Dagur - 14.07.1990, Blaðsíða 17
efst í huga
Rödd almennings spyr
Þaö er ekki svo bölvað aö búa á Akur-
eyri, jafnvel þótt viö fáum ekki álver.
Sem gamalgróinn Akureyringur hef ég
orðið vitni aö blómlegu mannlífi, fallegu
umhverfi, þokkalegu veöurfari og fögrum
loforðum bæjarstjórnarmanna sem fjúka
inn á hálendi meö hafgolunni. Ég geri
mér grein fyrir því aö þaö er auðvelt aö
leggja fram verkefnalista en erfiðara aö
fylgja honum eftir, bæði vegna peninga-
leysis og ekki síður vegna vilja- og getu-
leysis. Akvarðanir sem eru teknar í hálf-
kæringi og ekki fylgt eftir eru dálítið ein-
kennandi fyrir höfuöstaö Norðurlands.
Viö getum rætt um íþróttamál í þessu
sambandi og byrjað á hollri hreyfingu í
sundlaugum.
Sundlaug Akureyrar stenst ekki nú-
tímakröfur. Þar er ekki hægt aö synda
sér til heilsubótar á góðviðrisdögum
þegar laugin er fleytifull af buslandi
krökkum meö upþblásna bolta. Auk
þess er hún ekki nógu stór. Mér finnst
nauðsynlegt aö koma upp sérstakri
barnalaug og sundlaugarsvæðið býður
upp á sannkallaða vatnaparadís eins og
Halldór Jóhannsson hefur reyndar sann-
að með tillögum sínum. Ég spyr: Verður
ráðist í framkvæmdir á sundlaugar-
svæðinu?
Bæjarfulltrúar uppgötvuðu einn dag-
inn að Glerárhverfi er hluti af Akureyri og
ákváðu að setja þar sundlaug. Þá rauna-
sögu ætla ég ekki að rekja en lauginni
var hent í almenning ófullgerðri og síðan
sneru menn sér að öðru. Við núverandi
aðstæður er brunnur þessi hlálegur,
hann svarar á engan hátt kröfum sem
gera verður til almenningssundlauga.
Sem kennslulaug er Glerársundlaug
hins vegar góð, en ég spyr: Verður
umhverfi laugarinnar lagað að kröfum
almennings?
Stolt okkar er íþróttahöllin, enn eitt
dæmið um mannvirki sem hlaupist er frá
hálfkláruðu. Maður gengur inn í fokhelt
anddyrið og telur víst að húsið sé
nýbyggt og hafi ekki verið tekið í notkun
enn. Verður íþróttahöllin kláruð? Og
hvað með Skemmuna, verður hún tekin
undir áhaldahús?
Akureyrarvöllur iðjagrænn og fagur,
ósnertanleg gróðurvin í hjarta bæjarins.
Þessi ágæti völlur er nú einhvers staðar
í kerfinu, að mér skilst, og þá spyr ég: Á
að leggja Akureyrarvöll niður samkvæmt
skipulaginu? Eða á að færa hann til eins
og einhvern tíma var sagt? Á þá að
bæta aðstöðu áhorfenda og aðstöðu
frjálsíþróttafólks? Eða á hreinlega að
gera nýjan völl á svæðinu skammt frá
Sólborg?
Golfleikarar búa við góða aðstööu,
Skautafélagið er að byggja upp sitt
svæði og skíðasvæðið í Hlíðarfjalli
stendur fyrir sínu en húsið sjálft, Skíða-
staðir, er úr sér gengið. Enn spyr ég:
Ætla menn að byggja nýjan skíðaskála?
Svona er hægt að halda áfram, bara í
íþróttamálum. Ætla menn t.d. að nýta
Kjarnalund sem aðstöðu fyrir trimmara f
Kjarna? Hvers eiga hjólreiðamenn á
Akureyri að gjalda? Gangstéttir, sem
þeir verða að notast við vegna tillitsleys-
is ökumanna, koma seint og illa. Hér
gefst ekki rými fyrir frekari bollalengingar
en gaman væri ef einhver framámaður
gæti látið Ijós sitt skína í þessum málum.
Stefán Sæmundsson
vísnaþálfur
Hér koma heimagerðar vísur
sem nefnast „Palladómar“.
Öll er flokkun illa þokkuð
utan glettni spaugaranna.
Prjár ég sýslur þekki nokkuð,
þar er alítaf gott til manna.
Ég hef verið að því spurður,
eins og væri rætt um þjóðir
hverjar væru viðmótsfurður
vina minna þar um slóðir.
Aðeins til að láta Ijúka
leiðri orðamærð að sinni
lýsingarnar læt ég fjúka,
létti ögn á forvitninni.
Aldrei þagna Pingeyingar.
Peysa Skagfirðingar teitir.
Eyfirðinga eitthvað þvingar.
Ekki veit ég hvað það heitir.
Þorbjörn Kristinsson kvaddi
góðan bekk í Kennaraskólan-
um með vísu:
Hérna allt með góðu gekk,
gott að kenna og læra.
Pví að lokum þessum bekk
þakkir vil ég færa.
Þessa hringhendu mun Þor-
björn hafa kveðið til ungrar
konu:
Pú vilt fara, því er verr,
þig með varúð hylli.
Manstu hvar við undum, er
ekkert bar á milli.
Næstu vísur eru eftir Karl
Friðriksson brúasmið.
Margur snýr til Lofnarlands
lífs þá stýrir sjáinn,
ef að býr í eðli hans
ævintýraþráin.
Samleið endar, einn ég græt
ástablendið sprundið.
Guðs í hendi lán mitt læt
lífs til enda bundið.
==f--------------------------
Oftar en menn hyggja, þrá
menn og dýr sveitina sína,
eftir að í kaupstað er flutt.
Ólína Jónsdóttir hefur þetta
að segja:
Blómum dauðum gaf ei grið
grundir auðar standa.
Fölnað hauður á vela á við
vonarsnauðan anda.
Kveðið við hest:
Heim í æsku hlýjan stað
hugann aftur langar.
Veslings Jarpur, veistu að
við erum bæði fangar.
„Rellan“ nefnist næsta vísan,
eftir Stefán Stefánsson, í
Móskógum.
Blíðuatlot þrái ég þín,
þau eru lífsins yndi.
Um þig snýst ég, elskan mín
eins og rella í vindi.
Classen kaupmaður á Sauð-
árkróki skvetti sápuvatni yfir
Baldvin skálda, en hann
reiddist og kvað:
Skyldi ei fölna fánýtt skrúð
og forsmán efnasnauðum
ef að þessi bjánansbúð
brynni í eldi rauðum.
Kaupmannsfrúin kom að og
bað um bragarbót, í angist
sinni:
Classens lof ei linna skal,
lán hans aldrei sjatni,
fyrst hann skírði hruman hal
úr heitu sápuvatni.
Næstu vísur eru eftir okkar
kæra K. N.
Um ritstjóra:
Illa stilltur unglingur
oft fer villt með penna,
hann er spilltur spjátrungur,
sparipiltur kvenna.
Umsjón:
Jón
Bjarnason
frá Garðsvík
Heimsókn:
Pað kom til hans gömul kella
sem kölluð er Mrs. Della.
Pað varð til þess hann fór
að vella
vitleysu meiri en ella.
Heimagerð vísa:
Ýmsir þykjast þekkja mig,
það ég stundum heyri.
en að þekkja sjálfan sig
sýnist vandinn meiri.
Næstu vísu orti Grímur Sig-
urðsson frá Jökulsá:
Oft er fyrir illt að sjá
og eftirþankar bitrir.
Bótin sú að eftir á
eru flestir vitrir.
Jóhannes frá Engimýri var
tekinn upp í bíl af göngu. Þá
kvað hann:
Preyttir fætur förlast mér
fást ei bætur lengur.
Fyrir sætið þakka ég þér,
þú ert mætur drengur.
Maður stríddi Jóhannesi á
því að hann væri orðinn grá-
hærður og svaraði karl að
bragði:
Peir sem eiga börn og bú
bognir af þreytu standa.
Ég er að verða, eins og þú
ýmugrár á vanga.
Laugardagur 14. júlí 1990 - DAGUR - 17
É| Sumarhappdrætti
I Sjálfsbjargar 1990
Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Sjálfsbjargar
1990. Útdráttur fór fram 10. júlí 1990. Vinningar og
útdregin númer eru sem hér segir:
1. vinningur. Bifreið: Jeep Cherokee Limited frá Jöfri að
verðmæti 3.054.000 kr.
Vinningsnúmer: 72260.
2. vinningur. Bifreið: Subaru Legacy Sedan frá Ingvari
Helgasyni hf. að verðmæti 1.353.000 kr.
Vinningsnúmer: 93971.
3.-7. vinningur. 5 bifreiðar: Subaru Justy frá Ingvari Helga-
syni hf. hver að verðmæti 772.000 kr.
Vinningsnúmer: 4528, 20490, 88423, 91311, 99986.
8.-41. vinningur. 34 ferðavinningar að eigin vali með Sögu/
Útsýn hver að verðmæti 100.000 kr.
Vinningsnúmer: 4201,6472, 6865, 7672, 10590, 17248, 23413,
27507, 29861, 34532, 47786, 61321, 62720, 68734, 69693,
70371, 73252, 76277, 79537, 84030, 84488, 91926, 92446,
95505, 101122, 103616, 104779, 104958, 112707, 115141,
118058, 124828, 130118, 134270.
Vinningar eru skattfrjálsir. Vinninga ber að vitja á
skrifstofu Sjálfsbjargar að Hátúni 12, 105 Reykjavík,
sími 29133.
Sjálfsbjörg þakkar landsmönnum stuðning nú sem fyrr.
KOMUM
HEIL HEIM
Fjölskyldan á ferðalagi, búið er að tjalda á falleguni árbakka.
Strákurinn er að leika sér með bolta og missir hann út í ána.
Hvað er til ráða?
Strákurinn gleymir sér og fer á el'tir boltanum. Hann virðist ekki
vita hvaða hætta fylgir því að vera við ár og vötn. Pabbi stekkur
á eftir stráknum.
Góðu heilli hefur pabbi náð stráknum á land. Mamma þurrkar
honum og pabbi stendur hjá rennblautur.
Þetta liefði geta farið verr. Sýuum því varúð við ár og vötu.
Örlítil gætni getur skipt sköpuin og skilið á milli lífs og d'.iuða.