Dagur - 13.07.1990, Qupperneq 3
Föstudagur 13. júlí 1990 - DAGUR - 3
fréttir
Ólafsfirðingar eru óþreyjufullir að koniast á nýja grasvöllinn. Hér gefur hins vegar að líta malarvöll þeirra austan
Gagnfræðaskólans. Fyrir enda hans, lengst til vinstri á myndinni, sést í nýja grasvöllinn. Mvnd: kl
Nýr grasvöllur í Ólafsfirði
vígður um miðjan ágústmánuð
- óvissa ríkir um áframhald byggingarframkvæmda við íþróttahús
Fyrirhugað er að vígja nýjan
knattspyrnugrasvöll Olafsfirð-
inga um miðjan ágústmánuð,
og eru taldar líkur á að vígslu-
leikurinn verði gegn íslands-
meisturum K.A.
í fyrra voru lagðar þökur á
stærstan hluta vallarins, sem er
rúmlega lögleg vallarstærð, en
eftir er ófrágengið svæði og frá-
gangur kringum svæðið auk þess
að girða það. í sumar hefur svæð-
ið verið slegið og hirt og lögð
áhersla á að koma grasinu til.
Á þessu áfi eru á fjárhagsáætl-
un tæpar 2 milljónir króna sem
ætlaðar eru vegna frágangs á
grasvellinum, en ljóst er að heild-
arfrágangur á íþróttasvæðinu er
verkefni nokkurra næstu ára.
í fjárhagsáætlun Ólafsfjarðar-
bæjar var gert ráð fyrir 12 milljóna
króna framlagi til byggingar nýs
íþróttahúss, en fyrsta skóflu-
stunga að því var tekin í fyrra-
sumar. Gert var ráð fyrir 4 millj-
óna króna mótframlagi úr Jöfn-
unarsjóði sveitarfélaga, en það
gekk ekki eftir, og verður fram-
lag Jöfnunarsjóðs einungis 1,2
milljónir króna. í ljósi þeirrar
niðurstöðu hafa bæjaryfirvöld
ekki tekið ákvörðun um það
hvort hlutfallslegur niðurskurður
verði á framlagi bæjarins til þess-
arar byggingarframkvæmdar.
Bjarni Grímsson bæjarstjóri
segir að meta þurfi hvað svo stórt
verkefni hefur á bæjarfélagið í
heild sinni, en þó nokkur þensla
er í atvinnulífinu, fyrst og fremst
vegna þess að verið er að ganga
frá göngunum gegnunt Olafs-
fjarðarmúla.
Stefnt er þó að því að bjóða út
fyrsta áfanga íþróttahússins sem
eru sökklar og plata, en það hef-
ur einnig dregist vegna breyttra
forsendna. GG
Sjallinn hefur veriö á sölu-
skrá um nokkurn tíma, en að
sögn Péturs Jósefssonar sölu-
stjóra hjá Fasteigna og skipa-
sölu Norðurlands hafa engin
formleg kauptilboð borist.
Nokkrar fyrirspurnir hafa
borist bæði frá Akureyri og aö
sunnan en cngin tilboð hafa
borist eða samningaviðræður
hafist.
Góð aðsókn hefur verið að
Sjallanum undanfarin laugar-
dagskvöld, en lakari á föstu-
dagskvöldum, og virðist sem
aðsóknarmynstrið sé að breyt-
ast. t>að færist í aukana aö fólk
sitji heima eða fari aðeins á
matsölustaö, og sleppi því að fá
sér snúning. GG
Mat Kjararannsóknarnefndar á launum og launahækkunum hópa í ASÍ:
Kaupmáttur mmnkaði um 10% á einu ári
- konur í skrifstofustörfum verða fyrir mestri kaupmáttar-
skerðingu frá 1989 til 1990
Kjararannsóknarnefnd birti í
gær mat á launum og launa-
hækkunum á 1. ársfjórðungi
1990. Helstu niðurstöður þessa
mats eru þær að greitt tíma-
kaup landverkafólks í Alþýðu-
sambandinu hefur hækkað að
meðaltali um tæp 10% frá
sama ársfjórðungi í fyrra og
miðað við hækkun framfærslu-
vísitölu á sama tímabili um
22% minnkaði kaupmáttur því
um 10%.
Kjararannsóknarnefnd vekur
þó athygli á því í niðurstöðum
sínum að rnikil hækkun á tíma-
kaupi afgreiðslukarla er til komin
vegna þess hversu lágt kaup
þeirra mældist á fyrsta ársfjórð-
ungi 1989, samanborið við árs-
fjórðungana á undan og á eftir.
Sé litið á hækkun mánaðar-
tekna, þ.e. hækkun heildarlauna
með yfirvinnu, á sama tímabili er
kaupmáttarminnkunin meiri, eða
13%. Meðalfjöldi vinnustunda
fólks í fullu starfi er óbreyttur frá
sama ársfjórðungi síðasta árs.
Greitt tímakaup hefur lækkað
um 2,2% og meðaltímakaup um
3% milli fjórða ársfjörðungs 1989
og fyrsta ársfjórðungs 1990.
Ástæða þessarar lækkunar er að
á fjórða ársfjórðungi síðasta árs
olli desemberuppbót hækkun en
þegar hennar nýtur ekki við veld-
ur það lækkun á meðaltímalaun-
um.
Samanburður á mánaðartekj-
um nokkurra starfshópa á fyrsta
ársfjórðungi yfirstandandi árs og
síðasta árs sýnir að karlar við
afgreiðslustörf hækkuðu mest í
launum að meðaltali, eða um
13%. Næst kornu konur við
afgreiðslustörf en meðalmánað-
arlaun þeirra hækkuðu úr 69,976
kr. í 78,309 kr. eða um 11,9%.
Hækkun hjá iðnaðarmönnum og
körlum í skrifstofustörfum var
rösk 10% og þá komu verkakon-
ur og verkakarlar. Áberandi
minnsta hækkun mánaðartekna
var hins vegar hjá konum í skrit'-
stofustörfum eða 0,7% og er
kaupmáttarskerðing þessa hóps
tæp 18% á þessu 12 mánaða
tímabili. JÓH
Sigluflörður:
Hótel Höfii tekið í gegn
Gagngerar endurbætur standa
nú yfír á Hótel Höfn á Siglu-
firði, en þær hófust um síðustu
áramót. Skipt var um teppi á
öllum göngum hótelsins, setu-
stofan lagfærð og búið að taka
tvö herbergi í gegn af tjórtán.
Einnig hefur baðið verið end-
urnýjað.
Eftir er að endurnýja 12 her-
bergi á Hótel Höfn og að sögn
Sveinbjörns Ottesen, aðstoðar-
hótelstjóra, verður farið í það
eftir því sem fjármagn leyfir, en
endurbæturnar á hótelinu eru all
kostnaðarsamar. Sveinbjörn
sagði að tími hafi verið kominn á
það að taka hótelið í gegn, sér-
staklega gistiaðstöðuna. A Hótel
Höfn starfa 10 manns í sumar.
Ferðamannastraumur til Siglu-
fjarðar er að aukast þessa dagana
en Sveinbjörn sagði að hingað til
hafi verið frekar lítið að gera á
hótelinu. „Þetta er allt að glæðast
núna og rnikið um pantanir. Við
fáum bæði innlenda ferðamenn
og erlenda hópa á vegum ferða-
skrifstofa," sagði Sveinbjörn.
Hótel Höfn býður einnig upp á
svefnpokapláss á Hótel Hvann-
eyri og sagði Sveinbjörn að
erlendir ferðamenn hafi nýtt þá
aðstöðu mjög mikið.
Meðal þess sem heillar ferða-
menn á Siglufirði er Hvanneyrar-
skálin, en nýlega voru staddir á
Hótel Höfn 20 enskir áhuga-
ljósmyndarar '.§em heilluðust
mjög af staðnu.'á. -bjb
LETTIR
b
Hestamannafélagið Léttir
Æskulýðsmót
Fyrirhugað er að halda Æskulýðsmót í hesta-
íþróttum með þátttöku krakka/unglinga á
Norðurlandi eystra á Melgerðismelum
20.-22. júlí n.k.
Þau sem vilja taka þátt í mótinu skrái sig hjá Guðrúnu
í síma 23862 í síðasta lagi á sunnudag 15/7. Hún veit-
ir einnig nánari upplýsingar.
Unglingaráð Léttis.
'a| ||J! i ^
mwff.....
HÓTEL KEA
Jasstríó Ingimars Eydal
leikur fyrir matargesti
föstudags- og laugardagskvöld
★
HLJÓMSVEITIN
GAUTAR
FRÁ SIGLUFIRÐI
leikur fyrir dansi laugardagskvöld
★
Nýr glæsilegur sérréttaseðill.
★
Borðapantanir fyrir matargesti í síma 22200.
It
Hótel KEA
fyrir vel heppnaða veislu
J