Dagur - 27.06.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 27. júní 1990
............ ■ ■ - "■#■■■ ■ ■ 1 " 1
\
„Trúin er nauðsynleg, hvort sem
við erum rík eða fátæk“
- spjallað við sr. Gísla Gunnarsson í Glaumbæ
Glaumbær í Seyluhreppi er meðal elstu kirkju-
staða á íslandi. Talið er að kirkja hafí verið þar allt
frá elleftu öld, en Jón Arason gerði staðinn að
prestssetri vorið 1550. Sr. Gísli Gunnarsson hefur
um átta ára skeið verið sóknarprestur í Glaumbæj-
arprestakalli, en hann tók við af föður sínum, sr.
Gunnari Gíslasyni, árið 1982.
Glaumbæ er lýst þannig í
Jarða- og ábúendatali Skagafjarð-
Börnin á prestssetrinu að leik í góða veðrinu.
arsýslu 1781-1952, II. bindi:
„Glaumbær á Langholti var eitt
af stórbýlum héraðsins, talinn 90
hundruð að dýrleika að fornu
mati, voru þá meðtaldar hjáleig-
urnar Mikligarður, Jaðar og
Meðalheimur, sem talið er að
hafi farið í eyði í harðindunum
um 1700, en áður var þar byggð
langvarandi, þar voru síðar beit-
arhús frá Glaumbæ. Auk þessara
býla var eyðibýlið Selrindi á
Glaumbæjareyju, sem getið er
um í gömlum lögfestum fyrir
Glaumbæ.
Á 18. öld voru byggð úr
Glaumbæjarlandi býlin Hátún og
Húsabakki og um 1858 þurrabúð-
in Bjarnabúð eða Finnsbúð,
bjuggu þar Finnur yngri Finnsson
og Sigurrós Vigfúsdóttir kona
hans, er lengi voru í Laugar-
brekku, og svo Eyjólfur Ólafsson
og kona hans Sigurbjörg Krist-
jánsdóttir. Bjarnabúðar er síðast
getið í manntalsskýrslum 1866.
Talið er að þurrabúð þessi hafi
staðið þar sem Nýibær var síðast
byggður skömmu fyrir aldamótin
1900 og prestsseturshúsið stendur
nú.
Árið 1861 var Glaumbær með
öllum hjáleigum metinn á 78,2
hundruð, þar af var heimajörðin
talin 40 hundruð. Árið 1922 var
heimajörðin metin 107 hundruð
kr. og 1942 á 103 hundruð kr.
Glaumbær var bændaeign og
oft höfðingjasetur. Síðastir ver-
aldlegra höfðingja, er þar sátu,
voru þeir Teitur ríki Þorleifsson
og Rafn lögmaður Brandsson,
tengdasonur Jóns biskups Ara-
sonar. Rafn særðist til ólífis í ein-
vígi fyrir karldyrum í Glaumbæ
árið 1529. Eftir dauða Rafns náði
Jón Arason Glaumbæ undir sig
og gerði jörðina að prestssetri
(beneficium) vorið 1550, og hefir
það haldist síðan.
Talið er, að kirkja hafi verið
í Glaumbæ síðan á 11. öld. í
Þorfinns sögu karlsefnis segir, að
Snorri sonur Þorfinns hafi látið
gjöra kirkju að Glaumbæ. Glaum-
bæjarkirkja var helguð Jóni
baptista.
I Glaumbæ stendur einn hinna
gömlu og stóru torfbæja, sem nú
eru að mestu horfnir, og er elsti
hluti hans talinn frá fyrri hluta
19. aldar. Bærinn er eign ríkisins,
og á að varðveitast sem sýnishorn
þess byggingarlags sem tíðkaðist
á stórbýlum í Skagafirði og víðar
á síðari öldum. Glaumbær er
eign Kirkjujarðasjóðs.“
Þjónar fjórum sóknum
En gefum nú sóknarprestinum
orðið. Hann var spurður um
æsku og uppruna, og tildrög þess
að hann varð sóknarprestur í
Glaumbæ.
„Ég er fæddur 5. janúar árið
1957, á Sauðárkróki. Ég ólst upp
í Glaumbæ, því foreldrar mínir
bjuggu hér. Faðir minn, Gunnar
Gíslason, var prestur hér á staðn-
um frá 1943, en móðir mín heitir
Ragnheiður Ólafsdóttir. Þau
bjuggu í Glaumbæ þar til ég tók
við brauðinu árið 1982. Þá fluttu
þau til Varmahlíðar, í hús sem
þau höfðu byggt þar.
Faðir minn var alþingismaður
um árabil, og frá níu ára aldri bjó
ég í Reykjavík. Sótti ég þar
skólanám allt þar til ég útskrifað-
ist frá Háskóla íslands 1982. Frá
barnsaldri dvaldi ég því aðallega
á sumrin í Glaumbæ.“
Gísli gekk í Menntaskólann í
Reykjavík, og þaðan útskrifaðist
hann sem stúdent vorið 1977. Að
því búnu fór hann í guðfræði-
deild H.í. um haustið sama ár.
Eiginkona hans heitir Þuríður
Þorbergsdóttir, en hún er frá
Brúnahlíð í Aðaldælahreppi. Þau
eiga fjögur börn.
Gísli hafði áhuga á fleiru en
guðfræði og prestsstarfi á mennta-
skólaárunum. „Ég hafði líka
áhuga á að fara í dýralæknisnám,
og kannaði það erlendis, en
niðurstaðan varð þessi, að fara í
guðfræði. Ég útskrifaðist úr
deildinni eftir fimm ára nám árið
1982. Þetta var viðburðaríkt
sumar, því við Þuríður giftum
okkur skömmu eftir að ég lauk
námi. Um haustið tók ég við
starfi sóknarprests hér í Glaum-
bæjarprestakalli.“
Áuk þess að vera prestur
þriggja sókna Glaumbæjar-
prestakalls þjónar sr. Gísli tveim-
ur kirkjum í Barðssókn í
Fljótum.
„í Glaumbæjarprestakalli eru
þrjár sóknir og jafnmargar
kirkjur; Víðimýrarkirkja,
Glaumbæjarkirkja og Reyni-
staðarkirkja. íbúar í þessum
sóknum voru samtals 437 þann 1.
desember 1989. Auk þess er ég
einnig prestur í Fljótum, þar eru
tvær kirkjur í sömu sókninni,
Barðssókn; Barðskirkja og
Knappsstaðakirkja í Stíflu. I
Knappsstaðakirkju er messað
einu sinni á ári, en það er lítil og
ákaflega vinaleg kirkja, búið að
gera hana upp. í Barðskirkju er
messað oftar. Barðssókn tilheyrir
ekki Glaumbæjarprestakalli,
heldur er um að ræða aukaþjón-
ustu sem ég hef haft með hönd-
um í nokkur ár. í Barðssókn eru
um 150 manns.“
Prestsstarfið er fjölbreytt
- Reyndist prestsstarfið hér vera
eins og þú hafðir hugsað þér,
þegar þú tókst við því?
„Ég þekkti vel til á staðnum og
einnig til starfa föður míns hér
áður. Þetta var því svipað, en
samt miklu fjölbreyttara starf en
ég hafði reiknað með. Margt
tengist prestsstarfinu, beint og
óbeint, og e.t.v. kom mér mest á
óvart að það var langt frá að vera
einskorðað við helgihald, athafn-
ir og slíka þætti, heldur mannlífið
almennt. Éámennið gerir líka að
verkum að ég er í ýmsum nefnd-
um sem tengjast ekki kirkjunni.“
- Eru samgöngur erfiðar á
vetrum í þeim sóknum sem þú
þjónar?
„Samgöngur eru mjög góðar
hér í sveitinni, og undantekning
ef ég kemst ekki leiðar minnar.
En Fljótin eru allt annar kafli.
Oft er erfitt að koma á messu í
Barðskirkju að vetrinum vegna
snjóa.“
- Hvernig skiptist messuhald
milli kirknanna?
„Ég hef þá stefnu að messa að
meðaltali einu sinni í mánuði í
hverri kirkju. Þó er það svo að
venjulega eru eitthvað fleiri
messur yfir árið í Glaumbæ en á
hinum stöðunum. í Seyluhreppi
eru tvær sóknir, Víðimýri og
Glaumbær, Varmahlíðarhverfið
tilheyrir Víðimýrarsókn, en Víði-
mýrarkirkja er gömul torfkirkja.
Bekkir eru þar frekar harðir og
litlir. Mér finnst fólk úr Varma-
hlíðarhverfi sækja messur í
Glaumbæ alveg eins vel og í
Víðimýrarkirkju. Barnastarf að
vetrinum er líka sameiginlegt, og
þá verður Glaumbæjarkirkja oft-
ar fyrir valinu en hinar kirkjurn-
ar. Sunnudagaskóli er hvern
sunnudag klukkan 11. Oft er
sunnudagaskóli haldinn í félags-
heimilinu í Varmahlíð. Rétt við
Reynistað er skóli sem heitir
Melsgil, þangað fer ég einnig á
veturna vegna barnastarfs.“
- Hvernig fellur þér við prests-
starfið?
„Ég kann ágætlega við það. í
haust er ég búinn að þjóna í átta
ár, og tíminn hefur liðið ákaflega
hratt. Mér finnst ekki svo langt
um liðið frá því ég byrjaði. Okk-
ur hjónum líkar báðum vel, kona
mín er sjúkraliði að mennt og á
Glaumbæjarkirkja stcndur á einum elsta kirkjustað landsins. Myndir: hhb