Dagur


Dagur - 14.07.1990, Qupperneq 8

Dagur - 14.07.1990, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Laugardagur 14. júlí 1990 sumarvinna Æskudraumurinn var að fá að keyra Babú, og hann rættist! Segja má að íslenska skóla- I ur flykkist almennt út á vinnu- gengur auðvitað misjafnlega, kerfíð krefjist þess að nemend- | markaðinn á sumrin. Það atvinnuástand er æði oft þann- ig að ekki er um auðugan garð að gresja, og því verður að taka því sem að höndum ber. Aðrir eru lánsamari, hreppa jafnvel óskastarfið sem sumar- vinnu. það, aðallega unglingavinfiu,“ sagði Jóhanna Dögg, og greini- legt var á svipnum að það var hreint engin óska sumarvinna. Hvaða strákur hefur ekki bor- ið þá ósk í brjósti, leynt eða ljóst, að í framtíðinni sæti hann í slökkvibíl og geystist um götur bæjarins. Einn þeirra sem bar slíkar vonir í brjósti og sá þær rætast er Sigurður Sigurðsson, sem sl. þrjú sumur hefur fengið sumarafleysingastarf hjá Slökkvi- stöðinni á Akureyri. Sigurður stundar nám við Verkmennta- skólann á Akureyri, grunndeild rafiðnaðar, og sagðist aðspurður vonandi verða rafvirki í nánustu framtíð ef hann héldi námi áfram en það væri ansi dýrt að vera í skóla. - Af hverju vinnurðu hjá Slökkviliðinu, eru það launin? „Nei, það eru ekki launin, þetta er búið að vera mitt áhuga- mál síðan ég var smá gutti, en ég bjó hérna í næsta húsi við Slökkvistöðina og fylgdist mikið með því sem fram fór hér og kynntist vel öllum körlunum sem hér unnu.“ - Heldurðu að þú leggir þetta kannski fyrir þig í framtíðinni? „Mér líkar þetta mjög vel, og svo getur rafvirkjamenntun nýst manni ágætlega t.d. þegar taka þarf af rafmagn vegna eldsvoða. Það var verið að gera samþykkt fyrir Slökkviliðið í Reykjavík að umsækjendur hefðu lágmarks- menntun, helst iðnmenntun, en aðallega er þetta gert til þess að ná upp laununum því annars vær- um við á algjörum lágmarkslaun- um.“ - Hvað eru margir á vaktinni? „Það eru 3, en við stærri útköll eru þeir fyrst kallaðir út sem eru á frívakt, síðan er hér varalið. Það er engin kvöð á frívaktinni að vera í bænum.“ - Hvernig var fyrsti vinnudag- urinn fyrir þremur árum síðan? „Hann var mjög stressandi, fyrsta útkallið var upp á Sjúkra- hús en þar fór brunakerfið í gang vegna þess að verið var að baða sjúklinga og gufan fór í skynjara og tilkynnti eldboð niður á stöð. Það fóru þrír á tveimur bílum, og síðan voru kallaðir út fastráðnu mennirnir.“ - Hvenær komstu á vakt í Jóhanna Dögg Stefánsdóttir. „Ég ætla að fá eina samloku með hangikjöti, eina kók, tvö hraun og bland í poka fyrir þrjá- tíu, nei annars hafðu það fimm- tíu krónur." Þannig óskir og stundum miklu lengri listi og flóknari berst eyr- um þeirra sem afgreiða í sjopp- unum sem eru víðs vegar hér sem og annars staðar um landið. Jóhanna Dögg Stefánsdóttir frá Svalbarðsströnd var svo lán- söm að fá vinnu við afgreiðslu á SHELL-nestinu við Hörgárbraut í sumar, en í vetur stundaði hún nám við Verkmenntaskólann á Akureyri, og var á fyrsta ári á uppeldisbraut. Hún var við afgreiðslu í góða veðrinu sl. mið- vikudag er blm. Dags bar þar að garði. Ljósmyndasamkeppni [ tilefni af 25 ára afmæli Pedromynda á Akureyri efnir fyrirtækiö til Ijósmyndasamkeppni í samvinnu við Dagblaðiö Dag. Takið þátt í Ijósmyndasamkeppninni! eru einfaldar: 3:f^r Öllum er heimil þátttaka. =s^ Myndefni er þátttakendum í sjálfsvald sett. Æskileg stærö mynda er 10x15 cm. Keppnin stendur yfir til 15. september nk. ' Tekið er á móti myndum í verslunum Pedromynda í Hafnarstræti 98 og Hofsbót 4 á Akureyri. Veitt verða tvenn verðlaun: Annars vegar fyrir „lifandi myndefni" (menn og dýr) og hins vegar fyrir landslag eða form. Dagur áskilur sér rétt til að birta þær myndir sem til álita koma, sér að kostnaðarlausu. Úrslit verða tilkynnt um miðjan október. - Er ekki leiðinlegt að vinna innandyra þegar veður er svona gott? „Nei, nei, það er ekki um ann- að að velja þegar maður er í svona vinnu, en stundum er nú reyndar frí og þá gæti verið gott veður. Ég hef ekki unnið hér áður, en líkar þetta ágætlega.“ - Var ekki um neina vinnu að ræða á Svalbarðseyri? „Nei, það er ekki hægt að segja Verðlaunin fyrir bestu mynd í hvorum flokki er myndavél af gerðinni CHINON GENESIS, með aukahlutum, að verðmæti 30 þúsund krónur. GPeáí6tnyndir' Hafnarstræti 98, sími 23520 ■ Hofsbót 4, sími 23324 Strandgötu 31, sími 24222 dag? „Ég kom klukkan átta i morgun, og búið er að fara í tvo sjúkraflutninga og hlaða einhver slökkvitæki. Við förum einnig oft inn á flugvöll til að ná í sjúklinga sem koma víðs vegar að af Norð- austurlandi á leið á Sjúkrahúsið. Það eru enn eftir þrír tímar af vaktinni svo maður veit aldrei hvort útköllin verða fleiri.“ GG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.