Dagur - 21.06.1990, Page 3
Fimmtudagur 21. júní 1990 - DAGUR - 3
Dagur í Grýtubakkahreppi
Starfsmenn Vatnamælinga, Bjarni Kristjánssnn og Erlingur Jónasson, gáfu sér tíma til að stilla sér upp fyrir Ijós-
myndara Dags. Mynd: kl
Fnjóská:
„Dauðafljótið“ rennslismælt
Pólarhestar:
„Útlendingurinn
vill helst fara fetið“
Fnjóská er ekki árennileg
þessa dagana vegna vatna-
vaxta. Sú var tíðin að Fnjóská
var ein besta bleikjuveiðiá
landsins, en hún er liðin.
„Við köllum Fnjóská Dauða-
fljótið,“ sagði Stefán Kristjáns-
son, bóndi á Grýtubakka. Á
bökkum árinnar voru tveir menn
við vatnamælingar. „Dagurinn í
dag gefur metmælingu,“ sögðu
þeir.
í gljúfrum neðst í Fnjóská belj-
aði áin fram um síðustu helgi,
mórauð og ljót. Þessi forðum
bláperla íslenskra stangveiðiáa
var í ham, enda lofthiti mikill og
mikill snjór til fjalla.
Fnjóská var á sínum tíma ein
frægasta bleikjuveiðiá landsins
og hróður hennar, sem stang-
veiðiár, barst út um álfur. Síðar
var laxi plantað í hana og nú er
svo komið að áin gefur litla veiði.
Á bökkum árinnar voru tveir
starfsmenn frá Vatnamælingum,
þeir Bjarni Kristjánsson, jarð-
íræðingur, og Erlingur Jónasson,
verkfræðinemi.
„Við erum að vinna við lag-
færingar á sírita, en þegar því
lýkur þá rennslismælum við ána.
Við metmældum ána í gær, en nú
er hún meiri. Þrjár aðferðir eru
oftast notaðar við mælinguna.
Vaðmæling, bátamæling eða
„Atvinnuástandið í janúar og
febrúar var slæmt, en þar spil-
uðu slæmar gæftir mest inn í.
Við vorum afar vonsvikin, því
hér er nýr togari Frosti og nýr
bátur Sjöfn, en nú hefur birt
kláfmæling, en hvaða aðferð er
notuð ter eftir aðstæðum á hverj-
um stað. Raunar er fjórða
aðferðin til og stundum notuð,
þegar hinum er ekki komandi
við, þ.e. þá er salt eða litarefni
sett saman við árvatnið og þynn-
ingin mæld. Já, Fnjóská er í ham,
hér verður ekki veitt í bráð,“
sagði Erlingur Jónasson, verk-
fræðinemi. ój
yfflr og okkur gengur þolan-
lega,“ sagði Guðný Sverris-
dóttir, sveitarstjóri Grýtu-
bakkahrepps.
Á Grenivík er gerður út togar-
inn Frosti og báturinn Sjöfn, sem
Pólarhestar í Grýtubakka-
hreppi er fyrirtæki sem ein-
beitir sér yfir sumartímann að
þjónustu við ferðamenn. Fyrir-
tækið hefur til umráða 15 hesta
að Grýtubakka og 5 hesta að
Pétursborg, sem það notar til
lengri og skemmri ferða. „í
raun og veru er ég með alltof
góða hesta til þessa nota, því
hestarnir verða að vera
þannig, að þegar útlendingur-
inn tekur upp myndavél þá
stoppar hesturinn. Verulega
góðir hestar á íslenskan mæli-
kvarða duga vart til þeirra
ferða sem farnar eru, því
útlendingurinn vill helst fara
fetið,“ sagði Stefán Kristjáns-
son, bóndi og leiðsögumaður.
Að sögn Stefáns er áætlað að
Pólarhestar fari fimm ferðir í
Fjörður á þessu sumri, en ferðir
þangað eru ætíð ntjög vinsælar.
„Við ferðumst uppá garnla mát-
ann með trússhesta, nýmóðins
aðferðir duga ekki, enda vilja
viðskiptamenn okkar helst upp-
lifa garnla tímann. Hér að Grýtu-
bakka hef ég 15 hesta til þessara
ferða, en auk þessara lengri ferða
eru t'arnar dagsferðir hér í ná-
grenninu. Nýjung hjá okkur á
þessu sumri er, að við erum með
fimm hesta að Pétursborg í
eru viðbót við þann skipastól,
sem gerður er út frá Grenivík.
Aflanum er landað á Grenivík í
frystihús staðarins, en þó hefur
hluti aflans farið í gáma til út-
flutnings. Með tilkomu þessara
tveggja skipa hefur fengist ntjög
aukinn kvóti til byggðarlagsins og
eins með kaupurn og sölu á skip-
inu Rán BA 57.
„Tvær kaupleiguíbúðir verða
byggðar á Grenivík, en þær
verða boðnar út og jafnframt er
hreppurinn að ljúka við byggingu
sundlaugar. Borað var eftir vatni
Stefán Kristjánsson með rakka sinn.
Mynd: KL
Glæsibæjarhreppi, sent notaðir
eru á sama hátt og hér heima að
Grýtubakka.
Fyrsta ferðin verður farin
19.júní. Við tökum aðeins átta
ferðalanga með í hverja ferð, því
við viljunt sinna okkar fólki vel.
Um erfiðan veg er að fara og
stundum hættulegan, þannig að
aðgát skal höfð. Ég vil gjarna
nefna ferð sem verður farin 13.-
15. ágúst, sent er forvitnileg, því
við köllum hana villimannaferð
og hún ber nafnið með rentum,“
sagði Stefán bóndi að Grýtu-
bakka. ój
og fékkst 20 gráðu heitt vatn,
sem er hitað upp í 30 gráður með
varmadælu. Nú líður að því að
laugin verði tilbúin, en verkið
hefur dregist nokkuð. Bygging
sundlaugarinnar og skuldbind-
ingar vegna skipakaupa svo og
uppbygging atvinnulífsins eru
verkefni dagsins á Grenivík.
150 þúsund krónur fengust úr
plastpokasjóði til kaupa á trjá-
plöntum, en gróðursettar verða
hér í kauptúninu. Já, hér er gott
að búa og ekki ætti að þurfa að
kvarta," sagði Guðný Sverris-
dóttir. ój
Atvinnuástand á Grenivík:
„Við vorum vonsvikin en nú gengur betur“
- segir Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri
Þeir feðgar Helgi og Indriði voru að „landa“ reka þegar Dags-menn mættu
á staðinn. Mynd: KL
„Á „rekaimðum11 í Þorgeirsfirði
„Veðrið var stórkostlegt og
sumarnóttin fögur,“ sögðu
feðgarnir Helgi Hallsson og
sonur hans Indriði, en þeir
voru við bryggjuna á Grenivík,
með bát sinn Æskuna,
nýkomnir úr Þorgeirsfirði.
„Kvótinn er búinn og því verð-
ur að afla einhvers. Við buðum í
rekann í Porgeirsfirði og erum að
koma með feng næturinnar. í
Porgeirsfirði er nýr reki, mest
harðviður, þannig að erfiðlega
gekk að saga bolina. Við kljúfum
viðinn í girðingastaura. Þetta var
fyrsta ferðin okkar en fleiri verða
farnar því nægur er rekinn,“ sögðu
feðgarnir Indriði og Hallur á
Æskunni. ój
Leðuriðjan Tera á Grenivík:
Mikið að gera
en reksturinn erfiður
Á Grenivík er starfrækt fyrir-
tækið Tera, en starfssvið þess
er fata- og töskusaumur úr
leðri og rúskinni. Fyrirtækið
var stofnað fyrir tæpum þrem-
ur árum að tilstuðlan Grýtu-
bakkahrepps. og Iðnþróunar-
félags Eyjafjarðar.
„Við vinnum eingöngu úr inn-
lendu hráefni, leðri og rúskinni,
en hér eru fjórir starfsmenn. Við
erunt sjálfar hönnuðir og saum-
um eftir máli. Mikið er að gera,
en þó er reksturinn erfiður. Við
höfum vart undan að sauma, en á
föstudögum erum við í verslun-
inni Pálínu, Sunnuhlíð, þar sem
við seljum framleiðsluvörur okk-
ar milli tvö og sex síðdegis,“
sagði Sigríður Sverrisdóttir hjá
Leðuriðjunni Teru á Grenivík.
ój