Dagur - 14.06.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 14.06.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 14. júní 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Sundrungin innan Alþýðubandalagsins Línurnar í íslenskum stjórnmálum hafa oft verið óljósar. Nú, eftir bæjar- og sveitar- stjórnakosningar, er greinilegt að sundrungin innan Alþýðubandalagsins er meira vatn á myllu Sjálfstæðisflokksins en margur hefði haldið. Þetta er mikið umhugsunarefni, þótt margþvælt sé í umræðunni. Sjálfstæðismenn hafa alltaf sagt, að vinstri menn geti varla sameinast um neitt. Þeir stofni flokka til að sameinast, en afleiðingin verði ekkert nema brothætt samsuða, sem endist ekki til frambúðar. Þessi röksemda- færsla hefur oft hrifið, því óneitanlega hefur tíðum verið auðvelt að benda á sundrungu innan vinstri afla í þjóðfélaginu. Alþýðubandalagið virðist vera komið að fótum fram. Sú staðreynd kætir íhaldsmenn um land allt, því flokkurinn hefur frá stofnun verið höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokks- ins, og stefna flokkanna gerólík í grundvall- aratriðum. Ef til vill er þó rétt að ræða um þennan mun í þátíð, því formaður flokksins hefur stefnt að því opinberlega að gera Alþýðubandalagið að eins konar jafnaðar- mannaflokki, þar sem frjálslyndir vinstri menn gætu sameinast um frjálslynda sósíal- demókratíska stefnu. Ekki er fullkomlega ljóst hvernig formaðurinn hugsar sér þetta í smáatriðum, enda skiptir það e.t.v. ekki mestu máli. Hitt liggur á borðinu, að í hans augum á Alþýðubandalagið ekki að vera harðsoðinn flokkur fólks sem vill hvergi vera nema lengst til vinstri í stjórnmálum. Andstæðingar Ólafs Ragnars Grímssonar innan flokksins hafa ekki talað mikið opinber- lega um formanninn. Þó er ljóst að þeim líkar ekki stefna hans eða framtíðaráætlanir. Ekki verður betur séð en ætlun þeirra sé að setja formann sinn af, eða fá hann til að segja af sér. Hvort Ólafur Ragnar á slíkan dóm skilið eða ekki verður látið liggja á milli hluta hér. En þeir sem dæma hann harðast gera það tæp- lega nema vera þess fullvissir að þeir séu sjálfir færir um að efla flokkinn og gera betur. En svo langt er gengið í aðförinni að for- manninum að tilgangurinn virðist einatt helga meðalið. Menn hljóta að spyrja sig þeirrar spurning- ar hvaða flokkur græði mest á sundrunginni í Alþýðubandalaginu. Flokkurinn á aðild að ríkisstjórn, því mega menn ekki gleyma. En meðan alþýðubandalagsmenn berast á banaspjótum og fylgið hrynur af flokknum fitnar íhaldið eins og púkinn á fjósbitanum, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. EHB Þorvaldur hefur sannarlega lifað viðburðaríku lífi síðan hann sýndi í Menntaskólanum fyrir fimm árum og á yfirlits- sýningunni ætlar hann að gera grein fyrir verkum sínum. Mynd: kl Óvenjuleg sýning 10 ára stúdents: „Ég er óprúttiim vísindamaður“ - segir Þorvaldur Þorsteinsson, sem sýnir plbreytt verk í MA Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður, fæddist á Akureyri fyrir 30 árum og brautskráðist frá Mennta- skólanum á Akureyri fyrir 10 árum. A síðasta ári lauk hann námi í listaháskóla í Hollandi og nú er Þorvaldur kominn í heimsókn til að sýna Akureyr- ingum og öðrum landsmönu- um hvað hann hefur verið að aðhafast undanfarin ár. í kvöld, fimmtudaginn 14. júní, kl. 20 opnar Þorvaldur sýn- ingu á vatnslitamyndum, teikn- ingum, lágmyndum, bókum, ljós- myndum og sjónvarpsleikritum í Menntaskólanum á Akureyri, Möðruvallakjallara. Sýningin verður opin alla daga kl. 14-20 og henni lýkur 17. júní. Þorvaldur sýndi síðast á Akur- eyri 1985 og þá einmitt í Möðru- vallakjallara. Marga langar að vita hvað á daga hans hefur drifið síðustu ár en hann stundaði nám vð Myndlistaskólann á Akureyri 1977-1981 og í Nýlistadeild Myndlista- og Handíðaskóla íslands 1983-1987. Þá lá leiðin út til Maastricht í Hollandi í Jan van Eyck Akademie, en þaðan út- skrifaðist hann 1989. Langur meðgöngutími Þorvaldur er aðeins í stuttri heimsókn á Akureyri. Hann er bundinn við störf erlendis, tvær mikilvægar sýningar bíða hans í Hollandi og Belgíu og þá er hann að skrifa kvikmyndahandrit ásamt eiginkonu sinni, Ingi- björgu Björnsdóttir, fyrir þýskan leikstjóra. Þorvaldur hefur verið afkastamikill síðustu fimm árin, haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýning- um, hann hefur gert myndbönd, hljóð-rýmisverk, framið gjörn- inga og gefið út bækur. Við hófum spjall okkar með því að rifja upp sýninguna 1985 en þar sýndi Þorvaldur vatnslita- myndir, teikningar og skissubæk- ur. „Margir dvöldu lengi við skiss- urnar og það var gaman að sjá menn gefa sér tíma til að sökkva sér niður í þann heim því stór hluti af því sem ég hef verið að gera úti hefur byggst á gömlum skissum og hugmyndum. Þeir sem skoðuðu skissurnar vel ’85 þekkja kannski verkin núna. Þetta voru kannski ein setning eða drög sem ég skildi ekki sjálf- ur þá en hafa brotist fram seinna. Það er erfitt að útfæra efni sem maður skilur ekki eða kannast ekki við, en þegar skilningurinn er kominn eftir langa vinnu þá opnast tæknilegar leiðir til útfærslu." Þorvaldur sagði að verk sem flokkast undir hugmyndalist hefðu oft langan meðgöngutíma, ekki síst þau verk sem væru ein- föld og fengju áhorfendur til að' segja að svona gætu þeir gert sjálfir. „Því einfaldari lausn þeim mun meiri vinna,“ sagði Þorvald^- ur. Fyllerí í myndbandalist Jan van Eyck Akademie er vin- sæll skóli hjá íslendingum síðan Helgi Þorgils Friðjónsson reið á vaðið um miðjan áttunda áratug- inn. Þrír íslendingar voru teknir inn í skólann 1987 og svo skemmtilega vildi til að þeir voru allir frá Akureyri; Þorvaldur Þor- steinsson, Arna Valsdóttir og Guðrún Pálína Guðmundsdóttir. „Deildaskipting er aðeins að forminu til. Eg var skráður í mál- unardeild þegar ég kom í skólann en við útskrift var ég sagður hafa verið í blandaðri tækni. Þetta er ekki skóli í venjulegri merkingu, heldur vinnustaður með full- komnustu aðstöðu sem maður getur ímyndað sér. Þarna vinnur maður í tvö ár, gengur inn á verkstæðin og fær aðstoð fag- manna við tæknilega útfærslu. Maður fær eigin vinnustofu og stýrir náminu sjálfur," sagði Þor- valdur. Honum hefur vegnað vel úti og galleríin Lumen Travo Gallery í Hollandi og Zeno-X Gallery í Belgíu hafa tekið hann upp á sína arma. Þorvaldur hefur haldið sýningar, selt verk og komið sér á framfæri með fjölbreyttum lista- verkum. Hann segist hafa verið heppinn með tækifæri og að hon- um hafi verið boðið að sýna flest það sem hann hefur fengíst við. - Þú hefur gert mörg mynd- bönd. Hvað geturðu sagt mér um það listform? „Það er syndsamlega lítið stundað á íslandi. Við hugsum stórt og þreifum okkur áfram í kvikmyndagerð. Við þurfum líka að læra að njóta þeirra mögu- leika sem stuttar kvikmyndir og sjónvarpsmyndir bjóða upp á. Það er mikið fyllerí úti í mynd- bandalistinni, tæknifyllerí, en ég vann á skjön við flesta og mín myndbönd skera sig úr vegna ein- faldleika. Þau eru yfirleitt lítil leikrit eða samtöl, blanda af barnaskólaleikritum og gömlu 8 millimetra filmunum sem ég horfði á með vinum mínum í ganila daga. Það er engin tækni- Iegur galdur í myndunum, en vonandi hinn eini sanni galdur." „Maður verður að stela heiðarlega“ Þorvaldur hefur gefið úf nokkur bókverk. Barnabókin Skilaboða- skjóðan sem hann samdi qg myndskreytti er vel þekkt en meðal annarra verka má nefna Hundrað fyrirburði, en sú bók er til sölu á sýningunni á Möðruvöll- um. I bókinni eru stuttar gaman- sögur, endurminningar frá Akur- eyri, og ljósmyndir af verkum. Þorvaldur sækir mikið til eigin bernsku. „Ég er stöðugt að moða úr þessum 20 fyrstu árum á Akur- eyri en þetta er ekki lengur upp- rifjun og nostalgía. Eftir að ég fór út gat ég fengið víðari myndir á barnaskapinn og komið honum í form scm allir hafa aðgang að. Barnaskapurinn er eftir sem áður akureyrskur í húð og hár.“ En Þorvaldur sækir ekki bara efnivið úr eigin lífi. í bókinni Openings tekur hann ljósmyndir eftir hina og þessa, málar í þær og breytir þeim eftir eigin geð- þótta. - Flokkast þessi vinnubrögð ekki undir þjófnað? „Jú, í rauninni er ég ekki lista- maður heldur þjófur. Ég er óprúttinn vísindamaður sem svífst einskis til að komast að réttri niðurstöðu. En þetta er leikur, háalvarlegur. Maður verður að stela heiðarlega og út frá eigin forsendum. Það myndi enginn stela eins og ég eða mála myndirnar í Openings eins og ég. Svipaða sögu má segja um text- ana, þeir eru flestir teknir ófrjálsri hendi, t.d. úr strætisvögnum, bönkum, saumaklúbbum, fjöl- miðlum og auglýsingum. Ég seil- ist í einn og einn hlut í kringum mig, leyfi hugmyndunum að gerj- ast og nota þær kannski síðar.“ Á sýningunni 14.-17. júní fáum við að sjá sýnishorn af því sem hefur gerjast hjá Þorvaldi undan- farin ár. Þetta er yfirlitssýning. Uppistaðan er teikningar og vatnslitamyndir en hann sýnir líka ljósmyndir úr Openings, ellefu sjónvarpsleikrit, sýnishorn af lágmyndum, bækur, texta til að grufla í og ljósmyndabók með skýringum þar sem Þorvaldur gerir grein fyrir því hvað hann var að gera úti í Hollandi. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.