Dagur


Dagur - 14.07.1990, Qupperneq 5

Dagur - 14.07.1990, Qupperneq 5
Laugardagur 14. júií 1990 - DAGUR - 5 Gróbur og garðyrkja Hellur eru eitt af þeim efnum sem hægt er að nota til að fegra garðinn og gera hann aðgengilegri en ella. Hellumar gefa marga möguleika bæði í lit og lögun. Algengastar em gráar hellur en einnig em fáanlegar svartar, rauðar og hvítar. Með því að blanda þessum litum saman getum við fengið út allskyns munstur. En hellulagnir geta verið erfíðis- og nákvæmnisverk og nauðsynlegt er að vanda til þeirra eins og frekast er kostur, því illa gerð heUulögn er alls ekki til prýði. Það er upplagt að nota smá hluta garðsins sem verönd eða áningarstað. „Strauun“, á myndinni sést hvernig réttskeiðin er dregin yfir og hvílir á rörunum. Hellulögn. Takið eftir því hvernig hellurnar eru lagðar á ská. Hellur eru oft notaðar til að beina fólki á einhvern ákveðinn stað. Gang- stígurinn er úr granítsteinuin en einnig má nota hellur. HeUulagnir í görðum Notkunarsvið hellulagna: Hellur má nota víða í garðinum til að lífga upp á og til að gera gönguna um garðinn auðveldari. Hellulögð bílaplön eru mjög vin- sæl og er margt sem mælir með því að nota hellur þar, t.d. að það er hægt að gera hin skemmti- legustu munstur og einnig ef hlut- ar plansins verða fyrir skemmd- um eða þarf að grafa upp af ein- hverjum ástæðum, þá er hægt að skipta um hellur og nota þær gömlu í stað þess að ef planið væri steypt þá þyrfti að brjóta það upp. Hver kannast til dæmis ekki við þrálátu olíublettina í bíla- planinu. Ef planið er hellulagt er auðvelt að kippa hellunum upp og setja nýjar í staðinn. Hellur eru líka góðar til þess að mynda stíga í garðinn og einnig tröppur. Tilvalið er að leggja hellur undir snúrurnar svo að aðgengið verði betra og þrifalegra. Svo má ekki gleyma sólpallinum sem er aðal samkomustaðurinn í garðinum þegar heitt er í veðri og ekki er verra að hann sé hellulagðar og í honum sé eitthvert munstur. Lélegar hellulagnir: Hellulagnir sem illa eru gerðar eru aldrei til prýði. Fólk freistast oft til að gera hlutina auðvclda, en það sem það fær útúr því er ill- gresi á milli hellanna og hellu- lögnin í heild verður riðluð. Það sem oft vill gleymast er það að undir hverja hellulögn er nauð- synlegt að koma fyrir frostfríu efni (möl, sandi) bæði til þess að hún færist ekki til og einnig til að losna við illgresi. Undirbygging: Nauðsynlegt er að undirbyggja undir allar hellulagnir en þó mis- mikið. Undir gangstíga í garði sem lítið mæðir á þarf ekki að undirbyggja eins djúpt og undir —plöntukynning------------- Umsjón: Baldur Gunnlaugsson, skrúög.yrkjufr. bílaplan sem ekið er á daglega. Reikna skal með að það þurfi að grafa 50-60 cm fyrir stíga og hellulagnir sem lítið mæðir á en allt að 100 cm fyrir bílaplön. Undirbyggingin skal vera frost- frítt efni þ.e. möl, og þegar búið er að koma henni fyrir er hún rennbleytt, látin síga og þjöppuð. Ef um er að ræða álagsstaði skal gera þetta nokkrum sinnum. Undir hellurnar þarf síðan 5-7 cm lag af sandi. Sandlagið er jafnað út og bleytt vel. Snúrum er kom- iö fyrir í þeim hæðum sem hellu- lögnin á endanlega að vera í og á milli þeirra er komið fyrir vatns- rörum (best er að nota 3/4“ rör). Ef helluþykktin er 5 cm þá á rör- iö að vera 4 cm fyrir neðan línuna því við verðunt að gera ráð fyrir l cm sigi þrátt fyrir góða undir- byggingu. Þegar búið er að stilla rörin af og setja vel af sandi í kringum þau er næsta verk að „strauja", en svo kallast það þcg- ar sandurinn er jafnaöur út með því að strjúka réttskcið yfir sand- inn og réttskeiðin hvílir á rörun- urn sem við lögðum. Með þessari aðferð náum við mun sléttara yfir borði en ef við jöfnuðum út með höndununt sem er nánast óvinn- andi vegur ncma um smá hellu- lagnir sé að ræða. Hellulagningin sjálf: Að leggja hellur er ekki svo erfitt en það er nákvæmnisverk. Það þarf að passa að línurnar séu rétt- ar og einnig er nauðsynlegt að leggja hellurnar sern þéttastar þ.e.a.s. hafa sem allra minnstar fúgur því að í þær sest jarðvegur og illgresi spírar í fúgunum. Ef hellur eru lagðar upp við húsvegg eða kanta er best að byrja hellu- lögnina u.þ.b. 1.5 cm frá húsinu eða kantinum því það er ekki á það treystandi að veggir séu alveg réttir. Útjaðrar hellulagnarinnar: Þegar um er að ræða frekar mjóa hellulögn eins og t.d. stíg er alltaf dálítið vandamál að halda köntunum saman. Á þessu eru nokkrar lausnir og nærtækust og oft smekklegasta lausnin er að leggja við jaðrana hellukantstein. Hann heldur vel að lögninni. Önnur lausn er að smíða lágan timburramma. Þriðja lausnin er að leggja þökur alveg upp að hellulögninni og ef hún er í sömu hæð þá er auðvelt að slá inná hellurnar og þá þarf ekki að klippa kantana. Fjórða lausnin er einfaldlega að steypa utan með hellulögninni en þá verður það að vera þannig gert að steypan sjáist ekki þ.e. steypan skal ná upp á miðjar hcllur og svo má setja gras ofaná. Söndunin: Þegar talað er um að sanda hellu- lögn er átt við það þegar fínn sandur er settur á milli hellanna (í fúgur). Við söndunina skal ein- göngu nota mjög fínan sand vegna þess að hann þjappast vel saman. Fína sandinum er dreift yfir hellulögnina og hann sópað- ur niður í fúgurnar eins og hægt er. Síðan er hellulögnin renn- bleytt þangað til allur sandúrinn er farinn niður á milli.' Þessi aðferð er svo endurtekin nokkr- utn sinnum og ef þetta er vel gert, þá spírar illgresið síður í fúgun- um. Vönduð vinnubrögð borga sig alltaf! Gangi ykkur vel. Bjarmasóley Bjarniasóley, falleg blóni og sér- stakar fífur einkenna þessa plöntu. Bjarmasóley, Clematis tangutica er af sóleyjarætt, Ranunculac- eae. Ilmsóleyjar (Clematis) eru af stórri fjölskyldu, um 200 teg- undir í heiminum sem bæði eru jurtkenndar og trékenndar. Bjarmasóleyin ér mest ræktuð hér á landi. Hún klifrar upp eftir grindum utan á húsveggjum, myndar töluverðan blaðmassa og blómstrar alveg glæsilegum blómum. Blómin eru skær-gul, einföld og drjúpandi. Þegar blómið er búið myndast fífur í þeirra stað sem eru ekki síður fallegar. Bjarmasóleyjan hefur verið í ræktun í lystigarði Akur- eyrar í mörg ár og þrifist mjög vel (að vísu í góðu skjóli). Hún er ekki mjög vindþolin nerna hún sé vel bundin upp og þarf alla þá sól sem hægt er að fá. Bjarntasóley fæst í gróðrarstöðvum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.