Dagur - 30.06.1990, Side 20

Dagur - 30.06.1990, Side 20
Helgarveðrið: Betra vestan Tröllaskagans Norðanáttir verða ríkjandi norðanlands um helgina, eða norðvestan gola og skýjað til landsins. Stinningskaldi og þokusúld verður á miðum og annesjum næsta sólarhring og verður svipað á sunnudag. Norðlenaingar ættu samt að losna við úrkomu og sjá eitthvað til sólar. Skárra veðri er spáð á Norðurlandi vestra en því eystra. Svalt verður að nóttu til og hita- stig að degi til ætti að ná 10 stig- um í besta falli. Veðurblíðan verður því áfram á Suðurlandi um helgina, enda er starfsfólk Veðurstofu íslands að fara í dagsferð í Þórsmörk í dag! -bjb Sprengisandsleið: Opnuð um miðjan júlí Töluverður snjór er enn víða á hálendinu, og margir hálend- isvegir lokaðir. Reiknað er með að helstu leiðir opnist um miðjan næsta mánuð. Sprengisandsleið er lokuð, og ekki útlit fyrir að verði fært fyrr en um miðjan júlí upp úr Eyja- fjarðardal. Vegurinn upp úr Bárðardal verður fær eitthvað fyrr. Nokkrir hálendisvegir hafa verið opnaðir, og fært er t.d. um Mývatnsöræfi í Oskju og Herðu- breiðarlindir, í Drekagil og Kverkfjöll. Að sögn vegaeftirlitsmanns á Akureyri hafa fjallvegir opnast heldur fyrr í ár en venjulega, og er útlitið með því betra sem ger- ist í þessum efnum. Sprengi- sandsleið er venjulega opnuð um miðjan júlímánuð, en þær leiðir sem seinast opnast verða ekki færar fyrr en í ágúst. EHB Landsmót hestamanna: Þijátíu svart- klæddir á vakt Lögreglun á Sauðárkróki undirbýr sig af kappi fyrir Landsmót hcstamanna á Vindheimamelum, en mót- ssvæðið var opnað í gær. AIIs verða 30 lögreglumenn á vakt, þar af koma 17 auka- lega frá Akureyri, Blöndu- ósi og Siglufirði. Ekki mun veita af liðsinni ef 12 þúsund gestir mæta á lands- mótið. Þetta er þó ekki met- fjöldi lögreglumanna á vakt á vegum lögreglunnar á Sauðár- króki því á Landsmóti hesta- manna ’82 á melunum voru 36 löggur á vakt þegar mest lét. bjb Fjör á 60 ára afmæli Búnaðarbankans Búnaðarbanki Islands fagnaði 60 ára afmæli sínu í gær og var mikið um dýrðir í útibúunum um land allt. A Akureyri lék lúðrasveitin fjörug lög í tilefni af afmælinu og starfsfólk Búnaðarbankans bauð viðskipta- vinunum upp á kaffi, konfekt og kökur. Börnin fengu límmiða og mynd af íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu. Knattspyrnubræðurnir knáu, Ormarr og Þorvaldur Örlygssynir, árituðu myndina í gær. Þá gaf Búnaðarbankinn viðskiptavinum landgræðslupoka á þessum tímamótum. SS/Mynd: KL Útilistaverk á Akureyri: Sigling í sjónmáli Akureyringar hafa eflaust tek- ið eftir umfangsmiklu lista- verki sem er risið austan Skipagötu á horninu við Kaup- vangsstræti. Þetta er útilista- verkið sem bæjarstjórnin ákvað að reisa í tilefni af 100 ára afmæli KEA fyrir fjórum árum. Verkið nefnist Sigling og er eftir Jón Gunnar Arna- son. Upphaflega átti útilistaverkið að rísa í suðurenda göngugöt- unnar en fallið var frá þeirri stað- setningu, enda verkið mjög stórt og nýtur sín betur á opnu svæði. Valgarður Baldvinsson, bæjar- ritari, sagði í samtali við Dag að uppsetningu verksins væri ekki endanlega lokið. Steyptur var stöpull og verkinu komið fyrir á honum en það á enn eftir að ganga frá stöplinum. Þegar þess- ari vinnu er lokið verður Sigling formlega afhjúpuð. Sigling er þriðja útilistaverkið sem rís á Akureyri á þessu ári. Hin eru Farið við Strandgötu og Óðinshrafninn við Menntaskól- ann. SS Skýrsla NILU, norsku loftrannsóknastofnunarinnar, kynnt í gær: Flúor-markalína dregin 4 km í norður og suður frá áJbræðslu á Dysnesi • - sambærileg markalína fyrir brennistein 1 km frá verksmiðjunni Að afloknum fundi íslensku stóriðjuviðræðunefndarinnar og fulltrúa aðilanna þriggja sem standa að Atlantsál er Ijóst að nú koma aðeins þrír staðir til greina fyrir nýtt álver hér á landi, Keilisnes á Reykja- nesij Eyjafjörður og Reyðar- fjörður. Fjórði kosturinn sem rætt var um í þessu sam- Landsmót skáta hefst við Úlf- ljótsvatn á morgun, sunnudag, og verður sett annað kvöld. Alls eru skráðir 1450 skátar á mótið, þar af koma 211 af Norðurlandi. Starfsmenn verða 150 og búist við fjölda manns í fjölskyldubúðirnar. Þetta verður alþjóðlegt skáta- mót, því skátar frá 14 þjóð- löndum mæta til leiks. Lands- mótið stendur yfir í viku. Af þeim 211 sem koma frá Norðurlandi, eru 123 frá Akur- eyri, 47 frá Dalvík, 32 frá Sauð- árkróki, 7 frá Þórshöfn og 2 frá Raufarhöfn. Þar með eru staðirn- ir upptaldir en reiknað er með Blöndósingum í fjölskyldubúð- irnar. Að sögn Kristjönu GrímsdQtt- ur, framkvæmdastjóra lands- mótsins, er gert ráð fyrir að um 2000 manns verði á mótssvæðinu. bandi, Hafnarfjörður, er nú ekki lengur inni í myndinni. Samkvæmt skýrslu NILU, norsku loftrannsóknastofnun- arinnar, sem opinberlega var kynnt í gær, eru svokölluð flúor-skaðleysismörk 4 km í norður og suður frá hugsan- legri 200 þúsund tonna ál- bræðslu á Dysnesi við Eyja- Skátarnir munu ekki sitja auðum höndum næstu viku, því nóg verður um að vera. Þema mótsins er Undraland og er svæðinu skipt í 5 þorp sem bera heiti úr sögunni um Lísu í Undralandi. Fjöl- skyldubúðirnar heita „Þorp Lísu“ og síðan eru nöfn eins og „Þorp hattarans", „Þorp kanín- unnar", „Þorp kattarins" og „Þorp frosksins“. Ungur ökumaður á rúntinum á Akureyri gerði víðreist við Ráðhústorgið sl. fimmtudags- kvöld. Hann ók á tvo kyrr- stæða bíla, fyrst við Lands- bankann og síðan við Nætur- söluna. Bíllinn sem stóð við fjörð. Þarna er miðað við þær kröfur sem Norðmenn setja um flúormengun frá sambæri- legri álbræðslu í Noregi. í skýrslu NILU, sem er all ítar- leg, er skýrt tekið fram að erfitt sé þó að draga klár fjögurra kílómetra viðmiðunarmörk sök- um þess að þarna hafi mikil áhrif Hvert þorp fær eitt dagskrár- svæði á dag og meðal svæða er Undraland, þar sem allt er risa- stórt, t.d. 2ja metra hár fótbolti. Ferðaþjónusta verður starfandi á svæðinu og skátum boðið upp á ferðir til Þingvalla, Nesjavalla, Gullfoss og Geysis, gúmbátaferð niður Hvítá og fleira. Landsmóti skáta lýkur sunnudaginn 8. júní. Landsbankann er nær ónýtur. Enginn meiddist í þessu „ævintýri“ ökumannsins, en bíll- inn hans skemmdist töluvert og þurfti að draga hann burtu af staðnum. Bíllinn sem stóð við Nætursöluna er einnig nokkuð skemmdur. -bjb þættir eins og hitastig, gróður- samsetning, rakastig, vindstig og fleira. Þetta ber að túlka svo að innan fjögurra kílómetra marka í norður og suður frá hugsanlegu álveri á Dysnesi sé hugsanleg áhætta fyrir búfénað. Flúoráhrif- in kunna, ef til langs tímabils er litið, að hafa áhrif á bein og tenn- ur búfénaðar. Hins vegar hefði slík flúormengun ekki áhrif á eldi kálfa og lamba, sem slátrað yrði að hausti. í skýrslunni er vitnað til vind- og hitamælinga Veðurstofu íslands í nágrenni Dysness. Sam- kvæmt þeim eru ríkjandi vindátt- ir á svæðinu suð- og norðlægar. Hitamælingar voru framkvæmdar í Vaðlaheiði og þær leiddu í ljós að lofthiti er ívið stöðugari yfir sumarmánuðina. Auk flúors er fjallað um brennisteins- og rykmengun frá hugsanlegri álbræðslu í skýrslu NILU. Hvað brennistein áhrærir segja skýrsluhöfundar að áhrifa brennisteins gæti ekki frá álveri á Dysnesi utan 1 km frá verksmiðj- unni og með vothreinsibúnaði færist þessi mörk nær verksmiðj- unni, eða 500-700 metra frá henni. Vothreinsibúnaður myndi, því samkvæmt skýrslu NILU, færa viðmiðunarmörk fyr- ir brennistein nær verksmiðjunni um 3-500 metra. í ljósi þess er sett spurningarmerki við nauðsyn vothreinsibúnaðar við verksmiðj- una. Samkvæmt skýrslu NILU eru viðmiðunarmörk dreifingar ryks á bilinu 50-150 metra frá hugsan- legri álbræðslu á Dysnesi. óþh Landsmót skáta hefst á morgun: 211 norðlenskir skátar við Úlfljótsvatn - þema mótsins er Undraland Lísu -bjb Akureyri: Ok á tvo kyrrstæða bfla

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.