Dagur - 21.06.1990, Page 6

Dagur - 21.06.1990, Page 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 21. júní 1990 Svæðisbundnir markaðir á íslandi: Vörur og þjónusta í Reykjavík og á Akureyri hafa mikið aðdráttarafl - gluggað í fróðlega skýrslu um innkaupavenjur landsmanna Dagur greindi nýlega frá könnun á innkaupa- venjum íslendinga þar sem m.a. kom fram aö Akureyringar versla mest allra í sinni heima- byggð og að Raufarhafnarbúar sækja hárskurð gjarnan til Reykjavíkur. Við höfum nú fengið skýrsluna „Svæðisbundnir markaðir á íslandi“ í hendur en Iyar Jónsson hjá Félags- og hagvís- indastofnun Islands vann skýrsluna með aðstoð Verðlagsstofnunar. Pessi rannsókn beindist annars vegar að því að greina svæðis- bundna markaði og tengslin milli þeirra eins og þau birtast í inn- kaupum heimilanna. Hins vegar beindist hún að því að kanna töl- fræðileg tengsl samkeppnisstigs og verðlags á svæðisbundnum mörkuðum. Fyrri hluti skýrslunnar er kom- inn út og þar er að finna fróðleg- ar töflur yfir innkaup heimila á svæðisbundnum mörkuðum og milli slíkra markaða. Par eru jafnframt töflur yfir svörun, lag- skiptingu svarenda, fjölda heim- ilismanna í hópi svarenda, aðrar upplýsingar um spurða og brott- fall. Við skulum rýna dálítið í þessa skýrslu. Er verðmyndun svæðisbundin? Rannsóknin beindist að 37 sveit- arfélögum á landinu, en þau voru valin eftir stærð og var miðað við sveitarfélag með um eða yfir 1000 íbúa 1. desember 1988. Hérverð- ur ekki farið út í hvernig könnun- in var unnin en við skulum líta á helstu niðurstöðurnar. „Ef mörk svæðisbundins mark- aðar eru skilgreind þannig að 70% útgjalda heimila í viðkom- andi flokki vöru eða þjónustu séu innan markaðarins, kemur í ljós að tvö sveitarfélög rannsóknar- innar skera sig úr sem „hreinir svæðisbundnir markaðir“. Petta eru Reykjavík og Akureyri. íbú- ar þessara sveitarfélaga kaupa yfir 70% allrar vöru og þjónustu sem rannsóknin tekur til innan sveitarfélagsins. Eitt sveitarfélag sker sig úr þar sem það er ekki „hreinn svæðisbundinn markað- ur“ í neinum flokki vöru og þjón- ustu sem kannaðir voru í rann- sókninni. Umrætt sveitarfélag er Sandgerði.“ Fram kemur að því smærri sem sveitarfélög eru og því nær Reykjavík sem þau eru þeim mun ólíklegra er að viðkomandi sveitarfélag sé svæðisbundinn markaður. Mikill munur er á sveitarfélögum í Suðurlandskjör- dæmi og þeim sem næst eru Reykjavík í Vesturlandskjör- dæmi og Reykjaneskjördæmi annars vegar og hins vegar sveit- arfélögum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Niðurstöður benda til að ísland sé ekki einn markaður heldur fjölmargir svæðisbundnir markaðir sem einkum eru bundn- ir við sveitarfélög. „Pessi niður- staða gæti bent til þess að verð- myndun sé svæðisbundin fremur en að hún mótist á landsvísu af lögmálum framboðs og eftir- spurnar eins og gerist ef landið er einn markaður," segir í skýrsl- unni. Heimaverslun á Akureyri, Húsavík og Sauðárkróki Við ætlum að einblína á Norður- lahd í þessari samantekt. Ef við lítum á innkaup milli markaða þá beinast innkaup utan sveitarfé- lags á Norðurlandi vestra einkum til Akureyrar og Reykjavíkur. íbúar á Sauðárkróki og Blöndu- ósi versla meira í Reykjavík en á Akureyri, en Siglfirðingar beina innkaupum sínum hins vegar frekar til Akureyrar. Á Norðurlandi eystra skiptast innkaup utan sveitarfélags í þrjú horn. Akureyringar versla nær einvörðungu í Reykjavík. Ólafs- firðingar, Dalvíkingar og Húsvíkingar versla hins vegar nær eingöngu á Akureyri þegar þeir versla utan síns sveitarfé- lags. Raufarhafnarbúar skipta sínum innkaupum milli Akureyr- ar, Húsavíkur og Reykjavíkur og versla mest á Akureyri en minnst á Húsavík af þessum þremur sveitarfélögum. Ef við lítum á öll innkaup inn- an sveitarfélags að meðaltali þá er niðurstaðan þessi: Akureyri (95,75%), Húsavík (93,49), Sauðárkrókur (91,13), Blönduós (83,49), Siglufjörður (80,13), Olafsfjörður (74,53), Dalvík (71,40) og Raufarhöfn (62,31). Þeir sem selja vörur og þjónustu á þessum stöðum geta e.t.v. dregið einhvern lærdóm af þess- um niðurstöðum og skulum við líta nánar á þær. Hvaða vörur kaupa menn síst í eigin sveitarfélagi? Tökum þá vöruflokka sem koma lakast út þegar rætt er um verslun í heimabyggð og byrjum á Norð- urlandi vestra. Siglfirðingar kaupa aðeins 43,68% af fatnaði innan sveitar- félagsins og 55% af skófatnaði. Blöndósingar kaupa 60% af íþróttavörum innan sveitarfélags- ins og Siglfirðingar 60,67%. Blöndósingar og Sauðkrækingar kaupa 40% af húsgögnum í heima- byggð og Siglfirðingar 31,43%. Þá kaupa Blöndósingar aðeins 6,67% af hljómflutningstækjum innan sveitarfélagsins. Loks má nefna að Blöndósingar kaupa 40,53% af bílavarahlutum heima í héraði og Siglfirðingar 26,36%. Þá er það Norðurland eystra. Dalvíkingar skera sig nokkuð úr því þeir kaupa aðeins 75,71% af kjötvörum og 70,48% af hrein- lætisvörum í sinni heimabyggð, sem er lægsta hlutfallið á Norðurlandi. Nálægðin við Akureyri hefur greinileg áhrif. Raufarhafnarbúar kaupa 50% af snyrtivörum innan sveitarfé- lagsins og aðeins 15,39% af hár- snyrtingu karla. Akureyringar kaupa 80,32% af fatnaði innan bæjarins og er það lægsta finnan- lega hlutfallið í þessum 34 vöru- flokkum á Akureyri. Dalvíkingar kaupa 32,38% af fatnaði í heima- verslunum og Ólafsfirðingar 40%. Þá kaupa Dalvíkingar að- eins 4,76% af skófatnaði innan sveitarfélagsins, Ólafsfirðingar 48,09% og Raufarhafnarbúar 23,53%. Raufarhafnarbúar kaupa 37,69% af íþróttavörum í heima- byggð og 29,23% af blómum. Þegar litið er á húsgögn horfir dæmið þannig við: Akureyri 82,22%, Dalvík 9,09%, Húsavík 69,17%, Ólafsfjörður 13,64% og Raufarhöfn 0% innan sveitarfé- lagsins. Dalvíkingar kaupa 10% af hljómplötum heima í héraði, Ólafsfirðingar 47,69% og Rauf- arhafnarbúar 30%. Dalvíkingar kaupa 20% af hljómtækjum, Ólafsfirðingar 50% og Raufar- hafnarbúar 2,50% innan sveitar- félagsins. Þannig mætti áfram telja. Raufarhafnarbúar kaupa 15,71% af heimilistækjum, 0% af bílavarahlutum, 18% af bílavið- gerðum og 44% af raftækjavið- gerðum innan sveitarfélagsins. Ólafsfirðingar kaupa 10% af pípu- lagningavinnu og Dalvíkingar 23,57% af bílavarahlutum í heimabyggð. Blöndósingar kaupa húsgögn m.a. í Hafnarfirði Næst skulum við spá í tengsl milli markaða og skoða vörur og þjón- ustu sem sveitarfélögin á Norðurlandi sækja utan heima- byggðar. Hér á undan kom fram hvaða vörur þau sækja í önnur sveitarfélög en nú skulum við athuga hvert þau sækja þær. Lítum fyrst á Blönduós. íbúar þar kaupa 8,33% af húsgögnum á Akureyri, 8,33% í Hafnarfirði(l) og 40% í Reykjavík. Til Akur- eyrar sækja þeir 8% af skófatnaði en 23,50% til Reykjavíkur. Þá kaupa þeir 16,67% af hljómtækj- um á Akureyri og 76,67% í Reykjavík. Þeir sækja 21,50% af fatnaði til Reykjavíkur, 36,43% af íþróttavörum, 26,15% af hljómplötum og 55,26% af bíla- varahlutum. Sauðárkrókur. íbúar þar kaupa 7% af fatnaði, 5,56% af blómum og 7,89% af bygginga- vörum á Akureyri. í Reykjavík kaupa þeir 12,50% af fatnaði, 12,11% af bókum, tímaritum og ritföngum, 10% af íþróttavörum, 43,33% af húsgögnum, 10% af heimilistækjum og 10,71% af bíla- varahlutum. Siglufjörður. íbúar Siglufjarð- ar sækja aðeins viðgerðir á raf- tækjum til Sauðárkróks (9,09%) en þeir kaupa mikið frá Akureyri og Reykjavík. Helstu flokkar sem þeir sækja til Akureyrar eru 14,21% af fatnaði, 17,33% af íþróttavörum, 40% af húsgögn- um, 18,18% af bílavarahlutum, 18,75% af raflögnum og raf- lagnaviðgerðum og 16,67% af gólfdúka- og teppalögn. Til Reykjavíkur sækja þeir 35,79% af fatnaði, 28,42% af skófatnaði, 22% af íþróttavörum, 28,57% af húsgögnum, 30% af búsáhöld- um, 20% af hljómflutningstækj- um, 22,73% af heimilistækjum, 23,64% af verkfærum, 55,45% af bílavarahlutum, 20% af hjól- börðum og hjólbarðaviðgerðum og 16,67% af gólfdúka- og teppa- lögn. Dalvíkingar sækja mikið til Akureyrar Þá er það Norðurland eystra og byrjum á Akureyri. Akureyring- ar sækja lítið af vörum og þjón- ustu til annarra sveitarfélaga og þá aðeins til Reykjavíkur. Þar kaupa þeir t.d. 5,48% af fatnaði, 6,77% af skófatnaði, 17,78% af húsgögnum, 8,33% af hljóm- flutningstækjum, 6,67% af bygg- ingavörum, 6,92% af bílavara- hlutum og 8,13% af gólfdúka- og teppalögn. Reyndar má finna tvö önnur sveitarfélög sem Akureyr- ingar sækja til í örlitlum mæli. Þeir kaupa 0,33% af kjötvörum á Húsavík og 0,36% af bílavið- gerðum á ísafirði! Dalvík. íbúar þar kaupa mikið á Akureyri í nær öllum vöru- flokkum og töluvert sækja þeir suður. Lítum aðeins á helstu flokka og hér kemur yfirlit yfir það sem þeir kaupa mest á Akur- eyri: Kjötvörur 24,29%, aðrar matvörur (ekki fisk og mjólkur- vörur) 21,43%, ferskt grænmeti 19,05%, hreinlætisvörur 29,52%, fatnaður 49,52%, skófatnaður 61,90%, íþróttavörur 27,33%, húsgögn 78,18%, búsáhöld 45,38%, hljómplötur 35%, hljómflutningstæki 70%, heimil- istæki 33,08%, verkfæri 23%, bílaviðgerðir 20,83% og bíla- varahlutir 28,57%. Frá Raufarhöfn. íbúar þar kaupa 60,77% af hársnyrtingu karla í Reykjavík og 11,54% í Keflavík. Þeir kaupa 11,11% af hljómplötum í Vestmannaeyj- um og 34% af bílaviðgerðum á Húsavík. Fataverslanir á Akureyri og í Reykjavík hafa mikið aðdráttarafl fyrir minni sveitarfélög á Norðurlandi. Dalvíkingar kaupa töluvert af kjötvörum og öðrum matvælum á Akureyri, þó ekki fisk, og yfirleitt sækja þeir mikið til Akureyrar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.