Dagur - 14.06.1990, Side 12

Dagur - 14.06.1990, Side 12
Filmumóttaka- Kjörbúð KEA Byggðavegi nimumUUdKd. Kjörmarkaður KEA Hrísalundi, Akureyri, fímmtudagur 14. júní 1990 Dalvík: Krístján Þór einróma endurráðinn Kristján Þór Júlíusson var ein- róma endurráðinn bæjarstjóri á Dalvík til Ioka yfírstandandi kjörtímabils á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar á Dalvík sl. þriðjudag. Oddvitar meirihlutans fluttu sameigin- lega tillögu um endurráðningu> Kristjáns, sem fékk stuðning allra bæjarfulltrúa. Guðlaug Björnsdóttir, fulltrúi H-lista, kvaddi sér hljóðs og lýsti stuðningi H-listafólks við endurráðningú Kristjáns. Á fundinum var kjörið í öll þau embætti og nefndir sem kos- ið er til eins árs. Forseti bæjar- stjórnar var kjörinn Trausti Þor- steinsson, fyrsti varaforseti Jón Gunnarsson, annar varaforseti Guðlaug Björnsdóttir. í bæjarráð voru kjörin Jón Gunnarsson, Svanhildur Árnadóttir og Valdi- mar Bragason. Til vara Gunnar Aðalbjörnsson, Trausti Þor- steinsson og Guðlaug Björns- dóttir. Kjörnir voru tveir skoðunar- menn reikninga Árni Björnsson og Kristján Þórhallsson. í stjórn Sparisjóðs Svarfdæla var kjörinn Gunnar Aðalbjörnsson, til vara Kristján Aðalsteinsson. óþh Skólaslit MA: Óðinshrafiiinn aflijúpaður Við skólaslit Menntaskólans á Akureyri nk. sunnudag verður afhjúpað listaverkið Óðinshrafninn cftir Ás- mund Sveinsson mynd- höggvara í tilefni af 110 ára afmæli skólans. Verkinu hefur verið komið fyrir á lóð skólans, norðan við gamla skólahúsið, og afhjúpunin á 17. júní hefst að loknum skólaslitum. Vegna kaupa á Óðinshrafn- inum fékk Menntaskólinn á Akureyri framlög frá Menn- ingarmálanefnd Akureyrar, listskreytingasjóði ríkisins og sérstökum skólasjóði MA. Að sögn Jóhanns Sigurjóns- sonar, skólameistara, er Óðinshrafninn reistur til heið- urs félagsstarfi nemenda við skólann síðustu 60 ár, en sem kunnugt er bera skólablað og skólafélag nemenda nöfn hrafna Óðins, þ.e. skólablaðið Muninn og skólafélagið Huginn. -bjb , . . . BÚHin Sunnuhlíð „Starfið leggst vel í mig“ - segir nýráðinn bæjarstjóri á Siglufirði Úr Austurdal í Skagafírði. Myndin er tekin frá landi Gilsbakka að Bústöðum VÍð Merkigil. Mynd: EHB „Starfíð leggst bara vel í mig,“ sagði Björn Valdimarsson, nýráðinn bæjarstjóri á Siglu- fírði, í samtali við Dag, en Björn tók við af ísaki Ólafs- syni og mætti fyrst til vinnu í gær. Bæjarstjórn Siglufjarðar kom fyrst til fundar sl. þriðju- dag og sagði Björn að brýnasta málið á dagskrá væri slæm fjárhagsstaða Siglufjarðar- kaupstaðar. „Mitt fyrsta verk verður að fara í fjármálin,“ sagði Björn. Björn hefur sl. ár verið verk- efnisstjóri atvinnuþróunarátaks á Siglufirði og þar áður var hann framkvæmdastjóri prjóna- stofunnar Drífu á Hvammstanga. Valbjörn Steingrímsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri í stað Björns, en eftir er 9 mánaða vinna við átakið á Siglufirði, sam- kvæmt áætlun. Valbjörn var ráð- inn fyrir næstu 3 mánuði a.m.k. Fyrsta, annað og þriðja mál á dagskrá nýrrar bæjarstjórnar Siglufjarðar verður að ráða bót á fjármálum bæjarins og sagði Björn að eftir þann tíma væri hægt að huga að öðrum málefn- um. „Hluti af því að ná niður skuldastöðunni er að eiga sem mest eftir af fjármunum frá rekstrinum," sagði Björn Valdi- i marsson. -bjb Raufarhöfn: Bygging íþróttahúss næsta stórverkefiii? Enn hefur ekki verið gengið formlega frá myndun meiri- hluta í Raufarhafnarhreppi en fullvíst þykir að Framsóknar- flokkur og Alþýðubandalag muni sitja áfram við stjórnvöl- inn á Raufarhöfn. Sigurbjörg Jónsdóttir, sveitarstjóri og oddviti framsóknarmanna, sagði að menn væru ekkert að æsa sig í meirihlutaviðræðum. Aðspurð sagði Sigurbjörg ekki Vafaatkvæðið fræga á Skagaströnd: Boltinn hjá lögfróðum mönnum - kjörstjórn Höfðahrepps hefur skilað umsögn Eins og flestum er kunnugt kærði G-Iistinn á Skagaströnd talningu atkvæða í sveitar- stjórnarkosningunum til sýslu- manns vegna þess að eitt utan- kjörstaðaratkvæði var dæmt ógilt. Jón ísberg sýslumaður skipaði nefnd þriggja lög- fræðinga að sunnan til að dæma í málinu. Fyrsta verk hennar var að fara fram á umsögn kjörstjórnar Höfða- hrepps og sú umsögn fór af stað í gær suður yfír heiðar. Boltinn er því hjá þessum lög- fróðu mönnum í Reykjavík. Utankjörstaðaratkvæðið, sem er erlendis frá, var dæmt ógilt vegna þess að vitundarvotta vant- aði á það. Samkvæmt heimildum blaðsins var atkvæðið til handa G-listanum. Það mjótt varð á mununum í kosningunum á Skagaströnd að ef atkvæðið verð- ur dæmt gilt þarf að varpa hlut- kesti á milli efsta manns G-lista og annars manns D-lista um hvor fær hreppsnefndarsæti. Það er því rafmögnuð spenna á Skaga- strönd þessa dagana. Nefndin, sem Eggert Óskars- son borgardómari í Reykjavík, veitir forstöðu, hefur viku til að úrskurða í málinu eftir að umsögn kjörstjórnar berst. Eftir það verður veittur vikufrestur til áfrýjunar. Ekki er tekið fram í sveitarstjórnarlögum hvað félags- málaráðuneytið fær langan tíma, en það kveður upp endanlegan úrskurð, að fenginni niðurstöðu lögfræðinganna. Það verður því einhver bið á því að hreppsnefnd Höfðahrepps komi saman á ný. Eitt af þeim Sauðárkrókur: Stefiiir í metaðsókn í íjölbraut Mikil aðsókn er að Fjölbrauta- skólanum á Sauðárkróki fyrir komandi haustönn og segir Ólafur Arnbjörnsson, aðstoð- arskólameistari, að aldrei hafí verið komnar jafnmargar umsóknir um miðjan júní og núna. Umsóknarfresturinn rann út 10. júní en ennþá berast umsókn- ír. Heimavistin er orðin fullsetin, þó að ný álma verði tekin í notkun í haust og nokkrir eru komnir á biðlista. Á haustönn síðasta árs voru um 320 nemend- ur í F. á S. og höfðu þá aldrei ver- ið fleiri í skólanum. Núna stefnir þó í nýtt met, enda 35 rúm sem bætast við á vistinni. Flestar þess- ara umsókna berast af Norður- landi vestra, en þó er, að sögn Ólafs, slæðingur af fólki úr öðr- um landshlutum og þá aðallega að vestan og austan. Ölafur sagði jafnframt að þó að umsóknir væru orðnar svona margar, þá væru alltaf einhverjir sem dyttu út svo enn væri von að komast að í Fjölbraut á Sauðárkróki. SBG málum sem bíða hennar er að ráða nýjan sveitarstjóra á Skaga- strönd. Úr nógu verður að moða því alls bárust 11 umsóknir um starfið. -bjb nein stórmál liggja fyrir hjá sveit- arfélaginu á næstunni og engin pressa á mönnum að ganga form- lega til viðræðna urn myndun meirihluta. Ýmsar framkvæmdir eru þó á döfinni á Raufarhöfn, s.s. í tengslum við gatnagerð. Þá sagði Sigurbjörg að áhugi væri á staðn- um fyrir því að kanna möguleika á nýjum atvinnutækifærum. „Við höfum verið að gæla við þá hugmynd að koma á fót öðr- um atvinnurekstri en þeim sem er í gangi. Atvinnulífið er einhæft hjá okkur. Við höfum ekkert nema fisk og þótt hann sé ágætur þá er allt í lagi að sjá eitthvað annað Iíka,“ sagði Sigurbjörg. Hún upplýsti líka að Raufar- hafnarbúar hefðu mikinn áhuga á því að koma upp íþróttahúsi. Þegar lokið verður við að'byggj a þjónustuíbúðir fyrir aldraða er fyrirhugað að bygging fþrótta- húss verði næsta stórverkefnið á Raufarhöfn. SS Árskógsströnd: Laxeldi hjá Rauðavík hf. líklega lagt af í haust - stöðin varð fyrir miklu tjóni í vor Vegna mjög slæmrar rekstrar- fjárstöðu og tjóns í vor er tæp 7 tonn af laxi sluppu úr einni kvínni er hún brotnaði, eru verulegar líkur á að laxeldis- stöðin Rauðavík á Árskógs- strönd verði lögð niður í haust eftir að slátrun lýkur. Rauðavík hf. hefur verið með lax í þremur kvíum í vetur sem hefðu átt að gefa af sér tæp 30 þetta tjón verður slátrun ekki nema um 20 tonn, en nettósölu- verðmæti þess er um 4,4 milljónir á núgildandi markaðsverði. Að sögn Jóns Sigurðssonar hjá Rauðavík hf. er ekki hægt að endurnýja kvíar eða kaupa seiði í sumar vegna hinnar slæmu stöðu nema til komi aukið hlutafé, en mikill meirihluti hluthafa vill hætta rekstrinum og því líkur á að rekstrinum verði hætt í haust eftir sláturtíðina. Tvær af þremur kvíunum eru fengnar að láni frá Ölni hf. á Dalvík, en þeim þarf að skila í sumar. Stærstu hluthafar í Rauðavík hf. eru Óslax hf. í Ólafsfirði, Sveinn Jónsson bóndi í Kálf- skinni og Ingvi Jón Einarsson tannlæknir, en alls eru hluthafar urn 20 talsins. í vetur og vor hefur verið seld- ur matfiskur innanlands og í reykingu til Ólafsfjarðar sem þaðan fer á markað víðs vegar um landið, en þær tekjur sem af því fást skipta ekki sköpum varð- andi reksturinn. Eitthvað hefur fengist af laxi á stöng og í net í vor við utanverð- an Eyjafjörð, og má líklegt telja að eitthvað af þeim laxi sé úr kvíum Rauðavíkur hf. GG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.