Dagur - 13.07.1990, Side 5

Dagur - 13.07.1990, Side 5
Föstudagur 13. júlí 1990 - DAGUR - 5 lesendahornið Megn óánægja með ferð Sæfara til Grímseyjar: nema von að sjóði á fólki?“ „Er María Snorradóttir hringdi. „Þannig er mál með vexti að um síðustu helgi var haldið ættarmót í Grímsey og fórum við fram í ey frá Dalvík í áætlunarferð með Sæfara, nýju Hríseyjar- og Grímseyjarferjunni. Búið var að panta pláss fyrir 110 farþega og söluaðili ferjunnar á Akureyri, Ferðaskrifstofan Nonni, gaf upp að verð á miða væri 3000 krónur fyrir fullorðna, hálft fargjald fyrir börn að tólf ára aldri og ókeypis fyrir börn yngri en fjögurra ára. Þegar síðan var haldið af stað frá Dalvík mættu ekki nema um 70 manns af þessu fólki, en við feng- um þá að vita að um 30 útlend- ingar hefðu beðið um pláss í ferj- unni en orðið frá að víkja vegna þess að ferjan væri fullbókuð. Þegar til Grímseyjar kom var rukkað fyrir miðana og þá kom í ljós að bætt hafði verið við 200 krónum á hvern miða fyrir full- orðna og miðinn því á 3200 krónur. Ekki nóg með það, held- ur var fólki gert að greiða fullt gjald, 3200 krónur fyrir krakk- ana. Þannig hafði verið bætt 1700 krónum á hvert barn og 200 krónum á hvern fullorðinn, frá því sem áður hafði verið gefið upp. Þess skal getið að þeir sem áður höfðu keypt miðann á skrif- stofu Ferðaskrifstofunnar Nonna á Akureyri höfðu fengið miðann á 3000 krónur. Við þessa skyndilegu hækkun á miðanum varð auðvitað allt vit- laust um borð í Sæfara. Starfs- maður Nonna stundi því þá upp að ekki væri annað hægt en að hækka niiðaverðið vegna þess að annars væri bullandi tap á ferð- inni. Ég og fleiri föllumst ekki á þá röksemd og vísum henni til föðurhúsanna vegna þess að hér var í fyrsta lagi um að ræða áætl- unarferð og í öðru lagi fluttu þeir vörur og höfðu þannig upp í kostnað. Þó svo að hafi vantaö um 30 rnanns frá því sem upphaí- lega hafði verið áætlað finnst mér það út í hött að láta fólkið borga þetta miklu meira fyrir túrinn, en gert hafði verið ráð fyrir. Skömmu fyrir kvöldvöku sem við héldum út í Grímsey á föstu- dagskvöld hringdi Helena Dejak, framkvæmdastjóri Ferðaskrif- stofunnar Nonna, út í ey og tjáði okkur að ferjan myndi koma fram og sækja fólkið aftur kl. 10 að morgni sunnudags. Áður hafði hún boðið Grímseyingum upp á að þeir mættu ráða því hve- nær á sunnudeginum ferjan kæmi fram. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir tókst ekki að hnika þess- um tfma til. Fólk mátti því gjöra svo vel að taka upp tjöld sín eld- snemma á sunnudagsmorgun til þess að vera komið niður á bryggju kl. hálf tíu. Eg veit til þess að fleiri en ég úr þessum hópi hafa lýst megnri óánægju með hvernig að rnálum var þarna staðið og hafa sem dæmi haft samband við sam- gönguráðuneytið og Neytenda- samtökin. Þá hefur fólk fengið upplýsingar um það að ferð aðra leiðina með Herjólfi kostar 1150 krónur, eða 2300 krónur fyrir fullorðna. Fyrir börnin kostar 1400 krónur með Herjólfi fram og til baka milli Vestmannaeyja og lands, sem er álíka leið og frá Dalvík út í Grímsey, en Ferða- skrifstofan Nonni lætur börnin borga 3200 krónur. Er nema von að sjóði á fólki út af þessu?“ Vegna lesendabréfs í Degi um Grímsejjarferð með Sæfara „Ég vil byrja á því að taka fram að ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem taka að sér að standa upp fyrir heilan hóp eins og hér er gert. Það er allt- af nauðsynlegt að fá gagnrýni því án hennar getum við ekki bætt þjónustuna. En það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum og við leyfum okk- ur hér að koma með okkar hlið á þessu máli. Upphaf þessa máls var að Grímseyjarferjan var pöntuð fyr- ir 90 manna hóp sem var á leið til Grímseyjar. Það leið að brottför og loks fékkst svo farþegalisti frá forsvarsmönnum hópsins föstu- daginn 29. júní. Viku fyrir brott- för var fjöldi farþega kominn upp í 122. Til þess að hægt væri að veita þessum hóp alla þá þjón- ustu sem hægt er að veita var áætlað að senda ferjuna tvær ferðir fyrir sama verð og upphaf- lega var rætt um, þar sem ferjan má aðeins taka 90 manns í hverri ferð. Einnig var tekin sú ákvörð- un að hætta við fyrirhugaða sunnudagssiglingu sem er á okkar áætlun á sunnudögum kl. 14.00 og einnig á dagskrá fjölda Svisslend- inga sem hér dveljast í sumar. Þegar höfðu 20 útlendingar bókað sig í þessa ferð á sunnudaginn. Forsvarsmanni hópsins fannst ekki þörf á að senda ferjuna tvær ferð- ir þar sem hann taldi að 115 manns myndu mæta og af þeim 15 börn undir 4 ára aldri. Það var liins vegar óskáð eftir að ferjan tæki hópinn í Grímsey á sunnu- dags eftirmiðdegi. Auk þessara breytinga á áætlun ferjunnar þurfti að vísa frá fleiri en 30 manns vegna þess að hópurinn hafði bókað upp ferjuna. Þegar hér var komið sögu átti því að sigla átta ferðir með hópinn, fjór- ar á föstudag og fjórar á sunnu- dag. Ferðaskrifstofunni Nonna fannst réttlætanlegt að hafa þennan háttinn á vegna þess að við vildum gera allt sem í okkar valdi stæði til þess að hópurinn væri ánægður með þjónustu okkar. Óskað var eftir við forsvars- mann hópsins að hann greiddi fargjaldið fyrir allan hópinn áður en lagt væri af stað, en afleitlega var tekið í þá málaleitan. Var því sú ákvörðun tekin að starfsmaður Nonna myndi taka á móti hópn- um og innheimta fargjaldið. Þeg- ar haft var samband við þennan starfsmann á bátnum kom í ljós að hópnum hafði aðeins verið seldir 60 miðar og af þeim voru 15 börn, auk þess voru seldir fjórir miðar til annarra. Þá var sú ákvörðun tekin að breyta brott- farartíma frá Grímsey og fara í Þetta Ijósrit af farþcgalista sýnir að 122 höfðu bókað far í umrædda ferð Sæfara. áður fyrirhugaða sunnudagssigl- ingu og fór ferjan kl. 10 f.h. á sunnudag. Hópnum var tilkynnt þessi ákvörðun um borð í ferj- unni á leið til Grímseyjar. í ferðina vantaði því 50 farþega sem ekki tilkynntu forföll eða létu vita af ferðum sínum hvorki til Nonna eða forsvars- manna hópsins, en það má geta þess að þeir höfðu miðað undir- búning við 140 manns. Allir hópar sem ferðast með Græn slýtjöm við Drottn- ingar braut Jóhanna hringdi: Við sjónum vegfarenda sem um Drottningarbraut aka hefur innri tjörnin verið að taka á sig nýja mynd, þ.e. mikið af slýi hef- ur myndast í henni og hugsanlega hefur annar ófögnuður fest þar rætur. Eru fyrirhugaðar einhverj- ar úrbætur þarna af hálfu bæjar- yfirvalda? Guðmundur Gunnlaugsson yfírverkfræðingur svarar: Það hefur ekki verið rætt um neinar framkvæmdir þarna, en í vor var frárennslið hreinsað sem tengir tjarnirnar og það talið duga til að fá hreyfingu á vatnið. Hvort þarna er um mengun að ræða skal ósagt látið. GG ferjunni fá afslátt sem í þessu til- felli var kr. 650 á mann. Venju- legt fargjald með ferjunni er kr. 3.650, báðar leiðir, eða 1.575 krónur aðra leiðina samdægurs. Þrjátíu prósent afsláttur er fyrir börn og aldraða. Hvað höfum við lært af þessu? Hér skiluðu sér ekki nema rúm 50% af þeim sem upphaflega höfðu bókað sig í ferðina og eru það því fyrst og fremst þeir sem skiluðu sér ekki sem eiga hér sök að máli auk forsvarsmanna hópsins. Hér eftir verður því alltaf tekið staðfestingargjald hjá öllum hópum sem ferðast með ferjunni og ferðir þarf að greiða að fullu fyrir brottför. Það er að sjálfsögðu slæmt fyrir fyrirtækið að tapa þessu fé, en hitt er þó verra að hið góða nafn Ferða- skrifstofunnar Nonna hf. sé bendl- að við svona leiðinlegt mál.“ F.h. Ferðaskrifstofunnar Nonna hf. Helena Dejak. _______LAUNAGREIÐENDUR__ EINDAGI STAÐGREIÐSLUFJÁR ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Eindagi staðgreiðslufjár er 15. hvers mánaðar. Munið að gera skil tfmanlega! RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.