Dagur - 30.06.1990, Blaðsíða 5
Laugardagur 30. júní 1990 - DAGUR - 5
er spurður hvort þetta eilífa flakk
verði ekki vanabindandi og minni
ævintýraljómi yfir því þegar á
líður. Ástralska ríkið er eigandi
flugvélanna og því eru þessar vél-
ar notaðar í þágu hins opinbera
til hvers lags verkefna. „Við för-
um t.d. og náum í drottningu
Breta þegar hún kemur í heim-
sóknir til Ástralíu eða förum með
forsætisráðhcrrann þegar hann
fer í opinberar heimsóknir," seg-
ir Ronald. í margra augum kann
að vera mikill ljómi yfir því að
fljúga um loftin blá með þessi
stórmenni en Ronald segir sig
skipta það litlu með hverja hann
fljúgi; vinnan sé alltaf eins.
Á eftirlaun 38 ára
„Eins og með allt þá er gaman að
starfa við það sem maður hefur
rrtéstan áhuga á og ég hef alltaf
haft áhuga á flugvélum. Pegar
maður fer að gera þetta aö aðal-
starfi þá dvínar áhuginn. Ég hef
þó enn gaman af þessu en gæti
hugsað mér að breyta einhvern
tímann til og gera flugið að tóm-
stundagamni.
Já, hver veit nema maður söðli
um og fari að gera eitthvað allt
annað. Það góða við flugherinn
er að maður kemst á eftirlaun eft-
ir 20 ára starf þannig að eftir 3 ár
get ég farið á þau. Ég segi svo
sem ekki að þau séu neitt há en
þau nægja fyrir því nauðsynleg-
asta."
Ekki sambærileg lönd
íslendingum hættir til að ganga
mjög langt í samanburði á öllum
sköpuðum hlutum. Þetta á ekki
síst við um lífskjörin hér heima
og lífskjör erlendis. Ronald er
ekki ánægður með þessa saman-
burðargleði og segir það fráleitt
að bera saman ísland og Ástral-
íu. Þessi lönd séu svo gjörólík að
íslandsferð Ronalds bar að
með sérstæðum hætti því honum
bauðst að vinna á flugvél sem
flaug frá Ástralíu til London og
fara á sama hátt til baka að þrem-
ur vikum liðnum. Þennan tíma
notaði hann til íslandsferðar,
heimsóknar til vina og ættingja
sem hann hafði ekki séð síðustu
tólf árin. Ronald starfar eins og
áður segir sem flugvélstjóri en til
þess starfs lærði hann hjá ástr-
alska flughernum. Nú flýgur
hann um heiminn á Boeing 707
þotum og farmurinn er allt frá
forsætisráðherrum og drottning-
um til varahluta í flugvélar. Ron-
ald býr skammt fyrir utan Sydney
ásamt konu sinni og syni. Móðir
hans býr enn í Ástralíu en hún
hefur verið tíðari gestur heima á
íslandi en Ronald. Þrátt fyrir að
íslandsheimsóknirnar hafi verið
fáar er hann vel heima í því sem
gerist á íslandi og svo er reyndar
einnig um konu hans því tímarit-
ið Iceland Review er mikið lesið
á heimilinu. En hvernig var það
Ronald Pretlove fyrir framan húsið nr. 26 við Oddeyrargötu á Akureyri þar sem hann bjó sem barn. „Ég var aldrei sáttur við að fara héðan og flytja til
Ástralíu. Hver veit nema maður eigi eftir að koma aftur þegar maður tekur að eldast.“ Myndir: KL
á engan hátt sé hægt að bera sam-
an lífskjörin. „Auðvitað er margt
gott í Ástralíu en það er líka
margt sem mér finnst gott hér
heima. Sem dæmi get ég nefnt
verslanirnar. Hér er gott að
versla vegna þess að íslenskar
verslanir selja einungis fyrsta
flokks vöru," segir Ronald og
leiðir talið að íslenska matnum
sem liann hefur oft saknað.
„Að vísu hefur maður fengið
sendingar að heiman og þá er
harðfiskurinn skammtaður á
heimilinu. Ég fæ að vísu stundum
mat að heiman þegar ég heim-
sæki móður mína en þó er margt
sem ég hef ekki fengið síðan ég
kom síðast. Til dæmis lét ég það
verða mitt fyrsta verk þegar ég
kom til systur minnar í Garðabæ
á dögunum að biðja um skyr. Það
hafði ég ekki fengið í 12 ár,“ seg-
ir Ronald og hlær.
Líða ekki önnur 12 ár
til næstu heimsóknar
„Ég hef aldrei slitnað með rótum
frá íslandi. Þessi tengsl eru í
blóðinu og ég held að ég hafi ver-
ið orðinn of gamall þegar ég fór
til að slitna frá æskustöðvunum.
Ég held ennþá svolitlum tengsl-
um við gamla vini hér heima og
hér á ég systur og nána ættingja.
Ég er ákveðinn í því að láta ekki
líða önnur 12 ár þangað til ég
kem næst. Eins og er stefnum við
á að koma hingað um þarnæstu
jól og þá vildi maður helst geta
komið hingað til Akureyrar og
upplifað aftur hvít jól eftir allan
þennan tíma. Ég efast um að ég
eigi eftir að koma til íslands að
sinni. Ég er í það minnsta ákveð-
inn í því að sonur niinn upplifi
ekki það sem ég gerði, þ.e. að
flytja milli landa á unga aldri. Ég
segi ekki að þegar ég verði orð-
inn eldri geti ég hugsað mér að
koma aftur heim. Tíminn verður
bara að skera úr þessu." JÓH
Vildi ekki yfirgefa
Akureyri
„Ja, það að flytjast til Ástralíu
var ekki svo slæmt. Að flytjast
frá Akureyri var enn verra. Ég
var rétt búinn með barnaskólann
þegar ég flutti í burtu og var eig-
inlega hálf sár við mömmu fyrir
það að hafa flutt. En maður
komst smám saman yfir þetta. Ég
var fermdur í Gnúpverjahreppi í
maí 1969 og tveimur mánuðum
seinna vorum við komin til
Ástralíu. Fósturföður mínum,
sem er breskur, þóttu skattarnir
háir á íslandi og auk þess átti
hann bróður í Ástralíu og tvo
syni frá fyrra hjónabandi þannig
að þetta lá beinast við. Við fórum
fyrst til Perth í Vestur-Ástralíu
og þar byrjaði ég í skóla. Fyrsta
árið gekk svona sæmilega. Ég var
enn leiður og ég man að ég lá yfir
landakorti og var búinn að
ákveða hvað leið ég ætlaði að
fara heim aftur þegar ég hefði
safnað nægum peningum. Ég vildi
ekki tala við fólk en þegar á leið
fór ég að komast inn í málið og
upp frá þessu tóku áætlanirnar að
breytast.“
Þegar skólagöngunni lauk árið
1973 sneri Ronald sér strax að
flughernum ástralska. Aldrei
hafði neitt annað komið til greina
en læra til starfa tengdum flug-
inu enda hafði áhuginn á öllu sem
tengdist flugi alltaf verið til
staðar. „Ég byrjaði fyrst í grunn-
námi á stað sem heitir Adelaide
og því næst fór ég á stað sem heit-
ir Wagga-Wagga og þar byrjaði ég
að læra flugvirkjun. Leiðin lá síð-
ar til Perth á ný og þegar ég var
búinn að fá nóg af því að vinna
við viðgerðir á vélunum ákvað ég
að læra til flugvélstjóra. Því námi
lauk ég árið 1980 og við það hef
ég starfað síðan.“
Flýgur með forsætis-
ráðherra og drottningar
Starfinu fylgja mikil ferðalög og
Ronald kinkar kolli þegar hann
Þrjátíu og fjögurra ára gamall og getur farið á eftirlaun innan fárra ára.
„Margt gott í Ástralíu en líka margt gott hér heima. Þessi lönd er ekki hægt
að bera saman.“
*
I starfi sínu sem flugvélstjóri hjá ástralska flug-
hernum hefur Ronald Pretlove margoft flogið yfír
æskustöðvar sínar á íslandi. Hann hefur oft sagt
við félaga sína í áhöfninni að það væri allt í lagi þó
einhverra hluta vegna þyrfti að lenda á íslandi,
hann gæti séð um samskiptin við Islendingana
enda altalandi á íslensku sjálfur. Og þrátt fyrir að
21 ár sé liðið frá því hann flutti með móður sinni og
fósturföður til Ástralíu svarar hann alltaf spurning-
um um uppruna sinn þannig að hann sé íslending-
ur.
„Frá Akureyri fór ég árið 1967
þá 11 ára gamall og flutti fyrst til
Kópavogs og síðan austur að
Búrfellsvirkjun. Ég er fæddur í
Oddeyrargötu 26 á Akureyri en
þegar ég var tveggja ára fluttum
við í Oddeyrargötu 24 og þar
vorum við þangað til við fluttum
suður," sagði Ronald þegar Dag-
ur hitti hann að máli á Akureyri í
síðustu viku en á æskustöðvar
sínar hafði hann ekki komið í tólf
ár.
fyrir 13 ára strákgutta að flytjast
yfir hnöttinn og byrja upp á nýtt
á nýjum stað?
Flugvélstjóri hjá ástralska flughemum
heimsækir æskustöðvamar á Akureyri:
Verst var að yfirgefa Akureyri
- segir Ronald Pretlove