Dagur


Dagur - 14.07.1990, Qupperneq 2

Dagur - 14.07.1990, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Laugardagur 14. júlí 1990 frétfir Nýting veiðivatna: Útflutningur á vatnableikju til Svíþjóðar í sumar fyiir 20 niilljónir króna Frá því í janúarmánuði á þessu ári hefur verið í gangi áætlun hjá Veiðimálastofnun um nýt- ingu á silungsveiðivötnum á skipulagðan hátt og útflutn- ing á bleikju sem víðast um landið. Nýlega var haldinn fundur að Víðigerði í Húnavatnsssýslu þar sem kannaður var áhugi heima- manna til þessa máls í tengslum við sérstakt átaksverkefni í nýt- ingu á veiðivötnum. í dag verða fulltrúar Veiðimálastofnunar í Húnavatnssýslu til leiðbeiningar um veiðar og verða þar aftur væntanlega í ágústmánuði sömu erindagerðar. I upphafi verður það fyrst og fremst Vesturhóps- vatnið og hluti vatnanna á Arnar- vatnsheiði sem könnuð verða. Komið hefur verið á fót mót- tökum á Raufarhöfn, Þórshöfn, Hofsósi, Blönduósi, Borgarnesi og Selfossi fyrir pökkun og fryst- ingu á bleikjunni til útflutnings, og móttaka verður tilbúin á Húsavík og Hvammstanga innan skamms. Það eru frystihúsin á viðkomandi stöðum sem annast móttökuna, en umbúðum og pökkunarvélum hefur verið kom- ið til þeirra. Búið er að flytja út fyrstu pruf- urnar, en samningur hefur verið gerður um útflutning á 20 tonn- um á þessu ári til Svíþjóðar. Það er sameiginlegt markmið sænska innflytjandans og Vatnafangs, sem er félag veiðibænda, að þessi útflutningur geti orðið um 150 tonn á ári, og er áætlaður aðlög- unartími að því markmiði 3 ár. Bleikjan er flutt út ýmist heilfros- in eða í flökum og er þar um að ræða mjög smáan fisk í mörgum tilfellum, en flökin geta verið af 100 gramma fiski í það minnsta, en heill fiskur, slægður, verður að ná 140 gramma stærð. Aðaláherslan hér á Norður- landi hefur verið lögð á Mel- rakkasléttu, en þar fór fram könnun á vötnunum, og í fram- haldi af því komið á veiðum. Þær framkvæmdir stóðu í 20 daga. í dag hafa a.m.k. 7 aðilar hafið Veiðar á því svæði og eru taldir miklir möguleikar á góðri afkomu, en fiskurinn sem þegar hefur veiðst þar er mjög góður. Þessar veiðar hafa tvíþættan tilgang, þær bæta fiskinn í vatn- inu og gera það eftirsóknarverð- ara sem stangveiðivatn. Þannig gæti þessi nýting á vötnunum orðið undanfari þess að vötnin verði í auknum mæli nýtt til sport- veiði. Þessi veiði mun með réttri meðferð viðhalda góðri stang- veiði í vötnunum, cn ekki keppa við stangirnar um veiðina. Allir veiðibændur geta gerst aðilar að Vatnafangi, en til þess verða þeir að gerast hluthafar, en lágmarkshlutur kostar fimm þús- und krónur. Framleiðnisjóður lánaði félaginu 1,5 milljónir króna, og mun gefa það eftir sem styrk í hlutfallinu 1:1 miðað við innkomið hlutafé, en einnig mun Framleiðnisjóður styrkja alla leiðbeiningastarfsemi Veiðimála- stofnunar, en hlutverk stofnunar- innar er að koma veiðunum á og kenna meðferð á veiðum og hefja rekstur móttöku á bleikjunni. Allir þeir sem áhuga hafa á því að veiða, og taka þátt í þessu, geta vænst aðstoðar Veiðimála- stofnunar til'áð; hefjá vejyarrthr. Fyrst mun skoðáð.'hvað '£r í vátn- inu, síðan verða útvéguð net og kennd meðferð á fiskinurrj ' Formaður Vatnafangs er Bjarni Egilsson, Hvalnesi. GG OPIÐ Á LAUGARDÖGUM í HELLUDEILD AFGREIÐSLA OKKAR ER OPIN ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 8.00-17.00 OG NÚ EINNIG Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 8.00-16.00. ALLAR GERÐIR AF HELLUM OG STEINUM TIL Á LAGER. SÖGUM ALLAR GERÐIR AF HELLUM. MÖL & SANDUR HF V/Súluveg • Pósthólf 618 ■ 602 Akureyri ■ Sími 96-21255 “ Bréfdúfa villtist af leið: Ætlaði tíl Hafnarfjaröar en lentí útí í Drangey „Strákar, ég sá bláan fugl áðan,“ heyrðist sagt úti í Drangey á Skagafirði sl. mánudag, en þar úti eru nú staddir þeir Sigurður Ólason, Þórður Helgason og Rúnar Björnsson við fuglatekju. Trúleg voru þessi orð því ekki, en sönn engu að síður. Reyndist blái fuglinn atarna vera bréfdúfa sem lagt hafði upp frá Gríms- stöðum á Fjöllum og átt að fljúga til Hafnarfjarðar. Virtist hún heldur betur hafa villst af leið, en hvort það var viljandi eður ei verður hér látið kyrrt liggja. Strax var haft samband við eig- anda dúfunnar sem reyndist búa á Álftanesinu og hann sagði þeim að fara með hana í land og sleppa henni þar. Var dúfan nú send í land með næstu ferð og sleppt, en viti menn, hvert haldið þið að hún hafi flogið? Rétt, beint til veiðimannanna í Drangey og unir sér þar hið besta upp á mæni Drangeyjarskálans og þyk- ir þeim „eyjarskeggjum" það lýsa góðum smekk hennar í staðar- og vinavali. SBG Sauðárkrókur: Félagslegum Mðiim fjölgar Miklar byggingaframkvæmdir eru nú á Sauðárkróki. Verið er að byggja um 24 íbúðir og reiknað er með að byrja á sex til viðbótar í haust eða næsta vor. Allt eru þetta félagslegar íbúðir, en bygging einbýlishúsa er í biðstöðu sökum skorts á lóðum. í Freyjugötu og Skógargötu er verið að byggja sex kaupleigu- íbúðir og á þeim að vera lokið 1. desember. Síðan er verið að byggja sex verkamannabústaði í Kvistahlíð sem á að skila um ára- mót. Einnig er hafin bygging tólf kaupleiguíbúða í Jöklatúni í rað- húsum, en þeim á ekki að vera lokið fyrr en 1. ágúst á næsta ári. Að sögn Guðmundar Ragnars- sonar, byggingafulltrúa, er búið að fá vilyrði í verkamannabú- staðakerfinu fyrir sex íbúðum til viðbótar í Jöklatúninu og vonast til að hægt verði að byrja á þeim á þessu ári eða næsta vor. Ekkert hefur verið um bygg- ingu nýrra einbýlishúsa, en tölu- vert er um það að verið sé að vinna í húsum sem byrjað var á síðasta haust. Búið er að skipu- leggja nýtt hverfi fyrir sunnan núverandi Túnahverfi og er það kallað Túnahverfi suðurhluti. í júnf var deiliskipulagið að því samþykkt og reiknað er með því að byrjað verði á einni götu í því hverfi í sumar. Trúlega verða þvf auglýstar lausar lóðir í því á næst- unni. Guðmundur sagði að eitthvað hefði verið um fyrirspurnir um lóðir, en ekki verið mikill ákafi ennþá og kæmi það sennilega til út af öllum þessum félagslegu íbúðum sem koma til með að dekka húsnæðisleysið á Sauðár- króki að einhverju leyti. SBG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.