Dagur - 13.07.1990, Page 1

Dagur - 13.07.1990, Page 1
73. árgangur Akureyri, föstudagur 13. júlí 1990 132. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Hitaveita Ólafsijarðar: Orkustofiiun rannsakar Minnka varð þrýsting á heita vatninu hjá Olafsfirðingum í gær og fyrradag vegna þess að starfsmaður frá Orkustofnun var að mæla á Laugarengis- svæðinu, hitaveitusvæði þeirra Ólafsfírðinga. Ein hola er í Laugarengi og verið að kanna hvað miklu er hægt að dæla úr henni án þess að gera nýja holu. Olgeir Gottliebsson, hitaveitu- stjóri, sagði í samtali við Dag að ekki væri langt þangað til að bora þyrfti nýjar holur fyrir hitaveit- una. Olgeir sagði það sína skoð- un að þörf væri komin fyrir nýtt sölufyrirkomulag hjá Hitaveitu Ólafsfjarðar, úr hemlakerfinu yfir í rennslismæla. „Með þessum rannsóknum Orkustofnunar erum við að sjá hvað hægt er að gera í framtíð- inni,“ sagði Olgeir. Á meðan hol- an í Laugarengi var rannsökuð notuðust Ólafsfirðingar við 57 gráðu heitt sjálfrennandi vatn úr varaholu í Skeggjabrekkudal með 23 sekúndulítra rennsli. Þegar haft var samband við Ol- geir seinni partinn í gær var óákveðið hvenær hægt var að opna fyrir holuna í Laugarengi aftur. -bjb Kókstríðið á Siglufirði: Auglýst eftir umboðsaðila? „Nei, það stendur ekki til í sjálfu sér að gera það, en það kemur til greina að hugsa þann mögulcika að auglýsa eftir umboðsaðila á Siglufírði sem mundi taka vörur til Siglufjarðar og afgreiða þær þaöan,“ sagði Bæring Ólafs- son, sölustjóri Vífilfells, er Dagur innti hann eftir því hvort verksmiðjan myndi bakka nteð þá ákvörðun sína að leggja niður umboð Vífil- fells á Siglufírði. Eins og kontið hcfur fram í fjölmiðlum, neita siglfirskir kaupmenn að skipta við Vífil- fell hf. vegna þessarar ákvörð- unar og á sáttafundi sem Bæring hélt með kaupmönnum í fyrra- dag, þokaðist ekkert í sam- komulagsátt. „í þessu tilfelli er verið að reyna að gæta hagræðingar í rekstri hjá Vífilfclli. Það er ver- ið að reyna að fá lækkun á flutn- ingsgjöldum til þess að geta boðið lægra vöruverð til neyt- enda og skýtur það ansi skökku við að okkar mati, að kaup- menn skuli standa á móti því að Siglfirðingar eigi kost á því að láta þann sparnað, sem myndast vcgna lægri flutningsgjalda, renna til neytenda. Heldur vilja þcir halda óbreyttu ástandi og varna þannig neytendum aðgangs að ódýrri vöru,“ sagði Bæring Ólafsson. -vs Með þessu handsali skipti jörðin Ytra-Krossanes um eigendur. Steingrímur J. Sigfússon afhenti jörðina fyrir hönd ríkisins og Sigríður Stefánsdóttir tók við henni fyrir hönd Akureryarbæjar. Mynd: kl Framtíð Krossaness ræðst í dag í gær var hluthafafundi í Krossanesi hf. frestað. Stjórn Sfldarverksmiðja ríkisins fund- ar í dag, og verður þar fjallað um að kaupa tæki Krossanes- verksmiðjunnar. Þar verður tekin endanleg afstaða til þess hvort af kaupunum verður. Eftir að þeim fundi lýkur verð- ur boðaður nýr hluthafafundur í Krossanesi. Samkvæmt upplýsingum Dags er næsta öruggt að Krossanes- verksmiðjan verður lögð niður. í forsendunum fyrir rekstri verk- smiðjunnar á næstu vertíð var gert ráð fyrir 60 þúsund tonna aflamagni. Ef næsta loðnvertíð verður með svipuð móti og var á síðustu vertíð gæti aukakostnaður við að flytja loðnu norður fyrir Langa- nes auðveldlega numið tugum milljóna króna, ef flytja þyrfti mikið af loðnu af fjarlægari miðum. Bátarnir taka að lág- marki eitt þúsund krónur fyrir að flytja hvert tonn svo langa leið af miðum fyrir sunnan land. Það sem veldur mönnum þó mestum áhyggjum er að þrátt fyr- ir að tækist að afla verksmiðjunni 60 þúsund tonna af loðnu, myndi hún örugglega verða rekin með 50 til 60 milljóna króna halla á næstu vertíð. Skuldsetning verk- smiðjunnar myndi þá nema nálægt einum milljarði króna, samkvæmt heimildum Dags. EHB K. Jónsson & Co.: Skólafólk heldur uppi vinnslumii Ekki bara venjulegir ferðamenn: Gengu í hjónahand á Akureyri Það þykir nú ekki alltaf frétt- næmt þegar fólk gengur í hjónaband en þó verður það að teljast til tíðinda þegar ungt par frá Hamborg í Þýskalandi leggur leið sína til íslands og lætur pússa sig saman þar. Þau Stefan Fasthoff, 27 ára, og Silke Steinwald, 25 ára, sem nú heitir Silke Fasthoff, voru gefín saman við látlausa athöfn hjá embætti bæjarfógetans á Akureyri í gærmorgun. En af hverju að gifta sig á íslandi? „Við höfðum heyrt mikið um ísland og erum hrifin af þessu friðsæla landi. Við vildum ekkert tilstand í kringum brúðkaupið heldur hafa það út af fyrir okkur. Auðvitað höldum við einhverja veislu fyrir ættingja og vini þegar við komum heim en brúðkaupið sjálft vildum við hafa rólegt,“ sögðu þau er blm. Dags spjallaði við þau að athöfninni lokinni. Aðspurð sögðu þau að fjölskyld- ur þeirra hefðu ékki vitað að þetta stæði til en þó haft grun um að þetta gæti verið á döfinni, þar sem þau væru búin að búa sainan í fimm ár. Þau Stefan og Silke komu til landsins sl. sunnudag og ætla að dvelja á landinu í þrjár vikur. Stefan er að læra og vinna við jarðeðlisfræði en Silke starfar að markaðsmálum í bjórverk- smiðju. Næsti áfangastaður þeirra hér á landi er Mývatnssveit og þar ætti Stefan að geta skoðað ýmislegt athyglivert í sambandi við sína fræðigrein. Við óskum hinum ungu hjón- um hjartanlega til hamingju og vonum að þau komi til með að eiga góðar minningar frá landinu sem þau létu gifta sig í. -vs Byggmganefnd Akureyrar hef- ur samþykkt erindi frá Niður- suðuverksmiðju K. Jónssonar & Co. hf. þar sem sótt er um leyfi til að byggja við hús nr. 2, lagerhús á lóð verksmiðjunnar við Silfurtanga. Brunatækni- legri hönnun á húsum 1 og 2 á að vera lokið fyrir 1. október. Kristján Jónsson, verksmiðju- stjóri, sagði í samtali við Dag að væntanleg viðbygging á verk- smiðjulóðinni væri kæligeymsla, alls um 250 fermetrar, þannig að hér væru ekki neinar stórfram- Bæjarsjóður Akureyrar og IOGT hafa gert saming um afnot af Hólabraut 11 til 1. júní 1991 og samkvæmt samningn- um er niðurrifi hússins frestað til þess tíma. Áður hafði tæknideild bæjarins verið falið að sjá um niðurrif hússins. Bæjarráð samþykkti þennan samning og fól bæjarverkfræð- ingi, Stefáni Stefánssyni, að undirrita hann. í samningnum felst að Akureyrarbær leigir IOGT umrætt hús að Hólabraut kvæmdir á ferðinni. Nú standa yfir sumarleyfi hjá verksmiðjunni en Kristján sagði þó að haldið væri uppi vinnslu að hluta með fulltingi skólafólks, en sá háttur hefur verið hafður á hjá K. Jónssyni yfir sumarið. Nú eru um 40 unglingar starfandi í verk- smiðjunni. Eins og við höfum greint frá sótti fyrirtækið um einfalda bæjarábyrgð á 100 milljóna króna láni vegna áforma um að koma á fót nýrri framleiðslulínu en Kristján sagði að þau mál væru enn á könnunarstigi. SS 11 í eitt ár til viðbótar. „Bærinn keypt lóðir lOGT austan og vestan við Hólabraut- ina í vetur og húsið fylgdi með í kaupunum. IOGT er með húsið á leigu og verður það til næsta vors því niðurrifi hefur verið frestað með þessum samningi," sagði Stefán. Kaup Akureyrarbæjar á lóðum við Hólabraut tengjast skipulagi Miðbæjarins. Gert er ráð fyrir að þetta svæði verði gert að bíla- stæðum og að Hólabrautin leggist af sem umferðargata. SS Að sjálfsögðu staðfestu |>au Stefan og Silke Fasthoff hjónabandið með dug- legum kossi. Mynd: KL Hólabraut 11: Niðurrifi frestað

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.