Dagur - 14.07.1990, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 14. júlí 1990
i
kvikmyndorýni
Jón Hjaltason
Aftur til Víetnam
Borgarbíó sýnir: Stríðsógnir
(Casualties Of War).
Leikstjóri: Brian DePalma
Aðalhlutverk: Michael J. Fox og
Scan Penn.
Columbia Pictures 1989.
Stn'ðsógnir gerist í Víetnamstríð-
inu. Hún er um lítinn hóp manna
er taka upp á því að stela víet-
nömskum kvenmanni og draga
með sér í langan könnunar-
leiðangur. Þeir leita Víetkong-
hermanna en á leiðinni notfæra
þeir sér varnarleysi stúlkunnar og
að lokum drepa þeir hana. Fjórir
félaganna eru samtaka um að
misnota stúlkuna, sá fimmti,
Michael J. Fox, neitar að dansa
með eftir flautu fyrirliðans, Sean
Penns. Eftir að hafa velt sér ræki-
lega upp úr verknaðinum snýr
leikstjórnn DePalma aftur til her-
búðanna og greint er frá tilraun-
um Fox til að fá fjórmenningana
ákærða. Slitrótt atburðarás leiðir
bíófarann allt í einu á morðstað-
inn og þaðan er haldið í réttarsal-
inn. Par er höfð skömm viðdvöl,
félagarnir fjórir dæmdir og allt í
einu er Fox kominn á heimaslóð-
ir haldinn vondri martröð - og
myndin endar á einhverskonar
yfirbótarverki hetjunnar. Mig
undrar ekki lánleysi þessarar
myndar á erlendum mörkuðum,
aðalleikararnir eru á mörkum
þess að ráða við hlutverkin og
kvikmyndin sjálf er ósköp enda-
slepp eftir að verknaðinum lýkur
sem allt á að snúast um.
Sean Penn og Michael J. Fox deila um örlög víetnömsku stúlkunnar.
Engimi er eyland
Borgarbíó sýnir: Hina frábæru
Bakcrbræöur (The Fabulous
Baker Boys)
Leikstjóri: Steve Kloves.
Aðalhlutverk: Jeff og Beau
Bridges og Michelle Pfeiffer
Rank Film 1989.
Hvort er maðurinn eyland eða
flatneskjuleg hugarsmíð náungans
tyllt saman með lánuðum
nöglum? Hvað er það á milli
karlmanns og konu er dregur þau
hvort að öðru og heldur þeim
saman í 40 ár? Er það ást,
skyldurækni eða vani - kannski
allt í senn? Jeff Bridges og Beau
Bridges leika Bakerbræðurna.
Lifibrauð þeirra er píanóleikur í
skemmtilsölum hótela og annars-
staðar þar sem þörf er fyrir slag-
hörpuleik.
Þeir eru skemmtikraftar á fall-
andi fæti; Beau er skyldurækni
bróðirinn sem á fyrir konu og
börnum að sjá. Hans er að
útvega verkefni. Jeff er sá óróa-
samari og hæfileikaríkari - hann
er eylandið. Til að endurheimta
forna frægð grípa þeir bræður á
það ráð að finna sér söngkonu.
Sú er Michelle Pfeiffer. En hún
er ekki aðeins söngkona og fyrr-
verandi gleðikona heldur einnig
samviska Jeffs, yngri bróðurins.
Það kemur á daginn að hann er í
raun litlu skárri en hún var á
gleðikonudögum sínum. Hún
seldi líkama, hann hæfileika.
Hún vildi ekki sænga með ótal
vel borgandi körlum, hann vill
ekki leika dægurtónlist fyrir hót-
elgesti.
Bakerbræður er ekki kvik-
mynd um framkvæmdir, hún er
ekki um söguhetjur í glímu við
ytri atburði. Söguþráðurinn er
miklu líkari uppghringuðu kaðal-
reipi þar sem hvað snertir annað
og enginn endir er finnanlegur.
Hún fjallar fyrst og fremst um
skemmtikraftana þrjá, sérstak-
lega baráttu Jeffs við að brjóta af
sér sköpulag náungans og frelsa
sitt eigið sjálf.
Fyrri hluti Bakerbræðra er sér-
staklega velheppnaður og ég get
vel ímyndað mér að hann höfði
sterkt til kvenna á þrítugsaldri
(og eldri). Seinni hlutinn er hins
vegar ekki alveg í takt við þann
fyrri, það jaðrar við að hann sé
langdreginn en mér finnst það
heldur ánægjuleg langdrægni.
Kristinn G. Jóhannsson skrifar X 'émW &
Ba þa n (3. r
Um eyrarrós, rómantík og skipulag
Arfinn lét segjast og hefur verið
viðræðugóður síðan. Hins veg-
ar varð ég hugsi fyrr í sumar
þegar ég laumaðist seint um
kvöld niður á eyrarnar viö
húsvegginn hjá mér að ná mér I
eyrarrós. Flún er óskaplega fall-
egt blóm og slær rómantískum
roða á vanhirt umhverfi Glerár.
Ég ætlaði að ná mér í eina
svona, setja hana í steinabeðið
hjá mór og dekra við hana. En
það er sama hve ég kyssi hana
og knúsa, hún er föl í vöng-
um og dapureyg, kann ekki við
sig í þessu umhverfi. Vill vera
áfram á eyrinni. Tórir þó og ég
held hún ætli að blómstra fram-
an í mig þrátt fyrir allt. Hún hef-
ur svoleiðis hjartalag.
Hún minnir mig dálítið á
Oddeyrina sem verið er að
drepa meö skipulagsgáfu í
blóra við mannlífið. Eftir að ég
kom heim aftur til Akureyrar eft-
ir að hafa verið mannsaldur í
burtu gerði ég mér stundum
ferðir á fornar slóðir þar sem
heitir Norðurgata, Ægisgata,
Eyrarvegur, Ránargata, Gránu-
félagsgata og Eiðsvallagata.
Þetta fannst mér að ættu að
vera skemmtilegir bíltúrar og til
þess fallnir að rifja upp árin eftir
stríð, sætsúrar minningar, róm-
antlk og æskubrek. Það kom þó
fljótt í ijós að það var orðin ein-
stefna í öfuga átt í öllum þess-
um götum og ég komst hvergi
nema helst afturábak að þess-
um minningum. Skipulagið
hafði tekið sig til við að gera
gamlar minningar að umferðar-
lagabrotum og rómantíkina að
bannaðri beygju til vinstri. Úr
þessu varð öngþveiti, eins og
raunar alltaf þegar reynt er að
lifa aftur það sem löngu er
dautt. En hvað um það. Þetta
bjargaðist þó einatt vegna þess
að þegar ég var kominn í þrot
gat ég alltaf leitaö Norðurgöt-
unnar, hún var einhverskonar
naflastrengur við veruleikann
og út úr ógöngunum og opin til
beggja höfuðátta. Hún var líka
gatan mín þar sem ég hafði átt
heima meðan lífið var enn ungt.
Hún var þar að auki eina sóma-
samlega gatan sem eftir var á
Eyrinni og hefur byggingasögu
frá aldamótum og fram til þess
tíma i stríðinu og eftir það þeg-
ar menn byggðu þarna í kart-
öflulöndum bæjarbúa. Var orðin
lífæð Oddeyrar. Hafðí líka
sæmileg tengsl við lífið í smá-
bátahöfninni og slippinn. Þaðer
ekki fallegt að segja þaö en
stundum fæ ég það á tilfinning-
una að meiningin sé hjá bæjar-
yfirvöldum að ganga að þess-
um bæjarhluta dauðum. Það
hlýtur þó að vera óvart. Nú síð-
ast hafa þeir atburðir gerst að
farið er að úthluta byggingar-
lóðum í Norðurgötunni miðri og
af því tilefni búið að grafa hana
sundur í hinn endann. Ég trúði
varla mínum eignin augum, en
spurði mig þó fyrir hvern skipu-
lagið væri. Er það fyrir mannlíf-
ið í þessum bæjarhluta eða
skammtíma hagsmuni? Hver
ræður þessu? Til hvers er þetta
gert? Hvað sem gömlum
minningum okkar eyrarpúka
líður og við skulum láta þær
liggja milli hluta þá er þetta ein-
hver torskildasta skipulagslist
sem ég hefi orðið vitni að. Þetta
er heimskuleg aðgerð og vond
þess vegna. Það ætti að vera
höfuðmarkmið skipulags í bæj-
um að gera þá byggiiegri en
ekki að leggja þá í eyði. I sam-
ræmi við þessa nýju úthlutunar-
reglur byggingarlóða í bænum
er ég aö hugsa um að sækja
um lóðina sem er vestan lög-
reglustöðvarinnar þ.e. í miðju
Þórunnarstrætinu. Það er
björguleg lóö og mundi þar að
auki auðvelda umferðina um
bæinn að loka götunni einmitt
þar og fordæmið er gefið í
Norðurgötunni. Ég ætla að
setja þar upp krambúð svo öll-
um skilyrðum verði nú fullnægt.
Það kom I Ijós að kartöflu-
grösin þjáðust af kuldaþurr-
þræsingi svo ég fór að vökva
kartöflugarðinn. Það fannst mér
snautlegur starfi. Það var aldrei
gert í Svarfaðardalnum forðum
og ég veit ekki til þess að
alvörubændur hafi lagt það í
vana sinn að vökva kartöflu-
grös. Svona fer öllu aftur. Ég
ætla að segja ykkur miklu meira
af þessu næst, þ.e. af eyrarrós-
inni, Oddeyrinni, skipulaginu,
arfanum og kartöflugrösunum
og ekkí síst af Helga magra og
frú sem höfð eru í afvötnun
meöan Eyfirðingar halda upp á
landnám þeirra í firðinum.
Kr. G. Jóh.