Dagur - 14.07.1990, Blaðsíða 15

Dagur - 14.07.1990, Blaðsíða 15
Laugardagur 14. júlí 1990 - DAGUR - 15 vinstri: Guðmundur Jónsson, forseti Hæstaréttar, frú Dóra Nordal, Jón Sig- urðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Landsvirkjunar, frú Laufey Þorbjarnardóttir og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra. Lífið er blanda - ávarp Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra í 25. ára afmælisveislu Landsvirkjunar á Húnavöllum 1. júli sl. Forseti íslands, ágætu veislugestir. Lífið er blanda - blanda draums og veruleika. Þegar draumar rætast - verða að veru- leika - þá er líka gaman að lifa. í morgun þegar hornsteinn var lagður í stöðvarhúsvegginn við Blönduvirkjun rættist brot úr stórum draumi - drauminum um að beisla orku íslenskra fall- vatna. Virkjunin hefur verið lengi í smíðum. Því hefur fyrst og fremst valdið að áætlanir og spár um markað fyrir raforku frá henni hafa ekki gengið eftir. Nú virðist hins vegar sem betur fer í sjónmáli markaður fyrir orku frá virkjuninni og þar með fjárhags- grundvöllur fyrir hana. Horn- steinninn er því kærkomin afmælisgjöf til Landsvirkjunar á aldarfjórðungs afmælinu. Með stofnun Landsvirkjunar fyrir tuttugu og fimm árum hófst nýr kapítuli í sögu íslenskra orkumála. Fram að þeim tíma hafði megináherslan verið lögð á að rafvæða landið, en með stofn- un Landsvirkjunar var áformað að hefja stórfellda nýtingu vatns- orku til stóriðju. Eðlilegt væri að líta yfir farinn veg og meta þroska afmælis- barnsins á slíkum tímamótum, en það verður að bíða betri tíma. Um leið og ég óska afmælisbarn- inu til hamingju vil ég þakka starfsliði og stjórn Landsvirkjun- ar vel unnin störf og öllum þeim sem unnið hafa að framkvæmd- um við Blönduvirkjun. Nýting orkulindanna til efling- ar atvinnu er eitt af mikilvægustu verkefnum í okkar þjóðmálum. En það er ekki nóg að ræða á hátíðarstundum - eins og þessari - um það að nýta orkuauðinn. Við þurfum að kunna og þora að grípa þau tækifæri sem gefast til þess. Einmitt nú kann slíkt tækifæri að gefast. í liðinni viku náðist góður áfangi í Atlantsálsamning- unum. Áfangi sem gefur vonir um að samningar náist í haust um nýtt álver. Ég vonast til að Atlantsál verði farið að nýta orku - meðal annars héðan frá Blönduvirkjun - í nýju álveri árið 1994. Þannig verður íslensk orka flutt yfir Atlantsála til að afla þjóðinni tekna. Framkvæmdirnar við Blöndu hafa meðal annars markað spor á sviði jarðgangagerðar - og stuðl- að þannig að tækniframförum í landinu. Við Blöndu var rofið langt hlé í gerð jarðganga hér á landi. Reynslan sem þar fékkst og síðan í Ólafsfjarðarmúla hefur sýnt að óttinn við jarðgangagerð hér á landi sem ríkti á seinni hluta áttunda áratugarins og í byrjun þess níunda var ástæðu- laus. Gerð jarðganga við Blöndu varð einnig hvati til breytinga á áætlun um Fljótsdalsvirkjun. Ný áætlun gerir ráð fyrir að boruð verði göng til að flytja vatn til virkjunarinnar, í stað þess að grafa skurði. Með því móti vinnst þrennt, framkvæmdatíminn stytt- ist, arðsemi virkjunarinnar eykst og síðast en ekki síst verður minni röskun á umhverfi, því minna land fer undir vatn, dýralíf raskast síður og minna ber á mannvirkjunum. En við rannsóknir og allan undirbúning Blönduvirkjunar var einmitt tekið skipulega á öllum þáttum umhverfismála og hefur því fordæmi verið fylgt við virkj- anaundirbúning síðan. Það er forsenda Blönduvirkjunar að þar eru góðar aðstæður til að safna vatni en ekki háir fossar eins og leikmenn telja gjarnan megin forsendu vatnsaflsvirkjunar. Það er vissulega talsvert gróið land sem fer undir þetta vatna- safn. Okkur er öllum í fersku minni þær miklu umræður sem urðu um virkjunina fyrir nokkr- um árum. Það er skiljanlegt að bændur sjái eftir heiðalöndunum sem hafa verið grundvöllur búskapar í Blöndudal um aldir. Landsvirkjun mun bæta landa- missinn með umfangsmikilli upp- græðslu á Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði. Og nú hafa náðst um þetta mál góðar sættir og friður í héraðinu. Þar hefur líka hjálpað að breytingar á búháttum í landinu draga úr beit. Þannig hafa bæst við landkosti Húnavatnssýslna hin mikla orku- hlaða Blönduvirkjunar og upp- græðsla lands. Og óravíddir grös- ugra heiða verða áfram aðal- merki héraðsins. Og Blanda mun streyma áfram en með bjartari svip en fyrr. Mér finnst við hæfi að rifja hér upp erindi úr löngu ljóði um Blöndu sem mun ort á Höllustöð- um á fyrri hluta aldarinnar: „Aflþrungin áfram streymir elfan um gljúfradal frá Ijósum jökullindum lengst fram í bjargasal. “ Það er frumskylda okkar að gæta náttúru landsins og allar virkjanir verða að taka mið af því. Við Blöndu hefur verið stað- ið vel að verki í þessum efnum og reynslan héðan hefur fætt af sér nýjar virkjanalausnir - lausnir sem í senn eru hagkvæmar og umhverfinu vinsamlegar. Þannig bætir hvert velheppnað verk við verkkunnáttuna. Ég vona að Blönduvirkjun verði þessu héraði og landinu öllu til blessunar og bið ykkur að lyfta með mér glösum í heillaskál fyrir Landsvirkjun á 25 ára afmælinu, fyrir Blönduvirkjun og framtíð íslenskra fallvatna. dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið sýnir kl. 21.55 á sunnudagskvöld finnsku myndina Hryðjuverkamennirnir, sem byggð er á leikritinu Hinir róttlátu eftir Albert Camus. Sjónvarpið Laugardagur 14. júlí 14.00 Landsmót UMFÍ. Bein útsending frá 20. landsmóti UMFÍ í Mosfellsbæ, þar sem 3000 keppendur frá 29 héraðssamböndum og ungmennafé- lögum keppa í um 100 íþróttagreinum. 18.00 Skytturnar þrjár (13). 18.25 Framandi grannar. Bandarísk teiknimynd um gesti utan úr geimnum. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Steinaldarmennirnir. 19.30 Hringsjá. 20.10 Fólkið i landinu. Oddviti, kennari, meðhjálpari og móðir. Sigrún Valbergsdóttir ræðir við Kristínu Thorlacius prestsfrú á Staðastað. 20.30 Lottó. 20.35 Hjónalíf (8). (A Fine Romance.) 21.05 Pompeius litli. (Peter and Pompey). Áströlsk bíómynd frá árinu 1986. Tvö áströlsk ungmenni kynnast með undursamlegum hætti lífi Pompeiusar, sem uppi var á tímum Nerós keisara. 22.40 Válynd veður. (The Mean Season.) Bandarísk bíómynd frá árinu 1985. Rannsóknarblaðamaður vinnur að frétta- öflun vegna morðmáls en atvikin haga því þannig að hann verður tengiliður morðingjans við umheiminn. Aðalhlutverk: Kurt Russell, Mariell Hem- ingway, Richard Jordan og Richard Masur. 00.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 15. júlí 14.00 Landsmót UMFÍ. Bein útsending frá Mosfellsbæ. 17.40 Sunnudagshugvekja. Flytjandi ei Jón Oddgeir Guðmundsson. 17.50 Pókó (2). (Poco). Danskir bamaþættir. 18.05 Feðginin. (En god historie for de smá: Pappan och flickan.) Þessi mynd er liður í norrænu samstarfs- verkefni og er byggð á ævintýrinu um Öskubusku. 18.25 Ungmennafélagið (12). Silungur ætur. Umsjón Valgeir Guðjónsson. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Vistaskipti. 19.30 Kastljós. 20.30 Jónsmessunótt í Barkárdal. Sjónvarpsmenn slógust í för með þrjú hundruð manna hópi sem skemmti sér við hrútadrátt, fangbrögð og fleira við Baugasel í Barkárdal á Tröilaskaga nýliðna Jónsmessunótt. Umsjón: Öm Ingi. 21.10 Á fertugsaldri (5). 21.55 Hryðjuverkamennirnir. (Terroristema) Sjónvarpsmynd eftir Veli-Matti Saikkon- en, byggð á leikritinu Hinir réttlátu eftir Albert Camus. Hópur hryðjuverkamanna er að undirbúa tilræði en spurningar um réttlæti og ofbeldi leita á hugi þeirra. Aðalhlutverk: Marcus Groth, Turo Pajala og Ville Sandquist. 23.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 16. júlí 17.50 Tumi. (Dommel). 18.20 Litlu prúðuleikararnir. (Muppet Babies.) 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Yngismær (124). 19.25 Leðurblökuma^urínn. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Ljóðið mitt (7). Að þessu sinni velur sér ljóð Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur. 20.405 Ofurskyn (1). (Supersense). Fyrsti þáttur: Sjötta skilningarvitið. Einstaklega vel gerður breskur fræðslu- myndaflokkur í sjö þáttum þar sem fýlgst er með þvi hvernig dýrin skynja veröldina í kringum sig. Viðfangsefni fyrsta þáttar eru þau skilningarvit sem dýrin búa yfir en mannfólkið ekki. 21.10 Gárur. (Making Waves). Bresk stuttmynd frá árinu 1988. Hópur roskinna kvenna er að fara i ferða- lag en þeim til mikillar furðu kemur ein þeirra með karlmann sem hún segir vera son sinn. Ein kvennanna reynir að kynn- ast honum betur og þá tekur sagan óvænta stefnu. Aðalhlutverk: Sheila Hancock og Kenn- eth Cranham. 21.25 Skildingar af himnum. (Pennies from Heaven). Þriðji þáttur. Breskur myndaflokkur í sex þáttum. Aðalhlutverk: Bob Hoskins. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 14. júlí 09.00 Morgunstund. 10.30 Júlli og töfraljósið. 10.40 Perla. 11.05 Stjörnusveitin. 11.30 Tinna. 12.00 Smithsonian. (Smithsonian World.) 12.50 Heil og sæl. Allt sama tóbakið. 13.30 Brotthvarf úr Eden. (Eden’s Lost) Annar hluti af þremur. 14.15 Veröld - Sagan í sjónvarpi. (The World - A Television History.) 15.00 Framadraumar. (I Ought To Be In Pictures.) Ung stúlka ferðast yfir endilöng Banda- ríkin til þess að hafa upp á föður sínum sem hún hefur ekki séð lengi. Aðalhlutverk: Walter Matthau og Ann- Margaret. 17.00 Glys. (Gloss.) 18.00 Popp og kók. 18.30 Bílaíþróttir. 19.19 19.19. 20.00 Séra Dowling. (Father Dowling.) 20.50 Til bjargar börnum.# (In Defense of Kids.) Kvenlögfræðingur nokkur fleygir frá sér starfi og starfsframa til að aðstoða böm sem hafa komist í kast við lögin. 22.25 Tópas.# (Topaz) Alþjóðlegt leynimakk er viðfangsefni þessarar Hitchcock myndar, sem byggð er á sannsögulegum atburðum, sem skóku vestræna stjórnmálamenn á sínum tíma. Aðalhlutverk: John Forsythe. Bönnud börnum. 00.25 Undirheimar Miami. (Miami Vice.) 01.10 Vopnasmygl. (Lone Wolf McQuade.) Þetta er spennandi hasarmynd sem segir frá landamæraverði i Texas sem er harður í horn að taka ef á þarf að halda. Aðalhlutverk: Chuck Norris, David Carr- adine og Barbara Carrera. Bönnud börnum. 02.55 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 15. júli 09.00 í bangsalandi. 09.20 Popparnir. 09.30 Tao Tao. 09.55 Vélmennin. 10.05 Krakkasport. 10.20 Þrumukettirnir. 10.45 Töfraferðin. 11.10 Draugabanar. 11.35 Lassý. 12.00 Popp og kók. 12.30 Vidskipti i Evrópu. 13.00 Jesse. Sönn saga af hjúkmnarkonu nokkurri sem leggur sig alla fram við starf sitt. Aðalhlutverk: Lee Remick, Scott Wilson og Richard Marcus. 15.00 Listamannaskálinn. (The Southbank Show.) 16.00 íþróttir. 19.19 19.19. 20.00 í fréttum er þetta helst. (Capital News.) 20.50 Björtu hlidarnar. 21.20 Hneykslismál. (Scandal) 22.40 Alfred Hitchcock. 23.05 Boston-mordinginn. (The Boston Strangler.) Sannsöguleg mynd um dagfarsprúðan pipulagningamann sem er geðkolfi. Hanns nánustu grunar ekki neitt fyrr en hann er talinn vera valdur að dauða tólf kvenna sem allar vom myrtar á hryllileg- an hátt. Aðalhlutverk: Tony Curtis, Henry Fonda, George Kennedy. Stranglega bönnuð börnum. 01.00 Dagskrárlok. Stöð 2 Mánudagur 16. júlt 16.45 Nágrannar. (Neighhours.) 17.30 Kátur og hjólakrílin. 17.40 Hetjur himingeimsins. 18.05 Steini og OUi. 18.30 Kjallarinn. 19.19 19.19. 20.30 Dallas. 21.20 Opni glugginn. 21.35 Svona er ástin. (That's Love.) Lokaþáttur. 22.00 Pat Metheny. Þáttur tekinn upp á jasshátíð i Montreal sumarið 1988. 22.55 Fjalakötturinn. Þrír gamlir giftingamiðlar.# (Akibiyori.) Vönduð, japönsk mynd sem lýsir ein- stöku sambandi milh mæðgna, sem báðar eru forkunnarfagrar. 00.50 Dagskrálok.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.