þegar umferð var leyfð á Oskjuleið í Drekagil. Áætlaðir opnunardagar á há- lendisvegum eru eftirtaldir: Lakagígar 7. júlí, á Fjallabaks- leið nyrðri er áætlað að opna leiðirnar Sigalda-Landmanna- laugar 1. júlí, Landmannalaugar- Eldgjá 11. júlí og Skaftártunga- Eldgjá 24. júní. Opnun á leiðum á Fjallabaksleið syðri eru áætlað- ar Keldur-Hvanngil 12. júlí, Fljótshlíð-Hvanngil 13. júlí og Hvanngil-Skaftártunga 11. júlí. Landmannaleið verður væntan- lega opnuð 1. júlí en á Kjalvegi er áætlað að opna leiðina Gull- foss-Kerlingafjöll þann 24. júní og Kerlingafjöll-Blönduvirkjun þann 28. júní. Sprengisandsleið verður opnuð væntanlega 7. júlí, Skagafjarðar- leið 13. júlí, Eyjafjarðarleið 22. júlí, Uxahryggjavegur 23. júní, Kaldadalsvegur 2. júlí, Öskjuleið í Öskju 28. júní og Kverkfjalla- leið 24. júní. JÓH Eins og sjá má eru flestir fjallvegir enn lokaðir en Vegagerð ríkisins hefur birt lista yfir áætlaðan opnunartíma leiða. að kvöldi 17. júní. í gamla skólahúsinu verður opið hús frá hádegi fram til klukkan 16 þann 17. júní og þangað er gestum boðið að koma, skoða hús, hittast og spjalla og þiggja kaffisopa og kökubita. Fjöldi fólks sækir skólann heim 17. júní ár hvert, jafnt gamlir nemendur og aðrir velunnarar skólans. Þannig hafa skólaslit Menntaskólans á Akureyri sett sterkan svip á þjóðhátíðardag- inn. Þess er að vænta að aðsókn verði nú meiri en oft áður, bæði vegna tímamótanna og þeirrar veðurblíðu sem hér ríkir þessa daga. Auk þess fer hin mikla rækt sem nemendur leggja við skólann sinn stöðugt vaxandi. verður samvinna við bæjarbúa í fegrun og snyrtingu bæjarins. Samvinna við sveitar- félög í kjördæminu Samstarf við sveitarfélögin í kjör- dæminu verði endurskoðað með það fyrir augum að bæta það og efla hlut Siglufjarðar. Helstu framkvæmdir Aðilar eru sammála um að brýn- ustu stórframkvæmdir þegar fjár- hagsstaðan leyfir eru: Bygging barnaheimilis, verklok við dval- arheimilið og gerð gangstétta. Fulltrúar meirihlutans von- ast til að hafa sem best sam- starf og samvinnu við stéttar- félög, fulltrúa atvinnulífsins, bæjarfulltrúa minnihlutans og bæjarstarfsmenn sem og alla aðra bæjarbúa. Leiðrétting í grein Alice J. Sigurðsson í blað- inu í gær, misritaðist orð sem gerði merkingu einnar setningar illskiljanlega. Nafn hvalategund- arinnar mjaldurs varð að lýsing- arorðinu miðaldra. Rétt er setn- ingin svona: „Fyrir um það bil einum áratug fór að bera á því að dauða hvali, einkum mjaldra, ræki á land við ósa St. Lawrence- fljótsins í Kanada." Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Göngugatan á Akureyri: Kökusalaámorgun Á morgun stendur Kvenfélag Hörgdæla fyrir brauð- og köku- sölu í göngugötunni á Akureyri. Þessi sala hefur verið árviss við- burður í starfi kvenfélagsins síð- astliðin þrjú ár og hefur þeim kvenfélagskonum alltaf verið tekið vel. Byrjað verður að selja eftir hádegið en ágóði af þessari sölu rennur til líknarmála. JÓH /i bridds Bikarmeistarar í bridds 1990, sveit Grettis Frímannssonar. Frá vinstri: Frí- mann, Grettir, Pétur og Anton. Sveit Grettis bikar- meistari árið 1990 Bikarkeppni Bridgesambands Norðurlands, sveitakeppni, er nýlega iokið. Alls tóku rúm- lega 20 sveitir þátt í keppninni víðsvegar af Norðurlandi, allt frá Hvammstanga til Ilúsavík- ur. Til úrslita spiluðu tvær sveitir frá Akureyri, sveit Grettis Frí- mannssonar og sveit Dags, alls 64 spil í fjórum lotum sem hver var 16 spil. Sveit Grettis sigraði í öll- um fjórum lotunum, hlaut 141 stig gegn 122 stigum Dags- manna. Auk Grettis eru í sveit- inni Frímann Frímannsson, Ant- on Haraldsson og Pétur Guð- jónsson. Bikarkeppnin er með útslátt- arfyrirkomulagi, sem vill segja að sú sveit sem tapar er úr leik. í undankeppninni bar sveit Grettis sigurorð af sveit Ásgríms Sigur- björnssonar Siglufirði, sveit Arn- ar Einarssonar Akureyri (sem vann bikarkeppnina árið 1989) og sveit Kristjáns Guðjónssonar Akureyri. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.