Dagur - 15.06.1990, Side 2

Dagur - 15.06.1990, Side 2
2 - DAGUR - Föstudagur 15. júní 1990 4 fréffir í Reglugerð um breytingu á virðisaukaskatti: Sveitarfélögum verður eftirleiðis endurgreiddur skattur af snjómokstri Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, hefur undir- ritað nýja reglugerð um virðis- aukaskatt af skattskyldri starf- semi opinberra aðila og tekur hún bæði til ýmissa ríkisstofn- ana og ríkisfyrirtækja svo og sveitarfélaga. Með þessari reglugerð er ákveðið að endur- greiða sveitarfélögum og ríkis- stofnunum virðisaukaskatt sem leggst á t.d. sorphreinsun, snjómokstur og ræstingu. Samkvæmt lögum um virðis- aukaskatt er sveitarfélögum, stofnunum sveitarfélaga og fyrir- tækjum, ríkisfyrirtækjum og ríkisstofnunum, skylt að inn- heimta virðisaukaskatt að því leyti sem þessir aðilar selja vöru eða skattskylda þjónustu í sam- keppni við atvinnufyrirtæki. Önnur starfsemi þessara aðila er undanþegin virðisaukaskatti. Petta á meðal annars við um flesta hefðbundna þætti opin- berrar starfsemi til dæmis heil- brigðisþjónustu, skólastarf, félagslega þjónustu á borð við rekstur barnaheimila og upp- tökuheimila, menningarstarfsemi, rekstur íþróttamannvirkja o.fl. Með þessari reglugerð er skor- ið úr um hvaða starfsemi á vegum sveitarfélaga og ríkisins er virðis- aukaskattskyld og hver er undan- þegin skattinum. Reglugerðin hefur verið unnin í samráði við sveitarstjórnarmenn og er, sam- kvæmt upplýsingum fjármálaráð- uneytisins, reynt að taka eins mikið tillit og mögulegt er til hag- kvæmnisatriða við rekstur í sveit- arfélögum og hjá ríkisstofnun- um. Skattskyld starfsemi sveitar- félaga og ríkisstofnana telst m.a. byggingarstarfsemi, vegagerð og samgöngubætur, holræsagerð og vatnslagnir, bygging íþrótta- mannvirkja, viðhald mannvirkja af ýmsu tagi og þjónusta sem byggir á iðnmenntun. Auk fyrrnefndra atriða sem ákveðið er að endurgreiða sveit- arfélögum og ríkisstofnunum virðisaukaskatt af, eru björgun- arstörf og öryggisgæsla, þjónusta ýmissa sérfræðinga sem einnig þjóna atvinnulífinu, svo sem verkfræðinga, tæknifræðinga arkitekta, lögfræðinga og endur- skoðenda undanþegin virðis- aukaskatti. Einriig starfsemi vinnuskóla nemenda undir 16 ára aldri og sumarvinna skólafólks á aldrinum 16-25. JÓH Skagafjörður: „Nægur kvóti eftir í þorski, grálúðu og karfa“ „Við ráðgerum að halda uppi vinnslu í allt sumar. Við erum á sóknarmarki og nógur kvóti eftir í þorski, grálúðu og karfa. Skipin hafa verið að veiða dálítið af fiski utan kvóta, ýsu og ufsa,“ sagði Gísli Svan Einarsson, útgerð- arstjóri hjá Fiskiðju Sauðár- króks. Skip eru nú að halda til veiða aftur eftir að hafa verið inni á sjómannadaginn. Hegranesið SK 2 er á leið austur fyrir land, þar sem frést hefur af ufsa og Skagfirðingur SK 4 ætlar að reyna fyrir sér hér norðan við. Töluvert verður um stopp hjá togurunum í sumar því að þeir rnega ekki sækja nema 68 daga af 123 á komandi tímabili. Gísli sagði þó að reynt yrði að halda uppi vinnslu og útlitið væri ekki slæmt ef skipin gætu hætt að sækja á fjarlæg mið, austur og vestur fyrir land. SBG 17. júní á Vopnafirði: Útidansleikur og grillveisla Það verður mikið um dýrðir á 17. júní á Vopnafirði. Hefð- bundnir dagskrárliðir verða í boði og þá verður skemmtilegt nýmæli um kvöldið, útidans- Ieikur og grillveisla í miðbæn- um. Það er íþróttafélagið Einherji sem að vanda stendur fyrir 17. júní hátíðarhöldum á Vopna- firði. Hátíðarhöldin hefjast með því að fólk kemur saman við félags- heimilið Miklagarð og gengur undirfánum á íþróttavöllinn. Þar verður fjölbreytt skemmtidag- skrá, leikir, knattspyrna og fleira. Að því búnu, kl. 16, verð- ur kaffisala í Miklagarði og þráðurinn verður tekinn upp kl. 22 um kvöldið með útidansleik í miðbænum. Að sögn Ólafs Ár- mannssonar, formanns Einherja, hefur ekki verið áður efnt til úti- dansleiks á 17. júní á Vopnafirði. Ólafur segir að ætlunin sé að efna til grillveislu samhliða dansleikn- um. Það er hljómsveitin Nefndin sem sér um tónaflóðið á útiball- inu. óþh Hagkvæm innkaup! á Júnáfilboði kjörfoúða KEA bamableiur 9-18 kg (28 stk) 7-11 kg (30 stk) Tuc-saHkex 40 Tuc-piÆxakex 40 Baconkex 40 WC pappír QrúUur reo Kjörbúðir á félagssvæðinu

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.