Dagur - 27.06.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 27.06.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 27. júní 1990 Duglegir Hríseyingar í gróðursetningu: Hafa gróðursett 30.000 plöntur frá 1984 fréttir Alls verða gróðursettar um 10.000 trjáplöntur í Hrísey í sumar. Búið er að gróðursetja um 4000 plöntur þegar en alls verða gróðursettar um 7000 plöntur í tengslum við átakið Landgræðsluskóga og 3000 f Sigurfari ÓF: Á lúðuveiðar suður fyrir land Sigurfari ÓF-30 frá Ólafsfirði er nú að búa sig undir það að fara á línuveiðar suður fyrir land. Báturinn fer á lúðuveiðar, en miðin eru djúpt suður og vestur af landinu, eða um 100 mílur. Þeir bátar sem hafa verið á þess- ari lúðuslóð að undanförnu hafa fiskað ágætlega, en það gæti hins vegar breyst á tiltölulega skömm- um tíma. Kvóti Sigurfara er nú að verða búinn, og ætlar útgerðin að geyma það sem eftir er af honum til haustsins, en lúðan er hins vegar utan kvóta. Þetta er síðasta kvótatímabilið sem er það sama og almanaksár- ið, en næsta kvótatímabil verður aðeins frá 1. janúar 1991 til 31. júlí 1991, en þar eftir verður kvótatímabilið frá 1. ágúst til 31. júlí. Þessar ákvarðanir eiga hins veg- ar eftir að hljóta samþykki Alþing- is eins og kunnugt er, en væntan- lega munu þær hljóta staðfestingu löggjafarþingsins fljótlega eftir að það kemur saman í haust. GG Krossanes: Engrnn hluthafafundur Hluthafafundinum í Krossa- nesi, sem taka átti ákvaröanir um framtíð fyrirtækisins í Ijósi nýrra upplýsinga, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Eins og áður hefur komið fram er ljóst að mun kostnaðarsamara verður að byggja upp í Krossanesi < en áður hafði verið talið. Upphaflega stóð til að halda hluthafafundinn á föstudaginn í síðustu viku, en honum var frest- að þar til á þriðjudag. í gær varð ljóst að ekkert yrði af fundinum, og ekki lá fyrir hvenær hann yrði haldinn. EHB plöntur á vegum Hríseyinga sjálfra. Hríseyingar hafa verið mjög duglegir við gróðursetningu á síðustu árum. Þegar þetta sumar verður liðið hafa verið gróður- settar í eynni um 30.000 plöntur frá árinu 1984 eða á annað hundrað plöntur á íbúa í eynni. Þetta hlutfall hlýtur því að teljast gott miðað við önnur sveitarfé- lög. Guðjón Björnsson segir að gróðursetningin fari fram sam- kvæmt skipulagi. Gróðursett er í skipulagða reiti umhverfis þorpið og í átaksverkefninu er gróður- sett á staði þar sem gróður er minni. Þá má geta þess að Hrís- eyjarhreppi var úthlutað 150 þús- und krónum til göngustígagerðar og segir Guðjón að unnið verði fyrir þessa peninga þegar gróð- ursetningunni verði lokið. JÓH í- n£',r. ■ .... • ,■ , ------------... . ..... .. •• ’ •»*»« "i’ Beltagrafan fór á bólakaf í fenið, umrótið í kring varð þegar stjórnandi hennar reyndi án árangurs að grafa sig upp. Á innfelldu myndinni er Stefán Þengilsson að grafa frá vélinni svo koma megi á hana 3ja tommu togvír. Mynd: ehb Byggingarland við Vestursíðu á Akureyri reyndist rennblaut mýri: „Lóðimar eru ekki byggingarhæfar Um helgina sökk beltagrafa í eigu Stefáns Þengilssonar á bólakaf í mýri við Vestursíðu á Akureyri. Jarðvegurinn á þessu svæði er ákaflega gljúpur, svo ekki sé meira sagt, og er þetta í annað skiptið á einni viku sem nota þarf stór- virkar vinnuvélar til að ná gröfunni upp þarna. Stefán er undirverktaki hjá Fjölnis- mönnum hf. við að grafa fyrir grunni fjölbýlishúss við Vest- ursíðu 32-38. Þegar beltagrafan var komin á staðinn reyndist jarðvegurinn svo blautur að erfitt var að athafna sig. Vatnið streymdi úr renn- blautri mýrinni, og breyttist á örskammri stundu í fen. Belta- grafan var ekki að moka þegar hún fór á kaf, heldur var verið að aka henni milli staða þegar hún sökk skyndilega. Nota þurfti jarðýtu og aðra þungavinnuvél til að ná Atlas-vél Stefáns Þengilssonar úr sjálfheld- unni. Verktakar og vinnuvél- stjórar sem þarna komu sögðu að Akureyrarbær hefði þurft að ræsa landið fram áður en lóðum þessum var úthlutað, svo hægt væri að athafna sig með þungar vinnuvélar. Jarðvegurinn er ótrúlega laus í sér; fullorðinn - segir Þorgeir Jóhannesson Fjölnismaður maður þarf ekki annað en að hoppa til að fá jörðina til að skjálfa í margra metra fjarlægð. Verktakarnir sem voru á staðnum ræddu um að afar kostn- aðarsamt gæti verið að vinna í slíkum kringumstæðum. Vélarn- ar festust, og tæki stundum heil- an dag að ná þeim upp með ærn- um tilkostnaði. Dæmi væru um að leggja þyrfti vegi að þunga- Vöruhynning Kynnum Emmess hversdagsís fimmtudaginn 28. júní frá hl. 15-18 Kynningan/erð: 1 lítri kr. 225,- 2 lítrar kr. 362,- vinnuvélum sem festust í drullu- pyttum. Þorgeir Jóhannesson, einn Fjölnismanna, segir að lóðirnar séu greinilega ekki í byggingar- hæfu ástandi. Bærinn hefði átt að ræsa fram landið áður en lóðirn- ar voru afhentar. „Þetta leit ekki svona illa út þegar við skoðuðum þetta í vor. Lóðirnar eru ekki byggingarhæfar þegar vélarnar sökkva niður án þess að vera byrjaðar að vinna, við akstur á landinu. Þarna hefði þurft að vinna grunnana í vetur þegar frost var í jörðu,“ segir hann. Þess má geta að nokkur bygg- ingafyrirtæki hafa fengið lóðir á þessu svæði, og þurfa væntanlega undirverktaka til að grafa grunn- ana. EHB Grunnmynd: Vegagerð ríkisins Akureyri til Akureyrar Framkvæmdir við Leiruveg og Drottningarbraut - skyggðu svæðin sýna umferðareyjar Leirunesti Drottningarbraut Norðurlandsvegur við Drottningarbraut: Þrenginguin og umferðareyjum komið upp - hlutverk umferðareyjanna og yfirborðsmerkinganna að forma umferðarmynstrið á gatnamótunum, að sögn umdæmisverkfræðings Vegagerðarinnar Kjörbuð KEA Brehhuaötu 1 Þessa dagana er verið að ganga frá þrengingum og umferðar- eyjum á Norðurlandsvegi við Drottningarbraut, til móts við Leiyunestið. Þar sem um þjóðveg að ræða hefur Vega- gerð ríkisins með framkvæmd- ir að gera. Guðmundur Svafarsson, umdæmisverkfræðingur Vega- gerðar ríkisins á Akureyri, segir að hlutverk umferðareyjanna og yfirborðsmerkinga sé að forma umferðarmynstrið á gatnamótun- um. Eyjarnar voru hannaðar árið 1986, en framkvæmdir hófust ekki að ráði fyrr en í vor. Reiknað er með að búið verði að ganga frá eyjum og yfirborðs- merkingum að fullu eftir tíu daga eða svo. Til skýringar á því hvernig umferðareyjunum er ætlað að stýra umferð má taka eftirfarandi dæmi: Ökumaður sem kemur úr norðri og ætlar að beygja austur Leiruveg verður að skipta um akrein. Eyjan þrengir aðkomuna að gatnamótunum þannig að að- eins þeir sem ætla beint áfram geta ekið á hægri akreininni. Eft- ir að frágangi er að fullu lokið á öllum að vera ljóst hvernig aka ber á þessum stað. Meðfylgjandi teikning er frá Vegagerð ríkisins. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.