Dagur - 30.06.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 30. júní 1990
Laugardagur 30. júní 1990 - DAGUR - 11
Senn líður að því að nýr bæjarstjóri taki til starfa á Akureyri. Það er Halldór
Jónsson sem tekur við af Sigfúsi Jónssyni, en síðustu fimm árin hefur Halldór ver-
ið framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Reiknað er með að
Halldór hefji störf í stól bæjarstjóra um mánaðamótin júlí-ágúst. Fram að þeim
tíma þarf Halldór að ganga frá sínum málum hjá FSA og koma væntanlegum arf-
taka inn í starfið. Til að kynna nýjan bæjarstjóra Akureyrar og þann mann sem
þar býr á bak við var Halldór fenginn í helgarviðtal Dags. Það fór fram á skrif-
stofu hans á FSA. Viðtalið er meira hugsað til kynningar á ferli nýja bæjarstjór-
ans, frekar en að rekja úr honum garnirnar varðandi nýja starfið. Margt fróðlegt
kom í Ijós varðandi fortíð Halldórs og hefur hann ekki setið auðum höndum um
dagana.
Halldór er Akureyringur í húð
og hár og ætti því að vera mörg-
um hnútum kunnugur í sínum
heimabæ. Halldór er fæddur á
Akureyri í nóvember 1950, eða
fyrir rúmum 39 árum og að hans
sögn liggja ættir hans varla út fyr-
ir kjördæmið. Föðurættin er
framan úr Eyjafirði og nágrenni
Akureyrar og móðurættin liggur
úr Svarfaðardal og Mývatnssveit.
Af nafntogaðri mönnum í ætt
Halldórs má nefna afa hans,
Steingrím Steinþórsson, fyrrv.
ráðherra og búnaðarmálastjóra.
Lít á mig sem Akureyring
„Ég lít á mig sem Akureyring og
er uppalinn hérna. Ég gekk þessa
hefðbundnu skólagöngu á Akur-
eyri og útskrifaðist sem stúdent
frá Menntaskólanum á Akureyri
árið 1970 af eðlisfræðideild.
Ég er alinn upp í ólíku
umhverfi miðað við hvernig það
er í dag, hlutirnir hafa breyst svo
mikið. Ég naut þess sem barn og
unglingur að vera alinn upp að
hálfu leyti í sveit hjá afa mínum.
Hann bjó úti í Þorpi, sem þá var
og heitir í rauninni enn að hálfu
leyti, og hafði smávegis búskap.
Það fylgir honum umgengni við
húsdýr, heyskapur og því um
líkt. Ég hafði mjög gaman af
þessu, ekki það að ég hefði áhuga
á búskap sem framtíðarstarfi
heldur það að kynnast honum.“
Ætlaði í arkitektúr
en endaði í viðskiptafræði
Halldór fór snemma á vinnu-
markaðinn og um fermingaraldur
var hann kominn í venjubundin
verkamannastörf og starfaði síð-
ar mikið við fiskvinnslu, togara-
löndun og annað það sem til féll.
En hvað vildi Halldór verða í
æsku?
„Ég hreinlega minnist þess
ekki að hafa haft neinar ákveðn-
ar hugmyndir um það í æsku. Það
var ekki fyrr en á menntaskóla-
árunum að ég fór að velta hlutun-
um fyrir mér. Þá ætlaði ég mér að
fara í arkitektúr og húsagerðar-
list og sótti um skólavist í þeim
tilgangi í Þýskalandi. Áhugamál-
in á þeim árum voru mikið varð-
andi byggingar og húsnæði. En
ég fékk reyndar ekki svar frá
Þýskalandi fyrr en ég var kominn
suður í Háskólann í viðskipta-
fræði haustið 1970.“
Kynntist upphafi tölvu-
vinnslu ríkisbókhaldsins
- Hvaða störf stundaðir þú á
menntaskóla- og háskólaárum
þínum?
„Á menntaskólaárunum vann
ég við fisk, fyrst í frystihúsi og
sfðan í togaralöndun, að undan-
skildu einu ári þegar ég vann í
sláturhúsi KEA. Eftir að ég byrj-
aði í háskólanum vann ég í
togaralöndun eitt eða tvö sumur.
Á öðrum vetri í háskólanum fór
ég að vinna mcð námi hjá ríkis-
bókhaldi í bókhaldsvinnu. Það
var líka sumarvinna að hluta til
þannig að þá fóru störfin að
sveigjast inn á þá braut sem ég
var að læra til. Vinnan hjá ríkis-
bókhaldi var mjög gagnleg og
ánægjuleg. Á þeim tíma var ríkið
að byrja á tölvuvinnslu bókhalds
og ég naut þess að taka þátt í því.
Það fannst mér lærdómsríkt og
mjög gefandi tími. Það var ann-
ars konar tölvuumhverfi þá en nú
og ótrúlegt að hugsa til baka
hvað þetta hefur breyst á skömm-
um tíma.“
- Hvenær laukst þú námi í
háskólanum?
„Störf mín hjá ríkisbókhaldinu
með náminu urðu þess valdandi
að ég tók mér hlé á náminu í
nærri tvö ár til þess að vinna við
þessa tölvuvæðingu. Við þetta
seinkaði mér töluvert og lauk
ekki námi fyrr en í janúar 1977,
þá sem viðskiptafræðingur."
Framkvæmdastjóri FSA
í fímm ár
Það var fleira sem tafði Halldór í
námi en vinnan hjá ríkisbók-
haldi. Hann var mikill áhuga-
maður um blakíþróttina, bæði
sem leikmaður og þjálfari. Við
víkjum síðar að blakinu og fleiri
áhugamálum Halldórs en hvað
fór hann að gera að Ioknu námi í
háskólanum?
„Þá fór ég að vinna hjá heild-
sölufyrirtæki í Reykjavík sem
heitir Málmvörur og flutti inn
ýmsar bygginga- og bílavörur. Ég
vann einnig um svipað leyti hjá
GT-búðinni, sem verslaði með
bílavörur, og vann hjá þessum
fyrirtækjum þar til ég kom norð-
ur til Akureyrar í ágúst 1980. Þá
fór ég að vinna hjá Norðlenskri
tryggingu, sem síðar varð
umboðsfyrirtæki og vann þar
þangað til í maí 1984. Við tók
starf skrifstofustjóra á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri,
sem ég gegndi í eitt ár. Frá því í
ágúst 1985 hef ég verið fram-
kvæmdastjóri sjúkrahússins, eða
í tæplega fimm ár.“
Hef verið sagður dellukarl
Halldór er kvæntur Þorgerði
Guðlaugsdóttur, kennara í Síðu-
skóla á Akureyri, og eiga þau tvo
stráka, 17 og 18 ára, sem eru í
námi í MA og VMA. „Svo erum
við með tvo ketti á heimilinu, svo
allir fjölskyldumeðlimir verði nú
ánægðir,“ segir Halldór með bros
á vör. Halldór og Þorgerður, sem
er Akureyringur, kynntust fyrst
1968 á Vaglaskógarhátíð. „Þá
hófst formlegt samband en manni
gengur illa að átta sig á því hvað
þetta líður fljótt!“
- Mundir þú segja að þú værir
þessi „týpíski“ fjölskyldufaðir?
„Sennilega er betra fyrir aðra
að dæma um það en ég kann vel
að hafa skoðun á því, engu að
síður. Ég verð að játa það, þegar
ég lít til baka, að ég hefði viljað
haga sumum hlutum á annan veg
og þá er ég að líta í eigin barm.
Mikill tími framan af okkar
sambúð og ekki síst á yngri árum
strákanna fór í annað heldur en
að hugsa um fjölskylduna. Ég hef
verið sagður dellukarl á vissum
sviðum og ég neita því ekkert. Ef
ég tek eitthvað að mér eða tek
þátt í einhverju þá reyni ég að
gera það með fullum huga og án
nokkurs hálfkáks. Þátttaka mín í
blaki og þátttaka í rallakstri á
sama tíma varð þess valdandi að
það var farið snemma morguns
að heiman og komið ákaflega
seint heim á kvöldin, án þess að
ég sæist mikið þar á milli. Helg-
arnar voru einnig mjög upptekn-
ar. Barnauppeldið hlýtur þess
vegna að hafa mætt margfalt
meira á eiginkonunni, þannig að
ég get ekki hælt mér af þeim
þætti.“
Fyrsti íslandsmeistari
í rallakstri
- Ef við víkjum þá aðeins að
áhugamálunum. Nú ert þú fyrsti
íslandsmeistari í rallakstri.
Hvernig bar það til?
„Ég sigraði ásamt aðstoðar-
ökumanni mínum, Úlfari Hauks-
syni, í fyrsta ralli á íslandi vorið
1975. Það hét reyndar ekki ís-
landsmeistarakeppni, var bara
ein stök keppni og haldin á veg-
um FÍB. Þetta var auðvitað gam-
an en var öðruvísi rall heldur en í
dag, barn síns tíma. Bílarnir voru
kraftminni en engu að síður var
gaman að þessu. Ég „rallaði" á
árunum 1975-79 og fór í allar
keppnir nema eina á þeim tíma.
Mikill tími fór í rallið og þetta
gekk auðvitað ekki nema með
samvinnu margra góðra manna
og fyrirtækja sem studdu við bak-
ið á mér. Ég á einhverja titla sem
flokkasigurvegari en ekki heild-
arsigurvegari nema í þessu fyrsta
ralli. Bíllinn sem ég ók á var ekki
stór í sniðum, Fiat 128 Rally,
framhjóladrifinn og gulur að lit.“
Margfaldur meistari í blaki
Halldór smitaðist af blakveirunni
í MA og hafði þá aldrei séð
íþróttina áður. Þegar Halldór fór
í háskólanám suður hóf hann að
leika með ÍS. Fljótlega tók Hall-
dór einnig að sér þjálfun hjá
Stúdentum og fór tvö sumur í röð
til útlanda á þjálfaranámskeið,
1973 til Tékkóslóvakíu og ’74 til
Svíþjóðar. Halldór varð marg-
faldur íslands- og bikarmeistari í
blaki með Stúdentum á þessum
árum og 1975 var hann kjörinn
blakmaður ársins. Þá á Halldór
27 landsleiki að baki með blak-
landsliði íslands, frá fyrsta lands-
leik íslands 1974 á Ákureyri til
ársins 1979.
„Stúdentar nutu þess framar
öðrum liðum á þessum tíma að
við æfðum miklu meira heldur en
önnur lið. Kannski hafa líka þau
kynni sem ég hafði af blaki á er-
lendum vettvangi skilað sér
eitthvað. Það var góður andi í
þessum hópi hjá Stúdentum,
menn voru tilbúnir til þess að æfa
4-5 sinnum í viku, sem þekktist
ekki á þessum árum. Það er mín
sannfæring að þetta hafi skilað
sér,“ segir Halldór þegar hann
lítur til baka.
Fjölskyldan hefur
ferðast mikið
- Hvað með önnur áhugamál,
eins og t.d. jeppa- og snjósleða-
ferðir?
„Já, þú kemur inn á þau áhuga-
mál sem eru ofarlega í huga mín-
um í dag. Jeppaáhuginn þróaðist
á vissan hátt í kjölfar rallaksturs-
ins, þó að þar sé kannski svolítið
langt á milli. Ég hætti rallakstri
1979 og á svipuðum tíma fékk ég
lánaðan jeppa og fór mína fyrstu
fjallaferð. Síðan eignast ég jeppa
og hef átt síðan, að undanskildu
einu sumri. Ferðalög í óbyggðum
hafa átt hug okkar allan, frekar
en í byggð, þótt við höfum mikið
ferðast um landið eftir venjuleg-
um leiðum. Ferðalögin hafa verið
vinsæl innan fjölskyldunnar, svo
ég komi aftur að fjölskyldunni,
þá hef ég heldur bætt mig í seinni
tíð hvað það varðar. Fjölskyldan
fór lengi framan af öll saman í
þessar ferðir og gerir reyndar enn
þótt strákarnir séu orðnir þetta
gamlir.
Eins og á toppi
Mount Everest
Snjósleðaferðirnar hafa verið
farnar að vetri til. Að vísu hefur
konan ekki mikið fylgt mér í þær
ferðir, en það kannski stendur til
bóta. Sú vetrarferð sem stendur
upp úr er eiginlega síðasta ferðin
mín núna í maí sl.-Þá fórum við
sjö saman langa og mikla ferð frá
Oxnadalsheiði, gegnum Lauga-
fell, inn í Gæsavötnin og upp á
Vatnajökul. Við fengum fyrir-
taks veður, sól og blíðu, og
keyrðum suður eftir Vatnajökli.
Ferðin endaði með því að fara
upp á efsta topp íslands, Hvanna-
dalshnjúk. Það er mjög eftir-
minnilegt, að keyra eftir jöklin-
um og komast á þann stað sem
ekki nema hluti landsmanna
kemst á. Ferðin var um 600 kíló-
metra akstur á snjósleðum, frá
fimmtudegi til sunnudags."
- Þannig að þú getur státað
Fjölskylda Halldórs samankomin fyrir utan Flötusíöu 3. Frá vinstri: Þorgerður, Jón Torfi, Guölaugur Már og Halldór. Lengst til vinstri situr kisan Snotra makindalega á steininum, hin kisan, Griffla,
fékkst ekki á myndina. Mynd: kl
ífl 'll úi?
þig af því að hafa komist á hæsta
tind íslands?
„Já, og ég get getið þess í Ieið-
inni að við ákváðum að taka
íslenska fánann með okkur sem
við sáum í Gæsavötnum. Við
gengum vel frá honum og flögg-
uðum honum uppi á efsta tindi
íslands. Ég hef nefnt það að sú
tilfinning kom um okkur eins og
við hefðum náð að komast á topp
Mount Everest þegar við flögg-
uðum þarna.“
A nokkur áhugamál
til góða
- Ertu mikill dellukarl?
„Já, ég held ég verði reyndar
að viðurkenna það að einhvers
konar dellusýki er til staðar í
mér, ekki þó svo að ég hleypi
hverju sem er inn í mig. Ég hef
t.d. ekki fengið veiðibakteríuna
þó að ég hafi gaman af að veiða.
Ég hef mjög lítið gert af því að
fara í lax, held að ég hafi ekki
veitt nema einn lax um ævina.
Nokkra silunga hef ég veitt og
hef gaman af að veiða silung,
helst í vatni, en slíkar ferðir eru
fáar. Það er ekki hægt að koma
öllu fyrir í einu. Ég hef ekki held-
ur fengið golfbakteríuna, þannig
að ég á nokkur áhugamál til góða
sem ég get tekið upp síðar.“
Virkur í frjálsum
íþróttum með KA
- Ef við vendum okkar kvæði í
kross og snúum okkur að einni
samviskuspurningu. Hvort ertu
KA-maður eða Þórsari?
„Það er alveg ljóst að á mínum
barna- og unglingsárum var ég
virkur KA-maður. Ég keppti
fyrst í fótbolta sem strákur fyrir ;
KA og það þróaðist síðar út í i
frjálsar íþróttir. Það var nú ein
dellan, ég var í hlaupum, sfökk-
um og köstum á árunum 1965-68
og keppti á hverju einasta móti
sem haídið var fyrir minn aldurs-
hóp. Sjálfsagt hef ég verið.falinn
efnilegur á þeim árum, eins,.og
sagt er, og átti og setti nokkuð
mörg Akureyrarmet í mi'num
flokki. Ég man líka eftjr eip.u eða
tveimur íslandsmetum sem ég
setti, en þau standa örugglega
ekki ennþá.“
KA stendur nær
vegna fortíðarinnar
- Þannig að innra með þér ertu
KA-maður?
„Ef ég ætti að flokka mig öðr-
um hvorum megin, þá stendur
KA mér nær vegna fortíðarinnar.
Það er hins vegar erfitt að stimpla
mig því þetta hefur breyst með
árunum. Ég var burtu í 10 ár og
þegar ég kom hér aftur til Akur-
eyrar, þá þrítugur, voru tilfinn-
ingarnar einhvern veginn öðru-
vísi. Mér finnst meira virði að
horfa til þess sem er að gerast í
þessu málum. almennt. Börnin
mín eru Þórsarar, þannig að það
er jafnræði í þessu. Sem merki
þess þá hangir Þórsveifa í öðrum
bílnum og KA-bolti í hinum.
Þannig að ég vil flokka mig nokk-
uð hlutlausan. Það eru fleiri félög
hérna, ég hef æft öldungablak
með Óðni og eftir að ég kom aft-
ur norður þjálfaði ég bæði
UMSE og KA í blakinu.“
Fer frá FSA meö söknuöi
- Víkjum þá aftur að starfi þínu
hjá FSA. Þú byrjaðir sem skrif-
stofustjóri í eitt ár og tókst við
starfi framkvæmdastjóra fyrir
fiinm árum. Hvað er þér efst í
hugá effir þennan tíma hjá FSA?
,,Þ'áð er margs að minnast þótt
árín séu ekki fleiri í reynd. Sem
betúi1 fer hefur margt áunnist fyr-
ir stofnunina. Spítalinn hefur
eflst og húsákynnin stækkað.
Tækjabúnaður hefur batnað mik-
ið á þessu tímabili og það hefur
verið unnið markvisst að því að
gera spítalann hæfari til þess að
sinna sínu hlutverki. Ég held að
annars vegar þetta og hins vegar
þau samskipti sem ég hef átt við
starfsfólk sjúkrahússins og ýmsa
aðra utan þess, sé það sem efst er
í huga á þessum tímamótum. Það
er margs að minnast og ég verð
að játa það að það er ákveðinn
söknuður sem ég finn fyrir að
vera að fara frá FSA. í heildina
hafá þessi samskipti verið mjög
ánægjuleg og að mínu mati farið
mjög batnandi á seinni árum.
Starfsfólk spítalans hefur sýnt
vaxandi skilning fyrir rekstri
hans, okkur hefur gengið betur
að reka hann heldur en var á
árum áður. Þar á starfsfólkið
drjúgan þátt. Við höfum lent í
alls konar niðurskurði en ég segi
að við höfum mætt skilningi
stjórnvalda og ráðuneyta fyrir
ýmsu því sem við höfum verið að
berjast fyrir hjá FSA. Fyrir það
er ég mjög þakklátur.“
Áður en peningum verður
eytt þarf að afla þeirra
- Nú eru ákveðin tímamót í þínu
lífi þegar þú tekur við starfi
bæjarstjóra. Þér hefur kannski
ekki gefist mikill tími til að hugsa
um nýja starfið en sérðu fyrir þér
einhverja ákveðna málaflokka
sem þú munt berjast sérstaklega
fyrir í bæjarstjórastólnum?
„Það kann að hljóma svipað og
margir aðrir hafa sagt. Ég held að
flestir ef ekki allir bæjarfulltrúar
hafi talað mikið um atvinnumál.
Það er auðvitað undirstaða þess
að bæjarfélag geti dafnað og
þróast, að atvinnulíf sé í lagi. Það
eru allir sammála um að þar þarf
að bæta úr. Auðvitað verða síðan
mismunandi áherslur á hvað skuli
gera og hvernig. Meginmálið
verður að gera atvinnulífið sterk-
ara og fjölbreyttara.
Það er ljóst að áður en pening-
um verður eytt og ráðstafað, þá
þarf að afla þeirra. Stundum eru
hlutir auðvitað framkvæmdir fyr-
ir lánsfé, en það þarf engu að síð-
ur að vera tryggt að það sé hægt
að standa undir þeim fram-
kvæmdum. Það eru flest svið sem
menn vilja horfa til, en ég nefni
atvinnumálin fyrst. Síðan verð-
um við að skoða hvaða verkefni
það eru sem standa efst eftir.
Það er auðvitað
ósiður að...
Ég vil þó nefna að það einkennir
mörg fyrirtæki, sveitarfélög og
stofnanir að verkefni sem ráðist
er í eru kannski seint og illa
kláruð. Það er auðvitað ósiður að
vinna þannig. Ég hef sjálfur
kynnst því hér á spítalanum að
við erum með deildir sem eru
ekki fullkláraðar. Svo er rokið í
að útbúa eitthvað nýtt vegna þess
að það er þörf fyrir slíkt. Æski-
legt er að geta lokið við hvert
verkefni fyrir sig þannig að það
sé frá og ganga svo af fullum
krafti í það næsta.“
-Hvernig sérðu Akureyrarbæ
fyrir þér í nánustu framtíð?
„Ég vil í fyrsta lagi sjá í reynd
atvinnulífið traustara hér á Akur-
eyri. Þegar við náum því býður
það upp á ýmsa aðra möguleika.
Ég sé fyrir mér, að þessu upp-
fylltu, bæinn stækka og íbúum
fjölga. Akureyri hlýtur að eflast
sem þjónustumiðstöð á stóru
svæði. Samgöngur fara mjög
batnandi og það hlýtur að koma
til í auknum mæli sérhæfð þjón-
usta, staðsett á Akureyri. Við
höfum vísi að þessu hér, t.d. með
Fjórðungssjúkrahúsinu, sem er
eitt af fjórum stærstu sjúkrahús-
um landsins. Það býður upp á
margháttaða þjónustu sem ekki
fæst annars staðar fyrir utan
Reykjavík.
Tekjuöflun bæjarins
þarf að vera traust
Það leynast vafalaust fleiri mögu-
leikar á öðrum sviðum fyrir sam-
bærilega uppbyggingu. Mjög hef-
ur verið horft til ferðamála, sem
er sterkur þáttur í uppbyggingu
Akureyrar. í því sambandi þarf
að kappkosta að aukningin dreif-
ist á þau tímabil þar sem ekki eru
álagspunktar, þannig að meira
jafnvægi fáist. Það þarf að koma
til samstarf margra aðila um þró-
un og uppbyggingu staðarins.
Fyrir það fyrsta þarf tekjuöflun
bæjarins að vera traust. Það sem
verður ákvéðið að gera þarf að
vera gert í þeim tilgangi að það sé
arðvænlegt eða bæjarfélaginu og
bæjarbúum til heilla."
Ekki „fanatíkus“
gagnvart öðrum
- Næsta spurning brennur sjálf-
sagt heitt á vörum nokkurra
bæjarbúa. Mér skilst að þú sért
stakur bindindismaður. Verður
vín á boðstólum í veisluhöldum á
vegum Akureyrarbæjar þegar þú
tekur við?
„Það er rétt sem þú segir, ég
neyti ekki áfengis og nota ekki
tóbak. Ég hef hins vegar ekki lit-
ið á mig sem „fanatíkus" gagn-
vart öðrum. Ég hef oft sagt að
mér komi það ekki við hvað aðrir
gera, ég hef þetta svona. Ég hef
alla tíð umgengist fólk sem hefur
bæði reykt og neytt áfengis og
komist ágætlega af vegna þess í
gegnum tíðina. Um það hvort
einhver breyting verður hjá
Akureyrarbæ nteð minni komu
sem bæjarstjóri, þá verður það
að segjast eins og er að ég hcf
ekkert hugleitt þessa hluti. Ég
hef enn tíma til þess.“
Nýja starfíð leggst vel í mig
- Að Iokum Halldór, hvernig
leggst bæjarstjórastarfið í þig?
„Svo langt sem ég get hugsað
það, þá hlýt ég að segja að starfið
leggist vel í mig. Ég hlakka til að
takast á við verkefnið. Ég veit að
það eru margháttuð og margvís-
leg verkefni sem þar koma upp á
borð og fjölbreytileikinn mikill.
Það væri rangt og slæmt ef ég
hefði einhverja aðra skoðun þeg-
ar ég legg af stað. Þá ætti ég auð-
vitað ekki að taka þetta að mér ef
ég væri neikvæður. Það er hins
vegar ljóst að öllum nýjum hlut-
um fylgir einhver óvissa og óviss-
unni fylgir oft kvíði. Ég neita því
ekkert að það er vottur af slíkum
tilfinningum sem bærast inni í
mér. Það er gott að hafa hæfileg-
an skammt af því meðferðis, það
brýnir mann til þess að leggja
meira á sig. Ég vona að svo verði
einnig nú.“
Þar með höfum við það. Hall-
dór er tilbúinn í sveitarstjórnar-
slaginn. Það styttist í það að hann
yfirgefi skrifstofu sína hjá FSA
og færi sig um set, niður af Brekk-
unni og í Geislagötuna. Halldóri
er þakkað spjallið og óskar Dag-
ur honum velfarnaðar í nýju
starfi. -bjb
„Með Þórsveifu í öðrum bílnum og KA-bolta í hinum
- Halldór Jónsson, nýr bæjarstjóri á Akureyri, í helgarviðtali