Dagur - 15.06.1990, Side 7

Dagur - 15.06.1990, Side 7
Föstudagur 15. júní 1990 - DAGUR - 7 „Spennandi að sjá drauminn verða að veruleika" - segir Jón Hlöðver Áskelsson „Yíst er spennandi að sjá þennan draum verða að veruleika. Miðað við tíma og aðstæður hefur þessi undirbúningur gengið vonum framar en það er líka rétt að fram komi að margir hafa lagt hönd á plóginn. í gegnum undirbúninginn hefur berlega komið í ljós að á þessu er lifandi áhugi og hvar sem við höfum þurft að leita hefur mætt okkur sérstakur velvilji,“ segir Jón Hlöðver Áskelsson sem annað kvöld fagnar 25 ára stúdentsafmæli sínu í góðra vina hópi í íþróttahöllinni á Akur- eyri. Hugmyndin að þessari 700 manna mat- arveislu kviknaði í hópi 25 ára stúdenta og segja má að Jón Hlöðver sé sá maður sem hvað mest hefur unnið að undirbúningnum. Samkvæmt síðustu tölum um skráningu verða unt 700 manns í mat eða umtalsvert fleiri en gert var ráð fyrir þegar undirbúningur hátíðarinnar hófst. Áhugi á há- tíðinni hefur náð langt út fyrir raðir hinna hefðbundnu afmælis- árganga og segir Jón að gera megi ráð fyrir að til bæjarins komi fólk í hundraðatali um helgina gagngert til að fara á þessa hátíð. „Ég met stöðuna þannig að hér sé á ferðinni þarft framtak. Greinilega hefur verið þörft fyrir hátíð af þessu tagi fyrir útskrif- aða stúdenta frá skóíanum. J>að er líka fullkominn skilningur allra sem hlut eiga að máli að þessi hátíð sé hluti af þeim hátíð- arbrag sem er á bænum í kringum 17. júní. Og það er ekki lítið atriði fyrir Akureyringa að kom- ið sé upp hátíð í bænum sem dregur að hundruð manns. Gildi þess fyrir bæjarlífið er rnikið, það getur hver heilvita maður séð.“ Sé vikið að dagskránni annað kvöld þá er hún fyrir nokkru orð- in fullmótuð. Ætlunin er að opna húsið fyrir gesti kl. 18 og þá verð- ur boðið upp á fordrykk. Borð- hald verður um kl. 19.30 en á undan því tekur veislustjórinn Hermann Arason við stjórninni, Jóhann Sigurjónsson, '• skóla- meistari, flytur ávarp og lesin verður kveðja frá Tryggva Gísla- syni, sem nú er að ljúka starfs- leyfi sem skólameistari MA. Tónlistin skipar veglegan sess þegar á líður hátíðina. Jóhannes Vigfússon og kona hans Barbara Vigfússon flytja lög eftir Gerswin en Jóhannes er einmitt einn 25 Framkvæmdanefndin úr hópi 25 ára stúdentanna samankomin með fána með merki hátíðarinnar. Frá vinstri: Birgir Karlsson, Eiríkur Jónsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Ólafur H. Oddsson og Snorri Pétursson. Mynd: ehb Veislumatur MA-hátíðarinnar eldaður í tveimur eldhúsum í bænum: Grísalundir, sjávarréttir og triffle á matseðli kvöldsins „Jú, það er rétt að ekki hefur verið haidin jafn stór matar- veisla þar sem boðið er upp á heitan mat. Við verðum með stóra hitaofna í Höllinni en maturinn verður eldaður í tveimur eldhúsum úti í bæ,“ segir Stefán Gunnlaugsson hjá Bautanum á Akureyri um und- irbúning MA-hátíðarinnar annað kvöld. Stefán segir að um 12 manns verði við matreiðslu fyrir þessa veislu en f húsinu sjái um 30 manna lið um framreiðsluna. Fleiri starfsmenn verða á vegum Bautans í húsinu og segir Stefán að í heild telji starfsliðið við há- tíðina um 55-60 manns. Á matseðli kvöldsins er heitur aðalréttur og tveir kaldir réttir. Matargestum verður boðið upp á kaldan sjávarréttadisk sem á verður rækjukæfa, gratíneruð lúða og tveir laxaréttir. í aðalrétt verður boðið upp á innbakaðar grísalundir með koníakssósu og í eftirrétt verður triffle. „Undirbúningur í húsinu er kominn í fullan gang og verður unnið í húsinu fram að hátíðinni. í húsinu er auðvitað fæst af því sem nota þarf við hátíðina og því þarf að fá ýmislegt lánað og kaupa annað. Auðvitað eru ann- markar á því að koma upp svona veislu í íþróttahúsi en það hefur líka þá kosti að þrengslunum er ekki fyrir að fara. Við getum ekki eldað á staðnum og verðum því að flytja matinn að en með góðri skipulagningu þá er þetta vel framkvæmanlegt," segir Stefán. Stórar matarveislur hafa verið haldnar í þessu húsi á síðustu árum en veislan annað kvöld er að því leyti sérstök að boðið verður upp á heitan aðalrétt. Stefán segir að menn njóti góðs af reynslunni af þessum veislum við undirbúning MA-hátíðarinnar „Það er viss spenningur í kring- um þetta. Veislan er orðin nokkru stærri en áætlað var í upphafi en við trúum ekki öðru en þetta gangi allt vel upp,“ sagði Stefán. JOH Skógræktarfélag Eyfirðinga ★ Gróðrarstöðin í Kjama Opið virka daga kl. 9-18. Laugardaga kl. 10-17. / r„__________________. Jtíftb Lcitið upplýsinga i simum 24047 og 24599. ★ Póstsendum um allt land. Kvartett MA-inga fyrir 25 árum. Þessir heiðursmenn ætla að blása rykinu af samstarfinu annað kvöld og taka lagið á MA-hátíðinni. Sem fyrr leikur Ingi- mar Eydal undir. Aftari röð frá vinstri: Haukur Heiðar Ingólfsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Jóhannes Vigússon, og Valtýr Sigurðsson. Sitjandi eru Ingimar Eydal og Friðgerður Samúelsdóttir. ára stúdenta. Síðar um kvöldið tekur hann þátt í öðru skemmti- atriði þegar fram kemur kvartett úr hópi 25 ára stúdenta sem endurvakinn er frá menntaskóla- árunum. Auk hans skipa kvart- ettinn þeir Jón Hlöðver Áskels- son, Haukur Heiðar Ingólfsson og Valtýr Sigurðsson. í framhald- inu ætla þeir Haukur Heiðar og Birgir Karlsson að endurvekja gamla stemmningu frá Hótel KEA og að þeirra spili loknu taka við fulltrúar eins árs stúd- enta og 50 ára stúdenta með gam- anmál. Segja má að þegar líður að miðnætti færist dansfiðringur í salinn þar sem leikur 20 manna strengja- og blásarasveit en eftir leik hennar tekur við hljómsveit Atla Örvarssonar og leikur til miðnættis. Finnur Eydal og hljómsveit hans taka síðan við stjórninni og sjá um dansstjórn- ina fram til kl. 02 þegar dans- leiknum lýkur. Dagskráin er því viðamikil. Jón Hlöðver segist ekki líta þessa hátíð þeim augum að ætl- unin sé að sökkva sér ofan í for- tíðina. „Nei, við erum að skemmta okkur í nútímanum. Þarna verða jafnt ungir sem gamlir að skemmta sér saman og það eitt út af fyrir sig er mikil reynsla fyrir fólk að uppgötva hve við erum öll tengd þrátt fyrir aldursmuninn. Ég held að okkur reynist ekki vandamál að ná upp góðri stemmningu í þessum breiða hópi,“ sagði Jón Hlöðver. JÓH íií m iliIISf *i{ HOTEL KEA Miðaldamenn ásamt Hermanni Jónssyni harmonikuleikara í rífandi stuði laugardagskvöldið 16. júní. Borðapantanir fyrir matargesti í síma 22200 SULNABERG sumar er opið frá kl. 08.00 til kl. 22.00. ★ HÖFÐABERG veitingasalur II. hæð. NÝ SÉRRÉTTASEÐILL IL Hótel KEA fyrir vel heppnaða veislu f

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.