Dagur - 14.07.1990, Síða 7
Laugardagur 14. júlí 1990 - DAGUR - 7
sakamálasaga
Leitin að beinum
Pekingmannsins
Nærri Peking í Kína voru, rétt
upp úr 1920, grafin upp bein,
nærri 500.000 ára gömul. Ákafir
vísindamenn neru sér um
handarbökin og töldu beinin sýna
mikilvægan hlekk í þróun
mánnsins. „Pekingmaðurinn“
varð hugtak innan mann-
iíi'j’ fræðinnar.
Þegar Japanir nálguðust Peking
íírið 1941, var ákveðið að beinin
(skyidu flutt til Ameríku, en þau
náðu aldrei áfangastað.
Frá þeinr tíma hefur dr. Harry L.
Shapiro, fyrrum prófessor í
nrannfræði við Colombiaháskóla
leitað þeirra. Hann telur að sjó-
liðsforingi nokkur hafi rænt þeim
og smyglað til Ameríku.
Tilgátan fékk byr undir báða
vængi, þegar kaupmaður nokkur
í Chicago tilkynnti, að hann væri
reiðubúinn að greiða 5.000 doll-
ara fyrir nánari upplýsingar um
Pekingmanninn. Hann átti í
framhaldi af því fund með
óþekktri konu á 102. hæð Empire
State byggingarinnar í New
York. Konan fullyrti að maður
hennar hefði komlð með stein-
gerð bein af fortíðarmanni heim
frá Kína. Hún sýndi honum Ijós-
mynd af beinunum en áður en
samningar tókust hvarf hún
sporlaust.
FBI hefur leitað uppi og yfirheyrt
fjölda ameríkanskra hermanna,
sern kornu heim frá Asíu með
furðulegar hauskúpur í farangri
sínum, en án árangurs.
Kaupmaður einn í Sydney í
Ástralíu hélt því fram, að hann
hefði fundið beinin og grafið þau
í jörðu í skógum Tasmaníu.
Hann var tilbúinn til að sýna hvar
þau væru, gegn góðri greiðslu.
Hugsanlegt er að bein Peking-
mannsins séu víða, í Ameríku.
Ástralíu og jafnvel á Englandi.
En dularhjúpur ránsins á þeim er
órofinn.
Sneri hann aftur?
Nels Stenstrom og kona hans
Anna áttu litla verslun í kola-
námabænum Mcvay í Washing-
tonfylki í Bandaríkjum Norður-
Ameríku. Þau voru iðin og
ósérhlífin og unnu flestum stund-
um í verslun sinni, sem hét ein-
faldlega Mcvay-búðin. Kjörorð
þeirra var: „Við höfum allt, sem
þú þarfnast."
I Árið 1905 dró upp dökk ský.
Þann 5. júní hvarf Nels Sten-
strom og fannst hvorki af honum
tangur né tetur. lllgjarnar tungur
pískruðú um, að þessi hávaxni,
myndarlegi maður væri haldinn
flökkueðli og hefði einfaldlega
stungið af með annarri. En eng-
inn leyfði sér að nefna slíkt í ná-
vist Önnu, sem hafði dáð og
dýrkað mann sinn.
Vildi fá kistu, leiði
og jarðarför
Anna hélt áfram rekstri verslun-
arinnar eins og ekkert hefði í
skorist. Reksturinn gekk vel,
umsetningin jókst og verslunin
stækkaði.
Sumarið' 1912 var Nels Stenstrom
opinberlega lýstur látinn.
Daginn, sem það gerðist, lét
Anna hafa eftir sér ummæli, sem
blöð víða unt landið hentu á lofti.
„Þótt aðeins sé um að ræða opin-
bera yfirlýsingu um að hann sé
látinn, þá fer ég þess á leit, að
hann fái almcnnilega greftrun."
Þótt ekkert lík væri fyrir hendi,
vildi hún fá kistu, leiði og jarðar-
för viö hæfi fyrir mann sinn.
Þetta var svo óvenjuleg ósk, að
fjöldi fréttamanna og annarra
forvitinna streymdi til þorpsins.
Þegar athöfnin hófst í sóknar-
kirkjunni klukkan 14:30 þann 1.
júlí árið 1912 var hún troðfull.
Nels var uppgjafahermaður og í
heiðursskyni var kistan sveipuö
bandaríska fánanum. Fyrst mælti
presturinn nokkur huggunarorð,
einn af gömlunt vinum hins látna
hélt yfir honum lofræðu og Anna
sté í pontu.
„Það er Nels“
En tæpast hafði hún tekið til máls
er ókyrrð braust út meðal áhorf-
endanna. Gráhærður hjálpar-
vana vesalingur, tötrum klæddur,
reikaði kjökrandi inn eftir kirkj-
unni og bar sig illa. Nærstaddir
kváðu hann hafa starað bænar-
augum á Önnu áður en hann féll
í ómegin.
Anna varð fyrst til og þreifaði
eftirpúlsi mannsins. Tárin runnu
niður kinnar hennar, er hún leit
upp aftur. Allt sem henni tókst
að segja var: „Það er Nels."
Læknir bæjarins gaf út dánarvott-
orð þótt hann furðaði sig á því,
að illa á sig komnar líkamsleifar
þessa drykkjusjúklings gætu ver-
ið af Nels Stcnstrom. Mörg
hundruð ntanns voru viðstödd,
þegar lík flakkarans var borið til
grafar Stenstroms.
Sagan fékk furðulegan eftirmála.
Nágrannabæirnir Roslyn og Cle
Elum blómstruðu, en kolanám-
urnar í Mcvay tæmdust. Bænum
hrakaði. Anna lést og var graíin
við hlið manns síns. Byggingar-
meistari nokkur keypti verslunar-
húsið fyrst og fremst til niðurrifs
vegna þess hversu vel þaö var
byggt og úr góðunt viði.
Hann lét rífa húsið og þá fannst
gröf undir gólfborðunum. í henni
voru tvær beinagrindur klofnar í
herðar niöur og milli þeirra öxi.
Önnur beinagrindin var af konu.
Hver hún var var jafn ómögulegt
aö segja til um og liver flækingur-
inn var í gröfinni við hliðina á
Önnu. Og líkama mannsins var
einnig útilokað að þekkja. Var
þar ef til vill um að ræða líkið af
Nels Stcnstrom?
Vöruskiptin við útlönd í janúar-maí 1990:
Hagstæð um 0,7 milljarða króna
í maímánuði voru fluttar út vörur
fyrir röska 9,5 milljarða króna og
inn fyrir nær 11,8 milljarða króna
fob. Vöruskiptajöfnuðurinn í
maí var því óhagstæður um röska
2,2 milljarða króna og reiknað á
föstu gengi er það svipað og í
sama mánuði í fyrra. Af innflutn-
ingnum í maí stafa nær 4,3 millj-
arðar af þotukaupum Flugleiða
hf. en þau námu 3,3 milljörðum í
maí í fyrra. Að flugvélakaupun-
um frátöldum hefur vöruskipta-
jöfnuðurinn verið hagstæður um
2 milljarða króna í maí á þessu
ári en var hagstæður unt 1,1 millj-
arð í maí í fyrra.
Fyrstu fimm mánuði þessa árs
voru fluttar út vörur fyrir 37,4
milljarða króna en inn fyrir 36,7
milljaðra króna fob. Vöruskipta-
jöfnuðurinn á þessum tíma var
því hagstæður um röska 0,7 millj-
arða króna en á sama tíma í fyrra
var hann hagstæður um 2,8 millj-
arða króna á sama gengi.
Fyrstu fimm mánuði þessa árs
var verðmæti vöruútflutnings 4%
meira á föstu gengi en á sama
tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru
um 80% alls útflutningsins og
voru um 15% meiri en á sama
tíma í fyrra. Útflutningur á áli
var 35% minni og útflutningur
kísiljárns var 37% minni en á
sama tíma á síðastliðnu ári.
Útflutningsverðmæti annarrar
vöru (að frátöldum skipum og
flugvélum) var 9% meira í janúar-
maí en á sama tíma f fyrra, reikn-
að á föstu gengi.
Verðmæti vöruinnflutningsins
fob. fyrstu firnm rnánuði ársins
var 10% meira en á sama tíma í
fyrra. Flugvélakaup vega mun
þyngra í innflutningnum það sem
af er á árinu en á sama tíma í
fyrra en skipakaup hafa dregist
saman. Verðmæti innflutnings til
stóriðju var hálfu meira en í
fyrra, en verðmæti olíuinnflutn-
ings fyrstu fimm mánuði ársins
var 6% minna en á sama tíma í
fyrra, reiknað á föstu gengi. Þess-
ir innflutningsliðir ásamt inn-
flutningi skipa og flugvéla eru
jafnan breytilegir frá einu tíma-
bili til annars, en séu þeir frátald-
ir reynist annar innflutningur
(67% af heildinni) hafa orðið urn
1,5% meiri en í fyrra, reiknað á
föstu gengi.
Átthagamót
Arnarneshrepps
verður haldið laugardaginn 21. júlí og hefst að
Freyjulundi kl. 15.00.
Um kvöldið verður dansleikur í Hlíðarbæ.
Allir búsettir og brottfluttir
sveitungar velkomnir.
Nefndin.
AKUREYRARB/ÍR
Hundar í óskilum
Tveir hundar eru í óskilum hjá meindýraeyði.
Ung og svört tík af Labradorkyni og kynblending-
ur, loðinn, meðalstór hundur, óreglulegur að lit.
Upplýsingar í símum 25602 og 22777.
Dýraeftirlit Akureyrarbæjar.
Löggildingarstofan:
IQjOiJ Löggilding vigtarmanna
Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður
haldið á Sauðárkróki 23. og 24. júlí og á Akur-
eyri 25. og 26. júlí ef næg þátttaka fæst.
Þátttaka tilkynnist Löggildingarstofunni Síðu-
múla 13 fyrir fimmtudag 19. júlí næstkomandi í
síma 91 -681122 en þar fást jafnframt allar nán-
ari upplýsingar.
Löggildingarstofan.
TIL SÖLU
Til sölu er fyrirtæki í rafverktaka-
starfsemi í fullum rekstri staðsett á
Eyjafjarðarsvæðinu.
Upplýsingar aöeins veittar á skrifstofunni.
Endurskoðun Akureyri hf., Glerárgötu 24, sími 26600
Frá menntamálaráðuneytinu
Starfsmenntunarstyrkir tii
náms í Noregi og Svíþjóð
Lausir eru til umsóknar fáeinir styrkir sem norsk og
sænsk stjórnvöld veita á námsárinu 1990-91 handa
íslendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum
löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhalds-
náms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, svo og
ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla
á fslandi.
Fjárhæð styrks í Noregi er 21.200 n.kr. og í Svíþjóð
10.000 s.kr. miðað við styrk til heils árs.
Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 25. júlí n.k. og fylgi
staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmælum.
Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið, 21. júní 1990.