Dagur - 14.07.1990, Qupperneq 3
Laugardagur 14. júlí 1990 - DAGUR - 3
fréffir
Akureyri:
Bæjarmála-
punktar
■ Á fundi félagsmálaráðs
nývcrið var rætt um framtíð
dagvistarinnar Iðavalla. Fram
kom hugmynd um að lóðin
austan Iðavalla verði könnuð
með tiiliti til byggingar þar eða
færa starfsemi Iðavalla í nýju
dagvistina í Þverholti. Félags-
málaráð samþykkti að starf-
semi Iðavalla flytjist í Þverholt
í haust, en reiknað er með að
dagvistin verði tilbúin 15.
ágúst. í bókun félagsmálaráðs
segir að ákvörðun um framtíð
Iðavalla verði tekin eftir nán-
ari athuganir á grunni gamla
hússins. Bæjarráð leggur
áherslu á að ákvörðun um
framtíð Iðavalla verði hraðað
og að ekki verði hafinn rekstur
nýrrar dagvistar í Þverholti
fyrr cn sú ákvörðun liggi fyrir.
■ íþróttaráð samþykkir að
leiga vegna knattspyrnuleikja
í þriðju deild í ár verði krónur
20 þúsund fyrir hvern leik.
■ Svanhildur Daníelsdóttir
hel'ur sagt laúsu kennarastarfi
sínu við Barnaskóla Akureyr-
ar.
■ Skólanefnd hefur sam-
þykkt að veita Jóni Eyfjörð
Friðrikssyni og Huldu Árna-
dóttur, kennurum í Glerár-
skóla, launalaust leyfi næsta
skólaár.
■ Skótanefnd hefur sam-
þykkt að ráða Birgi Jónasson,
Hrafnagilsskóla, og Jón Stefán
Baldursson, Stjórutjarnar-
skóla, í Vi stöðu hvor við
Gagnfræðaskóla Akureyrar.
■ Fram kemur í bókun skóla-
nefndar frá 3. júlí sl. að hún
leggi áherslu á að framkvæmd-
um við suðurhluta lóðar Gler-
árskóla veröi lokið fyrir upp-
haf skóla í haust.
■ Þröstur Ásmundsson, Jón
Már Héðinsson og Úlllúldur
Rögnvaldsdóttir hafa verið til-
nefnd í stjórn Minjasafnsins á
Akureyri, Jón Arnþórsson í
leikhúsráð og Rut Hansen í
stjórn Kammerhljómsveitar
Akureyrar.
■ Bæjarstjórn Akureyrar
hefur samþykkt erindi Haraid-
ar Árnasonar, f.h. S.S. Byggis
hf., um að hefja byggingu fjöl-
býlishúss á lóðinni nr. 14 við
Tröllagil samkvæmt teikning-
um eftir Harald Árnason í maí
1990. Bygginganefnd hefur
samþykkt byggingaleyfi og
frávik frá íbúðafjölda en tekur
ekki afstöðu til skipulags á
raöhúsasvæði.
■ Slökkviliðsstjóri hafði ósk-
að eftir því að bókað yröi að
hann teldi óráölegt að byggð
verði háhýsi í bænum á meðan
Slökkvilið Akureyrar hafi ekki
yfir áö ráða tækjabúnaði til
björgunar og slökkvistarfa í
háhýsum.
Ólafsfirðingar aðilar að Héraðsnefnd Eyjaijarðar:
Vilja endurskoðun á Fjórðungs-
sambandi Norðlendinga
Bæjarstjórn Ólafsfjarðar hefur
samþykkt að gerast aðili að
Héraðsnefnd Eyjafjarðar, en
jafnframt óskar hún eftir
endurskoðun á stefnu og starf-
semi Fjórðungssambands
Norðlendinga, en það hafa
Bæjarstjórnir Akureyrar og
Dalvíkur þegar gert.
Uppi eru ákveðnar hugmyndir
um breytingar á starfsemi Fjórð-
ungssambands Norðlendinga, en
reiknað er með að ákvarðanir um
þær breytingar verði teknar inn-
an Héraðsnefndarinnar. Að ein-
hverju leyti mun Héraðsnefndin
koma í stað Fjórðungssambands-
ins, þ.e. á Eyjafjarðarsvæðinu,
en aðildarsveitarfélög Fjórðungs-
sambandsins eru úr báðum
Norðurlandskjördæmunum, en
ein af breytingartillögunum mun
einmitt vera minnkun eða skipt-
ing starfssvæðis Fjórðungssam-
bandsins.
Bjarni Kr. Grímsson bæjar-
stjóri í Ólafsfirði segir að sveitar-
félögin hér á svæðinu geti ekki
endalaust bundist samtökum um
samstarf eða sameiginleg verk-
efni, og þegar nýr vettvangur
skapast eins og innan Héraðs-
nefndar Eyjafjarðar, þá er sjálf-
sagt og eðlilegt að endurskoða
þann vettvang sem fyrir er.
Sem dæmi um samstarf eða
sameiginleg verkefni innan Hér-
aðsnefndar Eyjafjarðar hafa
helst verið í umræðunni sorpeyð-
ing, tónlistaskólar, dvalarheimili
aldraðra, eldvarnir og almanna-
varnir. GG
Sjónvarpið á sunnudagskvöld:
Fylgst með Jónsmessugleði
að Baugaseli í Barkárdal
Jónsmessunóttin er í þjóð-
trúnni sveipuð töfraljóma enda
eru þá álfar og huldufólk á ferli
og vænlegt dauðlegum mönn-
um að baða sig í dögginni. Á
dagskrá Sjónvarpsins nk.
sunnudagskvöld er þáttur sem
Örn Ingi og Samversmenn
gerðu með góðu fólki við dans
og lífleg læti við Baugasel í
Barkárdal.
Ekki eru þeir margir sem líta
upp frá erli hversdagsins til að
njóta Jónsmessutöfranna en þó
eru þeir nokkrir og má minnast á
300 manna hóp á vegum ferðafé-
lagsins Hörgs, sem er félagsskap-
ur Hörgdæla og Oxndæla. Hörgs-
menn komu saman á Jónsmess-
unni að Baugaseli, eyðibýli í
Barkárdal er félagið hefur endur-
byggt glæsilega og gert að útverði
sínum þar í dalnum.
Barkárdalur er ekki oft á vör-
um þjóðarinnar. Landfræðiglöggir
menn munu þó minnast þess að
dalurinn gengur vestur úr Hörg-
árdal inn í Tröllaskaga. Þar um lá
fyrrum þjóðleið austan að til
biskupssetursins Hóla og stóðu
þrjú býli þar í dalnum er best lét.
Síðast fór Baugasel í eyði fyrir 25
árum.
„Sjálfrennandi gleði fólks,“
segir Örn Ingi um þáttinn er hann
vann sem gestur Hörgsmanna a
nýliðinni hátíð þeirra. Hér var
margt um að vera í sumarnótt-
inni; leikir, sögur, íslensk glíma
og hrútadráttur kvenna. Örn
náði þarna tali af forvígismönn-
um Hörgs, sem og af bræðrum
þeim er síðastir voru ábúenda í
dalnum. Sannkölluð mannstífla
skapaðist þarna í þröngum
dalnum, sem er svo mittismjór að
snjóflóð hafa fallið úr hlíðinni
öðrum megin og upp í hlíðina
hinurn megin. I Barkárdalnum
eru fífilbrekkur, grónar grundir
og náttúrufegurð mikil. Jarðvcg-
ur er þvt kjörinn fyrir teiti og
gleðskap eins og Órn Ingi og
Samversmenn urðu vitni að. SS
Gagnfræðaskólinn í Ólafsfirði. Mynd: kl
Ólafsijörður:
Tuttugu ár hafa ekki
dugað tU að ljúka bygg-
mgaframkvæmdum við
Gagnfræðaskólann
í vor var lagt nýtt tjörubrennt
þakpappalag á þak Gagn-
fræðaskóla Ólafsfjarðar, en til
stóð að framkvæma þetta í
fyrra en þá fengust engir fag-
menn til verksins.
Tuttugu ár eru liöin síðan skól-
inn var tekinn í notkun, og má
segja að þakið hafi lekið öll þessi
20 ár, öllum til ama og leiðinda.
Reyndar er byggingu skólans
ekki lokið, en anddyri skólans er
miðað við það að við skólann
verði byggð ein álma.
Engar áætlanir eru nú uppi um
framhald byggingarframkvæmda
við Gagnfræðaskólann. GG
Vinnuvika launamanna:
Verkamenn
með tæplega
50 stunda
vinnuviku
I athugun Kjararannsóknar-
nefndar hjá nokkrum hópum
innan ASI kom í Ijós að karlar
í verkamannavinnu vinna að
meðaltali flestar stundir á
viku. Gerður var samanbuður
á meðalfjölda vinnustunda á
viku á fyrsta ársfjórðungi þessa
árs og síðasta árs sem leiddi í
Ijós að þegar á heildina er litið
hefur ekki orðið breyting þó
einstakir hópar hafí aukið
vinnuna en aðrir dregið úr.
Sem áður segir var vinnuvika
verkakarla lengst nú, sem og í
fyrra. í ár reyndist hún 49,9
stundir að meðaltali en næst í
röðinni komu karlar í afgreiðslu-
störfum sem unnu að meðaltali
48 tíma vinnuviku.
Vinnuvika iðnaðarmanna mæl-
ist að meðaltali 47,8 stundir, 47,7
stundir hjá konum í afgreiðslu-
störfum, 44,5 stundir hjá verka-
konum, 42,1 stundir hjá körlum í
skrifstofustörfum og styst er
vinnuvika kvenna í skrifstofu-
störfum eða 39,5 stundir á viku
| að meðaltali. JÓH
Sauðárkrókur:
Bæjarmála-
punktar
■ íþróttaráð hefur samþykkt
að fela bæjarstjóra og félags-
málastjóra, í samráði við for-
stöðumann sundlaugarinnar,
að kanna möguleika á leng-
ingu opnunartíma sundlaugar-
innar í sumar.
■ Bygginganefnd hefur sam-
þykkt eftirfarandi breytingar á
byggingaskilmálum fyrir lóðir
vestan götu við Hólatún,
Fellstún, Daltún og Ártún.:
1. Gangstéttar utan lóöar-
marka:
- skulu vera hellulagðar
- Hæðarmun milli stéttar og
jarðvegs viö stétt skal vinna
upp mcö steyptum sökkli eða
steinhleðslu. Ekki grasfláa.
Heimilt er að leggja snjó-
bræðslukerfi undir stéttar.
- Lagning og viðhald stétta er
á kostnað og ábyrgð húseig-
enda.
2. Innkeyrslur:
- Verði niest 5 metrar nema
þar sem bílastæði leyfa ekki
fulla breidd.
- Lagning þeirra og viðhald
verður á kostnað og ábyrgð
Sauðárkróksbæjar.
- Heimilt er að leggja snjó-
bræðslukerfi undir innkeyrsl-
ur.
3. Giröingar:
- Veröi úr steinsteypu.
- Heimilt er að hafa þær úr
timbri ef hús er úr timbri. Staf-
ir (pílárar, borö) verði lóðrétt-
ar og bil milli stafa ekki mcira
en Vs af breidd stafs.
- Hæð girðingarinnar við
húsvcgg veröi ekki lægri en 1
meter yfir gólfhæð húss.
- Heimilt cr að reisa giröingar
á lóðamörkum milli húsa og
frá lóðamörkum við götu að
bílagcymslu.
- Girðingar, smíöi og viðhald
er á kostnað og ábyrgð húseig-
enda.
- Sauðárkróksbær áskilur sér
rétt til að reisa girðingar í sam-
ræmi viö byggingarskilmála á
kostnað húseigcnda. hafi hús-
eigandi ekki girt sjálfur innan
þriggja ára frá lokaúttekt
húss.
■ Trésmiðjan Borg hf. hefur
skilaö til bygginganefndar lóð-
unum nr. 17-25 við Grenihlíð,
■ Linda Björnsdóttir, fóstra
á Furukoti, hefur sagt upp
starfi sínu. Hún mun hætta
störfum um miðjan septeni-
ber.
■ Veitnstjórn hefur sam-
þykkt að verða viö beiðni
Steingríms Þormóðssonar hdl.
varðandi nauðasamninga Mel-
rakka hf., að því er varðar
skuldir Melrakka við Rafveitu
Sauðárkróks, að upphæð kr.
767.261 og Hitaveitu Sauðár-
króks að upphæð kr. 151.924.
■ Á l'undi bæjarráðs 29. júní
sl. var lagt fram erindi Baldurs
Heiðdal, Einars Péturssonar,
Jóns Jakobssonar og Birgis
Hreinssonar varðandi leigu-
bílaakstur á Sauðárkróki.
Samþykkt var að 'óska eftir
viðræðum við forsvarsmenn
Fólksbílastöðvar Sauöárkróks
um þetta mál.