Dagur - 21.06.1990, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 21. júní 1990 - DAGUR - 11
9_____________fþróttir
Knattspyrna:
Guðmundur og Þórður vöktu
mikla athygU í Skotlandi
- Guðmundur sá yngsti sem leikið hefur í 1. deild
Guðmundur Benediktsson,
Þór, og Þórður Guðjónsson,
KA, vöktu töluverða athygli er
þeir félagar léku með íslenska
landsliðinu, skipuðu leik-
mönnum 18 ára og yngri, í
Skotlandi fyrir skömmu. Ut-
sendarar liða af Bretlandseyj-
um fylgdust með Ieikjum liðs-
ins og að sögn eins fararstjóra
íslenska liðsins hrifust þeir
greinilega af frammistöðu
Guðmundar og Þórðar og voru
duglegir við að spyrjast fyrir
um þá.
íslandsmcistarar Tindastóls í körfuknattleik, stúlknaflokkur. Fyrsta lið Tindastóls síðan 1976 til að verða íslands-
meistari. Aftari röð frá vinstri: Brynja Dröfn Jónsdóttir, Gunnur Björk Hlöðversdóttir, Kristjana Jónasdóttir,
Birna Valgarðsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Helga Margrét Pálsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Edda Matthíasdóttir og
Friðdóra Friðriksdóttir. Fremri röð: María Sævarsdóttir aðstoðarþjálfari, Elísabct Sigurðardóttir, Heba Guð-
mundsdóttir, Berglind Pálsdóttir, Sigríður Hjálmarsdóttir, Selma Reynisdóttir, Inga Dóra Magnúsdóttir, Lind Ein-
arsdóttir, Júlía Pálmadóttir, Inga Huld Þórðardóttir og Valur Ingimundarson þjálfari liðsins.
Þriðja Vélamót
GA fer fram í dag
- Arnar og Sigurpáll efstir
Þriðja Vélamót Golfklúbbs
Akureyrar fer fram á Jaðars-
velli í dag. Leiknar eru 9 holur
með forgjöf og mega menn
fara út hvenær sem þeir óska á
tímabilinu frá kl. 13-19. Ekki
þarf að skrá sig sérstaklega í
mótin. Allur ágóði af þeim
rennur til vallarnefndar GA og
verður honum varið til tækja-
kaupa eða framkvæmda við
vöilinn.
Þegar tveimur mótum er lokið
eru Arnar Birgisson og Sigurpáll
G. Sveinsson efstir með 12 stig.
Þórarinn B. Jónsson er í þriðja
sæti með 11.33 stig og jafnir í
fjórða til fimmta sæti eru Sævar
Jónatansson og Gísli Jónsson
með 8.33 stig. Gylfi Kristjánsson
og Guðmundur Finnsson hafa
hlotið 7.5 stig hvor og Gunnar
Jakobsson kernur skammt á eftir
með 7 stig.
Þeir sem hafa misst úr mót og
hafa áhuga á að bæta það upp
geta farið tvo hringi við tækifæri.
Einnig geta menn farið aftur ef
þeir eru ósáttir við árangur sinn
af einhverjum ástæðum.
Knattspyrna 2. flokkur:
Þór vann Blika og
KA hélt jöfnu í Garðabæ
Þórsarar sigruðu Brciðablik
4:0 og KA gerði jafntefli 1:1
gegn Stjörnunni í 2. flokki
Islandsmótsins í knattspyrnu á
mánudagskvöldið. Þórsarar
mættu Blikunum á Þórsvellin-
um en KA-menn sóttu Stjörn-
una heim í Garðabæ.
Þórsarar höfðu mikla yfirburði
í leik sínum við Breiðablik á
Þórsvellinum og hefði sigur
þeirra hæglega getað orðið
stærri. Blikarnir náðu þó að
Mjólkurbikarinn:
KS-Tindastóll
á Siglufirði
- á þriðjudaginn kl. 20
Dregið hefur verið um heima-
leik KS og Tindastóls í Mjólk-
urbikarkeppni KSÍ og kom
nafn KS upp úr hattinum.
Leikurinn verður því á Siglu-
firði nk. þriðjudagskvöld og
hefst hann kl. 20.
Það lið sem sigrar í viðureign-
inni tryggir sér sæti í 16 liða úr-
slitum Mjólkurbikarsins. Þess má
geta að talnaglöggir menn hafa
fundið út að þegar lið hafa mæst
með skömmu millibili í íslands-
móti og bikarkeppni hefur sigur-
liðið í fyrri leiknum gjarnan tap-
að þeim seinni. KS og Tindastóll
mætast einmitt í 2. deildinni á
föstudaginn og samkvæmt þessu
ætti að vera hægt að ráða í úrslit
bikarleiksins eftir þá viðureign.
íslenska liðið lék tvo æfinga-
leiki við Skota ytra seint í síðasta
mánuði og lauk þeim báðum með
1:1 jafntefli. Guðmundur og
Þórður stóðu sig mjög vel í
leikjunum og skoraði Guðmund-
ur t.d. bæði mörk íslenska
liðsins.
Þess má geta að Guðmundur
Benediktsson kom inn á sem
varamaður í leik Þórs og Vals í
Hörpudeildinni í fyrrakvöld.
Guðmundur varð þar með yngsti
knattspyrnumaður sem leikið
hefur í 1. deild hérlendis. Guð-
mundur var þá 15 ára og 290 daga
en Sigurður Jónsson, sem nú
leikur með Arsenal, var yngsti
leikmaðurinn fram að þeim tíma,
var 15 ára og 303 daga er hann
lék með ÍA gegn KA 24. júlí
1982.
Einar Jón Einarsson er á leið til Spánar í næsta mánuði.
Akureyrskur badmmtonþjáJfari
sest á skólabekk á Spáni
- dvelur í vikutíma undir handleiðslu
átta fremstu þjálfara í Evrópu
Ungur badmintonþjálfari á
Akureyri, Einar Jón Einars-
son, mun í júlí halda til Sant-
ander á Spáni og dvelja í viku-
tíma í Evrópuskóla fyrir band-
mintonþjálfara. 20 þjálfarar
víðs vegar úr Evrópu setjast
á skólabekk þessa viku og
verða tveir þátttakendur frá
íslandi, Einar Jón og Reykvík-
ingurinn Árni Þór Hallgríms-
son. Einar Jón mun einnig
nota tækifærið og dvelja í
vikutíma í æfingabúöum í
Englandi hjá Andrew Ryan
sem er einn virtasti badmin-
tonþjálfari heims og er um
þessar mundir landsliðsþjálfari
Noregs.
Einar Jón sagði í samtali við
Dag að hann hefði sótt um inn-
göngu í skólann til badminton-
sambandsins og umsókn hans
verið samþykkt þar. Skólinn
hefst sunnudaginn 22. júlí og
stendur yfir til 28. júlí. „Þetta
verður stíft prógramm. Það verður
byrjað kl. 8 á morgnana og verið
að til 10 á kvöldin alla dagana.
Þarna verða badmintonspilarar
frá mörgum Evrópulöndum í
þjálfun, þar af þrír frá Reykja-
vík, og þeir verða undir leiðsögn
nemendanna í skólanum. Það
verða átta yfirþjálfarar í skólan-
um og það er óhætt að segja að
þeir séu allir með fremstu þjálf-
urum í Evrópu í dag. Við munum
m.a. fylgjast með þeim kenna
spilurunum og taka síðan við
þjálfuninni," sagði Einar Jón.
í skólanum verða fyrirlestrar á
hverjum degi, farið verður í
nýjungar í badminton með sér-
stakri áherslu á spil og leikskipu-
lag. Þá verður einnig farið vand-
Iega í alhliða þjálfun, t.d. lyfting-
ar í tengslum við badminton,
þrekþjálfun og meðferð meiðsla.
Nemendur þurfa að búa til 1-2
æfingaprógrömm á dag og skól-
inn endar á lokaverkefni þar sem
nemendurnir skipuleggja æfingar
til eins árs fyrir stóran klúbb.
Einar Jón fer út á vegum
badmintonsambandsins og mun
það sjá um að greiða uppihaldið
á Spáni. „Þetta verður strembið
og maður þarf að undirbúa sig vel
en þetta er örugglega þess virði,“
sagði hann.
Einar Jón hefur leikið bad-
minton í sjö ár og þjálfað í
fjögur. Hann hóf þjálfaraferil
sinn sem aðstoðarþjálfari hjá
Hollendingnum Gustaf Valberg
sem var þjálfari hjá TBA á sínum
tíma. Hann hefur nú verið ráðinn
þjálfari hjá TBA næsta vetur og
mun sjá um alla þjálfun hjá félag-
inu auk þess sem hann verður
með námskeiðahald utan Akur-
eyrar.
standa í þeim framan af en gátu
ekki komið í veg fyrir að Axel
Vatnsdal næði forystunni með
marki í fyrri hálfleik.
í síðari hálfleik réðu Þórsarar
ferðinni og bættu við þremur
mörkum. Axel var aftur á ferð-
inni og skoraði annað mark Þórs,
Sverrir Ragnarsson bætti því
þriðja við og Orri Ormarsson
innsiglaði svo sigurinn.
KA-menn voru hins vegar
heppnir að sleppa með jafnteflið
í Garðabænum. Leikurinn var í
jafnvægi framan af en Stjörnu-
menn fengu óskabyrjun er þeir
skoruðu á 1. mínútu. Skapti Ingi-
marsson jafnaði metin fyrir KA
fyrir hlé en í síðari hálfleik voru
Stjörnumenn mun sterkari aðil-
inn og sóttu stíft. KA-menn náðu
þó að halda hreinu og fóru heim
með stig.
Axel Vatnsdal skoraði tvívegis fyrir
Þór gegn Breiðabliki.