Dagur - 15.06.1990, Qupperneq 12
GLÆSILEGT
KAFFIH LAÐBORÐ
17. JÚNÍ FRÁ KL. 15-17.
Aukin gistiaðstaða á Akureyri:
Veruleg viðbót hjá Ási
Gistiheimilið Ás á Akureyri
færir út kvíarnar síðar í þessum
mánuði þegar tekið verður í
notkun viðbótarhúsnæði í
Hafnarstræti 77. Bygginga-
nefnd Akureyrarbæjar hefur
samþykkt umsókn um að
breyta tveimur íbúðum í hús-
inu í gistiheimili en áfram
verður seld út gistiaðstaða í
Skipagötu 4.
Stefán Jónasson og fjölskylda
hafa rekið Gistiheimilið As í
Skipagötu frá árinu 1984. Stefán
segir að í húsnæðinu í Hafnar-
stræti verði boðið upp á gistingu
í herbergjum með uppbúnum
rúmum og einnig svefnpokaað-
stöðu. Komið verður upp eldhús-
aðstöðu í húsinu en ætlunin er að
yfir vetrartímann fái skólafólk
leigð herbergi í húsinu.
Stefán segist vilja láta reyna á
aukna gistiaðstöðu í bænum.
„Yfir sumartímann er nóg að
gera en við hugsum okkur útleigu
yfir vetrartímann," segir Stefán.
Fram til þessa hefur aðeins
verið boðið upp á herbergi með
uppbúnum rúmum í Gistiheimil-
inu Ási í Skipagötu. Stefán segist
vænta þess að með viðbótarað-
stöðunni í Hafnarstræti geti hann
tekið við 25-30 manns í gistingu.
JÓH
Eyjafjarðará:
Hafbeitarlaxi
sleppt í sumar
Fyrirhugað er að sleppa haf-
beitarlaxi í Eyjafjarðará í
sumar. Reiknað er með að
sleppt verði um 100 löxum í
ána.
Þessi tilraun í Eyjafjarðará er
gerð í framhaldi af svipaðri til-
raun sem gerð var í Þorvalds-
dalsá á Árskógsströnd í fyrra-
sumar. Þetta er gert til að auka
fjölbreytnina í sportveiði á svæð-
inu og jafnframt að teygja úr
veiðitímabilinu í ánni enda er
ráðgert að laxi verði sleppt í
Eyjafjarðarána á þeim tíma þeg-
ar minna er urn að vera í silungs-
veiðinni.
Sjá nánar grein um veiðimál á
bls. 4 í dag. JÓH
Dagvistarmál á Akureyri:
Iðavelli lokað verði
húsnæðið ekki lagfært
Að mati hcilbrigðisfulltrúa er
húsnæði dagvistarinnar
Iðavallar mjög illa farið og
verði ekki gerðar endurbætur
á því fyrir næsta vetur verður
dagvistinni lokað. Félags-
málaráð fól dagvistarfulltrúa
að láta gera kostnaðarúttekt á
endurbótum húsnæðisins og er
sú vinna enn í gangi. Fari svo
að húsinu verði lokað um
lengri tíma má búast við
ófremdarástandi í dagvistar-
málum á Akureyri.
Akureyrarbær ætlar að taka
nýja dagvist við Þverholt í
notkun í ágúst nk. og hefur
félagsmálaráð lagt til að dagvistin
beri nafnið Holtakot. Verði
Iðavelli lokað er líklegt að for-
sendur í dagvistarmálum breytist
og að Holtakot skapi ekki það
viðbótarrými sem stefnt var að.
Úttekt á Iðavelli er ekki lokið.
Hulda Harðardóttir, hverfis-
fóstra í Glerárhverfi og staðgeng-
ill dagvistarfulltrúa, sagði að tek-
in hefðu verið sýni úr húsinu til
nánari rannsóknar. Hún sagði að
ekki yrði tekin ákvörðun um
framhaldið fyrr en niðurstöður
úttektarinnar liggja fyrir.
„Það er of snemmt að spá um
framhaldið en einn möguleikinn
er sá að börnin á Iðavelli fái inni
í nýju dagvistinni svo þeim verði
ekki úthýst ef loka þarf Iðavelli í
einhvern tíma vegna viðgerða,"
sagði Hulda.
Aðspurð sagði Hulda að
þokkalegt framboð væri á dag-
vistarrými um þessar mundir en
þó væri töluverður biðlisti eftir
heilsdagsplássi. Staðan er því
sæmileg í dag en Hulda sagði að
langvarandi lokun á Iðavelli
myndi setja strik í reikninginn, ef
til hennar kæmi. SS
Ferjan Sæfari fer í slipp í dag:
Yfirbyggingunm komið fyrir
- ferjan vel bókuð í sumar
Hríseyjar- og Grímseyjarferj-
an Sæfari fer í dag í slipp á
Akureyri þar sem yfirbygging
verður sett á skipið. Frá því
Sæfari var tekinn í notkun í
byrjun maí sl. hefur ferjan
ekki haft leyfí nema fyrir 12
farþega og verið með undan-
þágur frá Siglingamálastofnun
fyrir fleiri farþega. Það mun
taka um vikutíma að koma
yfírbyggingunni fyrir á Sæfara
og 25. júní nk. á verkið að vera
búið. Eftir það verður Sæfari
kominn með leyfí til farþega-
flutninga fyrir 90 manns.
Að sögn Helenu Dejak, hjá
Ferðaskrifstofunni Nonna sem
sér um bókanir með Sæfara, hef-
ur ferjan reynst mjög vel og
aðsókn verið góð í eyjaferðir
hennar. „Það hefur gengið mjög
vel. Mikið um bókanir í sumar
fyrir ferðahópa, sérstaklega frá
starfsmannafélögum ýmissa fyrir-
tækja,“ sagði Helena.
Með tilkomu yfirbyggingarinn-
ar verður m.a. hægt að fá sér
hressingu um borð í Sæfara og öll
önnur aðstaða fyrir farþega mun
batna stórlega.
Helena sagði að mun meiri
aðsókn hafi verið í ferðir til
Grímseyjar en hún kvartaði ekki
heldur yfir aðsókninni til Hrís-
eyjar. Á næstunni verður farið í
það að bæta aðstöðu fyrir ferða-
menn í Grímsey, s.s. eins og
snyrtingu og veitingar. „Ég veit
að þetta verður bætt, Grímsey-
ingar vilja taka vel á móti sínum
gestum," sagði Helena.
Helena var yfir sig ánægð með
aðsókn íslendinga í ferjuferðirn-
ar og kom það henni nokkuð á
óvart. „Ég veit t.d. um hópa sem
ætla í Grímsey, fara á ball og
gista í tjöldum og hafa það gott.
Þetta finnst mér æðislegt og við
munum gera eins og við getum
þannig að Akureyri verði besti
ferðaþjónustubærinn á íslandi,“
'sagði Helena að lokum, hress að
vanda. -bjb
Mynd: EHB
Ný brú á Fljótaá í notkun í ágúst
Vinnuflokkur Vegagerðar ríkisins á Sauðárkróki undir stjórn Gísla Gíslasonar brúarsmiðs vinnur nú að
byggingu nýrrar brúar yfir Fljótaá. Rögnvaldur Gunnarsson, tæknifræðingur hjá framkvæmdadeild
vegagerðarinnar, segir að smíðinni eigi að ljúka um miðjan ágúst, en kostnaður við verkið er áætlaður
32 milljónir króna. Gamla brúin var komin til ára sinna, smíðuð árið 1935, og var miðuð við sex tonna
burðargetu. Hún var því tekin að lýjast verulega, og þoldi t.d. varla snjóruðningstæki sem fara reglu-
lega um á vetrum þegar mokað er til Siglufjarðar. Bráðabirgðabrú hefur verið reist yfir Fljótaá, eins og
sést á myndinni.
Framkvæmdir við Hamar ganga vel:
Þórsarar gera leigusamning
við Bridgefélag Akureyrar
íþróttafélagiö Þór og Bridge-
félag Akureyrar undirrituðu í
gær leigusamning til fímm
ára. Þór leigir Bridgeféiaginu
sal í Hamri, nýja félagsheim-
ilinu, ásamt geymsluaðstöðu
og er hér um yfir 100 fer-
metra rými að ræða. Samn-
ingurinn er bundinn við
eitt kvöld í viku, þriðjudags-
kvöld, og skuldbindur Þór sig
til að hafa kaffi- og sælgætis-
sölu á þeim tíma.
Samningur Þórs og Bridgefé-
lags Akureyrar skiptist í fimm
tímabil, frá 15. september til
15. maí ár hvert frá 1990-1995.
Það eru alls 160 kvöld sem
briddsfélagarnir munu sitja við
spilin í Hamri.
Aðalsteinn Sigurgeirsson,
formaður Þórs, og Ormarr Snæ-
björnsson, formaður Bridgefé-
lags Akureyrar, undirrituðu
samninginn í Hamri og kváðust
þeir báðir hæstánægðir með
þetta skref. Bridgefélagið hefur
til þessa haft aðsetur í Félags-
borg.
gögn í salinn og ljúka við
frágang, en salurinn er málaður
og búið að klæða loftið. Þórsar-
ar hyggja á frekari útleigu á
húsakynnum Hamars, sérstak-
lega yfir vetrarmánuðina.
Framkvæmdir við Hamar
hafa gengið mjög vel eftir að
samningar tókust við Akureyr-
arbæ fyrr á þessu ári. Þórsarar
hafa innt mikla sjálfboðavinnu
af hendi og fengu gestir að sjá
afraksturinn í 75 ára afmælis-
veislu félagsins 6. júní sl.
Að sögn Aðalsteins er bún-
ingaaðstaða í kjallaranum vel á
veg komin og stefnt að því að
taka hana í notkun í sumar.
Hamar er um 1200 fermetra hús
og gert er ráð fyrir tengibygg-
ingu við íþróttahús sem Þór ætl-
ar að byggja í framtíðinni. í
kjallaranum verður auk bún-
ingaaðstöðu ljósalampar, gufu-
bað, nuddherbergi og tækja-
geymsla. Á hæðinni verða
fundasalir, kaffitería og þrek-
salur og á efri hæðinni funda-
herbergi, setustofa og húsvarð-
aríbúð. SS
Aðalsteinn Sigurgeirsson, formað-
ur Þórs, og Ormarr Snæbjörnsson,
formaður Bridgefélags Akureyrar.
„Við ákváðum að breyta til
og fara í Hamar til að komast í
félagsmiðstöð. Þar komumst
við meira í snertingu við fólk og
ég veit að það á eftir að fara vel
um okkur hér,“ sagði Ormarr.
Aðalsteinn sagði að næsta
skref hjá Þór væri að kaupa hús-