Dagur - 13.07.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 13. júlí 1990 - DAGUR - 7
/ Veitmgaskálim "Brú-.
,AÐS0KNIN HEFUR
ADKIST MEÐ BETRI
VEGUM m VESTFJARÐA“
- segvi fcainkvæmdastpmm.
I botni Hrútafjarðar stendur
Veitingaskálinn Brú þar sem
vegurinn út á Strandir og Vest-
firði tengist Norðurlandsvegi
rétt eftir að komið er niður af
Holtavörðuheiðinni. Dagur
hitti þar að máli framkvæmda-
stjórann sem reyndist vera
nýútskrifuð Samvinnuskóla-
mær, Brynja Georgsdóttir að
nafni.
„Hér er opið fimm mánuði á
ári, opnað í maí og lokað í sept-
ember. í ár opnuðum við þann
16. maí. Aðalumferðin hefst
seinni partinn í júní og júlímán-
uðurinn er stærstur. Við erum
með opið frá 8.00 til 23.30 og hér
vinna 18 manns á vöktum,“ segir
Brynja.
Brúarskáli hefur verið til stað-
ar síðan 1954, en var þá aðeins
lítill skúr með olíusölu og ein-
hverju sælgæti. Að sögn Brynju
var síðan farið að stækka upp úr
1970 og síðustu stórnýbyggingar
gerðar ’85 og ’86. 1987 var svo
garðskáli byggður við og skálinn
kominn í núverandi mynd. Kaup-
félag Hrútfirðinga er rekstrar-
aðili skálans og Olíufélagið hf.
ESSO rekur þar olíuverslun.
„Hér bjóðum við upp á allar
þessarar venjulegu veitingar og
vörur sem eru í svona skálum.
Fólk virðist kunna að notfæra sér
þetta og aðsóknin er mikil bæði
af þeim sem eru að fara út á Vest-
firði og þeim sem eru á norður
eða suðurleið. Maður hefur tekið
eftir því að vestfjarðaumferðin
hér í gegn hefur aukist mikið
með tilkomu betri vega og sér-
staklega eftir að gerðar voru
svona miklar umbætur á veginunr
yfir Steingrímsfjarðarheiði.
Það hefur einu sinni verið
reynt að hafa opið að vetrarlagi,
þcgar verið var að byggja við vet-
urinn ’85-’86. Aðsóknin var bara
ekki það mikil að það hefur ekki
verið reynt aftur. Ef aftur verður
farið út í það, þá verður trúlega
byggt gistirými við skálann. Það
er eiginlega nauðsynlegt þar sem
skálinn er hérna rétt hjá Holta-
vörðuheiðinni.”
Brynja hefur verið að snúast í
rekstrinum síðustu fjögur árin,
en þetta er það fyrsta sem hún er
ein með hann. Hún er fædd og
uppalin í Hrútafirðinum svo
segja má að hún sé á heimavelli.
Þeir sem vinna við skálann eru
líka aðallega heimamenn og
margar húsfreyjurnar standa þar
veitingavaktina dag og dag ntilli
þess sem unnið er í búskapnum í
brakandi þurrki á sólríkum Hrút-
firskum degi. SBG
Dr. Hannes Jónsson.
IV hluti
Framtíðarsýn: ísland
í EES
Af fyrirliggjandi upplýsingum um
hugmyndir EB og EFTA um
grundvallarreglur Evrópska
Efnahagssvæðisins má færa líkur
að því, hvað biði okkar smáa
ríkis og fámennu þjóðar, ef við
gerðumst aðilar að EES sam-
kvæmt fyrirliggjandi hugmynd-
um. Hefur Steingrímur Gunnars-
son reyndar stillt upp þremur
hugsanlegum afleiðingum vegna
mismunandi ráðstafana okkar
tengdum Evrópuþróuninni í
mjög athyglisverðri magistersrit-
gerð, sem hann varði við Salford-
háskóla í London í janúar 1990.
Skal ég ekki fara út í jafn listlegar
útfærslur á afleiðingum mismun-
andi aðgerða okkar og hann gerir
heldur aðeins bregða upp grófum
útlínum um það island, sem gæti
skapast eftir nokkurra ára veru
okkar í EES:
Eftir sem áður væri ísland
fámennt smáríki, sem byggði
útflutningstekjur sínar fyrst og
fremst á lítt unnnum hráefnaút-
flutningi sjávarafla. Raforku-
framleiðsla til stóriðju í eigu
útlendinga og jafnvel sölu um
kapla á sjávarbotni til Bretlands
væri vaxandi. Vegna frjálsra
fjármunaflutninga fjárfestu stór-
fyrirtæki í Evrópu í íslenskum
sjávarútvegi og fiskirækt með því
að kaupa smátt og smátt meiri-
hluta í illa stöddum íslenskum
útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækj-
um. Loks réðu þau þeim að fullu.
Þannig kæmust þau inn í íslenska
fiskveiðilögsögu og nýttu hana í
þágu fiskmarkaðanna í Grimsby/
Hull í Bretlandi og Bremer-
haven/Cuxhaven í Þýskalandi.
Frystingin leggðist að mestu af,
enda arðbærara að senda fiskinn
ferskan á ís beint á markað þar
sem þannig fæst hærra verð fyrir
hann. Vegna frelsis í þjónustu-
viðskiptum rækju erlendu firmun
eigin vöruflutningaflota, sem
væri í stöðugum flutningum með
afurðirnar á milli íslands og
erlenda markaðarins.
Frekari virkjanir, stóriðju-
uppbygging og verktakastarfsemi
yrði fljótlega að mestu í höndum
stórfyrirtækja Evrópusvæðisins.
Vegna atvinnu- og búsetufrelsis
sameiginlega vinnumarkaðarins
flyttu erlendu firmun inn starfs-
fólk frá láglaunasvæðum Evrópu,
t.d. Portúgal og Grikkland og
víðar að. Hagkvæmnisrök leiddu
til vaxandi verkaskiptingar og
einhæfni atvinnulífsins, þar sem
hlutverk íslands yrði fyrst og
fremst hráefnaframleiðsla - sjá-
varafurðir og raforka - í fram-
leiðslusérgreiningu Evrópumar-
kaðarins. Mörg íslensku firmu
yrðu gjaldþrota í samkeppninni
við fjölþjóðafirmu EES. Nokkur
stærri íslensk firmu gætu staðist
samkeppnina með hagræðingu og
samkeppnishæfni, einkum í sam-
starfi við erlend firmu, sem smátt
og smátt gætu náð eignarhaldi á
þeim. Atvinnuleysi færi vaxandi
vegna samkeppni frá ódýru
erlendu vinnuafli og gjaldþroti
margra íslenksra firma.
Vegna frelsis í rekstri
þjónustugreina létu erlend firmu
æ meira til sín taka á sviði bank-
astarfsemi, trygginga, samgangna
og ferðaþjónustu. Gróin íslensk
firmu í þessum greinum lentu í
erfiðleikum og sum þeirra keypt
upp af erlendum samkeppnisaðil-
um.
Vegna hinnar miklu
framleiðslusérgreiningar og auk-
innar einhæfni atvinnulífsins
gerði atgerfisflótti úr landi vart
við sig, því sérmenntaðir menn
fengju betur launuð störf við hæfi
erlendis en hér á landi. Hlutfalls-
leg fjölgun yrði í láglaunastétt
daglaunamanna, sem keppti um
atvinnu í eigin landi við innflutt
verkafólk frá láglaunasvæðum
Evrópu. Dreifbýlið ætti í vök að
verjast vegna fjársveltis og þess,
að atvinnustarfsemin þjappaðist
af hagkvæmnisástæðum í þéttbýl-
iskjarna landsins. Sveitirnar yrðu
ekki svipur hjá sjón. Smábýlin og
miðlungs stóru býlin hyrfu, en
stórbýli með eignarhlutdeild
erlendra aðila sæju um landbún-
aðarframleiðsluna, hinn sjálf-
stæði sjálfseignarbóndi tilheyrði
fortíðinni en iandbúnaðarverka-
menn störfuðu á stórbýlunum.
Minni peningar verða til að fram-
kvæma byggðastefnu og styðja
sjálfseignarbúskap, sem verður
að laga sig æ meir að
samkeppnisstöðlum EES og
GATT. Full fríverslun og toll-
frelsi með fisk fæst ekki nema á
móti komi fiskveiðiréttindi eða
afnám hafta og tolla af innflutt-
um landbúnaðarvörum.
Aðaltungumál í samskiptum
stjórnenda hinna erlendu stórfyr-
irtækja yrði enska. íslenskan ætti
í vök að verjast m.a. vegna hins
innflutta erlenda vinnuafls. Allt
hefur þetta neikvæð áhrif á
íslenskt menningarlíf. Lífskjör
almennings lækka, atvinnuleysi
vex, hagkvæmni í rekstri og ábati
erlendu stórfyrirtækjanna ráða
þróun mála. ísland verður
útkjálki Evrópusvæðisins. Þjóðin
blandast æ meir innflytjendunum
frá láglaunasvæðum Evrópu.
Viðskiptin við Bandaríkin,
Japan, Sovétríkin og önnur ríki
dragast saman vegna sameigin-
lega Evróputollmúrsins, sem við
verðum múraðir inn í. Veruleg
hætta verður á því, að þjóðin
glati smátt og smátt einkennum
sínum, menningarerfð, efnahags-
legu sjálfstæði og fullveldi.
Er þetta sú framtíð, sem við
viljum skapa íslandi?
Ég segi nei takk.
Þá er hinn valkosturinn betri,
sem Jacques Delors bauð jafn-
framt upp á í janúar 1989, þ.e.
óbreytt samskiptaástand EB og
EFTA-ríkjanna á grundvelli gild-
andi fríverslunarsamninga. Jafn-
framt mætti kanna ntöguleika á
fríverslunarsamningum við
Bandaríkin, Japan og S-Ameríku
ríkin, eflingu GATT og uppbygg-
ingu víðtækari fríverslunar í
heiminum en felst í haftakerfi
EB, með því að fara að vinna aft-
ur að hugmyndinni um Alþjóð-
legu viðskiptastofnun S.Þ. frá
1947.
Lokaorð
Gleymum því ekki, að það voru
ógætileg milliríkjasamskipti
höfðingja Sturlungaaldar, eink-
um við Noregskonung og kaþól-
sku kirkjuna, sem leiddu til 7
alda erlendrar yfirdrottnunar á
íslandi. Ógætilegir milliríkja-
samningar um Evrópska Efna-
hagssvæðið gætu nú sett bæði
okkar efnahagslega og stjórnfars-
lega sjálfstæði í hættu.
Skynsamir menn í milliríkja-
samningum gefa ekki meira en
sem svarar þeim ábata, er þeir
gætu höndlað. Eðlilegt er að þeir
keppi að því að ábatinn verði
meira virði en það, sem látið
verður af hendi, bæði í peningum
og öðrum verðmætum og gildum.
Mér virðist að mikið sé í húfi, að
íslendingum takist að taka fram
fyrir hendurnar á þeim mönnum,
sem fram að þessu hafa farið með
mál okkar í Evrópuviðræðunum
og beini þeim frá aðild okkar í
ES og að raunverulegri fríverslun
í víðari samhengi.
(Höfundur var um 35 ára skeið emb-
ættismaður utanríkisþjónustunnar,
þar af 15 ár sendiherra fslands vfða
um heim. Hann var fastafulltrúi
íslands hjá alþjóðastofnunum í Genf
1980-1983, forntaður í fastaráði
EFTA 1982 og fór með forsvar
Islands hjá Gatt 1980-1983.)