Dagur - 13.07.1990, Page 8
8 - DAGUR - Föstudagur 13. júlí 1990
Minning:
cj}3 Sigurður Eiríksson
Sandhaugum
í dag er gerð útför Sigurðar Ei-
ríkssonar á Sandhaugum við
sóknarkirkju hans að Lundar-
brekku í Bárðardal.
Hann var fæddur á Sandhaug-
um 10. desember 1915. Foreldrar
hans vour búandi hjón þar, Ei-
ríkur Sigurðsson og Guðrún
Jónsdóttir. Pau áttu 5 dætur fyrir
þegar Sigurður fæddist.
Eiríkur á Sandhaugum var
sonur Sigurðar Eiríkssonar
bónda á Ingjaldsstöðum og
Guðrúnar Erlendsdóttur konu
hans. Sigurður var ekki af þing-
eyskum ættum þar sem Eiríkur
faðir hans var sunnlenskur en
Guðný móðir hans var úr Borg-
arfjarðarhéraði. Guðrún kona
hans var hins vegar dóttir
Erlends Sturlusonar á Rauðá og
foreldrar hennar og frændlið allt
suðurþingeyskt.
Sigurður á Ingjalsstöðum lést
17. febrúar 1872, átti ekert sam-
kvæmt skiptabók sýslunnar, þau
hjón höfðu eignast 12 börn. Ei-
ríkur var þeirra yngstur, fæddur
10. september 1871. Eldri syst-
kinin tóku að sér að ala önn fyrir
þeim yngri svo að ekki þurfti
afskipti sveitarsjóðs. Elsta barn
Sigurðar var Kristín, ljósmóðir,
sem lært hafði fræði sín í Kaup-
mannahöfn og giftist Jóhannesi
bónda Jónssyni á Sandhaugum. |
Þangað fór Guðrún Erlendsdóttir
og þar ólust upp tveir yngstu syn-
ir hennar.
Eiríkur ólst þannig upp á búi
systur sinnar og mágs og eftir
andlát Jóhannesar 1906 varð
hann fyrirvinna heimilisins, en
tók við jörð og búi í eigin nafni
1911. Hann giftist 1903 Guðrúnu
dóttur Jóns Þorkelssonar í Víði-
keri og Jóhönnu Sigursturludótt-
ur Erlendssonar á Rauðá svo Er-
lendur var bæði langafi og langa-
langafi barna þeirra. Jón Þorkels-
son var að öðrum þræði af þing-
eysku fólki þar sem móðir hans
var Hólmfríður Hallgrímsdóttir
frá Ási í Kelduhverfi en Þorkell
faðir hans var dóttursonur Einars
Sveinbjörnssonar í Svefneyjum
og sonarsonur séra Þorkels
Guðnasonar á Stað í Hrútafirði
og var því föðurætt Jóns Þorkels-
sonar frændmörg um Breiðafjörð
og Vestfirði.
Börn Eiríks og Guðrúnar á
Sandhaugum ólust upp í föður-
húsum og dæturnar fluttu að
heiman til verkefna annarsstaðar
eins og gengur. Þegar Eirík þraut
heilsu kom það í hlut Sigurðar
að bera heimilið uppi en formlega
tók hann við búinu 1940. Hann
giftist 1943 Steinunni Kjartans-
dóttur frá Miðhvammi í Aðal-
dal. Þau eiga þrjú börn: Erlend
jarðýtustjóra, Áshildi hús-
freyju í Neskaupstað og Eirík
bónda á Sandhaugum.
Sandhaugar þóttu ekki mikil
jörð, engjalítil og túnið ekki
stórt. Frá túni niður að Skjálf-
andafljóti voru lyngmóar stór-
þýfðir og hrjóstrugir. Hlíðin fyrir
ofan var skógi vaxin og mun það
hafa verið talinn höfuðkostur
býlisins. Geitur og sauðir gátu
lengi bjargast þar þó að sú beit
segði eftir. Sigurði var annt um
skóginn og því gáfu þau hjónin
Skógrækt ríkisins hlíðina fyrir
utan bæinn en seinna keypti svo
skógræktin það sem eftir var af
skóginum.
Lyngmóarnir gömlu meðfram
fljótinu eru nú orðnir að renni-
sléttu túni og Sandhaugar þar
með komnir í fremstu röð góð-
býla í Bárðardal.
Þau Sigurður og Steinunn voru
samhent hjón og farsæl. Heilsa
Sigurðar var þó engan veginn svo
góð sem átt hefði að vera. Um
þrítugt fékk hann slæma brjóst-
himnubólgu og mun aldrei hafa
orðið samur maður eftir það.
Seinna bilaðist hann í fótum en
þá voru synirnir vaxnir.
Hér verða ekki raktar fram-
kvæmdir sem varða búskapinn á
Sandhaugum. Eiríkur tók við
búi, giftist Kristbjörgu Marinós-
dóttur og byggði sér bæ. Eldri
hjónin voru áfram í bænum sem
þau byggðu sér ung og áttu þar
góða elli. Þau glöddust yfir öllu
sem vel gekk og sáu nýjan Sigurð
Eiríksson vaxa úr grasi. Þau nutu
þess að taka á móti frændum og
vinum sem komu í heimsókn.
Þegar leið á síðasta vetur tók
Sigurð að þverra máttur í vinstri
hlið og ágerðist það svo að það
varð lömun. Hann var þá fluttur
til Reykjavíkur í leit að læknis-
hjálp. Varð sú niðurstaða að
reyna skyldi skurðaðgerð á höfði.
Hann var hress og léttur í máli
þegar frændur og vinir komu til
hans að sjúkrabeðinu og naut
þess að sjá þá. Fyrir sjálfs síns
hönd kvaðst hann engar áhyggjur
hafa. Hann ætti ekkert ógert.
Væri búinn að því sem hann
hefði ætlað sér.
Þó að enginn hlutur sé eðlilegri
en sá að gamalt fólk hverfi verður
löngum skarð fyrir skildi. Mörg-
um var Ijóst hin síðari ár að
Sigurður á Sandhaugum vissi
flestum meira um Bárðardal og
mannlíf hans síðustu 200 ár. Það
vissu menn líka að hann kunni
vel frá að segja Þó hafði hann
ekki verið í skóla eftir fermingu
nema einn vetrartíma á Laugar-
vatni. En hann vissi um hvað
hann var að tala. Hann þekkti og
skildi sveitunga sína.
Skilji ég þau orð hans rétt að
hann væri búinn að því sem hann
ætlaði sér mættu þau lúta að því
að hann hafi skilað föðurleifð
sinni til næstu kynslóðar. Þá má
orðið föðurleifð hafa merkingu í
rýmra lagi. Þar undir heyrir þá
auk landsins sjálfs lífsstefna og
lífsskilningur, sú skoðun og þær
tilfinningar sem tengja manninn
umhverfi sínu og eru grundvöllur
þess sem við köllum menningu.
Þar hefur Sigurður á Sand-
haugum skilað sínu ætlunarverki.
H. Kr.