Dagur - 14.07.1990, Side 9

Dagur - 14.07.1990, Side 9
I Konan mín Er íhaldsmanninum Menzies (ástralskur forsætisráöherra) var falið aö mynda stjórn í fyrsta sinn hélt hann blaðamannafund. Blaðamaður frá sósíalistablaði spurði hann: - Þér getið líklega ekki sagt okkur neitt um hverjir verða ráð- herrar í stjórninni fyrr en þér haf- ið ráðfært yður við hina voldugu aðila sem standa að baki yðar? -- Auðvitað ekki, svaraði Menzies, en eigum við nú nokk- uð að vera að nefna nafn konu minnar í þessu sambandi? Annars hugar! Miklir andans menn eru stundum annars hugar og undarlegir, en líklega hefur heimspekingurinn ,, Immanúel Kant slegið öll met. Er hann hafði loks ákveðið að kvæn- ast - eftir mikið hugarstríð - og fór heim til stúlkunnar til að biðja hennar, þá kom upp úr kaf- inu, honum til mikils angurs, að stúlkan hafði flutt burt úr borg- inni fyrir 20 árum! Öruggara Hvergi eru aðrar eins æsingar í áhorfendum á knattspyrnleikjum og í Suður-Ameríku. Láta menn oft hendur skipta ef þeim líkar ekki og dómarinn er í stöðugri lífshættu. Eitt sinn keypti knattspyrnu- dómari nokkur í Brasilíu gamlan skriðdreka. í hvert sinn sem hann dæmdi leik hafði hann skriðdrek- ann rétt fyrir utan völlinn og þangað flúði hann þegar áhorf- endum mislíkaði framganga hans með flautuna. Vilhjálmur keisari II. Hér koma nokkrar sögur af Vil- hjálmi II. Þýskalandskeisara (1859-1941). Vilhjálmur var eitt sinn með kvef og lét sækja lækni sinn, sem gjarnan vildi róa keisarann og sagði að hann hefði bara ofurlítið kvef. Keisarinn hvessti gramur á hann augum og hrópaði: - Ég hef mikið kvef - hjá mér er allt mikið! Árið 1912 gat Vilhjálmur keisari komið því í kring að sér væri boðið opinberlega til Sviss. Við móttökurnar í Zúrich var hon- um m.a. sýnt frægt, svissneskt skyttuherfylki. Hann ræddi við ofurstann og þá áttu þessi orða- skipti sér stað: Keisarinn: Nú, þið hafið þá 100 þúsund af þessum ágætu skyttum. Ofurstinn: Já, yðar hátign. Keisarinn: Hvað mynduð þér nú gera ef ég kæmi með 200 þús- und prússneska hermenn? Ofurstinn: Við myndum hleypa af tvisvar. Vilhjálmur keisari hélt sig kunna og geta alla hluti. Eitt sinn gerði hann af sjálfsdáðum teikningu af nýrri tegund herskips og afhenti hana flotaráðherra sínum. Nú leið nokkur tími og einn dag kom keisarinn að máli við ráðherrann og sagði: - Þér hafið ekki sagt mér neitt frá teikningum mínum að her- skipinu. Er ekki allt í lagi með þær? - Ja, yðar hátign - é . . . - Voru vélarnar ekki sterkari en í öllum öðrum skipum sem nú eru til? - Jú, yðar hátign. - Eru ekki stálplöturnar þykkri og sterkari en í nokkru öðru skipi í heiminum? - Jú, yðar hátign. - Og hefur það ekki fleiri fall- byssur en öll önnur skip sem byggð hafa verið? - Jú, yðar hátign. - Nú, hvers vegna heyri ég þá ekkert nánar frá yður? Hvað er að skipinu mínu? - I . . . það - e . . . það getur ekki flotið, yðar hátign. Er þetta guð? Sir William Wordsworth Fisher aðmíráll var yfirmaður breska Miðjarðarhafsflotans á 4. tug þessarar aldar. Hann var allra manna vörpulegastur og hafði fullan skilning á virðuleik og mikilvægi stöðu sinnar. Eitt sinn las hann upp guð- spjallið við guðsþjónustu í kirkju á Möltu. Er hann hafði lokið lestrinum hvessti hann augun á söfnuðinn og skálmaði svo til sæt- is síns. Um leið og hann gekk fram hjá sætaröðinni heyrðist lítil telpa hvísla: - Mamma, er þetta guð? Er aðmírálnum var sögð þessi saga seinna þá varð honum að orði: - Þetta var ósköp eðlilegur misskilningur hjá barninu. Höfuðið af? Hér koma nokkrar sögur af Bernard Shaw. Eitt sinn var maður nokkur í heimsókn hjá Bernard Shaw. Er húsráðandi hafði sýnt honum hið mikla og fallega hús sitt lét gest- urinn í ljós undrun yfir því að hann skyldi hvergi sjá bóm í vasa. - Ég hafði annars heyrt, sagði hann, að yður þyki mjög vænt um blóm. - Já, mér þykir það, sagði Shaw. Mér þykir líka mjög vænt um lítil börn. En ég er ekki vanur því að skera höfuðið af þeim sem mér þykir vænt um til þess að skreyta stofurnar mínar. Eitt sinn tók Bernard Shaw þátt í samkvæmi sem haldið var til fjár- öflunar í góðgerðarskyni. Að borðhaldinu loknu fór hann og bauð einni aðalforgöngukonunni upp í dans. Hún var stórhrifin af því að dansa við hinn fræga rit- höfund. - Að hugsa sér, sagði hún, að þér skylduð bjóða mér upp. - Kæra frú, sagði Shaw er hann tók hana danstökum. Þetta er allt saman góðgerðarstarfsemi, er það ekki? Bernard Shaw sagði eitt sinn að það sem kæmi sér verst fyrir hinn ósannsögla væri ekki það að eng- inn tryði honum, heldur hitt að hann þyrði engum að trúa sjálfur. Leikdómarinn Danski rithöfundurinn og gagn- rýnandinn Sven Lange skrifaði eitt sinn mjög harðan leikdóm í Politiken. Nokkru seinna hitti hann leikstjórann á förnum vegi. - Þér ættuð sjálfir að setja leikrit á svið, sagði leikstjórinn hæðnislega, og þá kæmi í ljós hvort þér getið gert nokkuð betur. Sven Lange svaraði: - Ef ég panta mér soðið egg á matsölustað og það reynist vera fúlegg, hef ég þá ekki leyfi til að finna að þessu þó að ég geti ekki verpt góðu eggi sjálfur? Úr bréfi frá Gröndal Eftirfarandi skrifaði Benedikt Gröndal í Þýskalandi 1858: „Hér er aldrei neinn miðviku- dagur, heldur hleypur tíminn yfir þann dag, svo þá er hér ekkert, klukkan er hér aldrei tólf, heldur alltaf eitt. Hér kyssir maður allt kvenfólk við hvern punkt í ræð- unni, þegar maður talar við það, klappar þeim á hægri kinnina við hvern semikolon, og faðmar þær við hverja kommu; þegar excla- mationsteiknin komá fyrir, þá má maður gera við þær hvað sem maður vill.“ Sá við þrjótnum! Hinn þekkti danski leikari Henrik Bentzon var sem ungur maður félagi í Róðrafélagi stúd- enta. Einn inorgun sat liann með félága sínum í einum bátnum. Þeir ætluðu að fara að róa af stað cr kallað var á Bentzon í síma frá klúbbhúsinu. Nú leið talsverð stund og ekki kom Bentzon. Félagi hans var orðinn óþolinmóöur, hann tók vatnsslöngu og hafði hana til reiðu til þess að hegna Bentzon fyrir seinlætið er hann kæmi. Loks kom Bentzon og þá fékk hann yfir sig væna vatnsgusu. En hann virtist hvorki undrandi né reiður þótt hann væri nú alklædd- ur, heldur stóð kyrr hinn ánægð- asti á svipinn. - Já, haltu bara áfram, sagði Bentzon svo að lokum. Ég sá út um gluggann hvað þú ætlaðir þér og þess vegna fór ég í þín föt! Lögfræði Sven Clausen, prófessor í lögum við Hafnarháskóla, fór eitt haust út í garö sinn, tíndi saman laus sprek og kveikti bál rétt við húsið. Dóttir hans, Bente, sem þá var lögfræðinemi, sá til fööur síns út um glugga og kom hlaup- andi með írafári. - Pabbi, pabbi, veistu ekki að það stendur í lögunum að það má enginn kveikja bál á landi sínu nema það séu a.m.k. 100 metrar inilli eldsins og næsta húss? - Jú, það veit ég vel, svaraði lögfræðiprófessorinn, en það er ekkert nefnt að það þurfi að vera bein lína. Nægur tími Fenger, prestur við Holmens- kirkju í Höfn, segir svo frá einni húsvitjun í sókninni. Hann heim- sótti fátækan verkamann, seni var mjög drykkfelldur, og spuröi: - Dettur yður aldrei i hug aö byrja nýtt og betra líf? - Nei, það er víst orðið of seint fyrir mig. - Nei, góði minn, það er aldrei of seint, svaraði Fenger. - Nú, er það? Þá liggur ekkert á! Engilverð Þessi sami prestur var ákafur fornminjasafnari. Eitt sinn sá hann á fornsölu lítinn, útskorinn engil í barokkstíl. - Hvað kostar þessi litli engill þarna? spurði hann fornsalann. - Tvö hundruð krónur. - Hátt vcrð er það fyrir svona lítinn djöflakoll, sagði presturinn þá. Laugardagur 14. júlí 1990 - DAGUR - 9 Hnefaleikarinn Joe Louis, fyrrverandi heims- meistari í hnefaleikum, var eitt sinn í bíl með vini sínum. Þeir lentu í árekstri við vörubíl. Eng- inn meiddist og ekki var auðvelt að segja til um hverjum árekstur- inn hefði verið að kenna, en vörubílstjórinn rauk út úr bíl sín- um og jós skömmum yfir Joe Louis og hótaði honum líkamleg- um meiðingum. Er leiðir skildu spurði vinurinn hvernig í ósköpunum hefði staðið á því, að hann hefði látið bióða sér annað eins. - Hví gafstu dónanum ekki einn á hann? spurði hann. - Það er nú það, ansaði Joe Louis. Heldurðu að Caruso hafi sungið aríu fyrir hvern þrjót sem móðgaði hann? Smælki Það er ekki hægt að gera börn góð með því að gera þau ham- ingjusöm, en það er hægt að gera þau hamingjusöm með því að gera þau góð. Nýttá söluskrá ASABYGGÐ: Einbýlishús á tveimur hæð- um ásamt bílskúr. Góð eign á góðum stað. TJARNARLUNDUR: 2ja herb. íbúð í fjölbýlis- húsi. Laus eftir samkomulagi. RIMASÍÐA: Góð raðhúsíbúð á einni hæð. Laus eftir samkomulagi. SUNNUHLÍÐ: Mér gekk illa með báðar eigin- konurnar mínar. Sú fyrri vildi skilja við mig, en sú seinni vildi það ekki. (R. Keller) Hann tók ósigrinum eins og mað- ur- kenndi konu sinni um hann. Það er hægt að geyma allt í spírit- us - nema leyndarmál. (Storm P-) Sá er munur á jórtrandi kú og ungri stúlku með tyggigúmmí, að augnaráð beljunnar er skynsam- legt. (Sænskt bændablað) SS tók saman Gott verslunarpláss, ca. 90 fm. Laust strax. Opið alla daga frá kl. 9-19. Laugardaga frá kl. 14-16. Fasteigna-Torgið Glerárgötu 28, Akureyri Sími: 96-21967 > F.F. Félag Fasteignasala Sölumaöur: Björn Kristjánsson. Heimasimi 21776. Ásmundur S. Jóhannsson, hdl. ÁHUGAFÓLK UM FERÐAMÁL Munið þriðjudagsfundinn kl. 13.00. Fundarstaður auglýstur í þriðjudagsblaðinu. 7S1IÐNÞRÓUNARFÉLAG 'Mi EYJAFJARÐAR HF. Bygaðastofnun teKur i notkun nytt símakerfi og ný símanúmer ® ® ••••••• • • Jafnframt breytist símanúmer hjá eftirtöldum sjóðum: • Lánasjóði Vestur-Norðurlanda Hlutafjársjóði Byggðastofnunar • Atvinnutryggingarsjóði útflutningsgreina Frá og með mánudeginum 9. júlí verða símar Byggðastofnunar sem hér segir: • 91-605400 : Aðalnúmer • 99-6600 : Grænt númer • 91-605499 : Myndsendir • Akureyri : 96-21210 • ísafjörður : 94-4366 Byggðastofnun RAUÐARÁRSTlG 25 PÓSTHÖLF5410 125 REYKJAVÍK

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.