Dagur - 21.06.1990, Page 4

Dagur - 21.06.1990, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 21. júní 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÖRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Óvenjuleg en at- hyglisverð samþykkt Dagur greindi frá því í gær að ný hafnar- nefnd Siglufjarðarbæjar hefði á fyrsta fundi sínum í fyrradag samþykkt samhljóða til- lögu um að nefndarmenn þæðu ekki laun fyrir störf sín á því kjörtímabili sem nú er hafið. Með þessari samþykkt vilja nefndar- menn leggja lóð á vogarskálarnar í þeim niðurskurði sem óumflýjanlegt er að fram- kvæma á útgjöldum bæjarsjóðs Siglufjarð- ar, en sem kunnugt er á bærinn í talsverð- um fjárhagsörðugleikum. í frétt Dags er bent á að sparnaður Siglufjarðarbæjar vegna þessarar ákvörðunar hafnarnefnd- armanna verði væntanlega talsverður, því hafnarnefnd hafi á undanförnum árum ver- ið ein starfsamasta nefndin á vegum bæjarins og haldið marga fundi. Þeir sem sitja í nefndum á vegum sveit- arfélaga fá í flestum tilfellum greitt fyrir þau nefndarstörf. Segja má að slíkt sé regla í öllum stærri sveitarfélögum enda oftast um ærinn starfa að ræða og vart hægt að ætlast til þess að þeir sem hann inna af hendi geri það í sjálfboðavinnu. Auk þess er oft um það að ræða að fulltrúar í hinum ýmsu nefndum verði að fá frí frá sinni föstu vinnu til að sitja nefndarfundi. Með hliðsjón af þessu er ofangreind sam- þykkt hafnarnefndar Siglufjarðar í senn óvenjuleg og athyglisverð. Það vekur ennfremur athygli að Sveinn Björnsson, flutningsmaður tillögunnar í hafnarstjórn Siglufjarðar, er fulltrúi flokks, sem skipar minnihluta í bæjarstjórn Siglu- fjarðar, nánar tiltekið Framsóknarflokks. Sú staðreynd að fulltrúi minnihlutans í bæjarstjórn kemur með svo óvenjulega til- lögu um sparnað í útgjöldum bæjarins, sýnir svo ekki verður um villst að einhugur er í mönnum á Siglufirði um að rétta við stöðu bæjarsjóðs. Lausn á fjárhagsvanda Siglufjarðarbæjar virðist hafin yfir þann ágreining milli meiri- og minnihluta, sem svo oft gerir vart við sig, jafnt í sveitar- stjórnum sem á Alþingi. Með ákvörðun sinni sýna hafnarnefndarmenn á Siglufirði göfugt fordæmi við þær aðstæður sem ríkj- andi eru í fjármálum Siglufjarðarbæjar um þessar mundir. BB. fréttir Hér má sjá glaðbeitta harmonikuleikara úr Eyjafirði, en þeir munu væntanlega fjölmenna á landsmótið á Laugum. Mótið er öllum opið. Landsmót harmonikuunnenda um helgina: Nikkan og dans Landsmót harmonikuleikara veröur haidiö að Laugum í Reykjadal um helgina og er búist við að mörg hundruð manns komi og skemmti sér við dynjandi harmonikutón- list. Aðalfundur Sambands ís- lenskra harmonikuunnenda verður haldinn á föstudags- morgun og kl. 14 sama dag verður landsmótið formlega sett. Að sögn Sigurðar Friðriksson- ar, harmonikuleikara á Húsavík, er landsmótið haldið á þriggja ára fresti og er mótið á Laugum 3anin á tónleikum eikjum á það fjórða í röðinni. Áður hafa harmonikuunnendur haldið landsmót í Reykjavík, Borgar- nesi og Eyjafirði. Dagskráin er í stórum dráttum þannig að eftir setninguna á föstudaginn hefjast tónleikar. Þar koma fram einleikarar, dúettar og hljómsveitir. Um kvöldið verður sænski harmon- ikuleikarinn Nils Flecke með tón- leika og síðan verður slegið upp sannkölluðu harmonikuballi. Á laugardaginn verður dagskráin með svipuðu sniði í formi tón- leikahalds og dansleiks um kvöldið. Laugum Sigurður sagði að alls væru 14 harmonikufélög starfandi á land- inu og fulltrúar frá 11 félögum hefðu boðað komu sína á lands- mótið. Mótið er öllum opið og miðað við fyrri reynslu má búast við a.m.k. 500 manna skemmtun á Laugum um helgina. „Hótelið á Laugum er orðið fullt, en þar eru um 80 herbergi. Það er líka boðið upp á svefn- pokapláss en ég býst við að flestir gisti í tjöldum eða húsvögnum. Við eigum von á mörg hundruð manns og það eru allir velkomn- ir,“ sagði Sigurður. SS Akureyri: Vinnutími unglinga - svar frá bæjarritara „í Degi í gær var opið bréf til bæjarstjornar Akureyrar fra tveimur ungum stúlkum þar sem spurt er: „Af hverju var vinnutími unglinga styttur um helming?“ Eg vil gjarnan f.h. bæjarstjórnar svara þessari spurningu. Þegar bæjarstjórn Akureyrar samþykkti fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs fyrir þetta ár var gert ráð Leiðrétting í blaðinu síðastliðinn þriðjudag var rangur myndatexti undir mynd frá útskrift Menntaskólans á Akureyri. Þar sést Jóhann Sig- urjónsson setja hvítu húfuna á koll einum nemenda sinna og ranghermt var að þar sé á ferð Gísli Pálsson. Hið rétta er að þessi nemandi heitir Halldór Halldórsson og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. JÓH Þungatakmarkanir á Lágheiði: Leiðrétting í frétt í blaðinu í gær um þunga- takmarkanir á Lágheiði, stóð að á veginum væri tveggja tonna öxulþungi. Hið rétta er að á veg- inum er tveggja tonna heildar- þungi og leiðréttist það hér með óg biðjumst við velvirðingar á þessum mistökum. fyrir svipuðum fjölda unglinga í unglingavinnunni á þessu sumri eins og undanfarin ár og 13 og 14 ára unglingar fengju hálfs dags vinnu en 15 ára heilsdagsvinnu í 7 vikur í sumar. Til þessa voru veittar í fjárhagsáætluninni kr. 21.977 þús. Skráningu í unglingavinnuna lauk í maí og kom þá í ljós að mun fleiri höfðu iátið skrá sig í ár en undanfarin ár, sérstaklega 15 ára unglingar, f. 1975. Reyndust þeir vera um 200 talsins í stað 75 sem áætlað hafði verið. Hér var vandi á ferð. Til þess að halda vinnutíma óbreyttum hefði þurft að finna ný Tuttugusta og fimmta þing Sjálfsbjargar, Landssamband fatlaðra, var sett í gær í nýjum samkomusal í Sjálfsbjargar- húsinu, Hátúni 12, Reykjavík. Aðalmál þingsins eru endur- skoðun laga um málefni fatlaðra og húsnæðismál. Við þingsetninguna í gær ávarpaði Jóhann Pétur Sveins- son, formaður landssambands- ins, þingið. Jóhanna Sigurðar- og meiri verkefni, ráða fleiri verkstjóra, auka tækjakost til muna og taka lán til þessa sem næmi 30-40 milljónum króna. Þessi leið var ekki talin fær. Hinsvegar ákvað bæjarstjórn að veita öllum sem um höfðu sótt einhverja úrlausn. Hún veitti við- bótarfjárveitingu til unglinga- vinnunnar að upphæð kr. 10 milljónir, en varð að stytta vinnu- tímann úr heilsdagsvinnu í hálfs- dags hjá 15 ára unglingum. Þetta þótti mönnum að vísu ekki góður kostur en þó betri en þurfa að vísa mörgum frá vinnu.“ Valgarður Baldvinsson, bæjarritari. dóttir, félagsmálaráðherra, flutti einnig ávarp. Um kvöldið var matarboð í boði Reykjavíkur- borgar að Kjarvalsstöðum. Þinginu verður slitið á laugar- dagskvöld. Mörg mál eru á dagskrá að venju, en þar sent hér er jafnframt um afmælisþing að ræða sitja það allmargir heiðurs- gestir Sjálfsbjargar. Nánar verð- ur greint frá þinginu síðar í Degi. EHB Sjálfsbjörg: Afimælislandsþing sett í gær í Sjálfsbjargar- húsinu í Reykjavík

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.