Dagur - 15.06.1990, Síða 11
Föstudagur 15. júní 1990 - DAGUR - 11
2. flokkur:
KA vann
Víking 1:0
KA sigraði Víking 1:0 í
íslandsmóti 2. flokks á KA-
vellinum sl. mánudag. Það
var Tómas Hermannsson
sem skoraði mark KA eftir
hornspyrnu í fyrri hálfleik.
Víkingar voru meira með
boltann í leiknum en sköpuðu
sér lítið af færum. KA-menn
fengu Hins vegar töluvert af
færum sem ekki tókst að nýta.
Jafntefli
og tap hjá
Völsungum
Lið Völsunga í 2. fl. karla í
knattspyrnu lék tvo leiki um
sl. helgi í íslandsmótinu.
Fyrri leikurinn var í Borgar-
nesi þar sem heimamenn í
Skallagrím höfðu betur 2:1
með mörkum Birgis Guð-
björnssonar en mark Völs-
unga gerði f>ór Stefánsson.
Seinni leikurinn var gegn F.H.
í Hafnarfirði, þar varð jafn-
tefli 1:1 eftir hörkuleik. Mark
F.H. gerði Magnús Sigmunds-
son en Þór Stefánsson skoraði
aftur fyrir Völsunga. óhú
Stórsigur
ÍBVá
Húsavík
Lcikið var í 2. flokki karla á
Jslandsmótinu í knattspyrnu
á Húsavík á miðvikudag í sl.
viku.
Völsungar fcngu Vcstmann-
eyinga í heimsókn og er óhætt
að fullyrða að ekki hafa gest-
irnir þurft að kvarta yfir gest-
risni hcimamanna. Í.B.V
hafði algjöra yfirburði í leikn-
urn og sýndi oft á tíðum góða
knattspyrnu en heimamönn-
um líkaði greinilega mótlætið
illa og náðu sér aldrei verulega
á strik. Þegar að yfir lauk
höfðu Eyjamenn gert níu
mörk, en heimamenn ekkert.
Mörk Í.B.V gerðu: Martin
Eyjólfsson fjögur, Haraldur
Bergvinsson þrjú og þeir
Sigurður Ingason og Stein-
grímur Jóhannesson eitt hvor.
óhú
2. flokkur kvenna:
Öruggur
sigurKA
áÞór
KA sigraði Þór 5:2 í 2.
flokki kvenna í fyrrakvöld.
Leikurinn fór fram á Þórs-
vellinum.
KA-stúlkur voru tvímæla-
laust sterkari aðilinn í leiknum
en þrátt fyrir það voru Þórsar-
ar fyrri til að skora. KA skor-
aði stðan fjögur mörk fyrir hlé
og liðin bættu hvort sínu
markinu við í seinni hálfleik.
Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir
skoraði þrjú mörk fyrir KA og
Hildur Símonardóttir og Sig-
rún Kristjánsdóttir eitt hvor.
Brynhildur Smáradóttir og
Harpa Frímannsdóttir skor-
uðu mörk Þórs.
UMSE:
100 þátttakendur
í Bændadagshlaupi
Bændadagshlaup UMSE fór
fram að Melum í Hörgárdal 7.
júní sl. Tæplega 100 manns
tóku þátt í hlaupinu og kepptu
í 5 aldursflokkum karla og
kvenna. 7 félög sendu kepp-
endur í hlaupið og í stiga-
keppni milli þeirra sigraði
Ungmennafélag Svarfdæla á
Dalvík með 65 stig.
10 ára og yngri og 11-12 ára
hlupu rúman 1 km í hlaupinu, 13-
14 ára og 15-16 ára stúlkur hlupu
rúma 2 km, 15-16 ára sveinar og
konur 17 ára og eldri hlupu rúma
3 km og karlar eldri en 16 ára
hlupu 6 km.
Helstu úrslit urðu þessi:
Hnokkar 10 ára og yngri
1. Sveinn B. Sveinsson, R. 4:22
2. Sigurður Ó. Konráðsson, R. . 4:25
3. Atli V. Björnsson, Sv. 4:35
Tátur 10 ára og yngri
1. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, SM 4:37
2. Ágústa Magnúsdóttir, Sv. 4:42
3. Ingibjörg Ragnarsdóttir, R. 4:47
Strákar 11-12 ára
1. Örlygur Helgason, Á. 8:43
2. Karl Ó. Leifsson, Á. 8:59
3. Daníel Jóhannsson, P.Sv. 9:01
Stelpur 11-12 ára
1. Berglind Gunnarsdóttir, Sv. 9:05
2. Gunnur Ýr Stefánsdóttir, Á. 9:14
3. Sigurlaug Níelsdóttir, F. 9:15
Piltar 13-14 ára
1. Sigurður B. Sigurðsson, Þ.Sv. 10:13
2. Anton Ingvason, Sv. 13:49
3. Gunnlaugur Sævarsson, R. 13:49
Telpur 13-14 ára
1. Hafdís Heiðarsdóttir, Sv. 9:12
2. Ingibjörg Ö. Stefánsdóttir, Á. 9:15
3. Svanhildur Arnardóttir, Á. 9:42
Sveinar 15-16 ára
1. Brynjar M. Ottósson, Sv. 14:31
2. Sveinn Brynjólfsson, Sv. 14:32
Meyjar 15-16 ára
1. Maríanna Hansen, Æ. 16:55
2. Heiðrún Jóhannsdóttir, Þ.Sv. 17:07
Karlar
1. Sigurgeir Svavarsson, Sv. 23:50
2. Eggert Ólafsson, Æ. 25:40
3. Daníel Fortes, Sv. 26:50
Konur
1. Sigríður Gunnarsdóttir, Á. 15:32
Heildarstig
1. Umf. Svarfdæla 65 stig
2. Árroðinn 37 stig
3. Þorsteinn Svörfuður 19 stig
Mikið um að vera á Jaðarsvelli:
Stigamót, Lacoste
og Gullsmiðabikar
Mikið verður um að vera á
golfvellinum að Jaðri á Akur-
eyri um helgina. Á laugardag
og sunnudag fer fram stigamót
unglinga 18 ára og yngri og
verða flestir bestu kylfíngar
landsins i þeim aldursflokki
meðal keppenda. Á laugardag
fer Lacoste-mótið fram og á
Bikarkeppni kvenna:
KSgaf
gegn KA
Ekkert verður af leik KA og KS í
1. umferð Bikarkeppni kvenna
sem fram átti að fara á KA-velli í
kvöld. KS-stúlkur sáu sér af ein-
hverjum ástæðum ekki fært að
mæta og hafa gefið leikinn og KA
dæmist því sigur.
sunnudag verður leikið um
Gullsmiðabikarinn.
Stigamót unglinga hefst á laug-
ardagsmorguninn og þátttökurétt
hafa kylfingar sem eru 18 ára eða
yngri og hafa 10 eða minna í
forgjöf. Leiknar verða 36 holur
með og án forgjafar. Flestir, ef
ekki allir, bestu kylfingar lands-
ins mæta til leiks og er búist við
um 30 kylfingum til Akureyrar í
tengslum við mótið. Styrktaraðili
þess er Lacoste á íslandi.
Lacoste kemur reyndar meira
við sögu því á laugardeginum fer
hið árlega Lacoste-mót fram.
Fyrirtækið gefur öll aukaverð-
laun í það mót. Leiknar verða 18
holur með og án forgjafar.
Á sunnudeginum verður svo
barist um Gullsmiðabikarinn.
Það er Gullsmíðastofa Sigtryggs
og Péturs sem styrkir mótið og
gefur öll verðlaun í það. Leiknar
verða 18 holur með og án forgjaf-
ar.
^ 2. flokkur:
Ágæt byrjun Þórsara
2. flokkur Þórs lék tvo fyrstu
leiki sína í íslandsmótinu í
knattspyrnu um síðustu helgi.
Á laugardag mætti liðið Val og
lauk þeim leik með 1:1 jafn-
tefli og daginn eftir sigruðu
Þórsarar Stjörnuna 2:1. Báðir
leikirnir fóru fram syðra.
Leikurinn gegn Val var mikill
baráttuleikur en þó ágætlega
leikinn. Valur náði forystunni en
Guðmundur Benediktsson jafn-
aði í síðari hálfleik. Þórsarar
pressuðu mikið þá og áttu nokk-
ur færi sem fóru í súginn. Jafn-
teflið var nokkuð sanngjarnt en
Þórsarar hefðu þó átt að geta
unnið.
Þórsarar voru sterkari aðilinn í
fyrri hálfleiknum gegn Stjörn-
unni og náðu forystunni með
marki Ingólfs Guðmundssonar.
Stjörnumenn jöfnuðu en Axel
Vatnsdal skoraði sigurmark Þórs
þegar 3 mínútur voru til leiks-
loka.
Sigurjón Magnússon, þjálfari og leikmaður S\l, lék vel gegn Magna en það
dugði ekki til.
4. deild:
Magni hafði betur
í mikhim „rokleik“
- sigraði SM 3:1 í Hörgárdal
Magni sigraði SM 3:1 þegar
liðin mættust í E-riðli 4. deild-
ar íslandsmótsins í knatt-
spyrnu í fyrrakvöld. Leikurinn
fór fram á heimavelli SM að
Melum í Hörgárdal við heldur
slæmar aðstæður, á vondum
velli og í hífandi roki, og bar
leikurinn merki þess.
Magnamenn léku á undan rok-
inu í fyrri hálfleik og voru sterk-
ari aðilinn. Þeir náðu góðri for-
ystu með mörkum Reiniars
Helgasonar, Kristjáns Kristjáns-
sonar og Jóns Illugasonar en
Heimir Finnsson minnkaði mun-
inn fyrir SM.
í síðari hálfleik var komið að
SM-mönnum að leika undan rok-
Bikarkeppni,
2. flokkur:
KA vann
ÍBK í sögu-
legum leik
KA sigraði ÍBK 9:8 í söguleik-
um leik í Bikarkeppni 2. flokks
um síðustu helgi. Staðan var
5:5 eftir venjulegan leiktíma
og framlengingu og því þurfti
vítakeppni til að knýja fram
úrslit.
KA-menn komust í 4:2 en
Keflvíkingar jöfnuðu og komust
yfir áður en KA-menn jöfnuðu úr
vítaspyrnu. Þórði Guðjónssyni
var vikið af leikvelli þegar 15
mínútur voru eftir af venjulegum
leiktíma þannig að KA-menn
voru einum færri það sem eftir
var.
í vítakeppninni brenndu Kefl-
víkingar tvívegis af þannig að
KA-menn höfðu tryggt sér sigur-
inn áður en þeir höfðu tekið
fimm spyrnur.
Þórður Guðjónsson skoraði
þrjú mörk fyrir KA og Skapti
Ingimarsson og Halldór Kristins-
son eitt hvor. í vítakeppninni
skoruðu Skapti, Birgir Friðriks-
son, Arnar Arngrímsson og
Höskuldur Þórhallsson.
inu en þeim tókst ekki að skapa
sér færi þrátt fyrir að þeir ættu
nokkur skot að marki Magna og
fleiri uröu mörkin ekki.
Hjá Magna léku Þorsteinn
Friðriksson og Reimar Helgason
vel en Sigurjón Magnússon,
þjálfari SM, var bestur heima-
manna.
íþróttir
Knattspyrna
Föstudagur
Bikarkeppni kvenna:
Þór - Þróttur N. kl. 20
2. deild:
UBK - Leiítur kl. 20
Tindastóll - ÍR kl. 20
Fylkir - KS kl. 20
i. dcild:
Þróttur R. - Völsungur kl. 20
Þróttur N. - Datvík kl. 20
BÍ - TBA kl. 20
Reynir - Einherji kl. 20
4. deild E:
SM - Magni kl. 20
Laugardagur
4. deild D:
Þrymur - Hvöt kl. 14
Neisti - Geislinn kl. 14
4. deild E:
HSÞ-b - UMSE-b kl. 14
Narft - Austri kl. 14
Golf
Föstudagur
Húsavík:
Kynningarmót - Reyndur/órcyndur.
Mývatnssveit:
Kísiliójumót.
Laugardagur
Mývalnssveit:
Kístliöjumót (frh.).
Akureyri:
Stigamót unglinga.
Lacostc.
Blunduós:
Paramót.
Skagaströnd:
Firmamót
Sunnudagur
Akureyri:
Stigamót unglinga (frh.).
Gullsmiðabikarinn.
Sauöarkrókur:
Firmamót.
Frjálsar íþróttir:
Mcistaramót íslands - aðalhluti. Laug-
ardag, sunnudag og mánudag i Mos-
fcllsbs.